Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 16

Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 16
u MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Sósíalismi í sj ávarútvegi? Nokkrar athugasemdir við kröfiir Gylfa Þ Gíslasonar um þjóðnýtingu fískistofiianna eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson Menn hefur greint á um, hvernig beri að skilgreina sósíalisma. Flest- ir telja þó, að í honum felist, að ríkið ráðstafi helstu framleiðslu- tækjum og náttúruauðlindum, þótt einstaklingar eigi fæði sitt og klæði, hús sín og bíla.' Sjónarmið sósíalista hefur jafnan verið það, að almannavaldið væri besta tækið til að tryggja almannaheill. Væru framleiðslutæki og náttúruauðlindir i höndum tiltölulega fárra kapítal- ista, hlytist af ójöfn tekjuskipting, aðstöðumunur og ójafnvægi. And- stæðingar sósíalista í hópi frjáls- lyndra fræðimanna, til dæmis nób- elsverðlaunahafarnir Friðrik von Hayek, Milton Friedman og James M. Buchanan, eru sammála sósíal- istum um mörg helstu markmið, en telja ríkiseignarleiðina óheppilega. Almannavald sé að vísu fallegt orð. En ráðstafí einn aðili, ríkið, flestum mikilvægustu gæðum landsins, beint eða óbeint, safnist hættulega víðtækt vald til þess aðila, auk þess sem hann hafi oftast ekki til að bera þá þekkingu, sem nauðsynleg sé til að ráðstafa slíkum gæðum af viti. Á því herrans ári 1990 er þetta mál að mestu leyti útrætt. Sósíalisminn hefur brugðist. Stuðn- ingsmenn séreignar og frjálsrar samkeppni höfðu rétt fyrir sér í deilunum við stjómlynda fræði- menn. Það skýtur því skökku við, þegar einn helsti talsmaður félags- hyggjunnar á íslandi, Gylfí Þ. Gísla- son, krefst hér í blaðinu 23. og 24. janúar ríkiseignar mikilvægustu náttúruauðlindar okkar, fiskistofn- anna við landið, en útgerðarmenn verði síðan gerðir að eins konar leiguliðum. Enn furðulegra er, að hann telur þessa kröfu sína af ætt markaðshyggju og gefur í skyn, að allir vísindamenn séu sömu skoðun- ar. I. Miklu varðar að gera sér skýra grein fyrir, um hvað er deilt. Eng- inn ágreiníngur er um það í röðum fræðimanna, að meginástæðan til ofveiði á íslandsmiðum er, að fram að þessu hafa fiskistofnamir verið ókeypis gæði. Á þeim hefur ekki verið neinn eignarréttur og því ekki myndast á þeim verð, er segi til um hlutfallslegan skort þeirra. Menn hafa því sótt í þá umfram það, sem hagkvæmt hefði verið. Tölum til einföldunar aðeins um togara og þorska: Togararnir hafa verið of margir miðað við þorskana, sem veiða má. Þar eð ekki er unnt að fjölga þorskunum, verður að fækka togurunum. En það hefur fram að þessu ekki verið unnt að gera í fijálsum viðskiptum, með því að enginn eignarréttur hefur verið á þorskum. Allir togaraeig- endur hafa talið sig hafa jafnmikið tilkall til þorskanna. Hinir hagsýnni hafa ekki getið keypt hina óhag- sýnni út, þar eð menn geta vita- skuld aðeins keypt og selt það, sem eignarréttur er á. Enginn ágrein- ingur er heldur um það í röðum fræðimanna, að lausn vandans felst í myndun eignarréttar til þorska og annarra fiskistofna. Um hvað er þá deilt? Um það, hver skuli hafa eignarréttinn, einstaklingarn- ir, sem veiðamar stunda, eða ríkið. Sósíalistar telja, að ríkið eigi fiski- stofnana og geti leigt þá útgerðar- mönnum. Þeir færa nú sömu rök fyrir þjóðnýtingu fískistofna og forverar þeirra færðu fyrr á öldinni fyrir þjóðnýtingu lands, iðnfyrir- tækja og annarra framleiðslutækja: Almannavaldið geti eitt tryggt almannaheill, ranglátt sé, að örfáir kapítalistar sitji einir að gæðum, og svo framvegis. Frjálslyndir menn eru á hinn bóginn þeirrar skoðun- ar, að heppilegast sé fyrir alla að- ila, að útgerðarmenn hafi ráðstöf- unarrétt á fískistofnum og leysi mál sín í fijálsum viðskiptum. Hér sem annars staðar er valið um ríkis- eign eða einkaeign. Gylfí Þ. Gíslason telur það fyrir- komulag, að ríkið eigi fískistofna, Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Enginn ágreiningur er heldur um það í röðum íræðimanna, að lausn vandans felst í myndun eignarréttar til þorska og annarra fiskistofina. Um hvað er þá deilt? Um það, hver skuli hafa eignarréttinn, einstakl- ingarnir, sem veiðarnar stunda, eða ríkið.“ en leigi þá síðan útgerðarmönnum með einhveijum hætti, af ætt markaðshyggju. Þetta er ákaflega villandi. Skilyrðin fyrir fijálsum markaði eru tvenns konar. Annað þeirra er fijáls verðmyndun á gæðum. Þá segir verðið til um hlutfallslegan skort á þeim, og þá geta þau færst í hendur þeirra, sem tilbúnir eru til að greiða hæst verð fyrir þau, en þetta tryggir skynsamlega nýtingu þeirra. Þetta sér Gylfí og skilur, enda er hann hagfræðingur að mennt. Hitt skil- yrðið, sem allir sósíalistar neita að sjá og skilja, er séreign í gæðum. í fjörutíu ár hafa stjómendur sósía- listaríkjanna reynt að ná sama ár- angri í efnahagsmálum og blasir við í kapítalistaríkjum. Þeir hafa reynt að líkja eftir markaðnum, reynt að setja rétt verð á vöru og þjónustu. En rétt verð getur ekki myndast á gæðum nema í fijálsri verslun með þau, og verslun getur ekki verið fijáls með þau, nema þau séu í séreign. Hagfræðingar á þriðja og fjórða áratug háðu mikla deilu um þetta mál. Einn skoðana- bróðir Gylfa, pólski hagfræðingur- inn Óskar Lange, hélt því fram, að sameina mætti eðlilega verðmynd- un og ríkiseign á framleiðslutækj- um. Hefur hugmynd hans stundum verið kölluð markaðs-sósíalismi. En von Hayek og aðrir fijálslyndir hagfræðingar bentu á, að Lange skildi ekki hið mikilvæga hlutverk, sem kapítalistar og framkvæmda- menn — athafnaskáld, eins og Matthías Johannessen kallar þá — gegna í fijálsu hagkerfi og stjórn- endur ríkisfyrirtækja geta ekki leik- ið eftir. Kapítalistar og fram- kvæmdamenn stunda þrotlausa til- raunastarfsemi á hveijum degi, taka áhættu, þreifa fyrir sér um nýjar framleiðsluaðferðir og nýjar vörur. Þeim er þetta kleift, af því að þeir fara með eigið fé, en ekki annarra. Hugmynd Gylfa er keimlik hugmynd Langes: í stað sjálfstæðra eignamanna, sem reka fyrirtæki á eigin ábyrgð, koma eins konar leig- uliðar á fískimiðum ríkisins, eins konar framkvæmdastjórar hálfop- inberra útgerðarfyrirtækja með heila hersingu opinberra eftirlits- manna og endurskoðenda yfír sér. Leigugjald, sem ríkið innheimtir af þeim, getur aldrei orðið til sömu lífrænu framþróunar og fijálst verð á gæðum í sjálfstýrðu hagkerfi. II. Gylfi Þ. Gíslason segir, að hag- kvæmasta fyrirkomulag fískveiða við ísland hafí verið rætt út í hörg- ul. Tillaga sín sé ekki ný af nálinni. Margir eða flestir aðrir fræðimenn hafi komist að sömu niðurstöðu og hann. Menn, sem erú eins vissir í sinni sök og Gylfi, eru ætíð öfundsverðir. Þeir hafa innri sannfæringu, sem auðveldar þeim ugglaust rökræður. En málið íslenska kvikmyndavorið eftir Birgi Isleif Gunnarsson Fyrir skömmu var haldið upp á 10 ára afmæli íslenska kvikmynda- vorsins svonefnda en þá voru 10 ár liðin frá því kvikmyndin „Land og synir“ var frumsýnd. íslenskar kvikmyndir eiga sér ekki langa hefð og enn er mikill frumbýlingsbragur á allri aðstöðu til kvikmyndagerðar hér á landi. í raun er það með ólík- indum hvað menn hafa komið miklu í verk með litlum fjármunum og á ég þá bæði við það sem gerst hefur á þessum síðustu 10 árum og verk brautryðjendanna sem störfuðu fyrir þann tíma. Sjálfstæð kvikmyndagerð? En höfum við íslendingar eitt- hvað að gera með sjálfstæða kvik- myndagerð? Þeirri spumingu svara ég hiklaust játandi. Kvikmyndir eru áhrifamikill miðill í lífí nútíma- mannsins. Þjóð sem vill efla eigin menningu getur ekki látið öðrum þjóðum það eftir að framleiða fyrir sig kvikmyndir. Okkar tilvera sem þjóðar kallar á það að við séum skapendur á þessu sviði — ekki bara þiggjendur. Þess vegna ber okkur að hlúa að íslenskri kvik- myndagerð með öllum tiltækum ráðum. Árið 1984 setti Alþingi ný lög um kvikmyndamál fyrir forustu Ragnhildar Helgadóttur, sem þá var menntamálaráðherra. Með þeim lögum átti m.a. að tryggja Kvik- myndasjóði Islands fastar tekjur þannig að hann gæti úthlutað styrkjum og lánum til íslenskrar kvikmyndagerðar. Aðaltekjustofn Kvikmyndasjóðs átti að vera árlegt framlag úr ríkissjóði sem næmi áætluðum söluskatti af kvikmynda- sýningum í landinu og við gerð hverra fjárlaga skyldi áætlun um það samin af Hagstofu íslands. Því miður hefur reyndin orðið sú að Kvikmyndasjóður hefur ekki fengið lögbo.ðnar tekjur. Alþingi hefur ávallt skorið niður þær tekjur sem Kvikmyndasjóði eru ætlaðar, en þó mismunandi mikið. Allmikill niðurskurður var gerður á tekjum sjóðsins við fjárlagagerð nú í vetur og fær Kvikmyndasjóður nú úr ríkissjóðj 71 millj. króna, sem er sama upphæð og var á síðasta ári. Norrænn kvikmyndasjóður Nýlega var samþykkt á vettvangi Norðurlandaráðs að stofna Norræn- an kvikmyndasjóð sem hefði það verkefni að styrkja kvikmyndagerð á Norðurlöndum. Hér á íslandi hljóta menn að líta björtum augum til hins nýstofnaða Norræna kvik- myndasjóðs og enginn vafi er á því að íslendingar eiga eftir að njóta góðs af starfsemi hans. Hinn Norræni kvikmyndasjóður má hins vegar alls ekki verða til þess að við Iátum okkar eigin hlut eftir liggja og því var leitt að sjá í grein- argerð með fjárlagafrumvarpi í vetur að niðurskurður á framlagi til Kvikmyndasjóðs var sérstaklega Birgir ísleifur Gunnarsson „Það er þáttur í menn- ingarmálastefiiu Sjálf- stæðisflokksins að efla innlenda kvikmynda- gerð og auka hlut inn- lends efiiis í sjónvarpi, enda er það öflugasti mótleikurinn gegn sívaxandi ásókn er- lendra menningar- áhrifa.“ rökstuddur með því að Norræni kvikmyndasjóðurinn og Kvikmynd- asjóður Evrópu myndu væntanlega styrkja starfsemi íslenskra kvik- myndagerðarmanna verulega. Þessir sjóðir hafa að sjálfsögðu verið hugsaðir sem viðbót við það sem fyrir er. Ste&ia Sjálfstæðisflokksins Það er þáttur í menningarmála- stefnu Sjálfstæðisflokksins að efla innlenda kvikmyndagerð og auka hlut innlends efnis í sjónvarpi, enda er það öflugasti mótleikurinn gegn sívaxandi ásókn erlendra menning- aráhrifa. Var sérstaklega ályktað um þetta á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1987 og sú samþykkt er enn í fullu gildi. Þar var fram tekið að þess væri ekki að vænta að einkaaðilar hefðu einir bolmagn til þeirra stórvirkja sem vinna þyrfti á þessu sviði og þess vegna væri nauðsynlegt að búa vel að Kvik- myndasjóði. Vafalaust er nauðsynlegt að endurskoða að nýju lögin um Kvik- myndasjóð í því skyni að efla hann og við endurskoðun útvarpslaga, sem ætti í raun að vera lokið, þarf að tryggja hlut innlendrar kvik- myndagerðar. Kvikmyndagerð er nýjasti vaxtarbroddurinn í íslenskri menningu og því ber að hlúa að honum eins og kostur er. Höfundur er einn af alþingismbnnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi. er ekki svo einfalt. Vissulega hafa þessar hugmyndir verið ræddar hér á landi og erlendis. Og þær eru raunar eldri en Gylfa sjálfan grunar. Ég sé ekki betur en krafa hans og skoðanabræðra hans um þjóðnýtingu fískistofnanna eigi fræðilegar undirstöður sínar í þrem- ur kenningum, sem komið hafa fram í hagfræði síðustu hundrað ára. Hin fyrsta er sú skoðun Henr- ys Georges frá nítjándu öld, að skattleggja beri afrakstur af jarð- eignum, hina svonefndu jarðrentu, til þess að standa undir útgjöldum ríkisins, þar eð óréttlátt sé, að sumir (þ.e. jarðeigendur) eigi gæði, sem allir verði að nýta til þess að geta lifað. í stað jarðrentu er nú komin sjórenta (það orð er einmitt frá Gylfa). En þessi allrameinabót er sama eðlis. Látið er í veðri vaka, að hér sé fundið fé, fyrirhafnarlaus fjársjóður. Önnur hugmyndin er markaðs-sósíalismi Langes, sem ég hef þegar minnst á — að sameina megi fijálsa verðmyndun á gæðum og ríkiseign þeirra. Þriðja hug- myndin er frá breska hagfræðingn- um Artúr Pigou, en hún er í fæstum orðum, að við venjuleg skilyrði geti markaðsöflin ekki lagt rétt verð á sum gæði og þess vegna verði árekstrar um nýtingu þeirra. Þar myndist markaðsbrestir (market failures), sem ríkið verði því að beija í. Þessar þijár hugmyndir hafa allar verið rannsakaðar vandlega. Kenning Georges hefur að vísu aldrei verið tekin ýkja alvarlega í hópi hagfræðinga, þótt George hefði um tíma talsverð stjórnmála- áhrif. Jarðeigendur þurfa ekki að taka neitt af öðrum með því að eigna sér jarðir, enda eru margar aðrar mikilvægari auðsuppgprettur til en jarðir. Þá er afrakstur af jörðum vitaskuld að miklu leyti komin undir útsjónarsemi eigend- anna. Kenning Langes þykir ekki heldur studd mjög sterkum rökum, sem fyrr segir. Þjóðir Austur- Evrópu eru smám saman að kom- ast að því, að velmegun krefst kapítalisma, en kapítalismi er óhugsandi án kapítalista, þótt það kosti, að eiginkonur þeirra skarti gimsteinum og vekji með því öfund. Flestir fræðimenn á okkar dögum hafna líka tillögum Pigous um ríkis- afskipti til þess að beija í markaðs- bresti. Til sögu hafa komið tvær nýjar og merkilegar fræðigreinar á . mörkum stjómmálafræði og hag- fræði. Önnur er eignarréttarhag- fræðin, þar sem fremstir fara Ronald Coase, Armen Alchian og Harold Demsetz. Þeir halda því fram, að leysa megi marga þá árekstra framleiðenda, sem Pigou varð svo skrafdijúgt um, með skil- greiningu eignaréttinda í stað ríkis- afskipta. Einkunnarorð þessarar nýju greinar gæti verið hið gamla íslenska kjörorð: „Garður er granna sættir.“ Hin fræðigreinin er al- mannavalsfræðin, en kunnustu iðkendur hennar eru þeir George Stigler, James M. Buchanan og Gordon Tullock. Þeir benda á, að hagfræðingar megi ekki láta sér nægja að greina Iögmál markaðar- ins, þegar þeir leggi á ráðin um æskilega verkaskiptingu markaðar og ríkis. Þeir verða líka að rann- saka þau lögmál, sem gilda um starfsemi ríkisins. Til séu ríkisbrest- ir ekki síður en markaðsbrestir. í ljósi þróunar síðustu áratuga 'í hagfræði og stjórnmálafræði er óneitanlega furðulegt, að Gylfi gefur sterklega í skyn í grein sinni, að hann hafí alla háskólahag- fræðina að baki sér. Hann reynir óspart að beita kennivaldi vísind- anna, þótt hann reiði að mestu leyti fram úreltar og löngu hraktar kenningar. En ég skal fyrstur manna viðurkenna, að erfitt getur verið að fylgjast vel með hinni fjör- ugu rannsókn og rökræðu í hag- fræði nútímans héðan frá íslandi. III. Hið slæma ástand fískistofnanna við ísland má tvímælalaust rekja til ríkisbrests. Hið opinbera hefur ekki rækt þá skyldu sína að setja starfsemi einstaklinganna leikregl- ur, skilgreina eignaréttindi þeirra, í því skyni að afstýra árekstrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.