Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 -A-uj u..-. ■ ■ u-i—r. —: ......... » ■ ■ r-i-r- Minning: Guðni Þórðarson fv. verkstjóri Guðni Þórðarson fyrrv. verkstjóri hjá Síldarbræðslunni á Dagverðar- eyri er nýlátinn á tíræðisaldri. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju í dag, þriðjudag 6. febrúar. Honum er búið leg í Akureyrar- kirkjugarði við hlið konu sinnar, Sigríðar Einarsdóttur, sem lést 1977. Sigríður og Guðni voru lengst af bundin Dagverðareyrarverk- smiðjunni og höfðu þar um tíma sitt annað heimili eins og vinnu Guðna var háttað, en annars áttu þau hús á Hamarsstíg 1 á Akur- eyri, bjuggu þar samfleytt í 43 ár. Guðni Þórðarson verður vinum sínum minnisstæður fyrir margt, en kunnastur var hann samferðamönn- um sem verkstjóri hjá síldarverk- smiðjunni á Dagverðareyri áður en sú starfsemi hófst þar, sem Guðni tengdist og var svo lengi við bund- inn. En þegar rætt er um blóma- skeið síldarvinnslu í Dagverðar- eyrarvík er það sá tími sem Guðni starfaði þar. Þetta er ekki ýkja lang- ur tími í athafnasögu Eyjafjarðar, en merkur eigi að síður, tengdur duttlungum síldarinnar, þeim von- um og vonbrigðum, auðsöfnunartrú og gjaldþrotauppgjörum sem „síldarævintýrin" eru talin einkenn- ast af. Eins og hagsöguskilningur er um þessar mundir má allt eins búast við því að sagan eigi eftir að beija það inn í höfuð næstu kyn- slóða á sinn kaldhæðna hátt, að íslenskir bjargræðisvegir framan af öldinni og fram eftir hafi verið lítið annað en að steypa stömpum og séu síldarárin með sína mörgu íslands- bersa dæmið um það. Þótt á ýmsu gengi í síldveiðum og síldarvinnslu fyrr og síðar væri það samt harður dómur að sjá árangur þessara at- vinnugreina í skammlífí þeirra einu saman og lokauppgjörum einstakra fýrirtækja þegar síldarævintýrum lauk. Mun hitt sönnu nær að „síldar- ævintýrin" skildu mikið eftir sig í varanlegum verðmætum, þau voru eitt af hreyfíöflum íslensks at- hafnalífs og almennra framfara á ýmsum sviðum. Ef þjóðin hefði ekki íagt út í síldarævintýrin, ef hún hefði látið þau fara fram hjá sér, gat slíkt ekki borið vitni um annað en framtaksleysi og deyfð til úrræða í atvinnumálum. Það varð hlutskipti Guðna Þórð- arsonar að starfa lengi við síldarút- veginn. Hann vann að því að endur- reisa síldarbræðsluna á Dagverðar- eyri árið 1934 sem aðalverkstjóri þá þegar. Þeirri stöðu hélt hann við vaxandi trúnað verksmiðjueigenda alla þá tíð sem verksmiðjan starf- aði. Fyrir veru sína og verkstjórn á Dagverðareyri varð Guðni þekktur maður um Eyjafjörð og meðal margra síldarsjómanna, enda lét hann sín að góðu getið í hvívetna. Hann var kunnur maður undir nafn- inu „Guðni á Dagverðareyri". Vel mátti hann una þeirri nafngift, svo tengdur var hann staðnum meðan sú tíð stóð. Guðni Þórðarson var Austur- Skaftfellingur, fæddur á Brunnhóli á Mýrum þar í sýslu 13. ágúst 1896. Þar höfðu foreldrar hans, Þórður Guðmundsson og Auðbjörg Guð- mundsdóttir, búið lengi og eignast 13 böm, misst mörg þeirra svo að aðeins fimm náðu fullorðinsaldri, að því er ég best veit. Guðni var yngstur systkinanna. Fjölskyldan fluttist að Eskey í sömu sveit þegar hann var þriggja ára og þar ólst hann upp til 12 ára aldurs, þegar foreldrar hans settust að á Höfn í Homafirði. Þar var þá kominn vísir að þorpi kringum verslun Tulinius- arbræðra, sem Þórhallur Daníelsson eignaðist um þessar mundir og hafði áður verið þar verslunarstjóri. Guðni fór snemma að vinna hjá Þórhalli þótt ungur væri. Hann var heimilis- maður kaupmannshjónanna nokkur ár og féll vistin vel. Bar Guðni mik- ið lof á Þórhall og taldi sig eiga honum margt upp að inna vegna góðs atlætis og aðstöðu til gagnlegr- ar verkmenntunar og þroska sem hann naut í hans skjóli á unglingsá- rum sínum. Um skólagöngu var ekki að ræða hjá Guðna, aðeins heimanám í lestri og skrift auk venjulegrar fermingar- fræðslu. Hjá Þórhalli lærði hann að skrifa fyrir alvöru með því að hafa gamlar verslunarbækur Pap- óshöndlunar sem fyrirmynd. Þar fann hann forskrift sem hann lag- aði stafagerð sína eftir og varð lista- skrifari eins og allir vissu sem þekktu Guðna. Hann var vel að sér í stafsetningu án þess að hafa nokkru sinni fengið leiðsögn í þeirri grein svo neiriu næmi. Einn vetrar- part á þessum árum var honum sagt til í reikningi og dönsku hjá heimiliskennara á læknissetrinu í Búlandsnesi við Berufjörð. Af því varð hann fullfær reikningsmaður og virtist fá svo góða undirstöðu í dönsku að eftir stutta viðdvöl sem skipverji á dönsku kaupskipi gerðist hann ágætur dönskumaður og þó kannske betri í norsku þegar hann fór að tileinka sér það mál af sér- stakri nauðsyn. Það átti fyrir Guðna að liggja að vinna mikið með Norð- mönnum, ekki síst á Austfjörðum, þar sem lengi eimdi eftir af norskum athöfnum og áhrifum, — reyndar allt til góðs, ef menn halda að svo hafi ekki verið. Það voru kynni við norska at- hafnamenn sem áttu, að ég held, mestan hlut að því að Guðni Þórðar- son fluttist til Eyjafjarðar eftir nokkuð fjölskrúðugan atvinnuferil á sjó og landi heima á Homafírði, Eskifírði og Norðfírði og loks Siglu- fírði. Einn þeirra merku Norðmanna sem settust að á íslandi á fyrri hluta aldarinnar var Joachim Jentoft Ind- björ. Indbjör lagði það fyrir sig fyrst og fremst að stjóma fískimjöls- og síldarverksmiðjum og átti sinn þátt í að kenna íslendingum til verka á því sviði. Þeir Guðni vom gagnkunn- ugir frá Norðfjarðarárum beggja. Þegar Indbjör varð framkvæmda- stjóri síldarverksmiðjunnar á Dag- verðareyri valdi hann Guðna sem aðalverkstjóra og aðstoðarmann sinn. Samstarf þeirra Indbjörs stóð lengi. Verksmiðjulífið við Dagverð- arvík einkenndist af því samstarfi og þeirri samheldni sem var með þeim mönnum, sem mynduðu kjam- ann í starfsliði verksmiðjunnar, Braga Eiríkssyni, Jóni Einarssyni og Sveinmari Jónssyni og öðmm sem þar unnu lengi og samfellt. Kynni mín af Guðna Þórðarsyni vom mjög persónuleg. Hvorki vom þau bundin frændsemi né hags- munatengslum. Atvikin höguðu því svo að ég bast vináttu við fjölskyld- una á Hamarsstíg 1, þegar ég fór að stunda nám á Akureyri ungling- ur og átti langt að sækja. Vorið sem ég las undir fyrsta bekkjarpróf í MA var mér komið fyrir á því góða heimili. Kynnin vom þó eldri, því að Sigríður og Guðni vora um skeið nágrannar míns fólks á Norðfírði og við Aðalsteinn Guðnason vomm leikbræður í bemsku. Fyrstu þrenn Akureyraijól mín, áður en foreldrar mínir settust þar að síðar, var ég eins og heimilismaður þeirra Siggu og Guðna. Ekki var um það að ræða að æða austur á Firði í jóla- leyfum. Samgöngur leyfðu það ekki. Heimilið á Hamarsstíg 1 var til mikillar fyrirmyndar. Fjölskyldan var að vísu ekki stór og þurfti ekki stór húsakynni. Rýmið í þessu húsi var þá ekki mikið í metmm talið en það virtist alltaf vera nóg, þótt þama væri mikill gestagangur, því að margur Austfírðingurinn var nætursakir í þessu húsi, man ég, og jafnvel vom þar fastir leigjendur í ekki stærra plássi. En á Ham- arsstíg var sérstök heimilismenning og m.a. slíkt jafnvægi í nýtingu húsrýmis að það verður mér alltaf minnisstætt. Garðurinn kringum húsið var í höndum Sigríðar hin mesta bæjarprýði vegna vöxtulegs tijágróðurs og vel hirtra blómareita. Á því heimili varð eins mikið úr litl- um efnum og frekast er unnt, allt með dugnaði og útsjónarsemi. Hvað það snerti vom Sigríður Einars- dóttir og Guðni Þórðarson samvalin. Þau „hirtu vel um sinn garð“, hvör- fluðu ekki frá því sem næst þeim stóð. Hjá þeim var fyrirheitna landið heimaslóðin. Þótt Guðni yrði fjörgamall og hyrfí ungur úr átthögum sínum á Homafírði og yndi hvergi betur en við Eyjafjörð, sé ég hann alltaf fyr- ir mér sem „Homfirðing" af þeirri gerð sem mér er tamast að trúa að sé raunvemleg, þótt nokkuð sé sú mynd einfölduð eins og önnur norm og staðlar. „Homfirðingur" er ekki gefinn fyrir að halda sér fram með áberandi hætti, en með kusteisis- legri ýtni kemst hann gjaman fram úr öðmm. „Hornfírðingur" gerir sjaldan of mikið úr viti sínu og hæfileikum, en hefur lúmskt gaman af því að koma náunganum á óvart með því að vita ýmislegt betur en aðrir. „Homfirðingur" er húmoristi af þeirri gerð sem ekki er talin sér- staklega „íslensk". Hann snýr fyndninni að sjálfum sér og ef hann víkur henni að öðmm, þá gerir hann það á „fyndinn“ hátt en ekki með grófyrðum. En upp úr öllu stendur gamla homfírska tungutakið, þessi orðgnótt sérstæðrar mállýsku sem hæfír svo vel frásagnargleði Hom- fírðinga, þegar þeir taka sig til að segja sögur og fara með vísur. Ollu þessu kynntist ég meira og minna í fari Guðna Þórðarsonar. Hann var fastmótaður maður af ætt og erfðum, uppvexti sínum. Hann vildi ekki láta á sig ganga og var vís til að snúast hart við áleitni ef svo bar undir. Til þess kom þó sjaldan því að allt hans far var agað af hófsemi og hæversku sem margir kalla skaftfellskt einkenni og er það að vissu marki. Stjórn Guðna á fólki fannst mér mild og góðmannleg það litla sem ég kynnt- ist af eigin reynd. Guðni Þórðarson rakti æviferil sinn í skemmtilegu viðtali við Erling Davíðsson ritstjóra, og er það birt í ritröðinni Aldnir hafa orðið 6. bindi útg. 1977. í þessu viðtali birt- ist Guðni ljóslifandi eins og hann kom vinum sínum fyrir sjónir: greindur og fróður, athugull og kíminn, en umfram allt ráðdeildar- samur maður, sem allir hlutu að treysta. Guðni fluttist frá Akureyri eftir lát konu sinnar fyrir 13 ámm og settist að hjá einkasyni sínum, Aðal- steini Guðnasyni loftskeytamanni og konu hans Inger Stiholt, Fögm- brekku 22 í Kópavógi. Þar átti hann sitt ævikvöld og lifði við góða heilsu þar til fyrir nokkmm mánuðum að hann vistaðist á dvalarheimili til þess að fá notið fullkominnar elli- hjúkmnar, eftir að aldurinn fór að segja nokkuð til sín. Hann andaðist 28. janúar sl. á nítugasta og fjórða aldursári. Ég hef æma ástæðu til að þakka Guðna langa og góða viðkynningu við hann og þau hjón bæði, sem þau létu fjölskyldu mina njóta meðan við vomm samvistum á Akureyri. Aðalsteini og Inger og bömum þeirra sendum við hugheilar samúð- arkveðjur. Ingvar Gíslason Oddur Olafsson fv. yfírlæknir - Kveðja Oddur læknir Ólafsson er látinn. Svo mjög kom hann við sögu í mínu lífí, að mér er bæði ljúft og skylt að flytja fáein þakklætis- og kveðju- orð, nú þegar hann er allur. Fyrsti hitti ég hann á Vífilsstöð- um. Þangað varð ég að fara í júlí 1944, tvítugur að aldri með berkla í lungum. Eg þurfti hins vegar að flýta mér að láta mér batna, því að ég ætlaði í sjötta bekk Menntaskól- ans í Reykjavík um haustið. Loft- bijóstaðgerðir, sem reyndar vom á mér, dugðu ekki vegna samgróninga í brjóstholi og virtist ætla að verða bið á því að ég losnaði af hælinu. Um haustið kom Oddur að máli við mig og sagði, að á læknafundi hefði verið ákveðið að reyna að eyða þess- ,um samgróningum með svokallaðari „brennslu". Oddur Ólafsson og Ólaf- ur Geirsson framkvæmdu saman þessa aðgerð og sama dag „brenndu" þeir einnig Jón heitinn frá Ljárskógum. Aðgerðin var gerð að okkur vakandi og meðan á henni stóð vomm við allir að tala saman um heima og geima. Því miður kom aðgerðin ekki að haldi hjá Joni og hann dó skömmu síðar, en „brennsl- an“ heppnaðist hjá mér og eftir hana komu loftbijóstaðgerðirnar að gagni, mér batnaði ört og ég útskrif- aðist um miðjan vetur, náði að ljúka sjötta bekk og fara í háskólann um haustið 1945. Á þessum árum, þegar berkla- veikin tók árlega stóran toll meðal ungs fólks, var þessi framvinda mála sem ég hef nú lýst, ævintýri líkust fyrir mig, og ekki einasta taldi ég Odd velgjörðarmann minn heldur beinlínis lífgjafa. Næst hitti ég hann á Reykja- lundi. Þangað réðst Oddur sem yfír- læknir og framkvæmdastjóri 1. jan- úar 1945. Ég var með fyrstu vist- mönnum á Reykjalundi í febrúar 1945, þegar ég útskrifaðist af hæl- inu. Vinnuheimilið að Reykjalundi var brúarsporður fyrir þá berkla- sjúklinga sem vom á batavegi en höfðu ekki vinnuþrek til að geta séð fyrir sér á vinnumarkaði, sem krafð- ist fullra afkasta. Auk þess var vinnuheimilið bakhjarl og skjól fyrir sjúklinga á batavegi til að safna andlegum og líkamlegum kröftum eftir áþján berklaveikinnar, áður en ætlandi var að fleygja sér út í lífsbaráttuna, sem beið utan hælis- ins, en hún var bæði hörð og grimm á þessum tímum. Oddi var því í upphafi falið mikið hlutverk sem yfírlækni og sem framkvæmdastjóra; að móta fyrstu sporin og gerast ábyrgur fyrir því að þessi stórkostlega tilraun, sem vinnuheimilið var, tækist og gerði það gagn sem vonir stóðu til. Með fádæma dugnaði og ósérhlífni tókst Oddi með ágætum samverkamönn- um að leiða þetta hugsjónamál berklasjúklinga til sigurs og árang- urs, svo sem alþjóð veit. Fáeinar vikur á Reykjalundi var furðulegur reynslutími sem átti mik- inn þátt í að móta lífsskoðanir mínar og félagslega afstöðu. Oddur ræddi við okkur vistmennina um þá hug- mynd, sem að baki vinnuheimilinu lá, útskýrði inntak hennar og til- gang. Lágmarksvinnuþrek varð maður að hafa til að geta orðið vist- maður að Reykjalundi og það átti að haldast í hendur við mat á ástandi sjúklings við útskrift frá hælinu. Þetta lágmark var, að mig minnir, 3 vinnustundir. Afrakstur þeirrar vinnu gekk til heimilisins og fyrir hana fékk vistmaðurinn ekkert kaup! Fyrir þessar þijár vinnustund- ir fengu vistmenn hins vegar húsa- skjól, mat og læknishjálp. Þessum fmmþörfum var fullnægt með þriggja stunda vinnu. Vistmaðurinn var undir stöðugu eftirliti læknis, og ef allt gekk vel var bætt við hann vinnustundum, einni af ann- arri, uns þær vom orðnar sex í allt. Fyrir þær vinnustundir, sem unnar vom umfram lágmarkið, 3 stundir, fengu vistmenn kaup með hliðsjón af Iðjutaxta. Þarna á Reykjalundi var í hnotskum farið eftir hinni gullnu reglu í smækkaðri mynd: „Þú leggur af mörkum það sem þú getur en berð úr býtum það sem þú þarft.“ Vistheimilið að Reykjalundi var heimur út af fyrir sig, sem að sjálf- sögðu byggðist ekki nema að hluta til á eigin afkasta- eða atvinnu- stigi, heldur var borinn uppi af stuðningi og velvilja samfélagsins í heild. Samhygð þeirra, sem þama vom og virðing þeirra fyrir ætlunar- verkinu, var mikil. í huganum líkti ég þessu samfélagi vistmannanna á Reykjalundi oft við söfnuði fmm- kristninnar, eða eins og segir í helgri bók: „ ... enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt... því að eigi var neinn þurfandi meðal þeirra .. . og sérhveijum var úthlut- að eftir því sem hann hafði þörf til...“ Síðast hitti ég Odd í Bmnabótafé- laginu. Þegar ég kom þangað árið 1981, var Oddur þar líka. Hann var í fulltrúaráði Bmnabótafélagsins frá upphafí (1955) til dauðadags. Hann var eiiilægur BÍ-maður, þekkti vel sögu félagsins og kunni góð skil á samfélagslegu hlutverki Bmnabóta- félagsins. í öllu starfí sínu fyrir fé- Iagið var hann dugandi sem á öðram vígstöðvum. Á fulltrúaráðsfundum var hann tillögugóður, einkar ráð- hollur og traustur í einu og öllu. Mér er minnisstæðast samstarf okk- ar á fulltrúaráðsfundunum á ísafirði 1983, þegar átti að kjósa stjórn fé- lagsins. Oddur hafði sterka pólitíska sannfæringu og við vomm á sitt hvomm kanti stjómmálanna, en hann studdi með ráðum og dáð þá viðleitni mína, að hver stjórnmála- flokkur hefði sinn fulltrúa í fomstu- sveit félagsins, óháð styrk flokk- anna á fulltrúaráðsfundinum. Þá ætti félagið greiðan aðgang að öll- um þingflokkunum ef með þyrfti. Hins vegar skipti pólitík engu máli í starfí félagsins og það gerði hann sér góða grein fyrir. Fyrir hönd Bmnabótafélags ís- lands færi ég honum hinar bestu þakkir fyrir farsæl störf í þágu fé- lagsins allan þann tíma sem hann sinnti málefnum þess. Oddur var hæglátur maður og dagfarsprúður, einlægur og sannur. Hann var mikill málafylgjumaður og kom ótrúlega miklu fram af ætlunarverkum sínum, þótt ekki færi hann með hávaða eða fyrir- gangi. Eiginkonu Odds, Ragnheiður Jó- hannesdóttur, er kveðinn þungur harmur við fráfall hans, svo og böm- um og barnabörnum og votta ég þeim öllum mína dýpstu samúð. Ingi R. Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.