Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 14
Íl4
MORGUNBIADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990
Veislueldhúsið
Álfheimum 74 - Sími 685660
Við viljum vekja athygli ykkar á
okkar stórglæsilegu fermingarborðum
og hagstæða verði.
Heitur matur
Fermingarborð
Köld borð
Brauðtertur
Smurt brauð
Snittur
Kaffihlaðborð
Kransakökur
Kransakökuhorn
Kransakökukörfur
Marsipantertur
Rjómatertur
Einnig leigjum við út veislusali og borðbúnað.
Munið að panta tímanlega.
Veislueldhúsið
Pantanasími 685660.
Um skattlagningu
orkufyrirtækj a
eftir Jón Sigurðsson
Halldór Blöndal alþingismaður rit-
ar grein í Morgunblaðið 31. janúar
sl. þar sem fram koma rangfærslur
og aðdróttanir í minn garð sem nauð-
synlegt er að leiðrétta. í greininni
fer Halldór mikinn yfir frumvarpi til
laga um skattskyldu orkufyrirtækja,
sem fjármálaráðherra hefur lagt fyr-
ir Alþingi og um meintan þátt minn
í undirbúningi þessa frumvarps.
í greininni segir Halldór m.a.: „Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur
samþykkt orkuskattinn eins og hann
liggur fyrir bæði í ríkisstjórn og þing-
flokki Alþýðuflokksins. Ég þori að
fullyrða, að hann átti drjúgan þátt í
að leggja á ráðin um, hvernig honum
yrði hagað.“ Hér fer Halldór með
staðlausa stafi. Þegar fjármálaráð-
Varanlegar vestur-þýskar gæðavörur
frá BOSCH
i
*
1
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Sími 688 588
herra gerði tillögu um að skattleggja
orkufyrirtæki á síðustu stigum af-
greiðslu fjárlaga fyrir þetta ár taldi
ég ekki fært að stöðva málið í ríkis-
stjóm, en benti á að þörf væri á að
undirbúa slíkt mál mun betur en
gert hefði verið. Þá þegar benti ég
á fjölmarga annmarka sem á því
væru að skattleggja orkufyrirtæki
samkvæmt lögum um tekju- og eign-
arskatt. Ég lagði fram um þetta
greinargerð þegar á undirbúnings-
stigi.
Þingfokkur Alþýðuflokksins fjall-
aði um frumvarpið á fundi 13. desem-
ber sl. og sendi fjármálaráðherra
bréf í framhaldi af því. I þessu bréfi
segir m.a.: „Gerð fmmvarpsins, sú
staðreynd að það er þrjár efnisgrein-
ar og ákvæði til bráðabirgða fylla á
þriðju síðu, sýnir afar greinilega
hversu tæknilega flókið og erfitt
málið er. Fram kom að málið mun
þurfa vandaða og ítarlega umfjöllun
í nefnd.“ Síðar í bréfínu segir: „Þing-
menn áskilja sér rétt til að flytja og
fylgja breytingartillögum, þegar þar
að kemur.“ Staðreyndir í þessu máli
em því allt aðrar en Halldór heldur
fram í pistli sínum og hlutur minn í
málinu allt annar. Skrif hans að öðru
leyti bera keim af þessu. Ég læt
dylgjur Halldórs sem vind um eyru
þjóta. Málatilbúnaður hans er hins
vegar síst til þess fallinn að þetta
vandmeðfarna mál fái farsælan endi.
Ég mun gera Alþingi grein fyrir
þeim annmörkum sem ég tel vera á
þeirri leið í skattlagningu orkufyrir-
tækja sem framvarpið felur í sér en
sé þó ástæðu til að fara um málið
fáeinum orðum nú.
Annars vegar hef ég bent á að
þjónusta orkufyrirtækja hefur
nokkra sérstöðu í samanburði við
flest önnur þjónustufyrirtæki og f
því sambandi minnt á að þau eru
yfirleitt í eigu opinberra aðila. Þá
er þjónusta hitaveitna og vatnsveitna
náskyld að eðli og í sumum sveitarfé-
lögum eru raunar vatns- og hitaveit-
an sama fyrirtækið. Það orkar því
tvímælis að skattleggja orkufyrir-
tæki með þessum hætti en undan-
skilja ýmis önnur þjónustufyrirtæki
sveitarfélaga.
Hins vegar hef ég bent á marg-
vísleg skattatæknileg vandamál sem
upp koma ef leggja á tekjuskatt á
orkufyrirtæki samkvæmt lögunum
um tekju- og eignarskatt. Ekki er
ástæða til að rekja þau á þessum
Jón Sigurðsson
„Staðreyndir í þessu
máli eru því allt aðrar
en Halldór heldur fram
í pistli sínum og hlutur
minn í málinu allt ann-
ar. Skrif hans að öðru
leyti bera keim af
þessu. Ég læt dylgjur
Halldórs sem vind um
eyruþjóta.“
vettvangi, en nefna má atriði er
varða fyrningarhlutföll, verðbreyt-
ingarfærslur, hlutfallslega háan og
að mestu erlendan fjármagnskostn-
að, erfiðleika á að greina á milli fyrn-
anlegra eigna og viðhalds á eignum
og loks mat á fyrningu eyðanlegra
náttúruauðæfa.
Ég hef einnig lagt áherslu á að
kanna þurfi aðrar leiðir til að skatt-
leggja orku á sanngjarnan og skyn-
samlegan hátt eins og tíðkast í flest-
um vestrænum ríkjum. Ég hef hins
vegar talið ástæðu til að fara ekki
of geyst í því efni og vil m.a. bíða
úttektar sem Hagfræðistofnun Há-
skóla íslands er að gera fyrir iðnaðar-
ráðuneytið á orkuverði og skattlagn-
ingu og niðurgreiðslum á orku hér á
landi.
Höfundur er viðskipta- og
iðnaðarráðherra.
I
EININGABREF 3 ERU TOPPURINN!
10,67%B
Raunvextir m.v lánskjaravísitölu á sér-
kjarareikningum banka og sparisjóða auk
ávöxtunarmöguleika verðbréfafyrirtækja
tímabilið 1. jan.—31. des. 1989.*
Viltu fá raunverulegan ávinn-
ing af því að spara? Það er eng-
in spurning hvar þú getur
fengið lang mest fyrir peningana. Kauptu
Einingabréf hjá Kaupþingi. Fjárhæðin
skiptir ekki máli og bréfin eru að jafnaði
laus hvenær sem er. Einingabréf eru
sparnaðarleið sem marg borgar sig. Það
hefur verið staðfest svart á
hvítu. Eigendur Einingabréfa
3 fengu 10,67% raunvexti
árið 1989.
KAUPÞING HF
Lögff/r verðbréfafyrirtffki
* Heimild: Mbl. 9. jan. 1990 — ýmis verðbréfafyrirtæki.
Kringlunni 5, sími 689080
I
I
I