Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 21

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990 yskffl Endurgreiósla viróisaukaskatts til íbúóarbyggjenda Hvað er endurgreitt? v ^inna manna á byggingarstað var undanþegin söluskatti en er nú virðisaukaskatts- skyld. Ákveðið hefur verið að endurgreiða virðis- aukaskatt af vinnu manna sem unnin er á bygging- arstað íbúðarhúsnæðis, sbr.'reglugerðnr. 641/1989. Endurgreiðslan nær í fyrsta lagi til vinnu manna við nýbyggingu íbúðarhúsnæðis. í öðru lagi er vsk. af vinnu við endurbætur á íbúðarhúsnæði endurgreiddur ef heildarkostnaður (þ.e. bæði efni og vinna) er a.m.k. 7% affasteignamati íbúðarhúsnæð- is eins og það er í upphafi þess árs þegar endurbætur eiga sér stað. Ef endurbætur ná yfir fleiri en eitt almanaksár er miðað við 7% af meðalfasteignamats- verði viðkomandi ára. Endurgreiðslan nær ekki til virðisaukaskatts af t.d. vinnu stjórnenda vinnuvéla eða af hvers konar sérfræðiþjónustu. Endurgreiðslan nær ekki heldur til t.d. byggingar orlofshúsa. Ef vélar eru settar upp á byggingarstað til aðvinnslu á vöru eða efni sem að jafnaði er unnið á verkstæði eða í verksmiðju er virðisaukaskattur af þeirri vinnu ekki endurgreiddur. Hverjir fá endurgreiðslu? Hvert á að sækja um endurgreiðslu? F JLndurgreiðslubeiðni ersend skattstjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Endurgreiðsla fæst því aðeins að umsækjandi geti lagt fram umbeðin gögn t.d. reikninga vegna keyptrar vinnu. Hvenær er hægt að sækja um endurgreiðslu? ^^pgjörstímabil vegna nýbyggingar er tveir mánuðir, jan. og feb., mars og apríl, o.s.frv. Skýrsla skal berast skattstjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og fer endur- greiðsla þá fram innan 20 daga. Uppgjörstímabil vegna endurbóta er aldrei styttra en almanaksár. Skýrsla skal berast skattstjóra 15. janúar árið eftir að endurbætur voru gerðar. Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 91-624422 þ fen eir sem byggja á eigin kostnað íbúðar- húsnæði til sölu eða til eigin nota á eigin lóð eða leigu- lóð fáendurgreiðslu. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI INGAPjQNUSTAN/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.