Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 3
I
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1990
HROSSAHLATUR
Morgunblaðið/RAX
Icelandic Freezing Plants Ltd;
Umtalsverður tap-
rekstur varð í fyrra
Skýringin felst meðal annars í miklum
samdrætti hjá stórum kaupendum
Morgunblaðið/Sverrir
Mikill áhugi á söng
Tammy Wynette
BANDARÍSKA sveitasöngkonan Támmy Wynette kom til landsins
í gærmorgun. Mikill áhugi er á bandarískri sveitatónlist hér á
landi ef marka má aðsókn að tónleikum söngkonunnar.
Hún mun halda þrenna tónleika
á Hótel íslandi. Þegar er uppselt
á tónleika hennar á föstudags-
og laugardagskvöld en í gær var
enn hægt að fá miða á fyrstu
tónleikana, sem verða á fimmtu-
dagskvöld, en ekki voru margir
miðar eftir. Menningarstofnun
Bandaríkjanna hélt söngkonunni
hóf í gærkvöldi og á meðfylgjandi
mynd er Tammy Wynette að ræða
við bandaríska sendiherrann
Charles Cobb.
Dollar niður fyrir 60 kr
MINNKANDI umsvif nokkurra
stórra viðskiptavina Icelandic
Freezing Plants Ltd. í Grimsby,
dótturfyrirtækis SH, ollu fyrir-
tækinu töluverðum vandkvæð-
um vegna samdráttar í sölu til
þeirra á síðasta ári. Auk þessa
hafði vaxandi fjármagnskostn-
Hannes sagði að Alþjóðasam-
band Rauðakrossfélaga í Genf
hefði lýst því yfir að það telji sér
ekki fært að taka á móti og dreifa
kjötinu, en svar frá Rauða krossin-
um í Rúmeníu hefði ekki enn bo-
rist. Hann sagði að leitað hafí
verið til fleiri stofnana, og meðal
annars hafi verið leitað til þeirra
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
sem sér um neyðarhjálp, UNDRO,
en svo virtist sem erfiðleikum
væri bundið að finna ábyrgan að-
ila í Rúmeníu til að taka á móti
kjötinu. Þá sagði hann Rúmena
vera óvana neyslu kindakjöts, og
því væri með öllu óljóst hvort þeir
aður og vöruþróunarkostnaður
þau áhrif að fyrirtækið var rek-
ið með tapi upp á annað hundr-
að milljónir króna á árinu.
Heildarvelta þess var þá um 4
milljarðar króna.
Ingólfur Skúlason, forstjóri
IFPL, segir í samtali við Morgun-
hefðu yfirleitt nokkurn áhuga á
að þiggja gjöf íslenskra stjóm-
valda, en í beiðni Rúmena til EB
um matvælaaðstoð hefði verið beð-
ið um öll önnur matvæli en kinda-
kjöt.
„Þetta mál þarf að leysast á
mjög skömmum tíma, því kjötið
mun að því er mér er tjáð þurfa
að skipast út 14. febrúar. Fulltrú-
ar frá okkur fara til Rúmeníu eft-
ir 15. febrúar, og fari kjötið af
stað munu þeir vera á staðnum
og taka á móti því, en vegna mik-
ils kostnaðar er okkur sjálfum
ekki mögulegt að sjá um dreifíng-
una,“ sagði Hannes.
blaðið, að miklum fjármunum og
tíma hafi verið veitt í vöruþróun
á síðasta ári. Slík þróun vindi
gjarnan upp á sig, en hún skili sér
því miður ekki jafn hratt í aukinni
sölu og kostnaðurinn leggist á
hana. Þessi vinna væri þó farin
að skila einhvetju og í framtíðinni
myndi hún, að öllu óbreyttu, skila
enn meiru. Sala á vörum fram-
leiddum í verksmiðju fyrirtækisins
færi vaxandi, en síðari hluta
síðasta árs hefði mjög lítið verið
framleitt fyrir Bretland vegna
styrkrar stöðu dollarans. Því hefði
flakasala verið með minnsta móti
í fyrra.
Um framtíðina segir Ingólfur,
að hún ráðist að miklu leyti af því
hve mikið fáist framleitt fyrir fyr-
irtækið heima á íslandi, þar ráði
gengisþróun mestu. Nú séu að
baki ýmsir kostnaðarliðir og vöru-
þróunin eigi vonandi eftir að skila
sér. Því standi vonir til að hægt
verði að vinna upp tapið, þó svo
verði kannski ekki strax. IFPL
hefur vegna þessa fengið um 200
milljóna króna lán hjá SH og létt-
ir það stöðuna um þessar mundir.
GENGI Bandaríkjadollars er nú
lægra en það hefúr verið síðan
II. ágúst í fyrra. Þá var kaup-
gengi dollarans skráð 59,67
krónur. Eftir það var doílarinn
ávallt yfir 60 krónum, þar til í
gær, en þá var kaupgengi hans
skráð 59,77 krónur. I Seðlabank-
anum fengust þær skýringar á
Iækkuninni að dollarinn hafi fall-
ið á mörkuðum erlendis.
Meðalgengi íslensku krónunnar
er óbreytt frá áramótum, að sögn
Ingvars Sigfússonar hjá Seðlabank-
anum. Það þýðir að gjaldmiðlarnir
hafa ýmist verið að hækka eða
lækka í verði, gagnvart krónunni.
Þegar dollarinn lækkar, hækka aðr-
ir.
Hæst fór gengi dollarans í 62,92
3
2.300 falsaðir
tékkar fyrir
13 milljónir
A LIÐNU ári bárust Rannsókn-
arlögreglu ríkisins kærur vegna
2.300 falsaðra tékka. Saman-
lögð fjárhæð þeirra nam 13
milljónum króna, eða um 5.650
krónur að meðaltali. Verulegur
hluti málanna hefúr upplýst. Að
sögn Helga Daníelssonar, yfir-
lögregluþjóns hjá RLR, eru fals-
ararnir, sem einkum eru ungl-
ingar, börn og óreglufólk,
sjaldnast borgunarmenn fyrir
skuldum sinurn og er því sjald-
gæft að þeir sem tekið hafa við
fölsuðum tékka fái Ijón sitt bætt.
Að sögn Helga virðist sem and-
varaleysi seljenda vöru og þjón-
ustu gagnvart tékkafölsuram sé
mikið. Oft virðast viðtakendur
ekki reyna að ganga úr skugga
um við hveiju þeir séu að taka.
Hann sagði að fæst þessara mála
hefðu orðið til hefði afgreiðslufólk
skoðað tékkana vandlega og látið
greiðendur, framseljendur jafnt og
útgefendur, framvísa persónu-
skilríkjum.
Þá fékk RLR á síðasta ári til
rannsóknar mál vegna um það bil
1.200 innstæðulausra tékka á
reikningum sem lokað hafði verið.
Þar nam heildarfjárhæðin um 53
milljónum króna.
krónur 20. nóvember. Japanska
yenið hefur verið stöðugt, þó lækk-
að lítið eitt undanfama daga. Vest-
ur þýskt mark hefur einnig lækkað
nokkuð síðustu daga, það var hæst
36,20 krónur í janúar, en var í gær
á 35,95 krónur. Þá hefur danska
krónan styrkst nokkuð og er nú
orðin sterkari en norska krónan.
Sjá Peningamarkað á bls. 24.
Ovíst hvort Rúmen-
ar þiggi kindakjötið
Hafa beðið um öll önnur matvæli en
kindakjöt enda óvanir neyslu þess
RAUÐA krossi Islands hefúr verið falið að leita aðila til að taka
við og dreifa þeim 600 tonnum af kindakjöti sem íslensk sljórn-
völd hafa ákveðið að gefa til Rúmeníu, en það hefúr enn ekki
borið árangur. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra
RKÍ, er ennfremur ekki ljóst hvort áhugi sé fyrir hendi hjá Rúmen-
um að þiggja kjötið.