Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 15

Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Sorgleg málalok eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Ætlunin var að þessi skrif birtust áður en dómur í máli Magnúsar Thoroddsen, dómsforseta, yrði kveð- inn upp, en það var fyrr en ætlað var. Greinin brann því inni hjá blað- inu. Eftir á að hyggja þykir mér rétt að birta hugleiðingar þessar, sem ég hafði fest á blað. Skoðun mín er sú, að lögmenn sem leikmenn megi bæði fyrir og eftir niðurstöðu máls láta það til sín taka opinberlega, svo fremi þeir hvorki fari með málið né eigi hagsmuna að gæta í sambandi við það. Ruglandi áhrif áfengis Mér hefur oft orðið hugsað til þess hverjir töfrar geta fylgt áfengi og eins hvað það getur villt mönnum sýn. Þessu til sönnunar má nefna að ef gjalda skal greiða, þá verður það best gert með áfengi, en síður með beinni peningagreiðslu. Rétti maður t.d. fram 1.500,- kr. sem þakklætis- vott, fínnst flestum lítið til koma, en sé hinum sama gefin vínflaska, á svipuðu verði, er hún þegin með faðmlögum, líkt og flaskan væri lyk- ill að himnaríki. Þessi töframáttur áfengis er alþekktur. Seint mun ég gleyma því, er hér um árið tókst að leysa hatrama landamerkjadeilu með því að gefa hvorum deiluaðila um sig flösku af áfengi, naut þar og lífsreynslu látins heiðursmanns. Sýslumaðurinn, sem fór með málið, varð hneykslaður á því, að mér skyldi koma til hugar að beita Bakkusi fyrir mig til lausn- ar málinu, en það réð úrslitum, sátt- in tókst og hélst. Sýslumaðurinn, sem var bindindismaður, varð að viðurkenna að í því tilviki hefði áfengi orðið til heilla. Það er ótrúlegt hvað hægt er að fá heilvita menn til þess að gera fyrir eina flösku af áfengi. Það var ógleymanlegt hve flest samstarfsfólk mitt í Stjórnarráðinu gat orðið taugaspennt, þegar sú stund rann upp, að það fékk að kaupa tvær flöskur af áfengi á ráð- herraprís. Ekki síður hve þeir, sem látið höfðu af starfi, sóttu fast að fá að halda þessum fríðindum. Franskur sendikennari, Pierre Ducroq, sem var hér fyrir fjórum áratugum, hélt því þá fram að fæst- um Islendingum þætti það vera stuldur að stinga á sig vínflösku í mannfagnaði og sagðist hafa horft á grandvara menn gera það. Brenglað mat á notkun fríðinda Margir ráðamenn íslensku þjóðar- innar hafa brenglað mat á notkun fríðinda. Ráðherrar og og ýmsir embættismenn fá dulda launauppbót með fríu bensíni á bíla sína og við- gerðum. Heyrst hefur að margir þeirra, sem fá ókeypis bensín, kaupi sér margs konar sælgæti o.fl. um leið, sem sett er á reik.iinginn, þann- ig að það er í því efni fleira freist- andi en „grænar baunir". Mér þykir líklegt að færi ríkisendurskoðunin að reikna út bensíneyðslu embættis- manna miðað við kílómetrafjölda, yrði reikningsdæmið skrítið. Ekki má heldur gleyma þeim fríðindum, sem felast í ríkisbifreið með bílstjóra, sem er nánast þjónn. Flestir ráð- herranna hafa slíka þjónustu, en laun þessara 10-12 bílstjóra með aukavinnu eru afar há og stundum hærri en opinber ráðherralaun. Áfengisfríðindin eru örugglega hreinn hégómi í samanburði við þessi bifreiðafríðindi. Æðstu embættismönnum þykir sjálfsagt að fá hæstu dagpeninga á ferðum erlendis, sem sumar hveijar eru tómt yfirvarp, fyrir utan það, að allur ferðakostnaður, uppihald og gisting er greitt af almanna fé sam- kvæmt reikningi. Þeir lægra settu fá aðeins greiddan ferðakostnað og miklu lægri dagpeninga. Ljóst er, að ef allur útlagður kostnaður er greiddur samkv. reikningi ættu dag- peningar að lækka að sama skapi, en því fer víðs fjarri. Slík misnotkun á aðstöðu þykir sjálfsagt mál hjá Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Getur það talist dóm- greindarskortur, að birgja sig upp af áfengi, sem manni er heimilt að kaupa á sérstaklega hagstæðum kjörum, fyrir eigið fé og á full- komlega löglegan hátt? Hvað má svo segja um þá, sem svipta vilja slíkan mann embætti fyrir slíka hagsýni?“ okkur, en mun hvergi þekkjast ann- ars staðar með vestrænum þjóðum. í því sambandi er skemmst að minn- ast danska ráðherrans, sem varð að láta af embætti vegna þess einungis að hún bjó á of flottu hóteli í París. Þá þykja bílakaupafríðindi ráð- herranna sjálfsögð. Um það efni hafa gilt margvíslegar reglur og hefur mér ekki tekist að fá upplýst hverjar eru nú í gildi. Hins vegar mun tíðkast, að þegar ráðherrar hafa látið af störfum hafa þeir venju- lega fengið að kaupa með vildarkjör- um bifreið, sem keypt hefur verið handa þeim, með eftirgjöfum á að- flutningsgjöldum. Mig minnir að ég hafi nýlega séð einn ráðherranna setjast upp í glæsibifreið, sem kostar hinn almenna borgara hálfa flmmtu milljón, eins og ekkert væri, af því bíllinn væri svo ódýr vegna eftir- gjafa á aðflutningsgjöldum. Öll áfengis- og veislufríðindi ráða- manna eru að mínu mati hégómi í samanburði við fyrrgreind fríðindi. Mál hæstaréttardómarans Nú er rekið fyrir Hæstarétti ís- lands mál, þar sem hæstaréttardóm- ari, sem í trausti heimildar hefur keypt áfengi á sérkjörum, sem menn, sem höfðu yfírstjórn þessara mála, töldu eftir á að hyggja að væru úr hófi, en létu aldrei neina skoðun í því efni upp við kaupanda áfengis- ins, dómarann. Þannig sætir hann einn allra íslendinga dómi til emb- ættismissis fyrir athæfí, sem hvorki var ólöglegt né refsivert, en margir ráðamenn íslensku þjóðarinnar höfðu gerst berir að með vafasömum heimildum og átölulaust. Það gæti dregið alvarlegan dilk á eftir sér, að ætla að sakfella mann- inn fyrir siðferðisbrot, eins og málum er háttað og væri alvarlegt dæmi um sýndarmennsku þjóðarinnar. Þessi aðför að hæstaréttardómar- anum beinist ekki síður að sjálfum Hæstarétti og er sem slík mjög var- hugaverð. í sjálfu sér er þetta ómerkilegt mál, sem bar að leysa í kyrrþey. Sú staðhæfing að sakfelling dómarans og embættissvipting brúi bil milli réttarins og almennings fær ekki staðist. Hið gagnstæða, sýkna í málinu, væri miklu farsælla til þess. Fjölmiðla-galdrabrenna Eins og fyrr segir var ætlunin að ofanrituð grein birtist fyrir dómtöku málsins, en það fór á annan veg. Málið fór og á annan hátt, en fjöldi lögmanna hafði vonast eftir. Aftur á móti í fullu samræmi við það, sem fjölmiðlar höfðu vægðarlaust krafist. Dómsforsetinn var dæmdur frá embætti. Dómur fimmmenninganna í Hæstarétti er staðfesting á dómi undirréttar, nema að því, er tekur til dómaraskilyrða. Um þann dóm fórust mér m.a. svo orð hér í blaði, 8. sept. sl.: „í fáum orðum sagt er dómur þessi ekki studdur nein- um lagaákvæðum, heldur byggð- ur á p'ersónulegu mati dómenda á siðferði... í dóminum er engin tilraun gerð til þess að rökstyðja niðurstöðuna." Sératkvæði hæstaréttarlögmann- anna Sigurðar Reynis Péturssonar og Sveins Snorrasonar, er þeir vildu sýkna dómsforsetann, er einasta rökrétta niðurstaðan í þessu máli, rækilega rökstudd og skilmerkileg. Meðal annars vikið að því, að fara bar með málið að hætti opinberra mála, en á þá nauðsyn var bent í áðurnefndri grein minni. Dómarinn var einn embættismanna sviptur þeim skýlausa rétti að fá áminningu eða ábendingu. Reyndar má segja að fimmmenn- ingamir hafi með dómi sínum tekið fullt tillit til krafna fjölmiðlanna og er það illt til eftirbreytni. Segja má að hér hafi verið um galdrabrennudóm að ræða á fjöl- miðlavísu. í þessu máli hefur dómsforsetinn sætt harkalegri meðferð fyrir per- sónulegar gerðir en nokkur íslenskur embættismaður. Hér er um að ræða miklu þyngri refsingu, en fær stað- ist að refsilögum, þar sem miða ber refsingu við alvöru brotsins. Það hlýtur að vera hveijum lögfræðingi óbærileg refsing að fá þann ævar- andi stimpil, sem dómsorðið er og verður ekki afmáður ævilangt. Dómsforsetinn er þannig verr leikinn en maður sekur um morð, hann get- ur þó fengið uppreist æru. Samt var Þeir dæmdu rétt, Sveinn Snorrason, hrl.og Sigurður Reynir Péturs- son, hrl. hvorki um neitt misferli að ræða né alvarlegt athæfi. Dómur þessi er blettur á íslensku réttarfari og verður okkur til ævar- andi háðungar, langt út fyrir land- steina. Hér vantaði hin mannlegu tök, sem þjóðfélag okkar hefur sem betur fer meira einkennst af en gerist með öllum öðrum þjóðum. Þannig hefði frávísunardómur verið skárri lausn, þar sem málið var ekki rekið sem opinbert mál. En þar sem um einka- mál var að ræða og upplýsingu hald- ið fyrir dómnum af hálfu forsvars- manna ríkisvaldsins bar af réttar- farslegum ástæðum að sýkna, þar sem slíkt hafði þýðingu til saman- burðar, eins og bent var á í sérat- kvæði hæstaréttardómaranna tveggja. Hæstaréttardómurinn hlýtur að vera skynsömum mönnum umhugs- unarefni, eins og grein Gunnars Inga Gunnarssonar, læknis, hér í blaði 12. des. sl. ber með sér, en jiar fór- ust honum m.a. svo orð: „Aður en dómur þeirra féll, hafði Hæstirétt- ur íslands sennilega orðið fyrir tímaburidnum álitshnekki vegna áfengiskaupanna, en með dómn- um hefur Hæstiréttur íslands kallað yfir sig langvarandi van- traust, því hann hefur rofið rétt- aröryggi okkar allra, með því að víkja frá réttarreglum, til þess að geta fórnað einstaklingnum Magnúsi Thoroddsen á altari stundarhagsmuna kerfisins. Hæstiréttur hengir dómara sína léttilega. Hvers getum við, leik- menn, vænst? í sambandi við mál þetta hefur verið mikið rætt um dómgreindar- skort. Spumingin um það efni er all margslungin. Getur það talist dómgreindar- skortur, að birgja sig upp af áfengi, sem manni er heimilt að kaupa á sérstaklega hagstæðum kjörum, fyr- ir eigið fé og á fullkomlega löglegan hátt? Hvað má svo segja um þá, sem svipta vilja slíkan mann embætti fyrir slíka hagsýni? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. alls staðar OSRAM HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13—104 REVKJAVÍK - SÍMI 688588

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.