Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ 'SUNNUDÁGUR '14. JANÚAR 1990
ÆSKUMYNDIN...
ER AF JAKOBIFRÍMANNIMAGNÚSSYNI, HLJÓMLISTARMANNI
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
—
Kurteis og
hugmyruia-
ríkur drengur
JAKOB FRÍMANN Magnússon
fæddist í Kaupmannahöfin hinn
4. maí 1953. Hann er sonur hjón-
anna Magnúsar Guðmundssonar
og Bryndísar heitinnar Jakobs-
dóttur. Jakob er sambýlismaður
Ragnhildar Gísladóttur, söng-
konu, og eiga þau tveggja ára
dóttur, Bryndísi, auk Ernu, 12
ára, sem Ragnhildur átti fyrir.
Jakob hefur stundað tónlistar-
og kvikmyndastörf i íjölda ára
og komið viða við. Ekki síst er
hann þekktur fyrir þátt sinn í
jafnvinsælustu hljómsveit Is-
lands, Stuðmönnum.
Verjandi, Geir Hallgrímsson, flytur mál sitt. Sækjandi, Þorvaldur
Garðar Krisfjánsson, er lengst til hægri og í sæti dómara er Páll
Ásgeir Tryggvason sendiherra. Aðrir málsaðilar eru til vinstri á
myndinni og voru það einnig félagar í Orator sem fóru með þeirra
hlutverk.
Fyrstu ár ævinnar ólst Jakob upp
á Akureyri. Meðan hann var
þar var hann nokkurs konar heima-
gajigur hjá herra Pétri Sigurgeirs-
syni, sem seinna varð biskup, og
frú Sólveigu Ásgeirsdóttur. Sólveig
segir að Jakob hafi verið afskaplega
skýr og skemmtilegur drengur og
reynst mjög músíkalskur þegar í
bernsku. „Hann er mjög trygglynd-
ur og hefur alltaf verið okkur af-
skaplega kær,“ segir Sólveig.
Um fimm ára aldurinn fluttist
fjölskyldan til Reykjavíkur, nánar
tiltekið í Eskihlíðina. Pétur Péturs-
son, útvarpsþulur, bjó í sömu blokk
og kynntist Jakobi vel.
„Jakob var afskaplega kurteis
og prúður drengur og þá þegar var
hann með þennan sterka Hvítár-
síðusvip — hávaxinn og mjög ljós
yfirlitum. Og hann var alltaf að
fást við eitthvað.
Þarna í blokkinni var mikill fjöldi
krakka á öllum aldri og mikill sam-
gangur, svo mikill að beinlínis var
stofnað til félagslífs og þar var
Jakob fremstur í flokki enda dugn-
aðarstrákur. Við stofnuðum Vetrar-
klúbbinn, sem gekkst fyrir skemmt-
unum í kjallaranum og fylltum
þvottahúsið og geymslurnar af
fólki. Ég er ekki frá því að Jakob
hafi fengið rokk-köllun sína á einni
skemmtuninni, en þá fengum við
Arnþór Jónsson til þess að koma
fram með gítar og hann stældi El-
vis Prestley af miklum móð og við
mikinn fögnuð viðstaddra.“
Jón Gíslason matvælafræðingur
var góður vinur Jakobs í Hlíðunum.
„Við Jakob og Ragrtar B. Ragnars-
son, sem líka bjó þarna, vorum sam-
an í fyrstu hljómsveit Jakobs. Ekki
man ég nú hvað hún hét, enda
ætluðum við ekki áð gera annað
en að sýna látbragð við undirleik
segulbands. Nema hvað stóra
stundin rennur upp á skemmti-
kvöldi Vetrarklúbbsins, við höfðum
leigt okkur trommur og fengið
gítara einhvers staðar til þess að
allt liti nú vel út, en þá tekur segul-
bandið upp á því að bila! Nú voru
góð ráð dýr, ekki var hægt að svíkja
áheyrendur um skemmtunina, svo
við sungum bara Oxar við ána með
tilheyrandi látbragði og undirleik
Jakobs, sem var sá eini okkár, sem
kunni fyrir sér í tónmennt. Þar með
lauk hljómsveitaferli mínum en
hófst hjá Jakobi!"
Fljótur til máls
„Hann var fljótur til máls og
óhræddur við að ræða málin. Og
afskaplega forvitinn.“
Fyrsti málflutn-
ingur í Orator
Félagar í Orator, félagi laganema
við Háskóla Ísíands, hafa lengi
haldið þeim sið að setja á svið mál-
flutning, þar sem laga-
nemar sjálfir setjast í
sæti dómara og mál-
flutningsmanna og
sækja og verja tilbúin
sakamál samkvæmt lag-
anna bókstaf. Á tímabili
fengu landsmenn að
kynnast þessum mál-
ingi Orators þar sem formaðurinn
Þorvaldur Garðar var í hlutverki
sækjanda og Geir Hallgrímsson,
fyrrum forsætisráð-
herra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, var í
hlutverki veijanda, en
Páll Ásgeir Tryggvason
sendiherra var í sæti
dómara. Ekki fer sögum
af lyktum þessa máls en
svo vel hefur tekist til
flutningi Orators í sjónvarpinu, en
það var löngu fyrir tíma sjónvarpsins
að þessi málflutningur var tekinn
upp í félaginu. Það var árið 1947
og var Þorvaldur Garðar Kristjáns-
soij alþingismaður þá formaður fé-
lagsins. Svo skemmtilega vill til, að
í myndasafni Ólafs K. Magnússonar
fundust myndir af fyrsta málflutn-
að ástæða þótti til að halda slíkum
málflutningi áfram innan félagsins.
Hópmyndin af laganemum var tekin
við sama tækifæri, í hófi sem haldið
var að loknum málflutningi. Ekki
tókst að nafngreina alla á myndinni
og eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á því.
STARFIÐ
HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR TÖLVUNARFRÆÐINGUR
Hulda Guðmundsdóttir
Fjölbreytt og
skemmtilegt
„STARFIÐ ER bæði fjölbreytt og
skemmtilegt. Það felst í rekstri
tölvu fyrirtækisins sem er af
gerðinni VAX 3600, hönnun og
þróun hugbúnaðar, vali á tölvu-
búnaði og aðstoð við notendur
tölvunnar," segir Hulda Guð-
mundsdóttir, tölvunarfræðingur
hjá Fjárfestingarfélagi íslands.
Hulda lauk námi í tölvunarfræði
frá Háskóla íslands árið 1982
og að því búnu innritaðist hún í
rafmagnsverkfræði og lauk því
námi árið 1984. Þegar komið var
að því að leita eftir vinnu var mark-
aðurinn fyrir rafmagnsverkfræð-
inga þröngur svo að tölvunarfræðin
varð fyrir valinu. Fyrst vann hún
hjá fyrirtæki að nafni Atlantis og
síðustu þijú árin hefur hún starfað
hjá Fjárfestingarfélaginu. Hulda
situr einnig í stjórn DECUS á ís-
landi, sem er félag fyrir notendur
svokallaðra DEC-tölva. Auk þess
starfar hún í tæknihóp, sem skipað-
ur var vegna hönnunar á nýju tölvu-
kerfi fyrir Verðbréfaþing íslands.
Hún segir að starfið hafi gefið sér
tækifæri á ferðalögum erlendis, en
tvívegis hefur hún sótt Evrópuráð-
stefnur DECUS.
Hulda segir að örar breytingar
eigi sér stað í tölvubransanum og
því sé nauðsynlegt að fylgjast vel
með. Starfið henti ekki síður konum
en körlum. Hulda á eitt barn og
hún segir að starfið og heimilið
falli ágætlega hvort að öðru.
ÞETTA SÖGÐV
ÞAU ÞÁ . . .
Sir Josep
Banks, vísinda-
madurog ís-
landsvinur.
Hraustir sjóliöar
Ekki eru til harðgerðari menn
í þessum heimi (íslending-
ar). Myndu þeir í framtíðinni
ekki skipta óverulegu máli sem
sjóliðar í breska flotanum.
Bréf til Bathursts jarls, form-
anns breska verslunarráðsins og
verslunarmálaráðherra, 16.
apríl. 1809.
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
Gunnar Em-
il Pálsson
pípulagninga-
meistari
Eg hef verið að lesa bókina „The
Rise and Fall of the third
Reich" sem fjallar um uppgang og
fall Þýskalands á nasistatímanum.
Svo var ég að lesa Hamlet sem er
afar þungmelt dæmisaga.
I afgrciclslu-
AteggÆHN kona
Unglingabókin „Krakkar í klípu“
er á mínu náttborði. Strákurinn
minn fékk hana í jólagjöf og finnst
mér hún fín. Því miður fékk ég
enga bók í jólagjöf sjálf, en ég les
flestar þær spennubækur sem ég
kemst yfir og nota bókasafnið mik-
ið.
PLATAN
Á FÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
Undanfarnar vikur hef ég verið
að hlusta á nýju plöturnar með
Síðan skein sól, Bubba og hljóm-
sveitinni Nýdönsk. Af erlendum
vettvangi eru hljómsveitirnar U2
og Cure efstar á vinsældalistanum
hjá mér.
Eg hef aðallega veVið með tvær
plötur á fóninum. Annars vegar
er það hljómplatan með Todmobile
„Er nokkuð til betra“ og hinsvegar
hef ég verið að hlusta á tónlistina
úr kvikmyndinni „The Mission“ með
Robert de Niro og Jeromy Irons í
aðalhlutverkum.
Hafdís Þor-
steinsdótt-
ir nemi
Við vinkonurnar vorum að horfa
á hrollvekjuna Halloween 4
sem er alls ekki góð mynd. Það er
svo sem í lagi með hana en endirinn
var lélegur. Hrollvekjumyndir e_ru
svo sem ekki mitt uppáhald. Ég
horfi töluvert á grínmyndir og enn
meira er ég fyrir alvarlegu raun-
veruleikamyndirnar.
*
Eg var síðast að horfa á
grínmyndina„The Naked Gun“.
Þetta er algjör þvæla, en léttir
manni óneitanlega skammdegið. Ég
horfi á alls konar myndir. Þó er ég
ekki fyrir kvikmyndir, sem inni-
halda mikið af sálrænum truflun-
um. Maður sér nóg af slíku annars
staðar.