Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
7
Kjúklingabændur:
Agreiningur um
framleiðslukvóta
STJÓRN Félags kjúklingabænda hefúr, að sögn Loga Jónssonar
stjórnarmanns í félaginu, samþykkt að beita sér fyrir því að fram-
leiðslukvóti í kjúklingarækt verði afnuminn. Bjarni Asgeir Jónsson
formaður félagsins kveðst ekki kannast við að slík samþykkt hafi
verið gerð. „Eg er formaður félagsins og ég boða til stjórnarfúnda.
Ég hef ekki boðað til fúndar sem þetta hefúr verið samþykkt ás“
segir Bjarni. Að sögn Loga telja kjúklingabændur að neysla á kjúkl-
ingum hafi minnkað um helming síðan kvótinn var settur á, og það
sé að stórum hluta kvótanum að kenna. Kvótinn er nú 2.600 tonn á
ári, en Logi segir söluna í fyrra hafa verið um 1.000 tonn.
Fossbúar hafa á að skipa myndarlegum foringjahópi.
/ •
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
211 nýir skátar á Selfossi
Selfossi.
MIKIL aukning er nú í skáta-
starfi á Selfossi. Skátafélagið
Fossbúar fékk nýlega 211 nýja
félaga til liðs við sig þegar for-
ingjar þess gengust fyrir hvatn-
ingu til barna um að ganga í
félagið.
Hvert sem litið var mátti sjá andlit, geislandi af áhuga.
Bjarni Ásgeir kvaðst aðspurður
ekki vera reiðubúinn til að tjá sig
um að fella niður kvótann. „Eg hef
ekkert fjallað um þetta en ég hef
heyrt það á skotspónum að þeir
hafi rætt þarna nokkrir saman, en
það er ekki í nafni félagsins eða
stjórnarinnar," sagði hann.
Samþykki meirihluta kjúklinga-
bænda þarf til að framleiðslukvót-
inn verði afnuminn, og sagði Logi
Jónsson afr tillaga þar að lútandi
Útigöngu-
ær fundust
Borg í Miklaholtshreppi.
TVÆR veturgamlar ær ófyrntar
fúndust á Kerlingarskarði.
Þrátt fyrir langvarandi norðan-
storm, en frostvægt, líta þessar
kindur ágætlega út og nú er komið
fram í þriðju viku Þorra, þær hafa
einhvers staðar haft gott að bíta.
Kindurnar voru frá Hofsstöðum í
Miklaholtshreppi.
\ Páll
Fjölgað á
aðalskrif-
stofii EFTA
yrði borin undir almennan félags-
fund á næstunni.
Kjúklingabændur fá endurgreitt
fóðurbætisgjald miðað við ákveðinn
framleiðslurétt, og er heildarkvót-
inn í búgreininni nú urn 2.600 tonn
að sögn Loga, en virkur endur-
greiðsluréttur miðaður við tæplega
1.600 tonn á ári. Sala á kjúklingum
á síðasta ári hefði hins vegar aðeins
verið rúmlega 1.000 tonn.
Logi sagði að framleiðslukvóti í
kjúklingarækt hefði lagst illa í
kaupmenn þegar honum var komið
á, og þeir hætt að vekja athygli á
kjúklingum í verslunum sínum. Þá
sagði hann að bændur hefðu á viss-
an hátt látið reka á reiðanum síðan
kvótanum var komið á og lítið gert
til að augiýsa framleiðslu sína.
Hann sagðist telja að viðhorf gagn-
vart kjúklingabændum myndi
breytast yrði kvótinn afnuminn, en
margir teldu að verið væri að
vernda þá með einhverju ákveðnu
verði. Auk þess yrði þá hver fram-
leiðandi að bjarga sér, en í dag
væri kvótanum mjög ranglega skipt
á milli framleiðenda, þar sem aðeins
tveir aðilar réðu yfir stærsta hluta
hans. Þeir hefðu það mikinn fram-
leiðslurétt að þeir gætu hugsanlega
ekki selt allt það magn, en minni
framleiðendurnir, sem hefðu iítinn
framleiðslurétt, gætu mögulega selt
miklu meira en þeir hefðu nú leyfi
til að framleiða.
Það var mikil örtröð kvöldið
sem innritunin fór fram. Félagið
hefur á að skipa 46 foringjum og
hluti þeirra tók á móti nýliðunum
þegar þeir mættu til skráningar.
Löng biðröð myndaðist fyrir utan
Tryggvaskála þar sem skráningin
fór fram. Hvert sem litið var
mátti sjá andlit sem geisluðu af
áhuga og eftirvæntingu. Innritun-
in gekk vel og skipulega fyrir sig
og 211 urðu félagar í skátafélag-
inu þetta kvöld og stór hópur að
auki var settur á biðlista. Þeir sem
voru viðstaddir og mundu þrjúbíó-
sýningarnar í gamla Selfossbíói
höfðu á orði að örtröðin vekti upp
ljúfar minningar.
Fossbúaforingjarnir hafa staðið
sig vel á skátamótum, fengið verð-
laun og verið félagi sínu til sóma.
Skátamir hafa aðstöðu í litlu húsi
þar sem áður var aðstaða tækni-
deildar bæjarins en Ijóst er að það
húsnæði er gjörsamlega sprungið
með þeirri fjölgun sem varð á inn-
ritunarkvöldinu.
—Sig. Jóns.
Lög um málefhi aldraðra
Kostnaðarþátttaka hefet ef
tekjur eru yfir 13.200 kr.
VISTMENN á dvalarheimilum munu, í kjölfar laga um málefni aldr-
aðra sem gengu í gildi um síðustu áramót, framvegis taka þátt í dval-
arkostnaði í hjúkrunarrými ef tekjur þeirra eru umfram 13.200 kr. á
mánuði og greiða kostnaðinn jafiivel að fúllu ef tekjur eru háar. Áður
greiddu sjúkratryggingar dvalarkostnað vistmanna þó ákvæði hafi
verið í lögunum um kostnaðarhlutdeild vistmanna.
Aðalskrifstofa EFTA í Genf er
nú að fjölga starfsfólki og hafa
vegna þess verið auglýstar um
30 stöður lausar til umsóknar.
Rúmlega 600 umsóknir bárust,
þar af tiltölulega margar frá ís-
landi að sögn Arne Kjelstrand,
starfsmannasfjóra á skrifstof-
unni.
Kjelstrand segir, að þegar hafi
verið gengið frá ráðningu Magnús-
ar Thoroddsens við lagadeild skrif-
stofunnar. Ráðning eins annars,
Jóns Valfells, fréttamanns, í upplýs-
ingadeild sé nánast frágengin, en
ekki hafi verið gengið frá ráðning-
arsamningum við fleiri. Óvenju-
margir íslendingar hafi verið meðal
umsækjenda og gætu nokkrir þeirra
fengið vinnu, en það skýrðist á
næstu dögum.
Siglufjörður:
Stálvík með
1401estir
Siglufirði.
TOGARINN Stálvík landaði
nú í vikubyrjun 140 tonnum
af góðum fiski. Þokkaleg
veiði hefúr verið hjá togur-
um, en lítið gefur á sjó fyrir
smærri báta og afli því slak-
ur.
Loðnuskipið Hákon ÞH land-
aði fullfermi hér á þriðjudag
og var þá einnig von á fleiri
loðnuskipum. Stapavíkinni hef-
ur nú verið lagt við svokallaða
innri bryggju, en heyrzt hefur
að einhveijir útlendingar hafi
spurzt fyrir um hana með
möguleg kaup í huga.
- Matthías
Þeir einstaklingar sem fara beint
úr heimahúsi í hjúkrunarrými taka
þátt í dvalarkostnaði ef þeir hafa
tekjur sem eru umfram 13.200 á
mánuði. Vistmenn sem hafa ekki
verið í sjúkrahúsi síðastliðin tvö ár
fá greiddar bætur lífeyristrygginga
fyrstu fjóra mánuðina. Bætur lífeyr-
isþega í þjónustuhúsnæði sem hefur
minni tekjur en 13.200 kr. á mánuði
nægja til að greiða dvalarkostnað
hans ásamt elliheimilisuppbót.
Kostnaður vegna vistar á dvalar-
heimili er samkvæmt útreikningum
daggjaldanefndar sjúkrahúsa
60.985.
Vistmenn á dvalarheimilum með
eigin tekjur umfram 15.700 kr,
munu nú eins og áður taka þátt í
greiðslu dvalarkostnaður með þeim
tekjum. Vistmaður sem hefur engar
aðrar tekjur en bætur almanna-
trygginga á að veita viðkomandi
stofnun umboð til að taka við greiðsl-
um Tryggingastofnunar ríkisins
vegna dvalarinnar.
Frítekjumark hækkað
Frítekjumark er þær tekjur sem
lifeyrisþegi má hafa áður en tekju-
trygging hans skerðist og nemur það
nú 12.800 krónum. Nú hefur verið
ákveðið í tengslum við kjarasamn-
ingana að hækka frítekjumark aldr-.
aðra í 19.000 krónur 1. júlí næst-
komandi þannig að 'tekjutrygging
þeirra sem fá 19.000 kr. á mánuði
í lífeyri skerðist ekki. Þá hefur verið
ákveðið að hækka frítekjumarkið
enn frekar í byrjun næsta árs um
2.500 kr„ i 21.500 kr.
Kostnaðarhlutdeild eykst
Samkvæmt fyrri lögum um mál-
efni aldraðra tóku sjúkratryggingar
við greiðslu dvalarkostnaðar ein-
staklings sem fór úr þjónustuhús-
næði til hjúkrunardvalar og kostnað-
arþátttöku einstaklingsins lauk. Með
nýju lögunum er einstaklingi gert
að taka þátt í greiðslu dvalarkostn-
aðar með eigin tekjum sem sem eru
umfram 13.200 krónur.
Eigin tekjur maka skiptast jafnt
á milli hjóna og þær tekjur sem þá
eru umfram 13.200 kr. fara til
greiðslu dvalarkostnaðar. Ef annað
hjónanna dvelur í hjúkrunarrými en
hitt utan stofnunar skal skipta tekj-
um þess er dvelur á hjúkrunarrými
í tvennt og ef sá helmingur er hærri
en 13.200 kr. á mánuði skal lang-
legusjúklingur taka þátt í dvalar-
kostnaði. Bætur langlegusjúklinga
frá almannatryggingum falla niður
ef dvölin í hjúkrunarrými er lengri
en flórir mánuðir og þegar saman-
lögð dvöl í þjónustu- og hjúkruna-
rrými nær fjórum mánuðum.
319,9 milljónir í
elliheimilisuppbót
Einstaklingar 67 ára og eldri sem
aðeins njóta tekjutryggingar og elli-
lífeyris hafa samtals 30.821 kr. í
tekjur á mánuði. Til að mæta dvalar-
kostnaði í þjónustuhúsnæði sem er
60.985 krónur á mánuði, leggur
Tryggingastofnun ríkisins til 30.164
krónur í elliheimilisuppbót. Þessir
einstaklingar eiga rétt á því að sækja
um mánaðarlegt ráðstöfunarfé eða
vasapeninga til Tryggingastofnunar
ríkisins og nemur sú upphæð nú
6.692 kr. Elliheimilisuppbót skerðist
ef eigin tekjur vistmanna eru yfir
153.600 kr. á ári.
)
í reglugerð um stofnanaþjónustu
fyrir aldraða segir að bráðlega verði
hætt að telja elliheimilisuppbót þeim
til tekna sem engar tekjur hafa.
Líklegast verður það framkvæmt
með þeim hætti að elliheimilisupp-
bótin verði látin renna til viðkom-
andi þjónustustofnana og komi
þannig hvergi fram á skattframtali
vistmanna. Greiðslur Trygginga-
stofnunar vegna dvalarheimilisupp-
bótar elli- og örorkulífeyrisþega
námu á síðasta ári 319,9 milljónum
króna.
í relugerðinni segir einnig að til
tals hafi komið að eigin tekjur aldr-
aðs einstaklings sem renna til
greiðslu dvalarkostnaðar verði und-
anþegnar tekjuskatti. Með þessum
ráðstöfunum myndi hlutdeild vist-
manna í dvalarkostnaði aukast án
þess að þyngja greiðslubyrði þeirra.
Dagvistargestir greiði 500
kr. fyrir hvern dag
Með nýju lögunum um málefni
aldraðra er ljóst að allir aldraðir
dagvistargestir munu taka þátt í
greiðslu dagvistarkostnaðar. Gert er
ráð fyrir að dagvistin innheimti 500
krónur af dagvistargesti vegna hvers
dvalardags en þó aldrei hærri upp-
hæð á mánuði en sem nemur grunnl-
ífeyri almannatrygginga, sem nú er
10.853 krónur. Aður báru sjúkra-
tryggingar allan kostnað vegna dag-
vistar. I reglugerð um dagvist aldr-
aðra segir að þessi framkvæmd sé
meðal annars höfð til að leiðrétta
misræmi sem valdið hefur óánægju
þeirra er búa í íbúðum sem tengjast
dagvist. Þeir hafa hingað til þurft
að gi-eiða fullt gjald fyrir þjónustu
og mat en þeir sem sækja þjón-
ustuna utan að hafa ekkert þurft
að greiða.