Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 2

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Stöð 2: Fyrri aðaleigendur leggja fram hlutafé FYRRI aðaleigendur Stöðvar 2, ásamt nokkrum öðrum aðilum, lögðu í gær fram 150 milljóna króna hlutafé í Stöð 2. Er það í samræmi við hlutafjárloforð sem þeir skrifuðu undir um síðustu áramót. íslandsbanki hefur staðfest að hlutaféð hafí borist og er það greitt Stöð 2 í peningum. Hlutaféð skiptist þannig, að Ólafur H. Jónsson leggur fram 50 milljónir króna, Jón Ottar Ragn- arsson 15 milljónir, Hans Kristján Ámason 10 milljónir, Húsvirki hf. 26 milljónir, Sólninghf. 18 milljón- ir, Teppabúðin 14 milljónir, Hörður Jónsson leggur fram 15 milljónir og Hallgrímur Sandholt leggur fram 2 milljónir. Hans Kristján Ámason og Jón Óttar Ragnarsson sendu fyrir nokkm frá sér yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýndu hlutafjársölu Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans, og var líkum leitt að því að þeir myndu yfirgefa Stöð 2. Jón Óttar Ragnarsson sagði við Morg- unblaðið í gær, að hann stæði í samningaviðræðum við stjóm ís- lenska sjónvarpsfélagsins um framtíð sína þar, og það kæmi í ljós á næstu dögum hver staða þeirra yrði í fyrirtækinu. „Án tillits til hver sú niðurstaða verður, mun það verða megin- verkefni okkar þremenninganna að tryggja að þetta félag verði opnað upp á gátt fyrir fjármagni frá atvinnulífínu og gert að raun- veralegu almenningshlutafélagi þar sem enginn hefur meirihiuta. I framhaldi af því viljum við opna félagið fyrir starfsfólki Stöðvar 2 og áskrifendum. Ef ekki tekst að opna félagið tel ég að áður en langt um líður muni Stöð 2 heyra sög- unni til,“ sagði Jón Óttar Ragnars- son. Þorvarður Elíasson varaform- aður stjórnar Eignarhaldsfélags Verslunarbankans og sjónvarps- stjóri Stöðvar 2 segir að íslands- banki hafi staðfest að greiðsla hafi borist. Stjómarfundur Eign- arhaldsfélagsins verður í dag, þar sem lögð verða fram gögn frá bankanum um hlutafjárgreiðslum- ar. Morgunblaðið/Sverrir Frá félagsfundi járniðnaðarmanna í Reykjavík í gærkveldi. Járniðnaðarmenn samþykkja kjarasamningana nær einróma FÉLAG járniðnaðarmanna sam- þykkti nýgerða kjarasamninga Alþýðusambands íslands með 52 atkvæðum gegn 5 og 4 seðlar voru auðir á almennum félags- fundi í gærkveldi. Þá samþykkti verkalýðsfélagið Árvakur á Eski- fírði einnig samningana með 39 atkvæðum gegn 5. Starfsmannafélagið Sókn gekk frá kjarasamningi við ríki, Reykjavíkurborg og sjálfseignar- stofnanir um kvöldmatarleytið í gær. Samningurinn er nánast samhljóða þeim kjarasamningum sem Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja gengu frá við sína viðsemj- endur fyrir helgina. Ágreiningur í ríkisstjórn um niðurskurð: Líklegast að hægt verði á ýmsum framkvæmdum eða þeim frestað ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, mun á ríkisstjórnar- fundi í dag kynna tillögur sína um niðurskurð á ríkisútgjöldum, til þess að vega upp á móti kostnaði þeim sem ríkissjóður ber vegna nýgerðra kjarasamninga. Búist er við því að hann geri tillögur um liðlega eins milljarðs króna sparnað í ríkisútgjöldum á þessu ári, og að þær verði einkum í þá veru að hægt verði á ýmsum framkvæmd- um á vegum ríkisins, eða þeim frestað. Þegar hafí verið þrengt svo að rekstrarliðum ríkisins að um frekari niðurskurð geti ekki orðið að ræða á því sviði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ágreiningur um það innan ríkisstjómarinnar með hvaða hætti eigi að skera niður ríkisút- gjöld, svo og um það hvort nauðsyn beri til slíks niðurskurðar. Ljóst virðist að formaður Alþýðubanda- lagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, ijármálaráðherra og varaformaður sama flokks, Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra, era ekki samstíga í þessu máli, þar sem Steingrímur hefur lýst því yfir að hann telji með öllu útilokað að skera ríkisútgjöld niður um einn milljarð króna. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, munu báðir vera þeirrar skoðunar að nú þegar hafi verið svo þrengt að fagráðuneýtum þeirra, hvað nið- urskurð varðar, að ekki verði lengra gengið á því sviði. Niðurskurður til vegamála er 600 milljónir króna frá vegaáætlun, og telja samgönguráð- herra og fjölmargir þingmenn að ófært sé að skerða framlög til vega- mála frekar. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að fjárframlög til verkefna á vegum hans ráðuneytis verði skert frekar, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þó talið líklegast að lagt verði til að framkvæmdir við endurbætur Þjóð- leikhússins hefjist ekki fyrr en á miðju þessu ári, og það verði þann- ig lokað í tvö ár í stað eins. Jafn- framt er búist við að lagt verði til að hægt verði á framkvæmdum við endurreisn Bessastaðastofu, auk þess sem talið er líklegt að íjárfram- lög til Lánasjóðs íslenskra náms- manna verði eitthvað skert. Talið er að auðveldasta leiðin til sparnað- ar eða niðurskurðar ríkisútgjalda sé að hefja nýframkvæmdir síðar en áætlað var og/eða hægja á þeim framkvæmdum sem þegar era hafnar. Þannig megi spara mikla ijármuni. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í viðræðunum hefði það verið auðfundið að það væri ekkert annað sem stæði til boða, samningsaðilar hefðu verið mjög ákveðnir í að fara þessa leið. Hvað desemberappbót varðar fylgir kjarasamningur Sóknar ákvæðum kjarasamnings BSRB og er hún rúmar 22 þúsund krónur miðað við laun nú og fullt starf. Sama gildir um launaauka til þeirra sem era á lægstu laununum. Endur- skoðunarákvæði samningsins fylgja hins vegar samningi ASI og vinnu- veitenda, enda Sókn með beina að- ild að Alþýðusambandinu. Stefnuskrá Málefíialistans kynnt: Alþýðuflokkur afealar sér valdi á framboði - segir Birgir Dýrfjörð FULLTRÚARÁÐ Alþýðuflokksins lagði i gær fram málefnasamning og drög að stefnuskrá Mále&ialistans. Á þeim grunni leitar flokkur- inn samstarfs við Alþýðubandalagið, Birtingu og óháða kjósendur um sameiginlegt framboð til borgarstjórnarkosninganna í vor að undangengnu opnu prófkjöri. Birgir Dýrfjörð formaður fúlltrúaráðs Alþýðuflokksins segir að flokkurinn sé með þessu að afsala sér valdi á framboði flokksmanna sinna í Reykjavík. Islenzkur vísindamaður ferst undan ströndum N-Karólínu DR. EINAR B. Ólafssson, sjávarlíffræðingur, lést af slysförum undan strönd N-Karólínu í Bandaríkjunum þann 18. janúar síðastliðinn, 39 ára að aldri. Einar var við annan mann að vinna að rannsóknum, sem hann hafði hlotið til styrk frá sænsku vísindaakademíunni. Þeir voru á opnum báti skammt undan Morehead City í N-Karólínu þegar veður og skyggni versnuðu skyndilega. Báturinn rakst á siglingabauju og hvolfdi. Einar týndist en björgunarmenn fúndu félaga hans hætt kominn og þrekaðan. Lík Einars rak á fjörur síðastliðinn föstudag um það bil 2 mílur frá slysstaðnum. Einar B. Ólafsson fæddist 14. mars 1950, sonur hjónanna Ás- dísar Kristjánsdóttur og Ólafs Hauks Ólafssonar læknis en hann lést á síðasta ári. Einar var í Menntaskólanum í Reykjavík 1966-1969 er hann fluttist til Lundar í Svíþjóð þar sem foreldr- ar hans vora þá búsettir. Þar hefur hann verið búsettur síðan og lauk doktorsprófí frá háskó- lanum í Lundi vorið 1988. Frá því í mars á síðasta ári hafði hann unnið að sjávarvistfræði- rannsóknum við sjávarlíffræði- stofnun háskóla Norður- Karólínu en til þeirra hafði hann hlotið styrk frá sænsku vísinda- akademíunni. Einar B. Ólafsson lætur eftir sig 18 ára gamla dóttur, Kristínu Áslaugu. Hún er búsett í Lundi. Einar B. Ólafsson í málefnasamningi Málefnalist- ans er tekið fram að hann tryggi sjálfstæði listans gegn yfirráðum stjórnmálahreyfinga. Frambjóðend- ur listans verði valdir í opnu próf- kjöri og skiþi um leið borgarmála- ráð Málefnalistans. Að auki skuli þær stjórnmálahreyfingar, sem að framboðinu standa, tilnefna tvo fulltrúa hver í ráðið, en þeir hafí ekki atkvæðisrétt. Hluti samningsins er verkefna- listi sem aðilar skuldbinda sig til að vinna að í borgarstjórn. Fram- bjóðendur í prófkjöri listans verða að undirrita bæði málefnasamning- inn og verkefnalistann. Stefnuskrá Málefnalistans er byggð á samþykkt Alþýðuflokks- félaganna í Reykjavík frá 20. jan- úar. Þá var stjórn fulltrúaráðsins heimilað að vinna að samkomulagi við ýmsa aðila um sameiginlegan framboðslista. Af þeim hefur Borg- araflokkurinn hafnað samstarfí en Alþýðubandalagið í Reykjavík mun taka afstöðu til málsins á fundi í kvöld. í frétt frá fulltrúaráði Al- þýðuflokksins segir að Alþýðu- bandalagsfélagið Birting hafi fagn- að tillögunni og samþykkt skilmála hennar. Þá hafí nokkrir einstakling- ar í áhugamannafélögum í borginni lýst áhuga sínum á þátttöku. Sjá fréttaskýringu um fram- boðsmál minnihlutaflokkanna í Reykjavík á miðopnu. Annasöm nótt á snjóbílnum ísaflrði. FÓLK í tveimur bílum tepptist vegna fannkomu sitt hvorum megin Skutulsfjarðar aðfaranótt mánudags. Engum varð meint af, en snjóbíll Hjálparsveitar skáta á ísafírði sótti fólkið og bílana. Fyrst aðstoðuðu skátarnir feðgin á föstum bíl á Hnífsdalsvegi og um klukkan 5 um nóttina fólk í jeppa á Súðavíkurhlíð. Þaðan hélt snjóbill- inn rakleitt til ísafjarðar og hóf að flytja starfsfólk Fjórðungssjúkra- hússins til vinnu og vaktinni lauk með því að sjúklingur var sóttur og fluttur á spítalann. Auk þessa má nefna að um nóttina var lög- reglubíli frá ísafírði dreginn út úr skafli. Úlfar Sjá ennfremur frétt á bls. 12 af fannferginu á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.