Morgunblaðið - 14.01.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
C 15
Minning:
Bergþóra S. Þor-
bjamardóttir
Fædd 22. febrúar 1902
Dáin 4. janúar 1990
Bergþóra Sólveig Þorbjarnar-
dóttir, tengdamóðir mín, lést 4. jan-
úar sl. eftir stutt veikindi en erfið
síðustu ár. Hafði hún oft óskað
þess að fá hvíldina, þvf að það
versta í hennar huga var að þurfa
að láta aðra hafa fyrir sér.
Hún fæddist á Kleppi við
Reykjavík 22. febrúar 1902, en þar
bjuggu þá um tíma foreldrar henn-
ar, Þorbjörn Finnsson, ættaður frá
Álftagróf í Mýrdal, og Jónía Jóns-
dóttir, fædd í Elliðakoti í Mosfells-
sveit, en móðurætt sína rakti hún
austur á Síðu. Þorbjörn Finnsson
var lengstum kenndur við Áitún
við Elliðaár, þar sem hann bjó um
margra ára skeið, eða frá 1906 til
1930. Ólst Bergþóra þar upp í for-
eldrahúsum ásamt systkinum
sínum, Jónu, Guðfinni og Jóni, sem
eru nú öll horfin héðan.
Bergþóra stundaði nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík í tvo
vetur og stóð sig þar með mikilli
prýði. Ber þess vott silfurskeið ein
mikil, sem hún hlaut að verðlaunum
úr minningarsjóði Þóru Melsteð fyr-
ir góðan námsárangur er hún út-
skrifaðist þaðan 1924.
Bergþóra giftist 3. apríl 1926
Karli Runólfssyni vélsmiði. Bjuggu
þau fyrst í Reykjavík, en fluttust
um haustið 1926 til Keflavíkur, þar
sem Karl tók þátt í stofnun og
rekstri fiskimjölsverksmiðju sem
hann rak og stjórnaði um margra
ára skeið. I Keflavík bjuggu þau
til ársins 1944, en fluttust þá til
Reykjavíkur og bjuggu 'þar síðan.
Karl andaðist 1970.
Þau Karl og Bergþóra eignuðust
tvö börn: Þorbjörn, f. 1927, prófess-
or í vélaverkfræði við Háskóla ís-
lands og Kristrúnu, f. 1928, grunn-
skólakennara á Húsavík.
Bergþóra var mjög félagslynd
kona. I Keflavík tók hún virkan
þátt í starfsemi Ungmennafélags
Kefiavíkur og var um hríð einn
aðalkrafturinn í leiklistarstarfi fé-
lagsins. Þá unni hún mjög sönglist
og söng um langt skeið í kirkjukór
Keflavíkursóknar og átti um tíma
sæti í sóknarnefnd. Þegar þau Karl
fluttust aftur til Reykjavíkur gerð-
ist Bergþóra félagi í söngfélaginu
Hörpu og síðar Samkór Reykjavík-
ur, sem Róbert A. Ottósson stjórn-
aði og söng þar um margra ára
skeið. Fór hún þá m.a. tvisvar í
söngferðalög til Norðurlanda með
kórnum. Minntist hún þessa tíma
oft og var greinilegt að veran í
Hörpu og Samkórnum var henni til
ómældrar ánægju. Þegar starfsemi
Samkórsins lagðist niður, gerðist
hún félagi í kirkjukór Laugarnes-
kirkju og söng þar allt til sjötugs-
aldurs.
Bergþóra var mikil hannyrða-
kona og á þeim árum sem hún bjó
í Keflavík kenndi hún stúlkun hann-
yrðir í Barnaskóla Keflavíkur. Alit
fram á síðustu ár vann hún mikið
í höndunum og var það allt mjög
fallegt og einstaklega vel gert. Eru
þeir ófáir munirnir til merkis um
það sem prýða heimili allra í fjöl-
skyldunni, þ. á m. stórt teppi sem
hún vann 85 ára gömul.
Síðustu árin er aldurinn færðist
yfir var Bergþóra í dagvistun aldr-
aðra á Dalbraut. Síðan bjó hún um
tíma á heimili aldraðra í Seljahlíð,
en síðast var hún á Droplaugarstöð-
um. Vil ég nota tækifærið og þakka
& Ármúla 29 símar 36640 - 666100
P. ÞORGRÍMSSON & CO
Armstrong LDFTAPLDTUR
WMKDPLMTT GÓLFFLÍSAR
IjjABBAPLAST EINANGRUN
VINKLARÁTRÉ
öllu starfsfólki á þessum stöðurn,
sém var henni svo hjálplegt og gott
þessi síðustu ár.
Ég þakka Bergþóru öll árin sem
við áttum saman, og bið Guð að
leiða hana til nýrri heima.
Svala Sigurðardóttir
Við viljum með örfáum orðum
minnast ömmu okkar, Bergþóru
Sólveigar Þorbjarnardóttur, sem
lögð verður til hinstu hvíldar á
morgun.
Við munum minnast hennar sem
glaðlyndrar og duglegrar konu.
Aldrei var hún þung í skapi heldur
jafnan glöð og reif. Amma Begga
var glæsileg kona, létt í spori og
bar sig vel Hún hafði gaman af að
ganga og fór í langar gönguferðir
þar til heilsunni fór að hraka. Hún
var vandvirk kona og kappsfull í
þeim Verkum sem hún tókst á hend-
ur, éins og til dæmis má sjá í öllum
þeim fallegu hannyrðum sem hún
vann að.
Amma var félagslynd og gestris-
in. Þegar við heimsóttum hana bauð
hún jafnan jólaköku og flatkökur
sem voru hennar sérgreinar. Þá var
stjanað við mann, en aftur á móti
vildi amma láta hafa sem minnst
fyrir sér. Það þurfti alltaf að beita
fortölum til að fá að aka henni
heim þegar hún kom í heimsókn.
Henni fannst bæði eðlilegt og skyn-
samlegt að hún hálfáttræð gengi
sjö til átta kílómetra til að spara
manni ómakið. Og ef stöðvað var
við gatnamót sagði amma allaf:
„Heyrðu, elskan mín, ég get nú
alveg gengið héðan.“
En nú er hún amma Begga dáin."
Síðustu árin voru erfið, bæði fyrir
hana og okkur sem þótti vænt um
hana. Erfiður sj.úkdómur náði sífellt
meiri tökum á henni og hún var
farin að þrá hvíldina. Nú hefur hún
fengið hana. Guð blessi minningu
elsku ömmu.
Þurí, Begga og Helga
Electrolux ■ ROWGnra
GAGGENAU* I G N I S DŒWOO
SVISSNESKU
GÆÐAÞVOTTAVÉLINA
OKKAR KÖLLUM VIÐ
BÁRU
Electrolnx
ffl
Ryksuga
Z 239
Electrolux
ÓTRÚt-EGT
tilbo?
• ÖFLUG OG STILLANLEG VINDING
• 16 PVOTTAKERFI
• SÉR HITASTILLING
• EINFÖLD I NOTKUN
• TÖLVUPROFUÐ FYRIR AFHENDINGU
(Computer approved)
• STERK - SVISSNESK - ÖDÝR
KR. 43.990,-
Uppþvottavél BW 310
FÆR HÆSTU EINKUNN I GÆÐAPRÓFUN
SÆNSKU NEYTENDASAMTAKANNA
22*45:-
MJÖGÖFLUG 1150w
RYKMÆLIR •
SÉRSTÖK RYKSlA
TENGING FYRIR ÚTBLASTUR
LÉTT OG STERK
KR. 12.990,-
KR. 49.999,-
ÖRBYLGJUOFN
FUNAI
MO 6V
DAEWOO
20" litsjónvarp
með þráðlausri fjarstýringu
KR. 39.999,-
METSÖLUOFNINN OKKAR
EINFALDUR EN
FULLKOMINN
MJÖG HENTUG STÆRD
KR.
17.850,-
FUNAI
Myndbandstæki
VCR 6500
IMPERIAL
27" litsjónvarp
með þráðlausri fjarstýringu
8&$Tg,-
KR. 79.990,-
Rowenla
grillofn FB 36
TILVALINN PEGAR MATBÚA
“ PARF FYRIR 1, 2, 3 EÐA FLEIRI.
PÚ BAKAR, STEIKIR, GRILLAR,
GRATINERAR O.FL, O.FL.
MARGUR ER KNÁR, PÓTT
HANN SÉ SMÁR.
39x41x36,5 cm. i&QTZ),-
KR. 12.990,-
1 HQ (high quality) kerfi
' PRÁÐLAUS FJARSTÝRING
STAFRÆN AFSPILUN (digital)
SJÁLFLEITUN SlÐUSTU UPPTÖKU
HRAÐUPPTAKA
RAKAVARNARKERFI (Dew)
SJÁLFVIRK BAKSPÓLUN
FJÖLHÆFT MINNI
SJÁLFLEITUN STÖÐVA
EINFALT OG FULLKOMIÐ
JAPÖNSK GÆÐI KR. 29.999,-
Rowenta vatns-
og ryksuga
RU 11,0
FJÖLHÆF OG STERK.
HENTAR BÆÐI FYRIR HEIMILI
OG VINNUSTAÐI.
KR. 10.685,-
'Öiljrerð miSast
við staðgreiftslu
Vörumarkaðurinn hf
KRINGLUNNI S. 685440