Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 41 III. Reynt til þrautar í þriðja hluta formála Heiðajarla og í erindi höfundar á landsþinginu og ekki síst í þætti í sjónvarpi á Stöð 2 (þar sem enginn var til andsvara og Jónas gat leikið einleik) reynir Jónas að lítillækka og gera Búnaðar- félag íslands og það sem hann kallar „hrossaræktardeild" Búnaðarfélags- ins, og starfsmenn hennar tortryggi- lega. Með þessu er hann að reyna að fela og kenna öðrum um þær eyður og vankanta sem hann skynjar í sínu eigin verki, eins og berlega kemur fram ef vitnað er orðrétt í bók hans: „Eyðurnar stafa ekki af leti hans (höfundar) heldur upplýsin- gatregðu og upplýsingaótta í hrossa- ræktardeild Búnaðarfélagsins, sem virðist vera innhverf og hræðslugjörn deild." Það kom greinilega fram í umræð- unni á landsþinginu að hrossarækt- arráðunautar neituðu að hlaupa frá öðrum störfum eða í frítíma (K. Hugason var starfsm. BI aðeins hálft árið) til að safnaupplýsingum fyrir höfund, sem ekki gat beðið, því hann var „hræddur um að missa jólanam- mið sitt“. Búnaðarfélag Islands hefur frá upphafi haft framsýna og ötula ráðu- nauta í hrossarækt. Ég þori að full- yrða að báðir núverandi hrossarækt- arráðunautar BÍ njóta fulls trausts flestra hestamanna og hrossarækt- enda í landinu eins og berlega kom fram í umræðum um þessi mál á landsþinginu. Þorkell Bjarnason hefir af mikilli eljusemi stundað starf sitt með prýði í nálægt 3 áratugi, verið sjálfum sér samkvæmur í dómum og stefnu- mörkun, enda bera framfarirnar í hrossaræktinni best vitni um starf hans. B. Bókin sjálf. Eins og ég sagði í upphafi þessar- ar greinar, þá er bókin sjálf að ýmsu leyti nýstárleg og forvitnileg, og skemmtilega uppsett. Myndirnar eru þó nokkuð misjafnar og stundum vafasöm augiýsing fyrir suma stóð- hestana, einkum þegar birt er mynd af meri í stað stóðhests. Einnig finnst mér lítið samræmi í hvernig ættir hinna ýmsu stóðhesta eru raktar. Stundum er önnur ættin aðeins rakin einn ættlið aftur og til skýringar getið að hesturinn sé ættlaus. Trú- legt þætti mér að úr þessu hefði í mörgum tilfellum mátt bæta ef vilji hefði verið fyrir hendi og samband haft við eigendur. Það er þó tvennt við bókina sem mér finnst alveg ótækt, og þjóni engum tilgangi nema fullnægja hé- gómagirnd höfundar, sem er með þessu að reyna að slá sig til riddara í augum lesenda, sem einskonar umbótasinni og sérfræðingur á kyn- bótamálum og kynbótadómum. I. Ættbókarnúmer Jónasar Samkvæmt lögum er Búnaðarfé- lagi íslands falin yfirstjórn kynbóta- „Fleiri menn en Einar á Skörðugili bera mál á það að varast beri að gera hrossaræktina of einhæfa, bæði um hæfi- leika og lit, en á því sé hætta, eins og nú horfi. Ekki megi glata litafjöl- breytni íslenska hests- ins þannig að ræktuðu hrossin verði í síaukn- um mæli t.d. brún, jörp eða rauð.“ andinn vill sækja á brattann í hrossa- ræktinni. Hrossarækt okkar íslendinga á fyrst og fremst að vera almenningi til sem mestrar gleði og hagsældar. Hæstu verðlaun hrossanna eru vissu- lega eftirsóknarverð, en mjög hæpið að þau geti fallið nema tiltölulega fáum í skaut. Erindi Einars á Skörðugili er góð- ur umræðugrundvöllur um hrossabú- skap og hrossarækt og því hefur verið vakin athygli á því hér að fram- an. máia í hrossarækt m.a. að skrá hross í ættbók og úthluta ættbókarfærðum hrossum ættbókamúmerum. Með tilkomu tölvuskráningar, þótti hagkvæmt og nauðsynlegt að breyta þessu númerakerfi þannig að hægt væri jafnframt að nota það til skráningar allra folalda (fæðingar- númer) og sem grundvöll almennra frostmerkinga og upprunavottorða. Jónas tekur sér hinsvegar það bessaleyfi að gefa sumum stóðhest- unum í bókinni nýtt ættbókarnúmer í samræmi við gamla kerfið. Ég tel að Jónas hafí ekkert leyfí til að gefa þeim graðhestum nýtt númer, sem búnir voru að fá númer frá BÍ. Lág- marks kurteisi væri a.m.k. að bera slíkt undir eigendur hestanna og fá leyfi hjá þeim. Þetta hringl með ætt- bókarnúmer skapar rugling og mis- skilning, ekki síst hjá erlendum áhugamönnum um íslenska hrossa- rækt, og skapar tortryggni á kyn- bótastarfinu og þeim sem að því vinna. Þetta þjónar heldur ekki hags- munum hestamanna og hrossarækt- enda, sbr. ályktanir um þessi mál á LH-þinginu og á aðalfundi HH (Hagsmunafélag hrossabænda). Nýlega er búið að taka upp kenni- tölu hjá mannfólkinu í stað gömlu nafnnúmeranna. Ekki voru allir án- ægðir með þá breytingu. En hvernig myndi það koma út ef sumir einstakl- ingar og stofnanir þráuðust við og héldu áfram að nota og úthluta nafn- númerum eftir gamla kerfínu? II. Nýjar nafngiftir á dómsatriðum Hægra megin á hverri opnu bókar- innar, neðan við mynd hvers hests, er súlurit yfir einkunnir hans með tölustöfum við enda súlnanna og nöfnum á dómsatriðum. Þetta er skýr og ágæt uppsetning ef dómsat- riðin væru nefnd sínum réttu nöfn- um, en svo er nú aldeilis ekki. Jónas vill enn sýna þekkingu sína og færni og skýra allt upp á nýtt. Hann nefn- ir fyrsta dómsatriðið réttilega „höf- uð“ það næsta, „háls herðar og bóg- ar“, kallar hann framhluta og þriðja dómsatriðið „bak og lend“, kallar hann afturhluta. Ég hef hingað til vanist því að framhluti hests hafi bæði höfuð og fætur, og að aftur- hlutinn sé einnig með fætur, án þess væri trúlega lítjð í gæðinginn varið. Jónas virðist hafa ruglað saman kynbótadómum og mati á hrossa- kjöti í sláturhúsi, því þar er skrokkn- um einmitt skipt í tvennt, framhluta og afturhluta, og búið að skera af bæði haus og fætur. Fjórða dómsat- riðið, „samræmi“, kallar hann sínu rétta nafni, en það fimmta, „fóta- gerð“, kallar hann „fætur“, sem er mjög villandi því það myndi þá fela í sér öll dómsatriðin þijú, þ.e. fóta- gerð, réttleika og hófa. Sjötta dóms- atriðið, „réttleika", kallar hann „rétt- stöðu“, þótt það sé alltaf dæmt þeg- ar hesturinn er á hreyfingu, en ekki kyrrstöðu. Síðasta dómsatriðið, „hóf- ar“, fær að halda sínu rétta nafni. Þessi nafngiftabrengl á dómsatrið- um eru til þess eins fallin að valda ruglingi og misskilningi og torveida mönnum að skilja hvað í dóminum felst. Það er skoðun mín að með dylgjum og stóryrðum í formáia bókarinnar og ofanrituðu hringli með númera- færslur og nafngiftir hefðbundinna dómsatriða hafi höfundi tekist að stórspilla annars eigulegri og fallegri bók. Það er ekki vænlegt til árangurs að ætla að uppheíja og auglýsa sjálf- an sig með rakalausum dylgjum og níði um aðra og það sem áður er gert. Það ber aðeins vott um hroka, vanþekkingu eða minnimáttarkennd. Hvanneyri á þorradag 1990 Höfundur er kennari í hrossarækt við Bændaskólann & Hvanneyri. Viðhjá Jöfurhf. rýmum nútil fyrir nýrri árgerð. Þar þessa vjku leggjum VÍð átierslu 3 sem við eigum enn örfáa bila afárgerð 1989 hofum við ákveðið að bjóða valda bfla á stórlækkuðu verði. Peugeot fjölskylduna Framúrskarandi bílar sem sópað hafa að sér verð- launum fyrir frábæra hönnun og aksturseiginleika. Peugeot 205 hefur t.d. verið kosinn „Besti bíll í heimi" síðastliðin 5 ár af „Auto Motor und Sport". Peugeot405 Peugeot 309 Ath. fleiri tegundir en þessar fimm eru í boði. Vetrartilboð Kr. 744.300 Kr. 869.500 Kr. 1.084.900 Kr. 1.194.600 Kr. 1.399.700 Afsláttur 163.600 181.100 175.200 189.400 207.000 Peugeot205XS......... Peugeot309GR......... Peugeot 405 GR1900... Peugeot405GRStation ... Peugeot 505 GRI, 8 manna Við erum að sjálfsögðu reiðubúnir tilað taka þinn bíl sem greioslu upp í þann nýja og getum lánað þér mismuninn í allt að 30 mánuði. JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2, KÓPAVOGI, SÍMI (91)42600 Höfundur er fyrrverandi bóndi og ritnri í stjórn Félugs hrossabænda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.