Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990
39
á eftir fer stutt viðtal úr þættinum
„Andlit íslands" (RUV 1988) sem
umsjónarmaður átti við Sigfús Erl-
ingsson, þáverandi framkvæmda-
stjóra á markaðssviði Flugleiða.
E.T.: „Hafa þessar miklu áhorf-
endatölur eitthvert vægi í íslenskum
ferðamálum, með tilliti til landkynn-
ingar?“
S.E.: „Að sjálfsögðu hafa þær, í
raun, mjög mikið vægi. Því að fyrir
lítið land eins og okkar, með mjög
takmörkuð fjárráð, þá er hin óbeina
auglýsing mun betri kostur heldur
en beinar auglýsingar."
E. T.: „Óbein auglýsing". Gætirðu
skýrt það hugtak nánar?“
S.E.: „Þá á ég fyrst og fremst við
kynningu á hinum ýmsu þáttum ís-
lands og íslenskrar menningar —
ekki nauðsynlega þeim sem snúa að
ferðamálum. Það er staðreynd að
ákaflega fáir vita mjög mikið um
ísland. Það verður áhugavert þegar
þeir sjá eitthvað þaðan. Og þá verður
eftirleikurinn auðveldari."
Eins og áður segir liggja ekki fyr-
ir nákvæmar tölur um áhrif kvik-
mynda. Þó má ætla, út frá hinum
miklu áhorfendatölum og þeim fjöl-
mörgu vísbendingum sem við höfum
að áhrif kvikmyndanna sé á bilinu
3,7-7,4% af heildardæminu. í þessari
greinargerð skal miðað við 3,7%.
Auknar útflutningstekjur
vegna landkynningar
Allir þeir sem leggja stund á út-
flutning vita hve landkynning er
mikilvæg. Það sem margir íslending-
ar gera sér e.t.v. ekki grein fyrir er
að ákaflega fáir útlendingar vita eitt-
hvað um ísland. Það eru til ótal
margir ferðamenn sem hefðu áhuga
á því að koma til íslands — ef þeir
bara vissu að ísland væri til. Á sama
hátt á útflutningur oft erfítt upp-
dráttar vegna þess að í hugum
margra erlendra viðskiptaaðila, eru
íslendingar frumstæð veiðimanna-
þjóð (ef þeir hafa þá heyrt minnst á
Island á annað borð). Hvers vegna
að taka áhættu á því að skipta við
þjóð sem þú veist ekkert um þegar
svo margir aðrir þekktir aðilar koma
til greina?
Fyrsta skrefíð er að koma íslandi
á landakortið. Það hefur sýnt sig hjá
öðrum þjóðum (t.d. Ástralíumönnum)
að kvikmyndin er einmitt mjög heppi-
leg til þessa. í flestum íslenskum
kvikmyndum, burtséð frá því hversu
góðar þær eru, komast eftirfarandi
upplýsingar til skila:
— Á íslandi er iðnvætt nútímaþjóð-
félag.
— Þar er aldagömul menning.
— Fólkið býr við mikil lífsgæði
(heilbrigðiskerfi, menntun o.s.frv.)
— Daglegt líf fer að mestu leyti
fram eins og í öðrum Vesturlöndum
(en hefur þó sín séreinkenni.)
Til að skilja mikilvægi slíkra upp-
lýsinga enn betur fer vel á því að
setja sig í spor erlendra kaupenda
og spyija sjálfan sig: „Mundi ég
kaupa matvæli frá þjóð sem er e.t.v.
ólæs?“ eða „Mundi ég reyna að flytja
inn vöru frá landi sem enginn hefur
heyrt minnst á?“ Eftir því sem
íslenskar kvikmyndir ná til fleiri
áhorfenda, því jafnari verður staða
okkar á erlendum mörkuðum, miðað
við aðrar þjóðir.
í þættinum „Andlit íslands" (RUV
1988) átti umsjónarmaður viðtal við
Friðrik Pálsson, forstjóra Sölumið-
stöðvar Hraðfrystihúsanna og hafði
hann þetta um málið að segja:
F. P. „ ... Hvað snertir útflutning
á fiski eða öðrum slíkum vörum, þá
má segja að það eru óbein áhrif sem
hafa mikið gildi. Við finnum það jú
gjaman að fólk sem veit eitthvað um
Island horfír með öðrum augum á
það sem við erum að gera — fylgist
með markaðsmálum á íslenskum
fiski og öðrum vörum af miklu meiri
skilningi en þeir sem ekkert vita um
Island .. . Það sem skiptir máli þarna
er að ef við trúum því að óbein áhrif
hafí mikið gildi — sem ég held að
þau hafi — þá er það í gegnum sjón-
varpið, og ýmist þá með fréttum,
fréttatengdum þáttum eða kvik-
myndum. Ég held að það sé enginn
vafi.“
Það er ljóst að verðmæti land-
kynningar af íslenskum kvikmyndum
er mismikið eftir því hvenær viðkom-
andi myndir eru sýndar. Þannig
gæti íslensk kvikmynd, sem sýnd er
í sama mánuði og átak í markaðsmál-
um fyrir íslenskar vörur, gegnt lykil-
hlutverki (í samanburði við mynd
sem sýnd er á öðrum árstíma). Þó
fékkst það staðfest nýlega hjá fram-
Úr kvikmynd Þráins Bertelsson-
ar, „Magnús“.
kvæmdastjóra Álafoss í Þýskalandi,
Ásdísi Petersen, að „þættirnir um
Nonna og Manna hefðu haft greini-
leg áhrif í þá veru að skapa jákvætt
viðhorf gagnvart íslenskum ullarvör-
um. Það var mikið hringt og í mörg-
um tilfellum var beinlínis vitnað í
klæðaburð fólksins í myndinni." Þó
var ekkert sérstakt í gangi hjá Ála-
foss á þeim tíma.
Eins og áður sagði hafa íslenskir
útflytjendur ekki auglýst í erlendu
sjónvarpi vegna þess hve það er dýrt.
Aftur á móti eru íslenskar kvikmynd-
ir sýndar reglulega í sjónvarpi á
Vesturlöndum og ná þar með til
margfalt fleiri áhorfenda en nokkur
önnur landkynning. Sú velta sem
landkynning íslenskra kvikmynda
hefur (eða getur haft) áhrif á er um
kr. 90 milljarðar (gjaldeyristekjur
þjóðarinnar að ferðamannatekjum
frádregnum). Þar sem engar áreið-
anlegar tölur liggja fyrir um verð-
mæti slíkarar kynningar verður í
þessari greinargerð ekki tekið mið
af veltu útflutnings, heldur af aug-
lýsingakostnaði pr. áhorfenda og
áætlað að þáttur „óbeinna áhrifa"
(af íslenskum kvikmyndum) svari til
5-10% af „beinum auglýsingakostn-
aði“ í sjónvarpi (hér verður notast
við 5%).
Reikningsdæmi
Engin áreiðanleg reikningsaðferð
getur fært okkur í sönnur um endan-
legt verðmæti þeirrar landkynningar
sem íslenskar kvikmyndir hafa í för
með sér. Á hinn bóginn höfum við
nákvæmar upplýsingar um áhorf-
endatölur, aukningu á ferðamanna-
straumi milli ára, auglýsingakostnað,
gjaldeyristekjur o.fl. auk fjölmargra
vísbendinga frá aðilum í ferða-
mannaþjónustu og útflutningi. Hér á
eftir skal reynt að meta þennan þátt
í gjaldeyristekjum þjóðarinnar en öll-
um áætlunum þó stillt í hóf.
Gjaldeyristekjur af erlendum
ferðamönnum á árinu 1989 liggja
ekki fyrir á þessu stigi en miðað við
aukningu milli áranna ’87 og ’88,
verður þessi tala um 10 milljarðar
króna sem er um 10% af heildargjald-
eyristekjum þjóðarinnar. Hver ferða-
maður eyðir að meðaltali kr. 77 þús.
í íslandsferð. Erlendir ferðamenn á
árinu 1989 voru 130.503. Skv. þeim
forsendum sem gefnar eru hér að
framan er hlutur íslenskra kvik-
mynda 3,7% eða 370 milljónir króna.
Á síðasta áratug sáu að meðaltali
26 milljónir Vesturlandabúa íslensk-
ar kvikmyndir á ári. Eins og áður
sagði fer þessi tala vaxandi ár frá
ári og er áætluð meðalhorfun fyrir
árin 88^ ’89 og ’90 um 39 milljónir
á ári. Á hveiju þessara ára sjá því
um 39 millj. Vesturlandabúa 90 mín.
af lifandi myndum frá íslandi. Ef
þessi horfun færi fram í auglýs-
ingatíma, mundi hún kosta kr. 1200
millj. Ef áætlaður þáttur „óbeinna
áhrifa" samsvarar 'Ao af „beinum
auglýsingakostnaði", þá er hann um
kr. 60 milljónir.
Gjaldeyristekjur vegna „co-
próduksjóna" og erlendrar ‘kvik-
myndastarfsemi hér á landi var á
síðasta áratug um kr. 37 millj. á ári
að meðaltali. Þessi þáttur hefur færst
í vöxt á síðari árum, m.a. vegna
þess að íslenskir kvikmyndagerðar-
menn hafa tekið sér stærri verkefni
fyrir hendur. Áætlaðar meðaltekjur
af þessari starfsemi fyrir árin ’88,
’89 og ’90 er kr. 100 milljónir á ári.
Hér skal miðað við kr. 60 millj.
Áætlaðar tekjur vegna ferða-
manna: kr. 370 millj./ári.
Áætlaðar tekjur vegna útflutn-
ings; kr, .6,0 millj./ári.
Áætlaðar tekjur vegna „co-
pródúksjóna" og erlendrar kvik-
myndastarfsemi hér á landi: kr. 60
millj./ári.
Samtals kr. 490 milljónir á ári.
Kr. 490 milljónir er jafnhá upphæð
og lögð hefur verið samtals í Kvik-
myndasjóð íslands frá upphafi (eða
á 11 árum. Hlutfall 1:11). Ef tekið
er mið af því fé sem er í Kvikmynda-
sjóði í ár (70 millj.) þá er hlutfallið
1:7. Samkvæmt þessum áætlunum
eru því árlegar gjaldeyristekjur af
íslenskri kvikmyndagerð a.m.k. 7
sinnum meiri en framlag til Kvik-
myndasjóðs íslands.
Að lokum
Skrifum þessum er ekki ætlað að
færa sönnur á einhveija eina tölu
sem íslenskar kvikmyndir hafa skilað
í ríkissjóð. Með þeim er heldur ekki
verið að leggja mat á gæði þeirra
mynda sem gerðar hafa verið. Það
sem skiptir mestu máli eru möguleik-
amir sem íslensk kvikmyndagerð
býður upp á. Allir þeir sem stunda
ferðamannaþjónustu eða útflutning
vita að fyrir lítið land eins og ísland,
skiptir landkynning höfuðmáli.
Vegna smæðar landsins hafa Islend-
ingar aldrei átt efni á beinum auglýs-
ingum í erlendum fjölmiðlum (nema
að mjög takmörkuðu leyti). Þar til
fyrir nokkrum árum þurftu menn að
treysta á náttúruhamfarir og leið-
togafundi til þess að komast í erlent
sjónvarp. Nú, í fyrsta sinn, höfum
við greiðan aðgang að bestu horfun-
artímum erlendra sjónvarpsstöðva
með íslenskum kvikmyndum. Og það
sem meira er — við fáum borgað
fyrir það. Á síðasta áratug fengu
íslenskar kvikmyndir fleiri áhorfend-
ur (pr. mínútu) en allt annað sem
frá Islandi hefur komið, frá upphafí.
Án þess að unnið hafí verið að því
neitt sérstaklega, hafa íslenskar
kvikmyndir haft merkjanleg áhrif á
allar gjaldeyristekjur þjóðarinnar —
en á því lifum við. Það þarf ekki
mikið hugvit til að gera sér í hugar-
lund hve mikil áhrifín gætu orðið
með markvissri stefnu í þessum efn-
um.
I allri þessari umræðu má ekki
missa sjónar af aðalatriðinu: Við er-
um ekki að gera kvikmyndir til þess
að auka ferðamanna- og útflutnings-
tekjur, heldur af menningarlegum
ástæðum. Um það mikilvæga hlut-
verk íslenskra kvikmynda verður
aldrei skrifað nóg því það snýst í
raun um menningarlegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Sá þáttur verður ekki
metinn til fjár. Á hinn bóginn má
ekki heldur líta fram hjá því að þessi
iðja hefur ýmsar afleiðingar í för
með sér sem ekki endilega tengjast
menningarlegum verðmætum. Því
þegar grannt er skoðað er íslensk
kvikmyndagerð mjög líklega ein af
fáum arðbærum atvinnugreinum á
íslandi — þótt arðurinn sé ekki hjá
kvikmyndagerðarmönnum sjálfum.
Hbfíindurer
kvikmyndagerðarmaður.
Bestu bílakaup ársins 1987- Tímaritiö „FOUR WHEELER‘
Bestu bílakaup ársins 1988 - Tímaritiö „FOUR WHEELER'
Bestu bílakaup ársins 1989- TímaritiÖ „FOUR WHEELER ‘
Hver býður betur?
Verð frá kr.
1.648.000,J
Það er samdóma álit sérfræðinga „FOUR WHEELER", að hag-
kvæmustu og bestu kaupin í fjórhjóladrifnum jeppum er í ISUZU
TROOPER.
jjí Þetta kemur ekki á
óvart miðað við þá frá-
bæru dóma, sem
ISUZU TROOPER hefur hlotið hjá gagnrýnendum.
Þegar þú hefur kynnt þér allan þann búnað, rými og þægindi í
akstri, sem ISUZU TROOPER hefur uppá að bjóða fyrir þetta
verð, er auðvelt að sannfærast um, að ISUZU TROOPER ber
höfuð og herðar yfir keppinauta sína.
II
ISUZU
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKK A 9 SÍMI 687300
3 g>-
. --
*Stgr. verð án afh.kostnaðar.