Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 22

Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 22
KS 22 ös&f JtA'ijiíitfí .3 íriröAamca/w QíciAJríWtííiflOW MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR t»90 ■ íslensk skip búin að veiða rúm 320 þús. tonn af loðnu Erlend skip mega veiða til 15. febrúar í íslensku lögsögunni ISLENSKU loðnuskipin höfðu síðdegis í gær tilkynnt um sam- tals 321 þúsund tonna afla á haust- og vetrarvertíðinni, þar af um 206 þúsund tonn í janúar og um 60 þúsund tonn í febrúar. Is- Morgunblaðið/RAX Þeir Gísli Blöndal, markaðsstjóri Kaupstaðar/Miklagarðs, Atli Gísla- son, stjórnarformaður KRON, og Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri, gerðu fréttamönnum grein fyrir framtíðarskipulagi KRON og Miklagarðs á fundi í gær. _________________ KRON - Mikligarður: Samviimurekstri hætt og hlutafélag stoftiað Hlutafé aukið um 200 til 250 milljónir króna FRA og með 1. mars nk. hættir Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis (KRON) hefðbundnum kaupfélagsrekstri og sameinast Miklagarði hf. í almenningshluta- félagi. Þetta kom fram í máli Þrastar Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupstaðar/M- iklagarðs, á fundi sem hann, ásamt Atla Gíslasyni, stjórnar- formanni KRON, og Gísla Blönd- al, markaðsstjóra Kaupstaðar/M- iklagarðs, hélt með fréttamönn- um í gær. Stefnt er að því að auka hlutafé fyrirtækisins úr 15 milljón krónum í 200 til 250 millj- ónir króna, og hefiir Samband íslenskra samvinnufélaga þegar lofað að leggja fram 100 milljón- ir króna í aukið hlutafé. Þröstur sagði að samkomulag það sem hann og Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri Sambandsins, hefðu gert með sér sl. fimmtudagskvöld og greint var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag fæli í sér 100 milljóna króna hlutafjárloforð Sambandsins, jafnfrámt því sem samkomulag væri um að leita leiða til hagræðing- ar og hagstæðra innkaupa fyrir báða aðila. Þröstur sagði að það að sameina KRON Miklagarði og breyta fyrirtækinu í almennings- hlutafélag væri lokaskrefið í breyt- ingum á rekstri þessara fyrirtækja, en fyrirtækin voru sameinuðu undir einni yfirstjórn á síðasta ári. Þröstur sagði að frá 1. mars nk. yrði KRON eignarhaldsfélag sem hefði ekkert með reksturinn að gera. Hvað varðar hlutafjáraukn- ingu þá sem ekki kæmi frá Sam- bandinu sagði Þröstur að leitað yrði til almennings, 350 starfsmanna Rafstrengur til Bretlands: Mögnleg raforku- sala er í biðstöðu TÍMARITIÐ Popular Science birtir nú í febrúar viðamikla frásögn af mögulegum raforkuútflutningi um sæstreng héðan til Bretlands og er talað um að orkulindir okkar jafiiist á við olíulindir Saudi- Arabíu. Mál þetta var tekið upp á opinberum vettvangi árið 1988 af þáverandi iðnaðarráðherra, Friðrik Sophussyni, í viðræðum hans við orkumálaráðherra Bretlands, Cecil Parkinson. Þessum viðræðum var síðan haldið áfram af embættismönnum og stærstu orkuveitu Bretlands, Eastern Electricity Board, kynntir möguleikamir. í Bret- landi er unnið að einkavæðingu orkuveitna og talið að henni ljúki á næsta ári. Þá fyrst verði svigrúm ytra til að kanna hve raunhæfur þessi möguleiki til orkuöflunar sé fýrir Breta. Aætla má að lagning rafstrengs og bygging virkjana hér taki 7 til 10 ár, séu allir þættir slíkra verka teknir með og miðað við útflutning 500 megawatta. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, ræddi árið 1988 við aðstoðarorkumálaráðherra Bretlands ásamt Ólafi Egilssyni, sendiherra um þessi mál og kynnti þau stjóm EEB. Hann segir að í marz 1989 hafi borizt bréf frá EEB, þar sem tekið væri fram að stjóm veitunnar væri ákaflega upp- tekin vegna einkavæðingar orku- sölu í Bretlandi. Þeir gætu því ekki sinnt því verki að fara yfir möguleg orkukaup um sæstreng frá íslandi fyrr en í fyrsta lagi árið 1991. Þetta væri þó áhugaverður möguleiki, sem yrði kannaður síðar. „Það má því segja að boltinn sé hjá þeim ytra,“ segir Halldór Jónat- ansson. „Aætlanir okkar gera ráð fyrir að við getum selt rafmagnið héðan á verði, sem verði svipað raforkuverði frá nýjum kjamorku- vemm, og því verðum við sam- keppnisfærir. Við viljum reyndar heldur framleiða orkuna fyrir orkufrekan iðnað hér innanlands. Það skilar þjóðinni meiri tekjum en verði orkan seld beint utan. Hins vegar er samtenging veitukerfis okkar og Bretlands mjög áhuga- Kaupstaðar/Miklagarðs, verkalýðs- félaga og fleiri. Hann sagði að starfsmenn hefðu á kynningarfundi í gærmorgun þegar tekið vel í að verða hluthafar í hinu nýja félagi. „Ytri aðstæður og þær kröfur sem gerðar em til rekstrar í dag em þess eðlis að það er erfitt að fullnægja þeim nema með því rekstrarformi sem hæfir þessum tíma,“ sagði Þröstur, „allur stór- rekstur kallar á miklu meira fjár- magn en áður. Áhættan er meiri og samkeppnin er miklu harðari. Við teljum að þó að samvinnu- formið hafi í eina tíð verið bam síns tíma og eðlileg viðbrögð við þeim aðstæðum sem þá ríktu, þá sé eðlilegt að taka upp nýtt form vegna þeirra breytinga sem orðið hafa.“ í gærmorgun var haldinn fjöl- mennur fundur með starfsmönnum Kaupstaðar/Miklagarðs þar sem framtíðarfyrirkomulag Miklagarðs hf. var kynnt. Fundurinn sam- þykkti eftirfarandi ályktun sam- hljóða: „Sameiginlegur fundur starfsmanna KRON og Miklagarðs fagnar þeirri ákvörðun að rekstur þessara tveggja fyrirtækja skuli nú endanlega hafa verið sameinaður í einu öflugu hlutafélagi. Starfsfólkið heitir því að leggja sitt af mörkum til þess að árangurinn verði sem bestur.“ lensku loðnuskipin eiga því eftir að veiða um 372 þúsund tonn á vetrarvertíðinni en þau hafa mok- veitt við Hrollaugseyjar að und- anfömu. Erlend loðnuskip hafa frá upphafi haustvertíðar tilkynnt um 77 þúsund tonna loðnuafla innan íslensku lögsögunnar en þar mega þau veiða til 15. febrúar næstkomandi, að sögn Landhelg- isgæslunnar. Norsk loðnuskip hafa tilkynnt um samtals 64 þúsund tonna afla innan íslensku lögsögunnar á haust- og vetrarvertíðinni en færeysk um 13 þúsund tonna afla, að sögn Land- helgisgæslunnar. Loðnukvóti Norð- manna er nú 139 þúsund tonn en Grænlendinga 99 þúsund tonn. Fær- eyingar hafa hins vegar keypt loðnukvóta af Grænlendingum, sem eiga hvorki loðnuskip né loðnuverk- smiðjur. Einnig hafa íslendingar keypt samtais 31 þúsund tonna loðnukvóta af Grænlendingum. í gær voru 29 norsk og 3 færeysk loðnuskip að veiðum innan íslensku lögsögunnar. Til skamms tíma máttu einungis 20 norsk skip vera samtím- is á loðnuveiðum innan íslensku lög- sögunnar. Þessari takmörkun var hins vegar aflétt, því talið er að nóg pláss sé fyrir skipin á miðunum, þar sem erlendu loðnuskipin mega ekki veiða á því svæði, sem íslensku skip- in veiða nú. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um loðnuafla: Harpa 600 tonn óákveðið hvert, Háberg 650 til Grindavíkur, Svanur 700 til Eski- fjarðar, Bergur 520 til FIVE, Hákon 1.000 til Siglufjarðar, Erling 600 til Eskifjarðar, Fífill 650 til Faxamjöls hf., Keflvíkingur 530 óákveðið hvert, Gullberg 620 til FIVE, ísleifur 760 til FTVE, Bjami Ólafsson 1.100 til Hafsíldar, Guðmundur 900 til FES, Súlan 800 til Raufarhafnar og Rauðsey 610 óákveðið hvert. Á sunnudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Guðmundur 900 tonn til Neskaupstaðar, Albert 300 til FIVE, Pétur Jónsson 1.050 til Þórs- hafnar, Sighvatur Bjamason 700 til FIVE, Guðmundur Ólafur 580 til Neskaupstaðar, Gígja 750 til Eski- fjarðar, Hilmir 1.300 til Seyðisfjarð- ar, Þórshamar 350 til Faxamjöls hf., Guðrún Þorkelsdóttir 720 til Eskifjarðar, Helga II 1.000 til Hafsíldar, Höfrungur 910 til Raufar- hafnar, Huginn 580 til FIVE, Jón Finnsson 1.120 til Faxamjöls hf., Jón Kjartansson 1.100 til Eskifjarðar, Víkurberg 570 til Þórshafnar og Sjávarborg 800 til SR á Seyðisfirði. Á laugardag tilkynntu þessi skip um afla: Huginn 590 tonn til SR á Reyðarfirði, Guðrún Þorkelsdóttir 720 til Eskifjarðar, Sunnuberg 640 til Grindavíkur, Júpíter 1.200 til Einars Guðfínnssonar hf., Kap II 710 til FTVE, Helga II 1.000 til Eskifjarðar, Húnaröst 750 til SR á Raufarhöfn, Harpa 620 til SR á Reyðarfirði, Erling 600 til SR á Seyðisfirði og Gullberg 620 til Nes- kaupstaðar. Síðdegis á föstudag tilkynntu eft- irtalin skip um afla: Harpa 620 tonn til Homafjarðar, Gullberg 620 til Eskiíjarðar, Háberg 650 til Grindavíkur, Beitir 1.200 til Siglu- fjarðar, Hilmir 1.200 til Siglufjarð- ar, Sigurður 1.400 til Siglufjarðar, Þórshamar 580 til Vopnafjarðar, Víkurberg 570 til Vopnafjarðar og Hákon 980 til Raufarhafnar. Ekið á bíla og stungið af ÞRÍR menn, ökumaður og tveir farþegar hans, voru handteknir á Ingólfsgarði aðfaranótt sunnu- dagsins eftir að bíl sem þeir voru í ásamt fleirum hafði skömmu áður verið ekið á tvo kyrrstæða í Bankastræti. Mennirnir eru allir grunaðir um ölvun. Eftir áreksturinn í Banka- stræti var bíl þeirra ekið á braut en lögreglan stöðvaði fór hans á Ing- ólfsgarði og handtók þijá þeirra fimm sem í honum voru. Þeir gistu fangageymslur en voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku að morgni. Þá stakk maður af frá árekstri í Marklandi í Reykjavík um helgina. Bíll hans var stöðvaður skammt frá. Maðurinn virtist ölvaður og daginn eftir bar hann við minnisleysi um atvik í yfirheyrslu. verður kostur. Við gætum þá selt umframorkú, þegar þannig stendur á og keypt orku, þegar okkur skort- ir hana. Þannig fengist miklu betri nýting við orkuframleiðsluna og gæti hún til lengri tíma séð lækkað raforkuverð. Þá yrði einnig hægt að fullnýta nýjar virkjanir strax og byggingu þeirra væri lokið, en til þessa hefur fullnýting þeirra yfir- leitt ekki náðst fyrr en eftir nokkur ár.“ Núverandi iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, hefur lýst áhuga sínum á því, að taka málið upp að nýju og er það því í raun í höndum stjórn- valda að sögn Halldórs. Hann segir að framleiðsla á 500 megawöttum sé mikið mál, en það sé lágmarkið til að útflutningur borgi sig. Nýtt álver þurfi til dæmis ekki nema 300 megawött. Því sé uppbygging virkj- ana í þessu máli bæði tímafrek og kostnaðarsöm, alls megi áætla að uppbygging . hér heima, lagning strengs auk annarra fjölmargra atriða taki 7 til 10 ár og því sé hér fyrst og fremst um framtíðarmál að ræða. Umræðan um þennan möguleika hafi þó komið okkur vel og vakið athygli á ónýttri orku hér. Frá afinælishátíð Myndlista- og handíðaskólans í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Fimmtugsafinæli Myndlista- og handíðaskólans fagnað FIMMTUGSAFMÆLI Myndlista- og handíðaskóla íslands var £agn- að með samkomu í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn laugardag að við- staddri Frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands meðal annarra. Listamenn fluttu leik- dans- og tónlistaratriði og mörg ávörp voru haldin. Þá voru sýndar litskyggnur af verkum myndlistarmanna, sem numið hafa eða kennt við MHÍ. Meðal þeirra, sem fluttu ávörp, var Svavar Gestsson menntamála- ráðherra, og hét hann því að áður en næsti áratugur yrði á enda yrði skólinn orðinn hluti af Listahá- skóla íslands og kominn í örugg- ara húsnæði. Ráðherra sagði að ljóst væri að á þessu ári myndi draga til tíðinda í húsnæðismálum skólans, og bezt væri að leysa húsnæðismál leiklistarskóla, tón- listarháskóla og MHÍ í einu lagi. Ráðherra sagði að fremur en að taka húsnæði á leigu fyrir skólann ætti að kaupa hús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.