Morgunblaðið - 14.01.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
C 23
STALLOIME BREYTIR
UM STÍL
GETUR VERIÐ að Stan-
ley Kubrick ætli að gera
næstu mynd sína eftir
handriti Silvester Stall-
one? Nei, en handritið er
„frábært" mun Kubrick
hafa sagt eftir að leikar-
inn sendi honum það í
þeirri von að fá leikstjór-
ann fræga til að vinna
fyrir sig. Um hvað er
handritið? Edgar Allan
Poe. Hver á að leika Poe?
Sly.
að hann sé einhver Rambó:
„Rambó er aumingi".
Stallone vill sumsé fara
út í bitastæðari verkefni
eftir 13 ár í ofurmanna-
deildinni. Hann lítur svo á
að þetta að gera fram-
haldsmynd eftir framhalds-
mynd sé að fara með hans
eigin sköpunargáfu og
sjálfsvirðingu í vaskinn.
Hann kennir ekki Holly-
woodkerfinu einu um
hvernig ímynd hans hefur
orðið aðhlátursefni. Hann
kennir sjálfum sér um. „Ég
veit að ég hef verið að leika
þessa einsatkvæða kjöt-
hlúnka,“ segir hann^ „en
maður festist í því. Þu ger-
ir samninga og það er ekki
svo auðvelt að losna undan
þeim. Og þeir eru mjög
girnilegir. Mjög girnilegir
(hann hefur 38 milljón doll-
ara í árslaun, myndir hans
eftir Rocky hafa halað inn
1,2 milljarða dollara sam-
Stallone og Russell í
„Tango and Cash“;
„Rambó er aumingi."
anlagt). Þeir veita öryggi.
Og áður en ég vissi af var
fólk farið að segja: Hahn
hefur selt sig djöflinum.
Ég hef fátt til varnar. Ég
verð að viðurkenna að ég
hef verið kærulaus.“
Og seinna segir hann:
„Núna er ég að reyna að
vera eins og ég var áður,
gera tilraunir . . . ekki
aðeins að hugsa um doll-
aramerki og láta eins og
málaliði.“
Dagsatt.
Stallone
er að finna
sér nýja
ímynd þessa
dagana og
það gengur á
ýmsu. Hann
er sjálfur
orðinn
manna leið-
astur á
Rambóí-
myndinni. í
handritinu
sem hann
skrifaði að
Rocky 5 læt-
ur hann
Rocky deyja
í götubar-
daga orðinn þjálfi annarrar
upprennandi stjörnu. En
United Artists vildi ekki
heyra minnst á annað eins.
Hörkutól deyja seint og illa;
Stallone gerði nýlega
samning um gerð fímm
hasarmynda. En hann gerði
líka samning um aðrar
fimm, firrtar hasar og hetj-
um með gáfnavísitölu úr
dýraríkinu. í nýjustu mynd-
inni sinni, „Tango and
Cash“, þar sem hann leikur
á móti Kurt Russell, segir
sá sem hann leikur, að-
spurður hvort hann haldi
Stallonemý ímynd
Marlon Brando; David Lean;
Lean vill. Brando skal.
David Lean myndar
Conradsögu
FYRIR eitthvað um tuttugu árum lagði handrits-
höfundurinn Robert Bolt („A Man for All Seasons")
til við leikstjórann David Lean að hann fihnaði sög-
una Nostromo eftir Joseph Conrad um menn nokkra
sem klikkast útaf silfurnámu í S-Ameríku. En Lean
komst aldrei í gegnum söguna.
Eg reyndi það fjórum
eða fimm sinnum,“
segir hann, „og örvænti.“
Þá gerðist það að Kvik-
myndafélagið við Oxford-
háskóla gerði skoðana-
könnun á meðal meðlima
sinna um hvert næsta verk-
efni Leans ætti að vera og
meirihlutinn nefndi Nost-
romo. „Svoleiðis að einn
daginn settist ég niður með
bókina og sagði, ég skal
sannarlega komast í gegn-
um hana,“ sagði Lean.
Honum tókst það.
Christopher Hampton
(Hættuleg sambönd) skrif-
aði handrit, sem Bolt end-
urskrifaði og framleiðand-
inn Serge Silberman
(,,Ran“) útvegaði peninga
svo nú er ekkert eftir nema
velja leikara í 30 milljón
dollara framleiðsluna.
„Núna eru gerðar sögur
um smákrimma. Við höfum
gleymt stóru persónuleik-
unum, sem Orson Welles
og Charles Laughton áður
túlkuðu." Lean sendi þvi
handritið til stórleikarans
Marlon Brandos óg vildi fá
hann til að leika harðsvír-
aðan s-amerískan hers-
höfðingja. „Ég mundi ekki
segja að þetta væri stórt
hlutverk en hann mundi
gera það stórt,“ segir Lean.
Brando sagðist jafnvel
reiðubúinn og Lean er
sannfærður um að hann
muni taka hlutverkið að
sér. George Carafas og
Liam Neeson munu fara
með önnur hlutverk í
myndinni.
H NICK Nolte og Eddie^
Murphy leika aftur lögguna
og bófann í framhaldsmynd-
inni „48 HRS 11“. Núna em
þeir komnir til Las Vegas
en leikstjóri er Walter Hill
sem fyrr. Framleiðandi er
Lawrence Gordon og gert
er ráð fyrir að myndin verði
frumsýnd í Bandaríkjunum
næsta sumar.
M SKYLDI sumarið 1990
verða enn meira framhalds-
myndasumar en ’89?
„RoboCop 11“ er á leiðinni
með Peter Weller í hlut-
verki tölvustýrðu stállögg-
unnar með mannlegu til-
finningarnar. Hann er nú
orðinn viðurkenndur sem
einn af Detroitlöggunum,
eltfst'við nýtt eiturlyf framt-
íðarinnar og fæst við nýjan,
endurbættan RoboCop.
■ LEIKSTJÓRINN
Michael Apted („Gorillas
in the Mist“) stjórnar Gene
Hackman og Mary Eliza-
beth Mastantonio í nýju
réttardrama. Og talandi um
réttardrama: Greta Scacc-
hi mun leika á móti Harri-
son Ford í Alan J. Pa-
kula-myndinni Uns sekt er
sönnuð eftir samnefndri bók
Scott Turows.
■ LESLIE Nielsen leikur
bráðlega í framhaldsmynd-
inni „Naked Gun 11“ en
þangað til fer hann með
hlutverk særingarmannsins
í grínútgáfu af hrollvekj-
unni „The Exorcist". „Ég
leik Max von Sydow,“ seg-
ir Nielsen. Og hver ætli
leiki andsetnu stelpuna?
Engin önnur en Linda Bla-
ir. Myndin heitir Endurset-
in.
ÍBÍÓ
Kvikmyndahúsin í
Reykjavík voru til
skamms tíma blessunar-
lega laus við auglýsinga-
flóðið en það er að breytast
svo mjög að sumstaðar
hefst kvikmyndasýningin
heilu korteri eftir auglýst-
an sýningartíma. Þá er
búið að sýna uppí fimm
auglýsingar og svo úr
þremur næstu myndum.
Maður heyrir að fólk er
óánægt með þessa þróun -
það hefur ekki keypt sig
inn til að horfa á -auglýs-
ingar - en vonandi verður
hún ekki eins og víða úti í
heimi þar sem fullur
hálftími líður áður en
myndin loksins hefst.
Skyldi Cruise fá Óskarinn?
FÆDDUR ÞANN
FJÓRÐA JÚLÍ
KVIKMYNDI
Ron Kovic: bæklaði víetnamhermaðurinn
ir frá því að hann hafi farið
til Víetnam til að verða hetja
uppfullur af dýrð og hetju-
dýrkun stríðsmynda á borð
við „Sands of Iwo Jim“. En
hann komst fljótlega að því
að raunveruleikinn bjó ekki
í Hollywood. „Ég heyrði
aldrei blásið í lúður þegar
ég særðist. Það rann upp
fyrir mér að raunverulegt
stríð var ekkert líkt teikni-
myndasögunum eða bíó-
myndunum.“
Tom Cruise hefur fengjð
sérlega góða dóma fyrir leik
sinn og þykir sanna enn að
hann er annað og meira en
fallegt brosið; að baki býr
alvarlegur, metnaðarfullur
og þrumugóður leikari. Eins
og bókin fylgir „Bom“ sögu
Kovic í svipmyndum frá
uppvaxtarárum á Long Is-
land, til reynslunnar í Víet-
nam og frægrar ræðu sem
hann hélt á ráðstefnu demó-
krata fyrir forsetakosning-
arnar 1976. Víetnamatriðin
voru tekin á Filippseyjum
og lýsa því þegar Kovic
skaut af slysni til bana
bandarískan hermann, árás
sveitar hans á búðir borg-
ara, sem gerð var fyrir mis-
tök, og því þegar hann fékk
kúlu í sig sem lamaði hann
frá mitti og niðrúr.
Á sama hátt fylgir mynd-
in ákveðnum stefnumark-
andi þáttum í sögu Kovic
eftir að hann kemur heirn
úr stríðinu; ómanneskjulegri
meðferð sem hann hlaut á
herspítölum, heimkomunni
og drykkjuskapnum og
hvernig hann reif sig upp
og gerðist opinber andstæð-
ingur stríðsins og m.a. hróp-
aði niður Richard Nixon
árið 1972.
Það munaði litlu að leik-
stjóranum William Friedkin
tækist að gera mynd eftir
bókinni strax og hún kom
út. Pacino var tilbúinn í
A1 Pacino átti að leika
aðalhlutverkið í henni
fyrir tólf árum. Oliver Stone
hefur langað til að gera
hana allan þann tíma og hún
á senni-
eftir Arnold
Indrióoson
lega eftir
að færa
Tom
Cruise
óskars-
verðlau-
naútnefn-
ingu; hún
setti hann
a.m.k. á forsíðu bandaríska
vikuritsins Time, sem er
einskonar Óskar.
Þetta er nýjasta Oliver
Stone-myndin, „Born on the
Fourth of July“, um víet-
namhermanninn Ron Kovic,
sem kom bæklaður heim úr
stríðinu og gerðist ákafur
andstæðingur þess. Kovic
skrifaði samnefnda bók um
reynslu sína, opinskáa sjálf-
sævisögu þar sem hann seg-
Tom Cruise sem Ron Kovic í myndinni „Born on
the Forth of July“; að berjast gegn stríði.
aðalhlutverkið eins og áður
sagði en handritið var eftir
Stone. Fjórum dögum áður
en tökur áttu að hefjast var
hætt við myndina. En Stone
gafst ekki upp og sagði við
Kovic: „Ef ég einhverntíma
fæ tækifæri, ef mér ein-
hvertíma tekst að slá í gegn
sem leikstjóri.'kem ég aftur
og sæki þig.“ Það hefur
hann nú gert.
1