Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 20
rs
20
oeet HAU5JS5T3 .3 3ÖOAaULaiH4 ŒQA .
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990
Ljótt ástand í litlum bæ
eftir Sigurð
Gunnarsson
„ Rekstrarstöðvun og sala á
bátum úr bænum blasir við, ef
ekkert verður að gert.“ Svo hljóðar
fyrirsögn í Víkurblaðinu á Húsavík
nýverið. En skyldi þetta vera eins-
dæmi? Síður en svo. Við könnumst
vel við svipaðar fréttir, bæði að
vestan og austan, jafnvel að sunnan.
Svo vitnað sé ögn frekar í nefnda
grein, þá les maður eftirfarandi:
„Síðustu ár hefur afkoma bátaflot-
ans farið mjög versnandi og benda
nýjustu tölur nú til þess, að afkoma
síðasta árs sé neikvæð um 20-30%.“
Svo mörg eru þau orð.
Um er að ræða níu báta, frá 24
brúttólestum að stærð upp í loðnu-
skip af minni gerð. Eigendum þess-
ara skipa verður ekki á brýn borið
að hafa farið út í neins konar glóru-
lausar fjárfestingar. Meira að segja
er viðhald á sumum bátunum í
lægri kantinum og má ekki minna
vera til þess að þeir séu sjóhæfir.
Þessir bátar hafa veitt um 70 sjó-
mönnum vinnu. Greidd laun voru á
síðasta ári, árið 1989, 150 milljónir
króna. Aflaverðmæti nam 330 til
340 milljónum og áætlað verðmæti
fullunninna sjávarafurða var nálægt
700 milljónum króna. Hér fyrir utan
eru svo ótalin störf við úrvinnslu
aflans, viðhald og annað.
Hver er svo framtíðin? Sumir
þeirra aðila, sem hér eru nefndir,
hafa glatað öllu eigin fé. Tveir bát-
anna eru til sölu, þar eð eigendur
þeirra treysta sér ekki lengur til að
gera þá út við núverandi aðstæður.
Hinir, sem eitthvað eiga eftir, hljóta
með sama áframhaldi að glata öllu
eigin fé og hvað tekur þá við? Sala
á bátunum, atvinnuleysi, brottflutn-
ingur fólks, hálfur bærinn í rúst.
Spyija má: Er það sanngjamt að
menn, sem hafa lagt allt sitt í að
afla hráefnis til vinnslu og gjaldeyri-
söflunar fyrir þjóðina, eytt til þess
bestu árum ævinnar og margir gott
betur, séu skyndilega sviptir vinnu,
eigið fé þeirra uppurið og þeir ásamt
fjölskyldum sínum standi uppi alls-
lausir?
Nei og aftur nei. Til eru þeir út-
gerðarmenn, sem svo illa er ástatt
fyrir, að jafnvel íbúðarhús fjölskyld-
unnar er veðsett. Spyrja má enn:
Hefur þetta fólk bruðlað og borist á
í einkalífí? Öðru sinni verður svarið
nei. Nær lagi er að „lífsstandard"
þess sé undir meðallagi. Svarar sá
er til þekkir.
Stjómarskrá lýðveldisins, 67
grein, hljóðar svo: „Eignarrétturinn
er friðhelgur. Engan má skylda til
að láta af hendi eign sína nema
almenningsþörf krefji; þarf til þess
lagafyrirmæli og komi fullt verð
fyrir.“
Hvers vegna?
Skyldi almannaþörf krefjast þess
að bátaflotinn í heilu byggðarlagi
standi í „ljósum logurn"? Hveijir
bera ábyrgð? Varla em útgerðar-
menn allra bátanna ófærir um að
stjóma útgerð þeirra, að minnsta
kosti ekki þeir, sem slíka útgerð
hafa stundað án vandræða í fleiri
áratugi. Ekki er um að kenna léleg-
um veiðimönnum. Þeir hafa staðið
vel fyrir sínu. Það skyldi þó aldrei
vera að hæstvirt stjórnvöld þessa
lands hafi sofið á verðinum?
Að blóðmjólka
Ein bestu fiskimið heims em við
ísland og þau eru grannauðlind þjóð-
arinnar. Við íslendingar stöndum
öðmm þjóðum framar í fiskveiðum
og fískvinnslu. Hér er rétt að vitna
í 7. tbl. Ægis (rit Fiskifélags ís-
lands) 1989. Á bls. 398 er grein,
sem heitir: „íslenskur sjávarútvegur
í 20 ár.“ Þar segir höfundurinn A.A.
meðal annars: „í dag er gmnnur
þjóðarhags ennþá frekar en áður
reistur á einni öflugri atvinnugrein,
sjávarútveginum. Þess vegna eiga
Sigurður Gunnarsson
„Það er nú svo að okkur
þessum óbreyttu, sem
höfum eytt stærstum
hluta vinnuævinnar við
rekstur útgerðar og
sjósókn, finnst það dá-
lítið skondið þegar
„vitringarnir“ segja
okkur hvernig við eig-
um að gera út.“
stjómvöld að kosta kapps um að
hlúa að atvinnugreininni." Og síðar
í sömu grein segir: „Þjóðin getur
hvémig sem að rekstrinum er staðið
og við bestu náttúmleg skilyrði og
hæsta verð á erlendum markaði,
blóðmjólkað atvinnugreinina."
Hvers vegna blóðmjólkar þjóðin sitt
eigið lifíbrauð, bátaútgerðina?
Og svo stjómmálamennirnir
Hvar em stjómmálamennirnir og
hvar em gömlu fallegu loforðin frá
vorinu 1987? Skyldu þeir þama hafa
fundið upp góða aðferð til að minnka
flotann og færa saman byggðina í
landinu, samkvæmt hugmyndafræði
ýmiskonar „sérfræðinga", sem engin
veit til að hafí svo mikið sem pissað
fram af bryggju (nema þá upp í
vindinn). Það er komið að því þing-
menn góðir að þið brettið upp erm-
amar og svarið fyrir ykkur. Það er
líka kominn tími til að þið vaknið
upp frá hagvaxtardraumum, kos-
ningaárið 1987. Sá er þetta ritar
skilur hagvöxt, sem fer úr böndun-
um, sem ótilhlýðilega eyðslu auð-
linda, ásamt mengun á lifandi nátt-
úru. Ef við ofnýtum auðlindimar
(það sama á við um bátaflotann) og
eitrum umhverfí okkar þannig að
lifandi náttúran, sem við lifum af,
deyr, þá fylgjum við á eftir.
Fyrir um það bil áratug var ég á
fundi, þar sem fyrrverandi skóla-
meistari, Steindór Steindórsson,
kvaddi sér hljóðs. í ræðu lýsti hann
m.a. þingmönnum Norðurlands
eystra sem ótrúlegu samsafni lélegra
þingmanna í einu kjördæmi. Því
miður verður ekki betur séð en svo
hafí á ógæfuhliðina hallað hin síðari
ár að ummæli skólameistarans fyrr-
verandi eigi nú við um þingmenn
allra kjördæma.
Viðurkennt er að 93% útfluttra
sjávarafurða koma af landsbyggð-
inni. Landsbyggðaþingmenn hafa
sofíð á meðan bátaútgerðin er blóð-
mjólkuð. Aldrei í sögunni hefur jafn
lélegt þinglið staðið jafn lélega að
verki varðandi rekstrargmndvöll
bátaútgerðarinnar. Er það virkilega
ætlun þings og stjómar að drepa
þennan atvinnuveg niður og um leið
að gera heilu byggðimar óbyggileg-
ar? Er það ef til vill ætlun þeirra
að fá sér aðra vinnu eftir næstu
kosningar? í öllu falli er líklegt
að svo fari eins og mál standa.
Má vera að þeir séu svo smitaðir
af öllu „fræðingatalinu" um hagræð-
ingu í útgerð (en ekki ráðuneytum
og Seðlabanka) og byggðaþróun að
þeir séu orðnir heilaþvegnir af því
tali nema þeir séu líka svo uppt-
rekktir af auðlindaskattskjaftæði
vel þekktra háskólaprófessora.
Það er nú svo að okkur þessum
óbreyttu, sem höfum eytt stærstum
hluta vinnuævinnar við rekstur út-
gerðar og sjósókn, fínnst það dálítið
skondið þegar „vitringarnir" segja
okkur hvemig við eigum að gera út.
Fiskveiðistefiian
Þegar þetta er ritað em fæðinga-
hríðir nýju fiskveiðistefnunnar byij-
aðar. Sú gamla gengin sér til húð-
ar. Nýja stefnan mun sýna sig sjálf
þegar þar að kemur og ekki verður
lagður á hana stóri dómur í þessari
grein. Ljóst er þó að með óheftum
framsalsrétti á kvóta verður hlutur
margra landsbyggðarplássa fyrir
borð borinn. Sá kaupir kvótann sem
á eða hefur aðgang að fjármagni
þá stundina. Slíkt þýðir alls ekki að
kvótinn lendi hjá þeim, sem hag-
kvæmast gerir út. Hagsmunaaðilar
em ósammála um kvótaframsal.
Farmanna- og fískimannasamband-
ið hefur hafnað kvótaframsali að
mestu og Landssamband smábáta-
eigenda hafnar alfarið varanlegu
kvótaframsali af smábátum til
stærri skipa. Hvað sem líður sam-
þykktum stórra hagsmunaaðila, þá
kemst Alþingi ekki hjá því að taka
tillit til þess að rétt sé að viðhalda
varanlegri byggð þar sem hún nú er.
Gert er ráð fyrir að lög um físk-
veiðistjómun verði ótímabundin.
Því er nauðsynlegt að vel sé að
verki staðið. Það sem lengi skal
standa má ekki vera neitt fúsk, því
þá hrynur það. Hagsmunaaðilar
þurfa að vera tiltölulega sáttir
við sína hluti, hver og einn, annað
gengur ekki. Þess vegna reynir nú
á ráðherra sjávarútvegs að halda vel
á spöðunum og mikil er ábyrgð
þings að gera svo að vel fari. Það
er nú einu sinni svo, þó ekki sé
annað nefnt, að síðar meir munu
sagnfræðingar framtíðarinnar fjalla
um verkið og leggja á það dóm.
Leitt ef hann verður slæmur.
Höfundur er trillukarl á Húsavík.
Hann situr í stjórn
Landssambands smábátaeigenda.
Skákmótíð í Wijk aan Zee:
Nunn vann á herfi-
legum afleik Dlugly
Skák
Margeir Pétursson
HINU árlega alþjóðamóti i Wijk
aan Zee í Hollandi lauk á sunnu-
daginn með sigri enska stór-
meistarans John Nunn, eftir
geysilega harða keppni. Viktor
Kortsjnoj og Nigel Short byrj-
uðu báðir mjög vel, en í lokin
töpuðu þeir hverri skákinni á
fætur annarri og enduðu í 7.-10.
sæti. Sigur sinn á mótinu mátti
Nunn þakka herfilegum afleik
Max Dlugy frá Bandaríkjunum
í næstsíðustu umferð. Dlugy var
með unnið endatafl gegn Nunn,
en með fallvísinn hangandi yfir
sér í 40. leik lék hann ekki lang-
eðlilegasta leiknum í stöðunni
og tapaði.
Fyrir síðustu umferðina hafði
Nunn hálfs vinnings forskot á
þá Portisch og Andersson og vinn-
ing umfram mig, Short, Kortsjnoj
og Dlugy. Svo fór að engum þess-
ara skákmanna tókst að vinna
síðustu skákina. Nunn gerði öraggt
jafntefli með svörtu gegn Van der
Wiel. Hinn 21 árs gamli Hollend-
ingur Piket varðist vel öllum til-
raunum Portisch og Andersson
lagði ekki í að reyna að vinna
Dlugy með svörtu. Ég átti lengst
af betri stöðu gegn Kuijf, en það
dugði ekki til vinnings og ég
missti því af öðm sætinu. Kortsj-
noj tapaði þriðju skákinni í röð
fyrir Gurevítsj og Nigel Short lék
vinningsstöðu niður í tap gegn
neðsta manni mótsins.
Um árangur minn er það að
segja að ég ákvað að þessu sinni
að láta öryggið sitja í fyrirrúmi,
sérstaklega þar sem svo hittist á
að ég þurfti að tefla við flesta af
erfíðustu andstæðingunum með
svörtu. Þegar mér hafði tekist að
halda jöfnu við þá flesta og kominn
á sæmilega auðan sjó í lokin tókst
mér síðan ekki að vinna nægilega
margar skákir til að komast alveg
í toppinn. Ekki skorti þó færin,
sárast var að missa gjömnna skák
gegn Viktor Kortsjnoj í jafntefli.
Það var þó auðvitað huggun að
vera eini ósigraði keppandinn á
þessu erfíða móti.
Hollendingar vom að vonum
óánægðir með árangur sinna
manna sem röðuðu sér á botninn.
Nijboer sem varð neðstur kom þó
skemmtilega á óvart í lokin, hann
hafði aðeins hlotið tvo vinninga úr
fyrstu ellefu skákunum, en vann
síðan bæði Kortsjnoj og Short í
þeim síðustu. Hann hefði líklega
viljað halda áfram að tefla.
Það er stóriðjufyrirtækið Hoog-
ovens sem heldur mótið og tekur
það flestum öðram fram hvað
varðar frábært skipulag og aðbún-
að. Skákáhugi er töluvert mikill í
Hollandi og nú í marz verður hann
væntanlega í hápunkti þegar þeirra
fremsti stórmeistari, Jan Timman,
teflir úrslitaeinvígi áskorenda-
keppninnar við Anatoly Karpov.
Yfírburðasigurvegari í B-flokki
varð bandaríski stórmeistarinn
John Federowicz, sem hlaut 9 v.
af 11 mögulegum. Svíinn Ferdin-
and Hellers varð næstur með 7 Av.
og síðan komu þau Judit Polgar
og Belginn Luc Winants með 6 Av.
Federowicz á þar með víst sæti í
A-flokki að ári.
Sérstök verðlaun vom veitt fyrir
athyglisverðustu skákina og svo
óvenjulega hittist á að John Nunn
hlaut þau einnig. Við skulum líta
á skákina, sem er mjög dæmigerð
fyrir skarpan stíl Nunn, sem er
einnig mikill byijanasérfræðingur.
Með svörtu teflir hann nær ein-
göngu Marshall-árásina í Spánsk-
um leik gegn kóngspeðsbyrjun og
kóngsindverska vörn gegn drottn-
ingarpeðsbyijunum. Það bar mikið
á því í Wijk aan Zee að andstæðing-
ar hans breyttu snemma út af
troðnum slóðum, treystu sér ekki
út í fræðilega baráttu. Þrátt fyrir
heppnina gegn Dlugy var Nunn
vel að sigrinum kominn, hann
tefldi af mun meiri hörku en oft
áður. Nunn var undrabam í stærð-
fræði í skóla og ávann sér doktors-
nafnbót á þeim vettvangi aðeins
rúmlega tvítugur. Hann ákvað þó
að fara út í atvinnumennsku í skák
og í þýddri grein sem birtist í
Dagblaðinu fyrir nokkmm áram
var hann talinn upp sem eitt af
undrabörnum Breta sem spamað-
arstefna í skólakerfínu hefði farið
með í hundana! Kom þetta mörgum
skákáhugamönnum nokkuð
spánskt fyrir sjónir, því hann hefur
gert það mjög gott í skákinni,
bæði með taflmennsku og ritun
mjög vandaðra skákbóka.
Hvítt: Jeroen Piket
Svart: John Nunn
Kóngsindversk vörn
I. d4 - RS6 2. Rf3 - g6 3. c4
- Bg7 4. Rc3 - 0-0 5. e4 - d6 6.
h3
Piket teflir sjálfur kóngsind-
verska vöm með svörtu og ætti að
vita hvar skórinn kreppir að svarti
í þeirri byijun. Það kemur þó á
óvart að hann skuli velja þetta
sjaldgæfa afbrigði sem Larsen
beitti gegn honum sjálfum á opna
mótinu í Lugano í fyrra.
6. - e5 7. d5 - Rbd7 8. Be3 -
Rc5 9. Rd2 - a5 10. g4 - Re8
II. Dc2 - f5
Hér lék Piket 11. — Kh8 gegn
Larsen og staðan var tvísýn eftir
12. Be2 - f5 13. gxf5 - gxf5
14. 0-0-0 - a4.
12. gxf5 - gxf5 13. Hgl?!
Þessi leikur virðist byggður á
röngu stöðumati, því eftir svar
svarts hefur hann mjög þægilega
stöðu. Betra er 13. Be2 til að geta
svarað 13. — f4 með 14. Bxc5 —
dxc5 15. Bg4. Nú hefur hvítur hins
vegar enga möguleiká á að ná
uppskiptum á hvítreitabiskupum.
13. — f4! 14. Bxc5 — dxc5 15.
Rf3 — Kh8 16. 0-0-0 - Ha6!
Þessi hrókur kemur að góðu
gagni á kóngsvængnum.
17. Rb5 - De7 18. Dc3 - Hh6
19. h4 - b6 20. Bd3 - Bflj 21.
Bc2 - Rd6 22. Ra7
Þessi einkennilegi leikur skýrist
af því að svartur hótar einfaldlega
að styrkja stöðu sína á miðborðinu
og hirða síðan peðið á h4 við
tækifæri. Hvítur verður því að ná
einhverskonar mótspili.
22. - Bd7 23. Hg2 - Hg8 24.
Hxg8+ — Kxg8 25. a3 — Hg6
26. Hhl - Hg2 27. Del - Dg7
28. Bd3
Hvítur hótar að reka svarta
hrókinn af höndum sér með 29.
uBfl, en svartur á mjög öflugt og
óvænt svar, hann fórnar drottning-
unni fyrir tvo menn og frípeð.
28. - Dg4!! 29. Bfl - Dxf3 30.
Bxg2 - Dxg2! 31. Hgl - f3
Hótanir svarts era alveg ljósar,
Rxe4 og Bxh4. Hvítur er vamar-
laus.
32. Rb5 - Rxb5 33. Hxg2+ -
fxg2 34. cxb5 — Bxb5 35. Dgl
— Bfl 36. Dh2 - Bxh4! 37. Dxh4
Eftir 37. Dgl — Bg5+ 38. Kdl
— h5 getur hvítur aðeins beðið
eftir framrás svarta h peðsins svo
hann reynir í örvæntingu að ná
þráskák.
37. - gl=D 38. Dd8+ - Kg7
39. Dxc7+ - Kh6 40. Dxb6+ -
Kh5 41. b4 - Bd3+ 42. Kd2 -
Dxf2+! og hvítur gafst upp, því 43.
Kxd3 er auðvitað svarað með 43.
— c4+! og hvíta drottningin fellur.
WIJK AAW RCE mo STIO i 2 3 H 5 b 7 % 9 10 11 12 n iH VIHM. KÖt>
1 WUNN (E*ih*JU) UOO y/Á lt ‘h 'h 'h i 0 4 1 p 'h 4 1 •h S L
2 pORTIscHtU^v/) Uos % ‘h 'h 'h 4 4 'h 4 'h /z ‘h 0 'h Tí 1-3.
3 ANÞEPSSONC&h'J 21,30 'h ’h 'h h 'h 'h O 'h 'h 1 'h 4 4 7'h 2-3.
H MfíROE/K PÉ7UHSS. 2SSS 'Á •h ’h y/A m fí 'h 'h 'h 'h 'h ‘h 'h 'h 4 7 n.
5 GUREVICHCSovítr) 2Í1S 'Á Zz h 'h (//< 'h 4 O 'h 'h 4 'h 'h /4 7 i-í.
b DLU&y Uior.JaW'j) 252S 0 0 ‘h 'h 1 'h 4 ‘h 'h 'h 4 'h f 1 u.
7 K0PCHN0/ (W) 2Í15 1 0 ‘h 'h 0 'h m 'h íz 'h 'h 4 4 0 (o'h 7-/0.
S SHORT CTncjloirtcti) ZÍ3C 0 ‘h i 'h 4 0 •h m 4 •h O 'h 4 o (o'h 7-/0
‘f ANftNÞ 2SSO 0 0 'h 'h 'h ‘h •h 0 1 'h f 'h 4 4 <o'h 7-10.
10 T> OkrHO/fíN (Coríir.) 2SH0 { !t ‘h 'h 'h It •h 'h 'h Wr 'h 0 0 4 G'h 7-/0
11 VHN VEK WlEL (Ml) ísso <lí 14 O 'h 0 'h •h 4 0 'h 1 ‘h 'h 4 (o I/-/2.
12 P/KE T(HolloU) ÍW 0 % ‘h 'h •h 0 0 'h ‘h 4 'h i ‘h 4 (d 11-12.
1i l< U/JF (HollarJi) zm 0 < 0 'h 'h 'h 0 O 0 4 'h 'h y// (// h 5 /3.
11 N ! J~/3 OE fí (HoIIoaJ,) 2Hi5 h ‘h o 0 'h 0 f 4 0 O 0 Q 'h mz h 11.