Morgunblaðið - 14.01.1990, Síða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR
MALTfl...
MALTA FOR
GLASNOST!
GLASNOST
FOR MALTA?
alternattiva demokratika
ST J ÓRNMÁLIN
Flokkapólitík á
efsta stigi
T*
f
VEIR flokkar, Verkamanna-
flokkurinn og Þjóðernis-
flokkurinn, skipta með sér
atkvæðum á Möltu. Þjóðernisflokk-
urinn tók við völdum eftir 16 ára
stjómarandstöðu 1987. Hann fékk
50,9% atkvæða en Verkamanna-
fiokkurinn 49,1%. Fólk fæðist inn í
f lokkana og það er algjör undantekn-
ing ef það skiptir um flokk. Flokka-
pólitík setur svip á allt. Fyrrverandi
barnaskólakennari hélt því fram að
hann gæti ekki sagt að vegirnir hefðu
skánað án þess að það væri tekið sem
pólitísk stuðningsyfirlýsing við Þjóð-
emisflokkinn. Og hann lenti í vand-
ræðum þegar hann bað börnin að
koma með dagblöð að heiman til að
nota við föndur. Foreldrarnir héldu
að hann væri að njósna um stjórn-
máiaskoðanir þeirra.
Flokkarnir gefa út sitthvort dag-
blaðið. Haus hægri blaðsins, In Nazz-
jon Taghna, er blár og vinstri blaðs-
ins, 1-orizzont, rauður. Dagblaðið The
Times er á ensku og var stofnað
1978. Það er hlutlaust og lesið af
stuðningsmönnum beggja flokka -
haus þess er svartur, Ungur maður,
sem kynnti uppbyggingu frihafnar á
Möltu fyrir fréttamönnum þegar leið-
togar stórveldanna hittust þar ( byij-
un desember, hélt að rauða blaðið
væri ekki selt i blaðasöiu fréttamið-
stöðvarinnar. „Þetta er fundur Þjóð-
ernisf lokksins," sagði hann og fannst
skiljanlegt að snepill stjórnarand-
stöðunnar væri þá ekki á boðstólum.
En hann hafði rangt fyrir sér,
1-orizzont lá falið innan um önnur
blöð.
Edward Fenech-Adami, forsætis-
ráðherra, sagði á blaðamannafundi
að það væri viðurkenning á utanríkis-
stefnu stjórnar sinnar að leiðtogar
stórveldanna kusu að ræðast við
undan ströndum Möltu. „Fundurinn
hefði ekki verið haldinn hér fyrir
þremur árum,“ sagði hann. Eyjan
var höll undir Sovétríkin og Líbýu í
stjórnartíð Verkamannaflokksins,
hún gekk í bandalag hlutlausra ríkja
og tafði fyrir lokaniðurstöðu Ráð-
stefnunnar um öryggi og samvinnu
í Evrópu í Madríd. Þjóðin er enn í
bandalagi hlutlausra ríkja en Fenech-
-Adami benti á að bestu ríki, eins
og Noregur og Kanada, ættu áheyrn-
arfulltrúa á fundum þess. Ríkisstjórn
Möltu vill nálgast Vestur-Evrópu á
nýjan leik og ætlar að sækja um
aðild að Evrópubandalaginu innan
tíðar.
Wenzu Mintoff, bróðursonur
Dominics Mintoffs, sem stjórnaði
Möltu og Verkamannaflokknum
í áraraðir, hefur sagt skilið við
flokkinn og gengið til liðs við
samtök um lýðræðislegan val-
kost.
Verkamannaflokkurinn telur það
varhugavert. Honum fannst ltka
varasamt að herskip stórveldanna
kæmu inn í lögsögu Möltu, Carmelc
Mifsud-Bonnici, formaður hans,
gerði múður út af hugsanlogum
kjarnorkuvopnum um borð og f lokk-
urinn boðaði til friðarsamkomu og
útitónleika í tilefni fundarins. Sam-
komunni var aflýst vegna veðurs og
tónleikarnir haidnir innan dyra.
Mifsud-Bonnici gerði sem minnst úr
hlut Möltubúa í leiðtogafundinum og
sagt er að aðeins stuðningsmenn
Þjóðernisflokksins hafi fagnað Bush
og Gorbatsjov við komu þeirra til
landsins. Þeir gerðu það rækilega
og hylltu foringja sinn, forsætisráð-
herrann, með-söng og dansi þegar
leiðtogarnir voru farnir um borð í
báta sina.
Flokkarígurinn gengur oft út í
öfgar. 23 lögregluþjónar særðust til
dæmis í sumar þegar stuðningsmenn
Verkamannaflokksins hófu skothrið
á Fenech-Adami og aðstoðarmann
hans þegar þeir mættu í þorpið Zejt-
un til að vera svaramenn við brúð-
kaup. Þorpið er þekkt vinstriþorp og
Þjóðernisflokknum hefur verið bann-
að að halda f lokksfundi þar af örygg-
isástæðum.
Nokkrir áhugamenn um mannrétt-
indi og umhverfið eru orðnir lang-
þreyttir á pólitíkinni og hófu útgáfu
mánaðarblaðsins alternattiva, eða
GAMUR
ER GÓÐ GEYMSLA
Leigjum og seljum
, gáma af ýmsum
|stærðum og gerðum
Edward Fenech-Adanii, forsætisráðherra, sagði að það væri stefnu
stjórnar sinnar að þakka að Bush og Gorbatsjov kusu að talast við
undan ströndum Möltu.
valkostur, í vor. Þeir vonast til að
hrista upp í tvíflokkakerfinu og
draga úr togstreitu í landinu. Ósam-
komulag flokkanna um þjóðhátíðar-
daginn er eitt dæmi um hana. Malta
fékk fullt sjálfstæði frá Bretum 1964
en hafði haft heimastjórn frá 1921.
Þjóðernisflokkurinn var í stjórn 1964
og ákvað að 21. september yrði hátí-
ðardagur þjóðarinnar, en þá var
breski fáninn dreginn frá húni.
Verkamannaf lokkurinn gat ekki sætt
sig við þetta og f lutti daginn nokkr-
um sinnum til þegar hann komst til
valda en kaus endanlega 31. mars
sem þjóðhátíðardag. Síðustu herstöð
Breta á eyjunni var lokað þann dag
árið 1979. Flokkarnir hafa nú sæst
á að gefa 5 opinbera frídaga á ári.
Stuðningsmenn Þjóðernissinna halda
mest upp á 21. september og Verka-
mannaflokksins 31. mars.
Stjórnmálasamtök útgefenda alt-
ernattiva kallast Alternattiva demo-
kratika. Wenzu Mintoff, bróðursonur
Dominics Mintoffs, fv. forsætisráð-
herra Verkamannaflokksins, gekk
nýlega til liðs við þau. Hann er 29
ára og var kjörinn á þing fyrir flokk-
inn 1987. Hann er óánægður með
gömlu forystuna og áttl ekki samleið
með flokknum eftir að hann gagn-
rýndi hann opinberlega, Verka-
mannaí’lokkurinn var samfleytt í
stjórn frá 1971 til 1987, Þjóðernis-
flokkurinn fékk þó knappan meiri-
hluta atkvæða 1981 en Verkamanna-
flokkurinn hlaut meirihluta þingsæta
og sat áfram. Stjórnarskránni var
breytt fyrir síðustu kosningar svo
að þetta endurtaki sig ekki. Mintoff
segir að flokksforysta Verkamanna-
flokksins sé spillt, hún styðji óbeint
pólitískt ofbeldi og kyndi undir múg-
æsingu. Hann barðist fyrir hreinsun
í forystunni og að stjórnarandstaðan
yrði málefnaleg en án árangurs.
Fulltrúar lýðræðislega valkostsins
segja að Verkamannaflokkurinn hafi
rekið landið að nirfilshætti. Þjóðar-
búið var skuldlaust en engu var held-
ur haldið við, vegakerfið var gatslit-
ið, símakerfið ómögulegt, heilbrigð-
isþjónustan léleg og svo mætti íengi
telja. Ríkið er nú rekið með tapi en
fólk sér árangur af því sem stjórnin
eyðir peningum í. „Það er aftur farið
að halda við opinberum görðum,"
sagði stuðningsmaður samtakanna.
„Það skiptir ekki meginmáli en gleð-
ur augað.“ Hann sagðist styðja aðild
að Evropubandalaginu. „Þjóðin stóð
af sér stjórn útlendinga í 2.000 ár
og óstjórn Verkamannaflokksins í
tæp 20. Ég er viss um að hún mun
standa sig vel í fijálsri samkeppni
og samvinnu innan Evrópubanda-
lagsins."
Hagvöxtur á Möltu á síðasta ári
var tæp 10%. Ríkisgeirinn er um 42%
af þjóðarframleiðslu, framleiðsla um
27% og þjónusta 24%. Landbúnaður
er lítijl vegna smæðar eyjunnar og
eins byggingarframkvæmdir. Há-
tækniframieiðsla hefur aukist og
Möltubúar státa af að vera sam-
keppnishæfir i rafeindaiðnaði í Evr-
ópu. Þjóðernisflokkurinn hefur fyllt
þjóðina eldmóði og nýtur þess enn
hversu þreytt hún var orðin á stjórn
Verkamannaflokksins. En fylgis-
munurinn er lítill og nauðsynlegt að
vera á varðbergi. Búast má við að
kosningabaráttan fyrir kosningarnar
1992 hefjist þegar árið 1990!
HAFNARBAKKI
Suöurbakka, Hafnarfjarðarhöfn
Sími 652733/652753
Næstu vikurnar býður Hótel Holt gestum sínum
upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem
léttleikinn og hollustan eru í fyrirrúmi.
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur
að vild, með gæði og góða þjónustu að
leiðarljósi sem fyrr.
Forréttir
Hreindýrapáte
Rækjur og reyktur lax í ostasósu
Gæs og avocado í pastasalati
Rjómasúpa með fersku grænmeti
Fitusnautt pastasalat með jógúrtsósu
Aðalréttir
Grísasneiðar með sveppafyllingu og
hvítlauks-rauðaldinsósu
Grillað heilagfíski
Heitt sjávarsalat í pastahreiðri
Hreindýrasmásteik í púrtvínssósu
Steikt karfaflök með spínatsósu
Eftirréttir
Heitt epli með vanillusósu
Sítrónubollur með hunangi
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur
kr 995
Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira.
Bergstaðastrœti 37, Sítni 91-23700