Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 18

Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 HÖIDÐPAVRAR HÁRGREmSLUWR BHÓSI öll heimilistæki sem völ er á.“ — En þú lokar þetta allt inni í skápum? „Já, þetta er~.svo ljótt, tæknin mætti vera fallegri," svarar hann að bragði. „Og þegar ég fæ stóra og mikla bók í hendurnar þá hugsa ég oft með mér hvað það væri nú gott ef ég gæti fengið þetta efni á tveimur myndbandsspólum svo ég gæti afgreitt þetta á einu kvöldi. Eg les nú alltaf eitthvað en þó ekki mikið, aftur á móti hlusta ég oft á tónlist, helst sígilda en þó ekki óperur. Þær eru allar á ítölsku og mér finnst óþolandi að skiija ekki textann. Hins vegar get ég hlustað á hana Edith Piaf þótt ég skilji ekkert hvað hún er að segja, og ég á allt plötusafnið hennar. Tsjajkovskíj er þó mitt uppáhald og á hann hlusta ég ef ég er sorg- mæddur.“ Ég spyr hann hvort hann sé trú- aður. „Þegar menn spytja mig að þessu, þá kemur alltaf litla ljóðið,,- Trúðu á tvennt í heimi“ upp í huga mér,“ segir hann. „Ég ólst upp hjá ömmu minni tii fimmtán ára aldurs og hún útskýrði fyrir mér guðsótt- ann, en notaði hann meira sem sið- fræði. Hún þröngvaði aldrei neinu upp á mig, og það hefur verið regia hjá mér að gera það heldur ekki við aðra. Ef ég hugsa um dauðann þá mundi ég helst vilja deyja eins og ég sofna á kvöldin, loka bara aug- unum. Þegar móðir mín dó gat ég ekki hugsað mér að setja „hinstu kveðju" á kransinn hennar, setti „góða nótt“. Veistu, fólk notar ails kyns að- ferðir þegar það getur ekki sofnað á kvöldin, fær sér heita mjólk eða tekur inn eitthvað róandi, ég nota einfalda aðferð, ég læt bara aftur augun.“ Ljósið Brósi er alltaf að föndra eitt- hvað; á jólatrénu hans, sem var tveggja metra hátt, var allt skraut- ið unnið eftir hann. Litlir englar meðal annars sem hann hafði skreytt með hári „kúnnanna“. „Já þetta er af henni Ellu minhi og þetta af henni Siggu minni," segir hann og sýnir mér þetta allt saman. Verður svo hugsi og segir: „Ég lít á fag mitt sem list, og ég er með besta leirinn í heimi í höndun- um, — sem er fólk.“ Éinhver orka hlýtur að fara í það að standa allan daginn og gera fólk fallegt um leið og stöðugum sam- ræðum er haldið uppi, og ég spyr Brósa hvaðan hann fái nú kraftinn, hvort hann borði eitthvað sérstakt? „Pakka af harðfiski á dag, svo borða ég óhemju mikið hér heima þótt ég sé nú matvandur. Og smá- munasamur og vanafastur," bætir hann við og gýtur augum á konu sína.„Nú svo er ég allur í sælgæt- inu. Sjáðu,“ segir hann, flýgur á fætur eins og honum er gjarnan tamt og opnar einn skápinn: „Ég safna sælgæti! Krakkarnir sem koma hingað eru alveg vitlausir í nammiskápinn minn! Ég verð að hafa orkuna svo ég komist _á leiðarenda. Hvert, veit ég ekki. Ég er kannski á stöðugu „egotrippi", sé ætíð ljós einhvers staðar. Það er svo margt skemmti- legt sem getur gerst, og alltaf leggst mér eitthvað til! Ég geri engar sérstakar kröfur til lífsins, en hugsa oft hvaða kröf- ur gerir lífið til mín. Ég reyni alltaf að vinna það besta úr því sem hver dagur gefur mér. Eitt þykir mér mikilvægt, og það er að fólk hafi rétt á því að skipta um skoðun. Það er líka stórkostlegt að hafa sterka réttlætiskennd. Geta fyrirgefið öðrum. En það er nú kannski erfiðast að koma því ofan í sálina." DÍDDI Góður dagur Dúddi segist alltaf keppa að ein- hverju marki. „Ef maður gerir það ekki, þá er þetta búið. ísland er lítið land og maður fær ekkert fleiri viðskiptavini en þá sem fyrir eru. Helst vil ég hafa stofuna mína litla, þá eru „kúnnarnir" nær mér. Þegar maður hefur náð langt í greininni þá fer tíminn meira í það að slípa handtökin. Ég líki hárinu oft við leir, hárið verður eins og ég móta það. En maður er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. Kannski geri ég of mikl- ar kröfur núna þegar ég vil útfæra einhveija hugmynd, því ég hef kom- ist að því, að það sem mér datt í hug fyrst, er það besta.“ — Hvaðan sækir þú orkuna og úthaldið í þetta daglega amstur? „í náttúruna," svarar hann um- svifalaust. „Annars er ég aldrei þrejittur líkamlega, heldur er égoft- „tómur“ eftir daginn. Vil helst sitja og þegja þegar ég kem heim. Þetta er krefjandi starf því maður er að gefa af sér allan daginn. Það kem- ur líka í hlut minn að halda uppi góðu andrúmslofti á vinnustaðnum, enda er ég spurður hvort það sé eitthvað að mér ef ég þegi í vinn- unni! Yfirleitt er ég léttur í lund, en auðvitað getur eitt tímabil verið erfiðara en annað.“ Oftvill það einkenna hárgreiðslu- fólk hvað það er létt í skapi, og kannski er skýringin sú að það er alltaf að gera fólk fallegt,— sem hlýtur að vera af því góða. En ætli leiði og þunglyndi sæki aldrei að því, eins og t.d. í janúar þegar jólin eru búin og ekkert framundan nema fasteignagjöldin og greiðslukorta- reikningar? „Jú, auðvitað læðist það að manni,“ segir Dúddi. „En ég get bara ekki leyft mér að verða þung- ur eða leiður. Þá nota ég aukaork- una til að ýta því í burtu. Og eftir því sem ég verð eldri þá minnkar þunglyndið, þetta amstur snertir mig ekki eins mikið og áður.“ Dúddi segist nota einfalda aðferð til að halda skapinu góðu. „Um leið og ég vakna á morgnana," segir hann og breiðir út faðminn, „þá segi ég góðan daginn Dúddi, þetta verður góður dagur hjá þér!“ Hamingjan „Ég lít á mig sem listamann og þeir sem eru að skapa eitthvað þyrftu helst að vera lausir við allt peningaþras og þess háttar. Það hentar mér ekki að standa í slíku, en ég kemst víst ekki hjá því.“ — Ertu gefinn fyrir lúxus? „Hvað er lúxus? Mér líður vel þegar ég fer til útlanda og er á góðu hóteli og fæ gott að borða, eru ekki allir þannig? Ég vil bara hafa notalegt í kring- um mig. Áður fyrr vildi ég eignast stórt hús, en nú finnst mér stór hús ópersónuleg. Mig hefur alltaf lang- að til að eignast fínan bíl, en það þarf að halda honum hreinum og því nenni ég ekki. En það væri meiriháttar lúxus að eiga bóndabæ!" Við horfum á ljósin í borginni, á tjörnina og ráðhúsið sem er að rísa og Dúddi segir að það hafi verið ákveðin reynsla að læra að vera með sjálfum sér. „Ég bjó einn um tíma og fór þá oft í gönguferðir kringum tjörnina á kvöldin. Mér finnst gott að vera einn og þegja. Eins og þegar maður er á hest- baki, þá ert það bara þú og hestur- inn. Ég las líka mikið og hlustaði á tónlist. Sígilda tónlist og sunginn jass. Bestur þykir mér þó Verdi og ég get hlustað endalaust á „La Traviata“.“ — Áttu önnur andleg hugðar-' efni? „Ég stundaði hugleiðslu í tæpt ár, einu sinni í viku. Það breytir ýmsu, gefur ákveðna ró og jafn- vægi. Ég trúi fyrst og fremst á sjálfan mig. En Guð, er það ekki allt? Trúin er orka sem þú átt að geta nýtt þér. Ég er mjög næmur fyrir fólki, finn strax hvernig því líður. Þegar ég handfjatla hár konu finn ég í höndunum hvort hún er í jafnvægi eða ekki. Og svo eru það þessir . straumar í loftinu, maður finnur ef eitthvað nýtt er að koma, — fer svo til Parísar tveimur mánuðum seinna og sér það þar!“ - Hvaða kröfur gerir þú til lífsins? „Þær að mér líði vel. Hamingja er að eiga fjölskyldu þar sem'allir standasaman. Hamingjan felstekki eingöngu í peningum, svo mikið er víst. En reynsla mín er sú, að ef mað- ur trúir á eitthvað þótt það sé Iangt í burtu, þá kemur það á endanum." TALSKOLINN taltækni - framsögn - ræðumennska Námskeið að hefjast. Innritun daglega kl. 17-19 í síma 77505. Gunnar Eyjólfsson. & SUMARDVÖL 106RU LIUDI AFS á íslandi býður ungu fólki 6 vikna sumardvöl og málanám sumarið 1990 í: - Sviss, Italíu, Þýskalandi og Frakklandi: 15-18 ára - Bandaríkjunúm ogJamaika: 15-25 ára Umsóknartíminn er frá 15. janóar til 15. febrúar. Skrifstofan er opin frá kl. 14-17 virka daga. m Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagötu 61 Pósthólf 753, IS-121 Reykjavík, s:25450 t Vorönn 1990 Innritun í prófadeildir AÐFARARNÁM: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Ætlað þeim, sem ekki hafa lokið ofan- greindu eða vilja rifja upp og hafa fengið 1-3 á grunn- skólaprófi. FORNÁM: Jafngildir grunnskólaprófi og foráfanga á framhalds- skólastigi. Ætlað fullorðnum sem ekki hafa lokið gagn- fræðaprófi og unglingum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi, (fengið 4 í einkunn.) SJÚKRALIÐABRAUT - HEILSUGÆSLUBRAUT: Forskóli sjúkraliða, 2 vetur. UPPELDISBRAUT: 2ja vetra nám með hagnýtum valgreinum. VIÐSKIPTABRAUT: 2ja vetra nám með hagnýtum valgreinum. MENNTAKJARNI: Þrír áfangar kjarnagreina, íslenska, danska, enska og stærðfræði, auk þess þýska, hollenska, félagsfræði, efnafræði og eðlisfræði. Framhaldsskólastig. Ætlað þeim sem eingöngu óska eftir þessum greinum. Nám í prófadeildum er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Laugalækjarskóla. Skólagjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist fyrir- fram mánaðarlega. Kennsla hefst 22. janúar nk. INNRITUN FER FRAM í MIÐBÆJARSKÓLA, Fríkirkju- vegi 1, 18. og 19. janúar nk. kl. 17-20. Nánari fyrirspurnum svarað í símum 12992 og 14106. Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 10-19. INNRITUN í ALMENNA FLOKKA (TUNGUMÁL OG VERKLEGAR GREINAR) FER FRAM 24. ÖG 25. JANÚAR NK. NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR. Forstöðumaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.