Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 56
Bílaborg hf;
Synjað um
framlengda
greiðslu-
stöðvun
SKIPTARÉTTUR Reykjavíkur
hefur synjað Bílaborg hf. um
framlengingu á greiðslustöðv-
un.
Tveggja mánaða greiðslu-
stöðvun félagsins rann út á
sunnudag. Á föstudag óskuðu
forsvarsmenn Bílaborgar eftir
framlengdum greiðslustöðvun-
artíma. Borgarfógeti hafnaði
beiðninni með úrskurði uppkveðn-
um á sunnudag.
Að sögn Kristins Breiðfjörð,
stjórnarformanns Bílaborgar,
leita forsvarsmenn fyrirtækisins
nú leiða til að fínna lausn á mál-
um þess. Hann sagði að í því
sambandi væru í gangi tilraunir
til að selja húseign fyrirtæksins
við Fossháls og að fá inn aðila
með nýtt rekstrarfé. Kristinn
sagði að stefnt væri að því að
finna endanlega niðurstöðu á
næstu vikum.
Morgunblaðið/Grímur Bjarnason
Havel sér „Endurbyggingn “ ífyrsta sinn
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, kemur til ís-
lands laugardaginn 17. febrúar næstkomandi og
verður viðstaddur sérstaka hátíðarsýningu á verki
sínu Endurbyggingu sama kvöld. Þetta er í fyrsta
skipti sem Havel sér þetta verk sitt á sviði, en það
hefur aðeins einu sinni verið sýnt áður, í Ziirich í
september í haust. Verkið verður frumsýnt 16. febrú-
ar og var myndin tekin á æfingu nýlega. Frá vinstri
eru Erlingur Gíslason, Helga Jónsdóttir, María Ell-
ingsen bakvið Sigurð Sigurjónsson, Jón S. Gunnars-
son, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Þór Tulinius.
Havel fer héðan daginn eftir til Kanada.
Andri enn
við festar
NU ER búizt við því að ákvörðun
um framvindu mála útgerðar
Andra BA liggi fyrir næstu daga.
Skipið liggur enn við festar á
ytri höfninni við Dutch Harbour á
Aleuta-eyjum í Alaska. Sævar
Björnsson skipstjóri segir mann-
skapinn taka þessu með mikilli ró,
enda fái menn greidd laun og allt
gert fyrir þá, sem beðið sé um.
Sævar sagði, í samtali við Morg-
unblaðið, að mikið væri af alls kon-
ar kolategundum þarna. Vinnslu-
leyfið væri komið og nú væri bara
að bíða framhaldsins.
Aldrei fleiri
án atvinnu
á Akureyri
ATVINNULEYSI er meira nú en
nokkru sinni áður hefur verið
skráð á Akureyri.
Þar var 331 skráður atvinnulaus
um síðustu mánaðamót. Fyrstu tvo
daga febrúarmánaðar komu 32 til
nýskráningar og eru þar því 363
án atvinnu.
Sjá Akureyrarsíðu á bls. 34.
Ný lyfta fyrir börnin
Ný skíðalyfta var tekin í notkun í Hlíðarfjalli síðastliðinn laugar-
dag og er hún einkum ætluð börnum og byrjendum. Góð að-
sókn var að skíðasvæðinu alla helgina og í gær var þar um að
litast eins og á sunnudegi. Hér er ungur Akureyringur að leggja
á brattann og þá er betra að njóta stuðnings fyrstu skiptin.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Alumax formlegur
aðili að álviðræðum
ALUMAX, bandaríska álfyrirtækið hefur formlega þegið að ger-
ast aðili að viðræðum hollenska fyrirtækisins Hoogovens, sænska
fyrirtækisins Granges og íslenskra stjórnvalda um byggingu nýs
álvers á íslandi. Fyrsti formlegi samningafundur aðila hefur verið
ákveðinn í Amsterdam nú á fimmtudag, þann 8. febrúar.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að Hoogovens, Gráng-
es og fulltrúar ráðuneytisins hefðu
í síðustu viku ritað Álumax bréf
og boðið fulltrúum þess til form-
legra viðræðna. Fyrirtækið hefði
svarað bréfínu jákvætt, „og því
hefur formlegur samningavið-
ræðufundur með þessum aðilum
verið ákveðinn í Amsterdam nú á
fimmtudag,“ sagði ráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagðist telja að undirbúningur að
þessum viðræðum hefði gengið vel
og í síðustu viku hefðu ýmis atriði
varðandi laga- og skattamál verið
rædd og þau skýrst.
Alumax hefur sýnt áhuga á ál-
veri á íslandi frá miðju árinu 1988,
en fulltrúar fyrirtækisins áttu
fyrst formlegar viðræður við
íslensk stjórnvöld í byijun janúar
á þessu ári. Alumax hefur höfuð-
stöðvar í Atlanta í Bandaríkjunum
en er með úrvinnslufyrirtæki í
Bretlandi, Hollandi, Frakklandi og
Þýskalandi. Fyrirtækið framleiðir
nálega eina milljón tonna af áli
árlega.
Fiskverð enn óákveðið:
Deilt um bónus við
löndun í heimahöfíi
síðdegis hafði nýr fundir ekki ver-
ið boðaður. Talið er að ákveðnar
verði beinar hækkanir á fiskverði
þær sömu og samizt hefur um í
almennum kjarasamningum. Um
það mun ekki ágreiningur innan
ráðsins. Heimalöndunarbónusinn
hefur hins vegar sett strik í reikn-
inginn. Tekjur útgerða og sjó-
manna, sem búa við það að megn-
inu af afla þeirra eða öllu sé land-
að beint til vinnslu, eru mun lægri
en hinna, sem sigla og landa á
fiskmörkuðunum innanlands.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fískimannasam-
bands íslands, segir enga lausn í
sjónmáli. Hann telur að málið verði
að leysa innan Verðlagsráðsins
sjálfs. Verði því vísað til yfirnefnd-
ar, sé enginn vafi á því að odda-
maður ákveði verð með kaupend-
um. Fulltrúar sjómanna hafi þar
ekkert að gera og taki ekki þátt
í þeim leik. Með þeim hætti verði
því ekki tekið á vandanum, sem
felist í misjöfnum tekjum sjó-
manna. Sá vandi færist heim í
héruðin og valdi mönnum áfram-
haldandi erfiðleikum.
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefiir enn ekki ákveðið nýtt fisk-
verð, sem taka átti gildi um síðustu mánaðamót. Jöfnun tekna
milli útgerða og sjómanna er það, sem helzt dvelur samkomulag.
Fulitrúar seljenda, sjómenn og útgerðarmenn, vilja taka upp sér-
stakan heimalöndunarbónus, sem komi fram í hækkandi verði, sé
um þremur fjórðu hlutum aflans eða meiru landað heima.
Verðlagsráðið fundaði í gær án
þess að ná samkomulagi og