Morgunblaðið - 15.10.1989, Qupperneq 29
"MÖRGIUNBLAÐIÐ VELVAKANBI^'nMMgðr 15; OKTOBKR
C 29
Sverrir Jónsson.
veisluhöld á hvetjum degi,“ segir
hún.
Er hætta á neytendauppreisn?
„Nei við erum orðnir bólusettir,
íslendingar, látum allt yfir okkur
ganga,“ svarar Gunnar.
Ingólfur Þorbjörnsson sagðist
vera nýfluttur til landsins frá Ála-
borg í Danmörku ásamt konu sinni,
Karinu, sem er frá Finnlandi. Þau
eiga tvö smábörn og segjast kom-
ast sæmiiega af en ekki leyfa sér
neinn lúxus. „Við erum að bíða eft-
ir húsnæðisstjórnarláni og leigjum
á meðan, fengum 12 tilboð um
húsnæði eftir að við settum smá-
auglýsingu í blað. Það merkilega
var að leigan viitist vera nokkurn
veginn sú sama, um 40 þúsund á
mánuði, hvernig sem húsnæðið var!
Leigan er hærri hér en í Dan-
mörku, þar leigðum við í fimm ár,
en- satt að segja gerðum við samt
ráð fyrir að greiða enn hærri leigu
hér en raunin varð,“ segir Ingólfur.
Lúxusvara ekkert dýrari
en í Danmörku
„Mér finnst margt hræðilega
dýrt hérna heima og erfitt að kom-
ast af ef fjölskyldan þarf að láta
ein laun duga. Sérstaklega er mat-
urinn dýr en lúxusvörurnar eru á
svipuðu verði og úti. Mjólkurvörur
eru mjög dýrar og skipta miklu
máli af því að allir þurfa á þeim
að halda, engin leið að spara þær
við sig. En við vissum hveiju við
gengum að og þetta gengur ágæt-
lega með því að spara.“ Karina tek-
ur undir þetta og segir viðbrigðin
mikil að koma hingað frá Dan-
mörku. Hins vegar sé dýrtíðin ekk-
ett minni í Finnlandi en hér.
Næst hittum við fyrir Sverri
Jónsson, sem segist komast ágæt-
lega af. „Við erum reyndar bara tvö
í heimili og leyfum okkur engan
lúxus, förum lítið út að skemmta
okkur.“ Engar utanlandsferðir? „Ég
fer oft í utanlandsferðir," segir
Sverrir hlæjandi, „en það er ekkert
að marka það, ég vinn hjá Flugleið-
um!“ Hann sagðist að sjálfsögðu
verða var við dýrtíðina eins og aðr-
ir og taldi ástandið vera orðið mjög
erfitt fyrir þá sem væru á meðal-
launum og þar fyrir neðan. K.J.
Landhelgin víða miðuð
út frá landi í einkaeign
Til Velvakanda.
Um þessar mundir er mikið rætt
og skrifað um fiskveiðistefn-
una. I öllum þessum vangaveltum
virðist gleymast að ríkið er, sem
betur fer, ekki eigandi að allri land-
helginni eins og í Sovét. Þar á ríkið
einnig állt land síðan í byltingunni
1918. Þeir eru nú að hugsa um að
úthluta því aftur til' þegnanna.
Þótt ályktað hafi verið á Alþingi
um það að fiskistofnar á íslands-
miðum séu sameign íslensku þjóðar-
innar þá hefur þessi ályktun ekkert
lagalegt gildi, enda stendst hún eng-
an veginn gagnvart eignarréttarlög-
gjöfinni (það gæti Hannes Hólm-
steinn Gissurarson prófessor og'fleiri
góðir menn staðfest). Það virðist víða
gæta misskilnings hjá almenningi í
þessum málum.
Bændur og aðrir landeigendur sem
eiga sjávaijarðir, eiga og hafa alltaf
átt sjávarsvæði úti fyrir sínum jörð-
um. Hversu langt, hefur aldrei náðst
samkomulag um eða verið skilgreint
að fullu. Einnig er forn hefð á flest-
um útvegsjörðum fyrir útgerð þaðan
(kvóta) og fiskverkun þótt hún hafi
ekki verið stunduð þar að staðaldri
að undanförnu. Þessar eignir og rétt-
indi verða ekki hrifsaðar af fólki með
einhverri ályktun á Alþingi um fisk-
veiðistefnu. Auðvitað eiga alþingis-
menn líka að gæta þess að svo fari
ekki en lítið hefur heyrst frá þeim
um málið.
Þetta er virkilega íhugunarefni
fyrir fólk t.d. á höfuðborgarsvæðinu
én þar virðist helst ráfa um fólk í
þeirri vinstrivillu að landhelgin sé
óskipt sameign landsmanna.
Landhelgi Islands er og hefur allt-
af verið miðuð út frá landi eða
ákveðnum punktum i landi. Margir
þessir punktar og strandlengjur eru
í einkaeign.
Ef taka ætti upp á því að miða
yfirleitt landhelgi í Norður-Atlants-
íiafi við fólk eða fólksfjölda þá kæmi
sáralítið í hlut okkar íslendinga.
Hafa menn velt þessu fyrir sér?
Það er landið sem markar land-
helgina en ekki fólkið. Það eru til
allt að því mannlausar eyjar með 200
mílna landhelgi.
Stjórnmálamenn hafa t.d. alls ekki
fullt umboð til að ræða þessi mál við
EB.
Eftir að hafa lesið ýmsar greinar
sem birtst hafa í dagblöðum undan-
farið eru menn gáttaðir á heimtu-
frekjunni sem endurspeglast þar.
Þarna eru á ferðinni greinarhöfundar
sem eru að reyna að koma því til
leiðar með lævíslegum hætti að rétt-
mætar eignir manna verði álitnar
ríkiseigur eða jafnvel teknar af þeim
a.m.k. er verið að reyna að heilaþvo
menn i því efni að landhelgin sé ein-
Holleftii og
hrukkur
Kæri Velvakandi.
Nýlega las ég grein eftir hús-
móður á Suðurnesjum um
heilsufæði og hollefni, og sannar-
lega er gott og ánægjulegt að sjá
þannig greinar reka hver aðra í
blöðunum nú upp á síðkastið, sem
sýnir að viðhorf fólks til þessara
hluta er sem betur fer að breytast.
Er ekki maðurinn það sem hann
lætur ofan í sig og það sem hann
hugsar? spurði einhver einhvern
tíma og áreiðanlega er mikið í því.
Fyrir nokkrum árum . átti ég og
fleiri í fjölskyldunni minni í erfið-
leikum vegna ofnæmis fyrir snyrti-
vörum. Mér var þá bent á Weleda-
jurtasnyrtivörurnar sem fást í
Mæðrabúðinni í Bankastræti og
Þumalínu á Leifsgötu. Þetta eru
hreinar lífrænt ræktaðar vörur,
hreint yndislegar. Krem, gigtarolíur
hráolíur og sjampó ásamt barnavör-
um. Barnakremin eru einnig ómiss-
andi fyrir hestana mína, calendyla-
barnakremið, ótrúlegt en satt. Svo
skemmtilega vildi til að um sama
leyti keypti ég yndislegt tæki sem
heitir Novafónn. Ég held að þetta
sé ekki ímyndun, en þetta saman-
lagt hefur minnkað svo hrukkurnar
í andlitinu á mér að það fer ekki
framhjá neinum. I framhaldi af
þessu fór ég svo að huga að matar-
æðinu og sneri mér að heilsufæði
svokglluðu. Að lifa á baunafæði og
lífrænt ræktuðum korntegundum
er ekki nema brot af þeim kostnaði
sem venjulegur matur fólks er og
auk þess sem einfalt er að mat-
reiða. Græhmetið er hins vegar
óheyrilega dýrt, því miður, en ham-
borgararnir, pylsurnar og þær
frönsku eru ekki par ódýrari, það
er bara að velja. Ég er nú trúlega
orðin alltof langorð, en þetta er svo
mikið mál að ég má til með að
enda með spýrun. Spýrað korn og
jafnvel baunir eru herramannsmat-
ur og mikil hollusta og ódýrt. Það
sem á að spýra er hreinsað í köldu
vatni, ónýtt korn fjarlægt, látið
liggja í bleyti yfir nótt. Vatninu
hellt af að morgni. Ef hægt er að
koma því við er gott að skola tvisv-
ar til þrisvar yfir sólarhringinn, þá
helst kornið rakt. Sumt spýrar eftir
1-2 daga, sumt þarf lengri tíma.
Þegar spýrunin er mátuleg má
geyma kornið spýrað eða baunirnar
í ísskáp í 3-4 daga.
Húsmóðir á Seltjarnarnesi
göngu ríkiseign.
Staðhæft er í einni greinihni:
„Ríkið á fiskimiðin nú þegar." Menn
spyija hvenær eignaðist ríkið öll
fiskimiðin? Það er einnig spurt í
greininni. „Eða hvernig hefðu stjórn-
málamenn annars getað gefið mönn-
um kvóta?“ Svarið er einfalt. Stjórn-
málamenn eru að hluta til að ráðsk-
ast með annarra manna eigur.
Margir spyija nú hvar eru eigin-
lega málsvarar friðhelgi eignarrétt-
arins? Hvers vegna heyrist ekkert í
þeim? Hvar eru t.d. samtök bænda
til að vernda sjávarhelgi jarða og
forna hefð?
Það er eðli Islendinga að vilja full-
komið frelsi einstaklingsins og einka-
framtaksins.
íslendingar vilja ekki að minni-
hlutahópar séu beittir yfirgangi.
íslendingar vilja ekki miðstýringu,
auðlindaskatt og eignaupptöku með
sovésku sniði.
G.M.
MYNDLISTA-
OG HANDÍÐASKÓU
ÍSLANDS
Teiknimyndanámskeið
Átta vikna námskeið í teiknimyndagerð verður haldið
í skólanum dagana 23. októbertil 14. desember 1989.
Kennt verður í tveimur 12 manna hópum.
Mánud. og miðvikud. kl. 19.00-22.00.
Þriðjud. og fimmtud. kl. 19.00-22.00.
Kennari verður Jón Axel Egilsson.
Þáttökugjald kr. 25.000,00
Upplýsingar í síma 623625 á milli kl. 10.00-12.00
Notuð verður sérhönnuð tölva við kennsluna, sem
gerir nemendum kleift að sjá strax árangur vinnu
sinnar. Myndir verða síðan færðar út á VHS-mynd-
band.
Helstu atriði, sem fjallað verður um, er hugmynda-
smíði, handritsgerð, „storyboard", grunnur hreyfinga,
myndmál, „barsheets" og kvikmyndagerð.
Innifalið í verði er allt námsefni og gögn ásamt kaffi
í hléum.
SÚ VEISLA ER BEST
AÐ HVER HAFI SINN VILJA
Holiday Inn er fyrsta flokks staður fyrir góða árshátíð. Þar getið
þið valið um litla eða stóra sali, fjölbreyttan matseðil og skemmti-
atriði og margskonar danstónlist. Gestirnir fá úrvals þjónustu í
þægilegum húsakynnum. Árshátíðargestir geta verið 40-120.
Holiday Inn býður fjölbreyttan árshátíðarmatseðil með tveimur,
þremur eða fjórum réttum, vínföngum, kaffi og eftirréttum.
Danstónlist til kl. 3 e.m. *
Þegar gera á árshátíðina glæsilega og eftirminnilega er starfsfólk
Holiday Inn til þjónustu reiðubúið.
Sýnishom af árshátíðarmatseðli:
KALDAR LUNDABRINGUR
með vínberjasalati
LAMBALÆRISVÖÐVI
með hörpuskel í smjördeigshúsi og
múskatsósu
HEIT BRÓMBERJASÚPA,
með vanilluís og möndlufingrum
Verðhugmynd fyrir 100 manna árshátíð með ofangreindum mat-
seðli, hljómsveit til kl. 3 e.m., þjónustu og öllum gjöldum.
3000,- kr pr. mann
Árshátíðarskemmtunin og gisting í tveggja manna herbergi í eina
nótt: 4.900,- kr. á mann. Þetta tilboð gildir fyrir alla landsmenn til
sjávar og sveita.
Holiday Inn er rétti staðurinn fyrir árshátíðina í ár. Til þess að gera
árshátíðina glæsilega og eftirminnilega þarf aðeins að hringja í
68 90 00 og ræða málin við Wilhelm eða Helgu, fá nauðsynlega
ráðgjöf og allar upplýsingar, ákveða sig og mæta með árshátíðar-
Sigtún 38 - 105 Reykjavik - Sími (91) 689000 - Fax: 680675