Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Fiaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Samningar, skattar o g sparnaður Málþing Varðar um baráttuna við ríkisbáknið: Sjálfstæðisflokkurinn undirbúi máiin nú þegar Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Sophusson leiddi á sinum tíma baráttu ungra sjálfstæðis- manna undir kjörorðinu „Báknið burt“. Á málþingi Varðar fór hann yfir það hvað hefði áunnizt og hvað væri ógert. Kjarasamningar stærstu launþegasamtaka lands- ins, Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem nú ganga til at- kvæða í viðkomandi félögum, mælast vel fyrir hjá forsvars- mönnum atvinnulífs og verka- lýðsfélaga. Þessir samningar hafa og sérstöðu um sitt hvað. I fyrsta lagi, hvem veg var að verki staðið. Annars vegar tókst að byggja upp jákvætt andrúm í samskiptum forystu- manna Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, sem leiddi til markvissari vinnu- bragða. Hins vegar nýtti stjórn- arandstaðan ekki erfiða stöðu í samningunum til að koma höggi á ríkisstjórnina, sem oft hefur hent. Þvert á móti. Helzti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, sem hefur mikil áhrif bæði í samtökum launþega og vinnuveitenda, greiddi götu samkomulags og sátta. í annan stað taka samning- arnir mið af þeim efnahagslega veruleika, sem við blasir í þjóð- arbúskapnum. Ef vel tekst til um framkvæmd þeirra, en hún skiptir höfuðmáli, standa vonir til, að hægt sé að ná verðbólgu niður á svipað stig og í grann- ríkjum. Það skiptir miklu, bæði fyrir rekstraröryggi fyrirtækj- anna og atvinnuöryggi fólksins, en hvort tveggja hefur veikzt verulega hin síðari misserin. Gjaldþrot fyrirtækja vóru tíðari hér á landi og skráð atvinnu- leysi meira á næstliðnu ári en verið hefur í áratugi. Það er og brýn nauðsyn að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu til að styrkja samkeppnisstöðu íslenzkra atvinnuvega út á við. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins sagði í þingræðu, að aðilar vinnumarkaðarins hefðu, með gerðum samningum, tekið fram fyrir hendur ríkisstjómarinnar og lagt nýjan efnahagsgmnd- völl, sem veiji atvinnu og kjör fólks betur en verið hefði að óbreyttri efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Hann lagði jafn- framt áherzlu á það, að Alþingi taki höndum saman við aðila vinnumarkaðarins með því að falla frá öllum ráðgerðum skattahækkunum. Hann nefndi sérstaklega skatt á orkufyrir- tæki, sem fjármálaráðherra hefur boðað, en hann „hækki raforkuverð til almennings um að minnsta kosti 30%“. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins minnti á nýgerða og hóf- sama heildarkjarasamninga í Finnlandi. Þegar þeir lágu fyrir tók finnska ríkisstjórnin ákvörðun um að falla frá áform- um um skattahækkanir, sem hún hafði skömmu áður sam- þykkt. Þannig hafi fínnska ríkisstjórnin unnið með aðilum vinnumarkaðarins, sem sýnt hafi mikla ábyrgð við gerð kjarasamninga. Nú reyni á hvort Alþingi taki á skatta- hækkunarhugmyndum ijár- málaráðherrans með sama hætti. Fjármálaráðherra hefur haft stór orð um það, hve gerðir kjarasamningar kosti ríkissjóð mikla fjármuni. Engin ástæða er til að gera lítið úr þeim kostn- aði né þeim vanda sem hleðst upp vegna halla á ríkisbúskapn- um 1989 og 1990. Ekki er þó allt sem sýnist í þessum efnum. Stjórnarandstaðan bendir með- al annars á þá staðreynd, að ríkissjóðsútgjöld líðandi árs vóru stórlega vanáætluð í fjár- lagagerðinni og að allnokkur hluti þess útgjaldaauka, sem nú er talað um, hefði komið til, hvort heldur þessir kjara- samningar hefðu verið gerðir eða ekki. Hinsvegar er einsýnt að taka verður á þeim vanda, sem fjár- lagahallinn, stórlega vanáætluð ríkisútgjöld 1990 sem og út- gjaldaauki ríkissjóðs vegna kjarasamninganna, skapa, með frekari hagræðingu og sparnaði í ríkisbúskapnum. Misvísandi yfirlýsingar ýmissa fagráðherra annars vegar og fjármálaráð- herra hins vegar um frekari sparnaðaráform - og viðblas- andi sundurlyndi í ríkisstjórn- inni - vekja hinsvegar ótta um að öll verði sú viðleitni í skötu- líki. Þá sýnist það ekki koma heim og saman við yfirlýsingar um frekari sparnað í ríkis- búskapnum, í kjölfar gerðra samninga, að efna nú til stofn- unar nýs ráðuneytis, með til- heyrandi kostnaði, þótt sjálf- sagt sé að koma betri skikkan á stjómsýslu umhverfismála. Kjarasamningar þeir, sem nú liggja fyrir, lofa góðu um meiri stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Framkvæmd samninganna skiptir þó meginmáli. Því miður bendir sitt hvað til þess að veik- asti hlekkur þeirrar fram- kvæmdar sé sundurlyndið og flumbrugangurinn, sem ein- kenna stefnu og störf ríkis- stjómarinnar. Á MÁLÞINGI Landsmálafélags- ins Varðar um „baráttuna við báknið", sem haldið var í Valhöll síðastliðinn Iaugardag, kom fram hjá ýmsum málsheíjendum að ef Sjálfstæðisflokknum ætti að tak- ast að skera ríkisbáknið niður, næst þegar hann kæmist í ríkis- sljórn, þyrfti að undirbúa það vel í smáatriðum og tryggja að unnt yrði að hrinda stefnu flokksins í framkvæmd fljótlega á kjörtíma- bilinu. Ólaftir G. Einarsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, upplýsti í pallborðsum- ræðum að þessi „heimavinna" flokksins væri þegar hafín og væri meiri en áður hefði verið á miðju kjörtímabili. Friðrik Sophusson alþingismaður rifjaði upp baráttu ungra sjálfstæð- ismanna gegn ríkisbákninu, sem hófst árið 1977 undir kjörorðinu „Báknið burt“. Friðrik sagði að ýmsar hugmyndir, sem ungir sjálf- stæðismenn settu þá fram og mörg- um hefðu fundizt róttækar, þættu sjálfsagðar nú. Friðrik taldi upp nokkur atriði, sem áunnizt hefðu í baráttunni við báknið. í fyrsta lagi hefði stjórnmálaumræðan breytzt og haft áhrif á stefnu þeirra ríkis- stjórna, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt aðild að. í öðru lagi hefðu afskipti stjórnmáiamanna af láns- fjármarkaðnum breytzt, vaxta- ákvarðanir tækju meira mið af, framboði og eftirspurn, sparnaður hefði aukizt, ríkisframlögum til fjárfestingarlánasjóða atvinnuveg- anna hefði verið hætt, Fram- kvæmdastofnun og kommissara- kerfið hefðu verið lögð niður og gjaldeyrisverzlun væri frjálsari en áður. I þriðja lagi hefði verðlagseft- irlit breytzt úr beinu eftirliti í óbeint form verðmiðlunar og upplýsinga. Þetta hefði leitt til meiri samkeppni og lægra verðs. Gjaldskrámefnd hefði verið lögð niður og gjald- skrárákvarðanir þjónustustofnana sveitarfélaga verið færðar í hendur þeirra sjálfra. í fjórða lagi nefndi Friðrik að landbúnaðarlöggjöf hefði verið breytt, útflutningsbætur lækkaðar og fjármagnið notað til búháttabreytinga til að draga úr framleiðslu kjöts og mjólkur. Einka- aðilar gætu nú flutt inn grænmeti og kartöflur og skýrari fekstrarleg mörk væru milli framleiðenda og vinnslustöðva í landbúnaði. I fimmta lagi væru fleiri opinberar framkvæmdar nú boðnar út en áð- ur, útvarpsfrelsi hefði leitt til rekstrar nýrra útvarpsstöðva og gjörbreytt Ríkisútvarpinu. Þá hefði hlutur ríkisins í fyrirtækjum og ríkisfyrirtæki verið seld, til dæmis Landssmiðjan, Sigló-síld, hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum og Iðnaðar- bankanum og Sjóefnavinnslunni. Þá hefði Ríkisprentsmiðjunni Gut- enberg verið breytt í hlutafélag og fyrir lægi frumvarp um að fara eins með Sementsverksmiðjuna. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn lýst því yfir að breyta bæri ríkisbönkunum í hlutafélög. Friðrik sagði að þótt margt hefði áunnizt, færi því fjarri að árangur- inn væri viðunandi. Ríkisumsvifin hefðu aukizt á mörgum sviðum. Verkefnin, sem nú væri brýnast að koma í framkvæmd, væru fjölmörg. í fyrsta lagi að koma í veg fyrir sjálfvirk útgjöld ríkisins, endurmeta réttmæti útgjaldaliða kerfisbundið og láta framlög úr ríkissjóði fremur ganga til verkefna en stofnana. í öðru lagi þyrfti að bæta nýtingu opinbers fjár, sérstaklega í opinbera velferðarkerfinu, með því að efla kostnaðarvitund stjómenda og neytenda með aukinni kostnaðar- hlutdeild þeirra síðamefndu. Gerð- ist það ekki myndi ríkið neyðast til að draga úr þjónustunni og skaða þannig þá sem minnst mættu sín. í þriðja lagi þyrfti að auka útboð. Utboð efldu einkaframtakið, nýttu betur opinbeit fé og eyddu tor- tryggni og sífelldum samanburði á .aunakjörum inanna í ríkisgeira og einkageira. í fjórða lagi þyrfti að draga úr offramleiðslu í landbúnaði með því að beita markaðslögmálum meira en nú væri gert og auka frelsi í verzlun með landbúnaðaraf- urðir. í fimmta lagi þyrfti að styrkja grundvöll einkarekstrar með því að hvetja til stofnunar almennings- hlutafélaga og breyta skattareglum enn meira í því skyni að ýta undir sparnað í formi hlutafjár og styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Þetta væri virkasta leiðin til valddreifíng- ar og færði fjármagn til fólksins. Þá væra eðlilegar arðkröfur hluta- bréfaeigenda bezta leiðin til að veita fyrirtækjastjórnendum virkt að- hald. Hlutabréfaeigendur væra líka líklegur hópur til að beijast gegn sértækum aðgerðum fyrir einstök fyrirtæki á kostnað annarra. Loks þyrfti að breyta fyrirkomulagi fisk- veiðistjórnunar þannig að það tryggði sem mest jafnræði og sam- keppni milli útgerðarmanna, þannig að þeir, sem beztan árangur sýndii, bæru mest úr býtum, en hinir lök- ustu snera sér að öðru. Friðrik lagði áherzlu á að til þess að stefna sjálfstæðismanna um samdrátt í ríkisbúskapnum næði fram að ganga yrði að tryggja til- trú almennings á henni, til dæmis með því að skera niður æðstu stjórn ríkisins þegar sjáifstæðismenn kæmust í stjórn, en ekki að láta aðgerðirnar eingöngu bitna á al- menningi. Atvinnuvegirnir standi undir starfsemi í eigin þágu Geir H. Haarde alþingismaður ræddi um atvinnulíf og ríkisbúskap. Hann sagði að það væri megin- verkefni stjómmálamanna að eyða þeim viðvarandi halla, sem væri á ríkisbúskapnum. Geir sagði að ekki yrði hjá því komizt að atvinnu- vegimir í landinu tækju þátt í að minnka þennan halla, að því marki sem þeir nytu opinbers stuðnings. Geir sagði að móta þyrfti almenna stefnu, þannig að Sjálfstæðisflokk- urinn yrði undir það búinn að tak- ast á við þessi mál sem aðili að ríkis- stjórn. Geir sagði að það væri í þágu atvinnulífsins að ríkið væri ekki rekið með halla, af því að ríkið og einkaframtakið væru að mörgu leyti keppinautar í hagkerfinu. Jafnvægi í ríkisbúskapnum kæmi atvinnulíf- inu til góða meðal annars vegna þeirra áhrifa sem ríkishalli hefði á þenslu og verðbólgu, eftirspurn eft- ir lánsfé og viðskiptajöfnuð. „Ég held að það sé eðlileg krafa í nútímaþjóðfélagi að atvinnuveg- irnir, sem halda uppi framleiðslu og þjóðarbúskap, standi nokkurn veginn á eigin fótum og það er eðlilegt að höfuðútvegur þjóðarinn- ar, sjávarútvegurinn, standi undir þeirri starfsemi sem fram fer í hans þágu á vegum hins opinbera," sagði Geir. Hann sagði að gera yrði þá kröfu að verkefni væru unnin þar sem hagkvæmast væri að vinna þau. Kæmi á daginn að tiltekin við- fangsefni ríkisins væru betur af hendi leyst hjá einkaaðilum ætti umsvifalaust að færa þau af hönd- um ríkisins. Geir lagði til að atvinnuvegirnir minnkuðu ásókn sína í framlög og styrki frá ríkinu. Heildarupphæð fjárlaga er um 95 milljarðar og Geir sagði að við skjóta yfírsýn virt- ust framlög til stofnana í þágu at- vinnuveganna og alls konar styrkir, sem nýttust þeim, væru að minnsta kosti fimm milljarðar af þessum 95. Auk þess væru ýmsar tilfærslur, sem gögnuðust avinnuvegunum beint og óbeint. Geir nefndi sérstak- lega til útflutningsbætur og önnur framlög í landbúnaði, stofnanir í þágu sjávarútvegs og landbúnaðar, rannsóknastofnanir atvinnuveg- anna, að undanskildum grannrann- sóknum, framlög til flugrekstrar- mála o.fl. Hann sagðist þó ekki nefna styrki til vegamála, þar sem þau væra nú tekjulind ríkissjóðs. Geir sagði að æskilegt markmið væri að á verðlagi fjárlaga 1990 spöruðust 2-4 milljarðar á þessum liðum, en það væri þó aðeins hluti af miklu stærra sparnaðarverkefni, sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa forystu um. Stór áfangi þyrfti að nást á einu kjörtímabili, en verk- inu að ljúka á um það bil 6 áram. Misheppnuð ríkisafskipti Markús Möller hagfræðingur fjallaði um hlutverk ríkisins. Hann sagði að ríkisvaldið væri að fást við ýmis verkefni, sem það sinnti sízt betur en einkaaðilar. Hann sagði að menn væru væntanlega sam- mála um að ríkið og opinberir aðil- ar almennt ættu að halda sig frá verkefnum nema að hægt væri að sýna fram á umtalsverðan ávinning af því að þau væru í opinberri umsjón. Hann taldi upp ýmis dæmi um misheppnuð ríkisafskipti, til dæmis feril ríkisins í fjárfestingar- stýringu; laxeldið, loðdýraræktina og annað slíkt. Hann sagði að það hefði sömuleiðis gefizt ákaflega illa þegar ríkisvaldið væri að sletta sér fram í samningagerð á almennum markaði. Ríkið hefði æ ofan í æ brotið samninga, sem gerðir hefðu verið. Aætlun um sölu ríkisfyrirtækja Hreinn Loftsson lögmaður fjall- aði um sölu ríkisfyrirtækja. Hann sagði Islendinga búa við annað fjár- hagslegt umhverfí en þær þjóðir, sem lengst væru komnar á braut einkavæðingar og stæði þetta áætl- un um sölu ríkisfyrirtækja fyrir þrifum. Erfiðara yrði um vik að ákvarða verð fyrirtækjanna, þar sem ekki væri til staðar neinn hluta- bréfamarkaður, þar sem framboð og eftirspurn ákvörðuðu verðið. Þar vantaði einnig kaupendur, sérstak- lega að stærri fyrirtækjum. Hreinn sagði að undirbúningur einkavæð- ingar hlyti því að felast í því að skapa íslenzkum fjármagnsmarkaði skilyrði. Þetta yrði að gera með því að draga úr höftum, til dæmis að því er varðaði fjármagnsflutning til og frá landinu og skattalegt hag- ræði af því að fjárfesta í hlutabréf- um. Þá þyrfti að brjóta sum stærstu ríkisfyrirtækin upp í smærri eining- ar og breyta þeim í hlutafélög. ■ Hreinn sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn þyrfti nú þegar að hefjast handa um gerð róttækrar áætlunar um sölu ríkisfyrirtækja. Þetta gæti orðið eitt helzta kosningaloforð sjálfstæðismanna fyrir næstu kosn- ingar. Helztu rökin með þeirri áætl- un væra þau að gera hagkerfíð skilvirkara og hagkvæmara, þannig að fjármagnið nýttist sem bezt. Einnig að draga þyrfti úr miðstýr- ingu og ríkisrekstri. Önnur rök væru þau að með sölu mætti bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs, hún stuðl- aði að dreifingu valdsins og bætti hag neytenda, þar sem búast mætti við lægri gjöldum vegna aukinnar samkeppni, og að starfsmenn bæru meira úr býtum vegna aukinnar hagræðingar í rekstrinum. Hreinn sagði að í áætluninni þyrfti að koma skýrt fram hvaða fyrirtæki Sjálf- stæðisflokkurinn myndi selja í stjórnartíð sinni. Hann nefndi til sögunnar eftirtal- in fyrirtæki: Landsbankann, Búnað- arbankann, Póst og síma, Lands- virkjun, ÁTVR, Fríhöfnina, Lyfja- verzlun ríkisins, Rás 2, Ríkisverk- smiðjuna Gutenberg, Síldarverk- smiðjur ríkisins, Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi og Sementsverk- smiðju ríkisins. Sölu varnarliðs- eigna og Ríkisskip ságði Hreinn að ætti hreinlega að leggja niður, enda væri vonlaust að selja þau. Fróðir menn segðu sér að meiri hagnað mætti hafa af að leigja út húsnæði Sölu varnarliðseigna en að reka fyrirtækið. Hvers vegna ekki ríkishalli? Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur Jjallaði um ástæður þess að ekki ætti að reka ríkissjóð með halla. Hann sagði að eitt meginviðfangs- efni sjálfstæðismanna væri að fá fólk til að skynja að hallinn skipti það sjálft máli, og rakti nokkrar orsakir þess að svo væri. Vilhjálmur nefndi sem dæmi að halli þýddi að ríkið þyrfti að greiða vexti. Um 10% ríkisútgjalda væru nú vaxtagreiðsl- ur, sem þýddi það að hefði ríkissjóð- ur ekki verið rekinn með halla væra útgjöld ríkissjóðs nú um 10 milljörð- um lægri en nú væri. Vilhjálmur sagði að ein lausn, sem nefnd hefði verið á ríkishalla, væri að lækka skatta, sem hefðu slæm áhrif á atvinnulífið og auka þannig hallann tímabundið, en skattalækkunin hefði hins vegar góð áhrif á verðamætasköpun at- vinnulífsins, sem skilaði sér aftur í ríkissjóð. Þá væri oft mikill kostnað- arauki af alls konar skrifræðiskröf- um, eins og að virðisaukaskattsnót- ur væru í þríriti. Vilhjálmur sagði að ein af hug- myndunum um ríkissjóðshalla væri sú að hafa halla í vondum árum, en afgang á ríkissjóði í góðæri. Þannig borgaði almenningur meiri tekjuskatt í góðæri, en í vondum áram kæmi ríkið til móts við hann. Núverandi íjármálaráðherra hefði hins vegar snúið þessari reglu við; menn ættu að borga mikið í góð- æri ogennþá meira í vondum árum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 29 Sjúklingar greiða sama §jald með eða án tilvísimar GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur gefíð út reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í læknishjálp. Samkvæmt reglugerð- inni er sjúklingum frjálst hvort þeir afla sér tilvísunar frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir heimsókn til sérfræðings. Gjald, sem sjúkra- tryggðir greiða fyrir sérfræðilæknisþjónustu, er hið sama, hvort heldur þeir hafa tilvísun eða ekki og er gjaldið 900 krónur, en var 630 krónur fyrir hvert sinn. Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga að greiða 300 krónur fyrir liveija komu til sérfræðings, þó ekki meira en 3.000 krónur á hvetju ári. Gjald fyrir heimsókn til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er fellt niður, en það var 190 krónur. Reglugerðin tekur gildi 15. febrúar næstkomandi. Guðmundur Bjarnason kynnti reglugerðina á blaðamannafundi í gær. Hann sagðist telja að um þessa reglugerð hefði náðst góð samstaða meðal stjórnvalda og lækna. Hann sagði megináherslu og markmið reglugerðarinnar vera að samskipti lækna og sjúklinga hefjist hjá heilsu- gæslu- eða heimilislækni og að boð- skipti verði greið milli þeirra og sér- fræðinga. Til að tryggja framgang þessara markmiða var ákveðið að sjúklingar þurfi ekki að greiða fyrir heimsókn til heimilis- eða heilsu- gæslulækna við komu til þeirra á venjulegum dagvinnutíma, frá klukk- an 8.00 á morgnana til 17.00. Með því sagði Guðmundur einnig vinnast að betri nýting yrði á heilsugæslu- stöðvunum á þessum tíma og þeirri óæskilegu þróun yrði snúið við, sem hafí gætt í vaxandi mæli undanfarið, að sjúklingar leiti til læknis utan þessa tíma. Komi sjúklingur til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu- tíma eða á helgidögum og laugardög- um þarf hann að greiða 500 krónur. Það á þó ekki við ef læknir hefur sjálfur valið þann tíma. „Með þessu móti er við því að búast að ásókn í heilsugæsluna auk- ist nokkuð enda leikurinn' reyndar til þess gerður,“ sagði Guðmundur. Hann sagði heilsugæsluna í landinu almennt vera vel undir það búna að taka við fleiri sjúklingum, nema ef til vill á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að á árinu yrðu tvær stöðvar teknar í notkun í Reykjavík, þær eru við Hraunberg og Garðastræti. Fallið frá tvöfaldri gjaldskrá í upphaflegum drögum að reglu- gerð var gert ráð fyrir að sjúklingar greiddu hærra gjald fyrir heimsókn til sérfræðinga ef þeir hefðu ekki tilvísun. Guðmundur var spurður hvers vegna horfið var frá því. Hann sagði að hluti þess samkomulags sem náðist milli aðila væri að tilvísana- skylda var felld úr lögum. „En við álitum á hinn bóginn að mögulegt væri að viðhafa ákveðið boðkerfí, eða tilvísanaleið, að það væri ódýrara fyrir einstaklinginn að fara til sér- fræðings eftir að hafa áður komið til heimilis- eða heilsugæslulæknis- ins. Frá þessu var fallið, meðal annars vegna þess að þetta hefur verið ágreiningsefni. Þetta hefur verið mikið bitbein milli lækna innbyrðis og milli heilbrigðisyfirvalda og lækna. Við urðum sammála um að gera þetta frekar á þennan hátt. Nálgast þessi áhersluatriði, að sam- skiptin byijuðu í heilsugæslunni, með því að fella niður greiðsluna þar en hækka greiðsliyia við komu til sér- fræðings og hafa þar aðeins um eitt gjald að ræða,“ sagði Guðmundur. Gert er ráð fyrir að sparnaður verði nokkur af þessum áherslubreyt- ingum, Guðmundur sagði að ætla mætti að um 100 milljónir króna sparist af um 550 milljóna sparnaði alls í heilbrigðiskerfinu. Sparnaður- inn næst ekki síst fyrir það að gert er ráð fyrir að komum til sérfræð- inga fækki, þar sem fólk er hvatt til að koma fyrst til heimilislæknis og í mörgum tilvikum muni það duga. Meðal annarra atriða í reglugerð- inni má nefna, að læknum er óheim- ilt að taka sérstakt gjald fyrir ein- nota áhöld sem nota þarf við lækn- ingarnar. Sérstakt gjald er tekið fyr- ir rannsóknir og röntgengreiningar, 300 krónur fyrir hveija komu, elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 100 krónur. Um greiðslu fyrir komu á slysadeildir, göngudeildir og bráðam- óttöku gilda sömu reglur og til sér- fræðinga. Loks er ákveðin sama gjaldskrá fyrir krabbameinsleit á heilsugæslustöðvum eins og fyrir sérfræðilæknisþjónustu og rennur gjaldið til Krabbameinsfélags ís- lands. Farsæl lausn Sverrir Bergmann varaformaður Læknafélags Islands segir þessa reglugerð vera farsæla lausn eins og á stóð og að hún ioki engum leiðum. Mikilvægt atriði sé að fólk hafí frjálst val um hvort það komi beint til sér- fræðings eða fái fyrst tilvísun. Hann segir vera orðum aukið að boðskipti milli lækna hafi ekki verið í lagi. Hann leggur áherslu á að reglu- gerðin loki ekki leiðum til að skoða frekar hvernig heilbrigðisþjón- ustunni verði best fyrir komið. Til dæmis sé ekki sjálfgefið að heilsu- gæslustöðvar séu enn besta lausnin, þótt svo hafí verið álitið fyrir um tveimur áratugum. Athuga mætti að bjóða út heimilislæknaþjónustuna líkt og sérfræðilæknaþjónustuna. „Ég fullyrði að þessi verktakasamn- ingur sem ríkið hefur við sérfræðing- ana er ákaflega hagstæður ríkinu og þar með sjúklingum og öllum skattborgurum. Þetta er ekki nema 2,5 til 3% af öllum kostnaði við heil- brigðisþjónustuna sem fer í þetta, og skilar mjög miklum árangri og gerir heilbrigðisyfirvöldum fært að spara á miklu dýrari þáttum þjón- ustunnar, eins og spítölunum. Ég held að læknisfræði framtíðarinnar verði meiri og meiri sérfræðiþjónusta og þá vaknar þessi spurning hvort við þurfum ekki að endurskoða gaml- ar áætlanir, hvort aðrir hlutir geti ekki komið betur út fyrir þjóðfélagið í heild og tryggt jafn vel faglega góða læknisþjónustu," sagði Sverrir Bergmann. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND SV. HERMANNSSON Uppgjör í Alþýðubandalagínu Á félagsfúndi Alþýðubandalagsins í Reykjavík í kvöld verður tekin- afstaða til þess hvort flokkurinn býður fram G-lista í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík í maí, eða hvort hafnar verða viðræður við Alþýðuflokk, Birtingu og óháða kjósendur um þátttöku í opnu prófkjöri og síðan sameiginlegum framboðslista. Hvortveggja niður- staðan gæti leitt til þess að flokkurinn kloftii. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík mun á fundinum skýra frá því að tilraunir til að ná sam- stöðu minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn Reykjavíkur um sameiginlegt framboð, hafi ekki tekist. í fram- haldi af því verður væntanlega lögð fram tillaga um að Alþýðubandalag- ið bjóði fram G-lista eins og áður, og valið verði á listann með skrif- legri atkvæðagreiðslu félaga í Al- þýðubandalaginu. Félagar í Birtingu, félagi jafnað- ar- og lýðræðissinna, sem er mál- efnafélag í Alþýðubandalaginu, munu á móti leggja fram tillögu um að Alþýðubandalagið hefji viðræður við Alþýðuflokk, Birtingu og óháða kjósendur um þátttöku í opnu próf- kjöri á svokallaðan Málefnalista, sem formlega var kynntur í gær. Félagsfundurinn í kvöld er í raun framhald annars fundar fyrir tveim- ur vikum, þar sem tekist var á um þetta sama. Þá var ákvörðun frestað og framhaldsfundi hefur síðan verið frestað einu sinni. Síðan þá hefur Alþýðubandalaginu borist formlegt boð frá Alþýðuflokknum um að taka þátt í viðræðum um sameiginlegt framboð að undangengnu opnu próf- kjöri. Þarna takast enn og aftur á meg- infylkingarnar tvær í Alþýðubanda- laginu, sem kallaðar hafa verið flokkseigendafélag og lýðræðiskyn- slóð. Hugmyndin um opið prófkjör í samfloti við Alþýðuflokk og óháða kjósendur hefur ekki mælst vel fyrir hjá gamla kjarnanum í fiokknum, og raunar hefur Svavar Gestsson menntamálaráðherra og fyrrum for- maður flokksins beitt sér hart gegn þessu. Alþýðubandalagið hefur enda verið langstærsti minnihlutaflokkur- inn í borgarstjórn Reykjavíkur og haft þar sterk ítök. Nýleg skoðanakönnun Skáís kann þó að hafa breytt afstöðu ýmissa flokksmanna nokkuð, en samkvæmt henni myndi Alþýðubandalagið ein- ingis fá einn borgarfulltrúa. Að minnsta kosti mun, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, birtast í dag í Þjóðviljanum yfirlýsing frá 150 félögum í Alþýðubandalaginu í Reykjavík þar sem skorað er á flokk- inn að taka þátt í tilraun Alþýðu- flokksins. Undir þessa áskorun skrifa m.a. Tryggvi Þór Aðalsteins- son hjá MFA, Gils Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður, Þorbjörn Broddason lektor og Silja Aðal- steinsdóttir fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, svo nokkur nöfn séu nefnd sem hafa verið talin flokks- eigendamegin. Önnur áskorun, sem birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku, hefur einnig haft áhrif. Þar skrifuðu 60 manns undir áskoran til stuðnings- fólks stjómarandstöðunnar í borg- inni um að vinna saman í einu opnu framboði í vor. Þar var Birtingar- og Alþýðuflokksfólk áberandi, en þarna voru einnig nöfn ungra fram- sóknarmanna og fólks sem ekki hef- ur verið tengt stjómmálaflokkum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa vonir Birtingarfólks frekar verið að aukast undanfarið um að þeirra sjónarmið verði ofaná á fundinum í kvöld. En um leið mun þeirri skoðun einnig hafa aukist fylgi, að ef tillaga um G-lista verði ofaná eigi Birting samt að taka þátt í framboði á Málefnalistanum. Að mati margra væri Birting þar með búin að segja sig úr Alþýðu- bandalaginu og klofningurinn orðinn ljós. En aðrir eru á þeirri skoðun að það sé vel mögulegt að Birting og Alþýðubandalagið í Reykjavík geti valið sér mismunandi leiðir til framboðs. Birting sé ekki staðbundið alþýðubandalagsfélag og ekki háð því hvað Alþýðubandalagið í Reykjavík ákveður, frekar en til dæmis Alþýðubandalagið á Dalvík, sem hefur óskað eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn um sameiginlegt framboð. Það er einnig forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað gerist, verði tillag- an um þátttöku í opnu prófkjöri of- aná á fundinum. Ljóst er að margir flokksmenn gætu ekki hugsað sér að taka þátt í slíku framboði, og jafnvel segja skilið við flokkinn. Raddir hafa verið um að G-listi Al- þýðubandalagsins verði samt sem , áður boðinn fram, þótt mjög skiptar skoðanir muni vera um það. En þá yrðu Birtingarmenn aftur komnir yfír til Alþýðuflokksins. Svo virðist raunar sem Alþýðu- flokkurinn sé svolítið að spila á klofningshættuna í Alþýðubandalag- inu. í gær héldu Birgir Dýrfjörð for- maður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins og Bjarni P. Magnússon borgarfull- trúi blaðamannafund og kynntu Málefnalistann, opna og óháða list- ann, sem flokkurinn hefur boðið öðrum flokkum aðild að. Á fundinum var þess sérstaklega getið, að Birting hefði samþykkt alla skilmála um Málefnalistann. Sumir hefðu raunar verið samdir beint upp úr félagssamþykkt Birt- ingar og því mætti segja að frum- kvæðið væri Birtingar. Þegar Birgir var spurður hvort hann byggist við því að Birting tæki þátt í prófkjöri á Málefnalistann, ef tillaga um aðild að listanum yrði felld á félagsfundi ABR, sagði hann að þessi listi væri sannfæring Birt- ingarfólks, og það hlyti að fara eftir henni. Fólk úr báðum örmum Alþýðu- bandalagsins hefur verið nokkuð undrandi á því að Alþýðuflokkurinn hafí ekki getað beðið með kynningn á Málefnalistanum áður en tekin er afstaða til hans á félagsfundi ABR. Sumum finnst raunar að með þessu hafí alþýðuflokksmenn verið að stilla Birtingu upp við vegg. Birgir Dýr- fjörð sagði um þetta að þeir vildu að málefnagrannur listans lægi ljós fyrir, svo ekki sé hægt að mistúlka • hann á fundinum í kvöld. En það verður varla um málefna- grunn Málefnalistans sem átökin snúast um í kvöld, heldur fer þar fram uppgjör milli fylkinga Alþýðu- bandalagsins. Báðir aðilar hafa smalað á fundinn og búist er við að um 300 manns sitji hann, en á fyrri fundinum voru um 150 manns. Sumir búast raunar við, að reynt verði að. leita sátta á fundinum, þannig að báðir armar sættust á að standa að G-Iista. Þannig er orð- rómur um að Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa og félaga í Birtingu verði boðið efsta sætið á listanum og Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi og aðstoðarmaður menntamála- ráðherra yrði í 2. sætinu. Þetta þýddi um leið að Siguijón Pétursson yrði ekki í framboði, en hann hefur verið oddviti Alþýðubandalagsins í Reykjavík í áraraðir. Menn vilja þó ekki kannast við að þessar hugmyndir hafi verið ræddar af alvöru, og raunar telja ýmsir Birtingarmenn að útilokað væri að taka þátt í slíkum samning- um; það bryti gegn eðli félagsins. En niðurstöðu fundarins er víða beðið með nokkurri óþreyju. Og sum- ir telja jafnvel, að hún muni verða fyrsta skrefíð í átt til meiriháttar uppstokkunar á flokkakerfi vinstra vængsins í íslenskum stjórnmálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.