Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 fclk í (éi fréttum IlXJIE Bm ÞYNGD Ótímabær megrun Fergie ógnar heilsu ófædds barns hennar Allt er nú á suðupunkti innan bresku kóngafjölskyldunnar vegna þess að Fergie, hertogaynjan af Jórvík, stundar hörkumegrun þrátt fyrir að vera komin á áttunda mánuð á leið. Óttast hennar nánustu nú um líf og heilsu hins ófædda bams, en Fergie, sem hefur löngum farið eigin leiðir, gefur sig hvergi og etur nær eingöngu grænmeti og ávexti sem hún skolar niður með vatni. Húner rúmlega 15 kílóum léttari en á sama stigi fyrri meðgöngu sinnarog léttari nú en hún var rétt áður en hún varð ófrísk í síðara skiptið. Læknar krúnunnar hafavarað Fergie við hættum þeim er stafa af vannæringu á meðgöngu, hún kunni að þola slíkt ein og sér einhvem tíma, en fóstur þurfi sitt og engar refjar. Er haft fyrir satt að ef menn vissu ekki að hún væri ólétt, væri engin leið að átta sig á því. Þetta megrunarfár Fergie er sagt stafa af samkeppni við Díönu COSPER pnnsessu, sem er tágrönn, raunarvarhún svo grönn um tíma að menn óttuðust að hún væri haldin hinum alvarlega sjúkdómi „anorexia", þegar fólk hættir alveg að borða. Oft leiðir sjúkdómur þessi til dauða. Fergie hefur verið legið á hálsi fyrir að hugsa ekki um útlit sitt„ hún sé feit og álappaleg. Þessa áfellisdóma þolir hún ekki lengur og herma fregnir að henni fínnist það vera styrkleikavott- ur að geta grennst svo mjögþrátt fyrir að vera með bami. COSPER Helgi Bjömsson dreifir Hitt blaðinu til viðstaddra. TONATEITI Hitt blaðið heldur tónleika Unglingablaðið Hitt blaðið hélt tónleika í Glym um miðjan janúar, þar sem saman voru komnar allar þær hljómsveitir sem fjallað-var um í fyrsta tölublaði blaðsins, sem kom út skömmu fyrir síðustu jól, utan ein. Á tónleikunum komu fram Ber að ofan, Pandóra, Sérsveitin og Síðan skein sól, en meðlimir Ný danskrar sáu sér ekki fært að mæta. Til stendur þó að sú sveit komi fram á næstu tónleikum blaðsins, en þeir eiga að verða mánaðarlegur viðburður í takt við útgáfu þess. Til viðbótar við ofangreindar hljómsveitir kom svo fram Hitt- bandið, sem búið var til á staðnum, en hana skipuðu ýmsir tónlistarmenn úr framantöldum hljómsveitum auk starfsmanna Hitt blaðsins. TONLIST Skrítin foi'gangsröð ... Bandaiíski leikarinu Fred Dryer, sem leikur hörkulólið og löggima Hunler í samiieliidnin sjónvarps|iállmn. fór að hliiluinun frá öfugum euda fyrir nokkru. Dryer, sem kallaður liefur verið arllaki ('liuls Faslwoods. lékk þá flugu í höfuðið að inurélla flennislórl herbergi í luisi sínu með saina luelti og hestu lónleikasalir með lillili lil hljómhurð- ar. 1>\í mest keypli liann eina sex margramanna plusssófa og síðasl en ekki sisl dýruslu og sherslu gerð af flygli. Þarna skyldi njólii unaðslegra lóna! Eiui gallinn var hara sá. að Dryer kanu ekkerl á píanó og hefur aldrei þóll nnisíkalskur. Lngu að síður aðlar liaiiu að fara í líma jieg- ar fieri gefsl. en hvenier það verður veit uú enginn, vaudi er iuii slíkl að spá o.s.frv. Fergie komin sjö mánuði á leið í fyrra og síðara skiptið. Munurinn er augljós og sláandi. Fred Dryer Ég held að hann vgji fá fimm pylsur, þessi. MOLDRIK, EINHLEYP, ORLAT OG FALLEG Bandarískir fréttamenn plataðir upp úr skónum Alan Abel, heitir Bandaríkjamað- ur einn, sem hefur sérhæft sig í því að gabba fjölmiðla og fá þá til að birta ótrúlegustu fréttir. í síðasta mánuði birtu fjölmiðlar í New York frétt þess efnis að ein- hleyp og hreint bráðhugguleg ung kona hefði unnið 35 milljónir Bandaríkjadala (rúma tvo milljarða ísl. kr) í lottói og vöktu þessi tíðindi eðlilega mikla athygli. Þessa frétt bjó Alan Abel til og neyddust rit- stjórar nokkurra dagblaða til að viðurkenna að þeir hefðu gengið í vatnið. Alan Abel, sem er fimmtugur, hefur að sönnu all sérstæða kímni- gáfu. Árið 1980 tókst honum og 12 vitorðsmönnum hans að fá stór- blaðið The New York Times, eitt virtasta dagblað í heimi, til að birta minningargreinar sem Abel hafði skrifað um sjálfan sig. Árið 1982 kom hann fram í sjónvárpi í New York og kvaðst vera fulltrúi sam- takanna „Fómarlömb Ameríku". Sex árum síðar skýrðu breska út- varpið BBC og nokkur bandarísk dagblöð frá því að stofnaður hefði verið skóli fyrir betlara, „Betlara- skóli Ómars“. Abel lék sjálfur for- stöðumanninn, Ómar. Abel hefur að þó að líkindum sjaldan tekist jafn vel upp og er hann hóf herferð fyrir því að hús- dýr væm klædd fötum. Fjölmargar fréttastofur tóku manninn alvar- lega og kynntu þetta merka bar- áttumál. Eitt helsta slagorð her- ferðarinnar var „Nakið hross er hrakið hross“ og lagði Abel til að þau væm klædd stuttbuxum. Nýjasta gabb Abels heppnaðist sérlega vel. Vinningshafinn í lottó- inu átti að vera öldungis fullkomin manneskja, heiðarleg, örlát, moldrík og falleg. Konan sem sögð var heita Charlie Taylor fleygði peningaseðlum út um gluggann á hótelherbergi sínu í New York og sagði blaðamönnum að hún hygðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.