Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 32
♦ 32 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990
BAIiÞANKAR
Ó-menning
Gleðilegt ár Helga mín (á ég
kannski að segja Helga lang-
brók!). Veistu ég á mér draum!
Síðasti draumur minn, að fá að
skrifa í Morgunblaðið, rættist. Það
er nú sjálfsagt
draumur allrá að
sjá eitthvað eftir
sig á prenti í því
menningarblaði.
En mikið vill
meira Helga mín,
nú dreymir mig
um að fá að skrifa
eftir Eddu Björgvins. næst í „okkar
blað" undir dul-
nefni!
Þá mundi ég skrifa undir nafn-
inu „Reykjavíkurbréf', „Víkverji"
eða jafnvel „Velvakandi". Kunn-
ingi minn sagði við mig um dag-
inn: „Nei sko, í dag er það gamli
rykfallni fýlupúkinn sem fær að
ónotast i Víkverja." Kunningi minn
skiptir nefnilega höfundum
Víkverja niður i þrjá leiðindagaura,
eins og hann segir sjálfur, það er
„illilegi unglingurinn, grái fiðring-
urinn og gamli fýlupúkinn". Hann
segist greina aldur þeirra á milli
línanna og reyndar er það ekki það
eina sem hann les út úr skrifum
þeirra. en satt að segja er það ekki
prenthæft!
í „okkar blaði" er stundum fjall-
að um menningu. Við íslendingar
erum menningarþjóð. í minni orða-
bók (Menningarsjóðs) er menning
skilgreind sem: „þroski mannlegra
eiginleika mannsins". Ég verð að
segja alveg eins og er að ég á alltaf
bágt með að koma auga á „þroska"
mannsins þegar ég hugleiði vín-
menningu okkar íslendinga og
einnig þegar ég skoða umferðar-
menningu okkar. Þegar þetta
tvennt ber á góma þá dettur mér
frekar í hug að nota orðið „ómenn-
ing" sem í orðabókinni er skilgreint
„siðleysi, ósiður”. Ég leyfi mér að
fullyrða að vindrykkja okkar ís-
lendinga varð ekki „menningar-
v legri" við það að flytja inn þann
skandinaviska ósið sem við nefn-
um „jólaglögg". íslendingar tóku
þessum útlendagesti fagnandi, hér
var komin góð afsökun fyrir því
að vera rallhálfur hvern dag í des-
ember. Gleðilega hátíð! Þarna var
jafnvel komin afsökun fyrir því að
setjast undir stýri eftir að hafa
innbyrt vínsull með rúsínum og
kanel — í nafni jólanna.
Við skulum heldur ekkí gleyma
þeim straumhvörfum sem urðu í
menningarlífi okkar íslendinga
þegar sala á sterkum bjór var leyfð
hér á landi. 1. mars 1989 varð að
þjóðhátíðardegi okkar íslendinga.
Upphófust nú mikil fagnaðarlæti
og á mörgum heimilum er enn ver-
ið að hampa þessum mikla gleði-
gjafa og menningarauka — bjórn-
um. Jesús Kristur hefði ekki feng-
ið aðrar eins móttökur ef hann
hefði birst hér á landi 1. mars
1989. Það hefði enginn tekið eftir
honum, því það var annað og meira
ljós sem hafði náð að skína hingað
norður í rassgat — loksins!
Þar með var hafið nýtt
„vínmenningartimabil" þjóðarinn-
ar. Allar götur síðan hefur verið
reynt að ljúga því að okkur að
áfengisneysla landsmanna hafi
minnkað verulega með tilkomu
bjórsins. Húrra! Smám saman hef-
ur þó sannleikurinn komið i ljós.
Áfengisneysla hefur stórlega auk-
ist og i beinu framhaldi hefur- of-
beldi aukist bæði á heimilum og á
götum úti. ölvunaraksturstilfellum
hefur íjölgað óhugnanlega mikið
og svo mætti lengi telja. Þetta er
ölviman, hvernig verða timbur-
mennirnir? Ég vona að allir 17 ára
unglingar hafi fengið „Bókina um
bjórinn" i jólagjöf. Næsta ár verður
væntanlega gefin út „Bókin um
heróínið", sem við getum laumað
í skóinn.
Góðir íslendingar, við skulum
horfast í augu við það að við höfurrt
staðnað í þroska. Aðrar þjóðir eru
loksins að opna augun fyrir þeim
hörmungum sem fylgja þessum
ísmeygilega heimilisvini — bjórn-
um. Þær eru líka að opna augun
fyrir þeirri villimennsku sem hon-
um fylgir og birtist m.a. í hörmung-
^ um umferðarslysa. Á meðan bros-
um við eins og fífl, bjóðum bjórinn
velkominn, bölvum hraðahindr-
unum og finnst við vera menning-
arþjóð!
Jæja, Helga mín, ég veit að þú
ert mér hjartanlega sammála.
Mínar bestu kveðjur að Hlíða-
renda, þó sérstaklega til Gunnars.
Höfundur er í Áhugahópi um
bætta umferðarmenningu.
3:
2^L^nttPLj
0
GO
X
cz
<
m
X3
co
VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR
HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105RVK.
KOPAL
þak- og veggklæðningarpappi
Mjög hagstætt verð
Takmarkaðar birgðir.
Einnig DECRA stólkiæðning á þök, 5 litir.
Villadseris
UMBOÐIÐ
Sigvaldi Jóhannsson & Co.,
Ármúla 16 - sími 91-83030
Ævintýraferð fyrir minna verð
Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til
evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að
verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina
er ódýrara að ferðast til Thailands en
annarra sólarlanda.
Upplifun í Thailandsferð verður
hins vegar ekki jafnað við
venjulega sólarlandaferð.
í Thailandi kynnist þú framandi
menningu, fjölskrúðugu mannlífi,
stórkostlegu landslagi og glæsilegri
baðströndum en finnast annars staðar,
Er ekki kominn tími til að breyta til?
17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar
aðeins kr. 97.610* fyrir manninn
í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug,
gisting á fyrsta flokks hótelum og
morgunverður. Allt að 50%
afsláttur fyrir börn undir 12 ára.
Bæklingur um Thailand liggur
. frammi á öllum ferðaskrifstofum.
Par færðu allar nánari upplýsingar um
Thailandsferðir.
* Verð miðast við gengi og fargjöld 10. janúar.
FLUGLEIDIR
Sími 69 03 00
/////SAS
Laugavegi 3, sfmi 62 22 11