Morgunblaðið - 14.01.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990
C 31 ♦
Félagar í Orator áriö
1947. Á myndinni eru meðal
annars í efri röð Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, Geir
Hallgrímsson, Eggert Jónsson,
Ingvi Ólafsson, Sigurður Bald-
ursson, Rannveig Þorsteins-
dóttir, Sveinn Sveinsson,
Magnús Torfason, Árni Hall-
dórssonj Gunnar Helgason og
Tómas Árnason og í neðri röð
Páll Ásgeir Tryggvason, Ólaf-
ur Jóhannesson, OlafurLárus-
son, Jón P. Emils og Ásgeir
Pétursson.
Frá réttarhöldum í Orator
árið 1947.
SlMTALID...
ER VIÐINGÓLF SVEINSSON GEÐLÆKNI
Að nota kreppuna
602600
Kleppsspítali.
— Góðan daginn, gæti ég feng-
ið að tala við Ingólf Sveinsson?
Andartak.
Halló.
— Ingólfur, komdu sæll, ég
heiti Kristín Matja Baldursdóttir
og er blaðamaður á Morgunblað-
inu. Má ég eiga við þig örstutt
spjall?
Jú, það er velkomið.
—- Eg las það,.í lesendadálkum
dagblaðanna fyrir jól að þjóðin
væri að kafna úr þunglyndi. Hvað
segir geðlæknirinn um það?
Það er sterkt til orða tekið.
— En hafa þrengingarnar í
þjóðfélaginu haft einhver áhrif á
andlega heilsu manna?
Við spítaladeildina þar sem ég
starfa er alltaf verið að vísa fólki
frá vegna skorts á rými þannig
að við vitum ekki hvað biðröðin
er löng, og á stofunni hjá mér er
langur biðlisti. Ég veit það ekki,
en hitt er ljóst, að fólkið sem kem-
ur á við þau vandamál að etja sem
mest er talað um í þjóðfélaginu
eins og t.a.m. gjaldþrot. Annars
virðist mér 'dapurleikinn koma
fram í tilgangsleysinu. Maður
heyrir á fólki að það vill sem
minnst heyra eða vita af stjórn-
málamönnum og mér þykir það
vond staða þegar fólk er orðið svo
leitt á stjórnmálum
að það er hætt að
búast við neinu úr
þeirri átt. Það hef-
ur ekki einu sinni
skoðun með eða á
móti.
— Já, þetta hef
ég líka orðið vör
við. En segðu mér,
nú hef ég heyrt að
þú ræðir um
streitu við hjarta-
sjúklinga sem eru
í endurhæfingu á
Reykjalundi.
Hvaða þætti legg-
urðu mesta
áherslu á?
Jú, hjartasjúklingar hafa sjúk-
dóm sem má í mörgum tilfellum
tengja ofkeyrslu og of miklu álagi
umfram hvíld. Þetta er gjarnan
duglega fólkið, sem hefur bætt
nóttu við dag, og ekki bætir -ef
það notar nikótín og kaffi til að
hressa sig á, því það eykur spenn-
una og streituna. En það er svo
margt fleira. Verðbólguþjóðfélag
er í sjálfu sér óhollt umhverfi.
Fólk er knúið af ábyrgðarlausum
stjórnmálamönnum iil að eyða um
efni frám, ög þáð rúglar að sjálf-
sögðu fólk að búa við slík lögmál
árum saman. Menn verða oft
þreyttir held ég á uppskrúfuðum
og rugluðum lífsmáta sínum.
Hjartasjúklingum má líkja við
menn sem hafa lent í árekstri út
af of hröðum akstri. En þeir hafa
allt að vinna og við þá segi ég: í
öllum bænum, sofið átta tíma.
Ef þið getið það ekki án hjálpar
lyfja, þá notið lyf til að byija
með, en lærið síðan að sofa með
eðlilegum hætti. Og þótt það sé
til siðs að þamba tíu bolla af kaffi
í vinnunni. . .
— Kannast við það.
Já, þessu getum við stjórnað
sjálf með því að taka ábyrgð á
hraða akstursins. Koma okkur út
úr arginu og finna til eðlilegrar
þreytu með því að fara t.d. í
gönguferð. Ég vildi að ég væri
sá maður sem gæti
auglýst þá hug-
mynd að nota
kreppuna okkur til
blessunar. Lækka
flugið, taka stjórn
á eigin lífi og
hrekjast ekki alltaf
undan veðrinu.
— Já, satt se-
girðu. En Ingólfur,
ég ætla ekki að
tefj.a þig lengur,
ég þakka þér kær-
lega fyrir spjallið
og vertu sæll.
Jú sömuleiðis,
vertu sæl.
Ingólfur Sveinsson
Verkfræðingurinn að störfum í dag.
Egill Skúli Ingibergsson verk-
fræðingur var töluvert í sviðs-
ljósinu á árunum 1978 til 1982.
Vinstri meirihlutinn sem komst
til valda í höfúðborginni í sveit-
arstjórnarkosningunum 1978
ákvað að ráða sérstakan
ópólitískan borgarstjóra í stað
þess að velja hann úr eigin röð-
um og úr varð að Egill Skúli
tók við starfinu. Nú sjö árum
eftir að hann lét af embætti
borgarstjóra er hann aftur
kominn þangað sem hann var
er þess var fárið á leit við hann
að taka við embættinu, það er
hann vinnur nú sem verkfræð-
ingur hjá Rafteikning hf. og er
einn af eigendum þeirrar verk-
fræðistofu.
Egill Skúli segir að helstu verk-
efnin sem stofan vinni nú að
sé hönnun rafbúnaðar í Blöndu-
virkjun og Nesjavallavirkjun, út-
sýnishúsið í Öskjuhlíð og uppsetn-
ing sviðsbúnaðar í Þjóðleikhúsinu.
Auk þess eru fjöldi smærri verk-
efna til úrvinnslu hjá Rafteikn-
ingu.
Áhugamál Egils Skúla eru flest
tengd vinnunni en eitt þeirra er
tengt veru hans í borgarstjóra-
stólnum og það eru störf að mál-
efnum lamaðra og fatlaðra.
“Einn eftirminnilegasti atburð-
urinn í mínum huga frá þeim árum
sem ég var borgarstjóri var er
samtök lamaðra og fatlaðra ák-
váðu að halda sérstakan baráttu-
dag í borginni," segir Egill Skúli.
HVAR
ERUÞAU
NÚ?
EGILL SKÚLIINGIBERGSSON
Aftur
á upphafs-
reit
“Undirbúningsnefnd á þeirra veg-
um kom að máli við okkur og fór
þess á leit að við yrðum með kaffi-
veitingar á Kjarvalsstöðum í lok
dagsins fyrir þá sem tækju þátt
í kröfugöngunni og var það auð-
sótt mál. Þeir reiknuðu með að
100 til 150 manns myndu koma
i kaffið en sú varð raunin að 6-700
manns mættu.“
í máli Egils kemur fram að
þetta hafi orðið upphafið af af-
skiftum hans af málefnum þessa
hóps. Hann var einn áf stofendum
“Félags velunnara Borgarspítal-
ans“ sem nú hefur starfað í fimm
ár og átti sæti í einni af undir-
nefndum Norðurlandaráðs sem
fjallar um málefni þessa fólks.
Áuk þess má nefna að Egill hefur
Egill Skúli Ingibergsson í ræðustól í borgarstjórn.
tekið þátt í “ísbliss“ verkefninu
sem Jón Hjaltalín Magnússon hef-
ur átt frumkvæði að, það er að
gera fólki, sem á erfitt með að
tjá sig vegna fötlunar, kleyft að
gera slíkt með táknmyndakerfi.
Þegar Agli Skúla Ingibergssyni
var boðin staða borgarstjóra var
hann nokkurn tíma að bræða það
með sér hvort hann ætti að þyggja
stöðuna eða ekki. “Fjölskylda mín
hafði blendnar tilfinningar gagn-
vart þessu þar sem hún hafði aldr-
ei áður verið í sviðsljósi fjöl-
miðla,“ segir hann. “Ég var for-
maður Verkfræðingafélags ís-
lands er þetta koma upp og ræddi
þetta mál nokkuð innan þess fé-
lags. Verkfræðingar hafa löngum
þótt hlédrægir og hafa þóttst
skorast undan því að taka við
ábyrgðarstöðum á opinberum
vettvangi. Því voru félagar mínir
áhugasamir um að ég tæki við
þessu verkefni og það vóg þungt
í endanlegri ákvörðun minni.“
Egill segir að hann sjái ekki
eftir þessari ákvörðun sinni á
neinn máta. Starfið hafi reynst
lifandi og skemmtilegt og hann
eignaðist marga nýja vini og
kunningja í því sem hann hefur
haldið samskiptum. við æ síðan.
I