Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 18

Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Framtíd Stöðvar 2 byggist á því að opna hana upp á gátt - segir Jón Ottar Ragnarsson JÓN Ottar Ragnarsson forsljóri Stöðvar 2 segir að framtíð stöðvarinn- ar ráðist af því hvort tekst að opna fyrirtækið upp á gátt og gera það að almenningshlutafélagi. Jón Óttar, Hans Kristján Áma- son og Ólafur H. Jónsson lögðu fram 150 milljóna króna hlutafé í Stöð 2 á mánudag. Þetta kom nokk- uð á óvart, því þeir Jón Óttar og Hans Kristján höfðu lýst því yfir, að forsendur þeirra fyrir hlutafjár- loforði væru gjörbreyttar, þar sem nýr meirihluti hefði verið myndaður í Stöð 2. „Það er hárrétt að allar aðstæður voru í raun gerbreyttar," sagði Jón Óttar Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið. Við lögðum þessa peninga einfaldlega fram vegna þess að við viljum hag fyrirtækisins sem mestan, auk þess sem við höfð- um skuldbundið okkur og viljum standa við orð okkar. Vandinn er sá að fyrirtækið þarf miklu meira fé en þær um það bil 100 milljónir sem nýju hluthafamir hafa nú þeg- ar lagt inn í fyrirtækið,“ sagði Jón Óttar. Hann vildi ekkert segja um framtíð sína innan Stöðvar 2. „Að- alatriðið er að styrkja fyrirtækið og kveða niður allar óraunhæfar hugmyndir um blokkir, klíkur og ímyndaðan meirihluta, sem gera ekkert annað en að fæla nýja hlut- hafa frá því. Verði Stöð 2 ekki gerð að opnu almenningshlutafélagi með almennri þátttöku atvinnulífs- ins, almennings og áskrifenda Stöðvar 2 er verið að bjóða hætt- unni heim. Meginverkefni okkar þremenninganna er að tryggja að þetta takist.“ —Þýða þessar hugmyndir um almenningshlutafélag og að enginn hafí meirihluta ekki að þið emð einfaldlega að reyna að ná félaginu aftur undir ykkur? „Á Stöð 2 hefur frá upphafi eng- inn átt meirihluta í félaginu og þannig verður það að vera eigi fé- lagið að laða til sín það fjármagn og starfskrafta sem það þarf á að halda, enda nýtast þá hugmyndir bestu manna á hverjum tíma,“ sagði Jón Óttar. Þegar hann var spurður hvort ekki yrði erfítt fyrir þá hópa, sem nú eiga hlutafé Stöðvar 2, að vinna saman, eftir það sem á hefur geng- ið, sagði hann að væru menn sam- mála um markmiðin, góða dagskrá, ánægða áskrifendur og mikla arð- semi sæi hann engin ljón í veginum. „Sjálfur verð ég hins vegar aldr- ei neinn jámaður sérhagsmunahópa og reyni einhverjir að hindra opnun félagsins fyrir almenning gæti vel slegið í brýnu, Ég á þó ekki von á því. Þannig hefur t.d. einn stærsti hluthafínn úr hópi nýrra hluthafa, Haraldur Haraldsson, þegar lýst því yfír að hann sé á sömu línu og ég veit að margir aðrir úr þessum hópi eru sama sinnis." —Margir hafa talað um bruðl og óráðsíu á Stöð 2 og þú hefur mót- mælt slíku í viðtölum. En er það ,ekki merki um að slíkt hafí átt sér stað, þegar nú þarf að skera niður í rekstri og herða aðhald verulega? „Það var aldrei neitt bruðl á Stöð 2, á meðan ég réði þar, hvað sem £ Korkr o 'Plast Sœnsk gœðavara í 25 6r. KOttK O PtAST ei mefl sbtsærta v»Vhúfl og noufl 4 góU vrm mrtoö mjcöu i. svo i«ti i nugstOðvum og á tjúkrahújum KORK O PtAST er auövrt að þrífa og þJtgtlegt er að ganga 4 pvf. SAtega hentugt fyrtr vtnnuaaðí. banfca og optnberar sk/thtofur KOBK O PIAST tyggir efctó upp jpermu og er mikiO notafl f tflMjherberg)um KOttK O PLAST bnt f 13 mtvnunandi koncmynjmjm Geansae. Blitsterk og auðbrffanteg vinyt-filma Rakavsmarhúð I köntum. StartrtvlnyUindjrtag'^^ Fjaörandi kortoir EF PÚ BYRÐ Cm A LANOt PÁ SENDUM VK) ÞÉR ÓKEYPtS SÝNSHOBN OG ■ÆKUNG-_____________________________ þ. ÞORGRIMSSON & CO síðar verður. í þriggja og hálfs árs sögú fyrirtækisins hefur aðhald í fjármálum verið aukið jafnt ogþétt. Ástæðan fyrir því að hægt var að draga enn frekar úr kostnaði, var einfaldlega sú að uppbyggingu fyr- irtæksins er lokið og nfrgildir ein- göngu að endurheimta þá jákvæðu ímynd sem stöðin hafði áunnið sér. Fram til þessa höfum við náð gífurlegum árangri í að skera niður kostnað, enda leitað með logandi ljósi að sérhveijum „fitukeppi". Þannig hefur kostnaður við dag- skrárgerð til dæmis oftast verið um helmingur á við dagskrárgerð Ríkissjónvarpsins á hvem þátt. Framleiðsla fréttastofunnar okkar, miðað við starfsmann, er um tvöf- alt meiri en hjá ríkissjónvarpinu. Við borgum að jafnaði helmingi lægri upphæð fyrir erlent efni en RUV, o.s.frv. Öllu neðar held ég að ekki verði hægt að komast. Hins vegar er það eðli sjónvarps- stöðva að fjárfesta í hugmyndum og verkefnum sem af og til fara fram úr kostnaðaráætlun. Sjón- varpsstöð verður alltaf að hafa þá ímynd að ekkert sé til sparað, án þess að það sé í raun sannleikanum samkvæmt." —Hvemig stendur þá á því, að um leið og áskrifendum Stöðvar 2 hefur fjölgað og grunnurinn styrkst hefur áskriftargjaldið hækkað vem- lega? „Það er einfaldlega vegna þess að fjármagnskostnaður fyrírtækis- ins hefur auðvitað aukist jafnt og þétt, en hann mun lækka í beinu samræmi við aukið hlutafé. Franska stöðin Canal Plus lenti í sama vandamálinu. Eftir 3 ára rekstur var stöðin farin að skila hagnaði og tekjumar orðnar tryggar, en skuldimar vom að sliga fyrirtækið. Forstjóri stöðvarinnar, Rousselet, er góður vinur Mitterands Frakk- landsforseta, sem sá til þess að fyrirtækið fengi langtímalán í þremur frönskum bönkum til að brúa bilið. Nú er Canal Plus öflug- asta fjölmiðlafyrirtæki Evrópu og metið á 19 milljarða franka. Það var á þessum gmnni, sem við ákváðum að leita eftir ríkis- ábyrgð fyrir áramótin, í ljósi þess hve ástandið í íslensku atvinnulífí er bágborið. Árið 1989 seldust hlutabréf í öllum íslenskum fyrir- tækjum fyrir um 400 milljónir sam- anlagt. Við þurftum hins vegar að safna hlutafé í eitt einasta fyrir- tæki fyrir 500 milljónir og það á örskömmum tíma. Vegna þessa stefndum við alltaf að því að fá erlent fjármagn inn í stöðina. Við vomm í nóvember bún- ir að gera samning við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC, sem hefði skilað fyrritækinu 550 milljónum í peningum fyrir aðeins 10% hlut í stöðinni. Vegna íhlutunar innlendra aðila, sem ég er ekki tilbúinn að nafngreina á þessari stundu, gekk sá samningur úr skaftinu og því fór sem fór,“ sagði Jón Óttar. Hlutafjáraukning Stöðvar 2 og yfírtaka nýrra eigenda hefur vakið mikla athygli og umtal. Þegar Jón var spurður hvort það hafi ekki haft neikvæð áhrif á fyrirtækið, sagðist hann ekki vera í bestri að- stöðu til að dæma um það. „En auðvitað hefur þetta mál verið ákveðið áfall fyrir ímynd Stöðvar 2. Okkur var t.d. ljóst, þegar við leituðum til ríkisstjómarinnar myndu gögn um stöðina komast í hendur fjölda manns, og kveikja ótal kjaftasögur. Þær virðast svo flestar hafa rat- að inn í grein í tímaritinu Heims- mynd. Blaðamennska af þessu tagi, þar sem 90% eru heimildarlausar gróusögur og 10% sannleikur er eftir því sem ég veit, einstæð í heim- inum. Þar sem ég þekki til erlend- is, þar sem réttarkerfíð er mun virk- ara en hér, myndu svona rugl kalla á langvinn málaferli. í greininni er meðal annars talað um erfítt hafí verið að hemja mig og mín dagskrárgerð tekin sem dæmi. Ég leit á það sem mitt hlut- verk sem sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, að taka þátt í dagskrárgerð stöðvarinnar, rétt eins og ritstjóra dagblaðs ber skylda til að leggja blaðinu efni. Hins vegar hefur mín dagskrár- gerð fyrir utan að vera sú ódýrasta og varanlegasta, aldrei farið yfír 15% af fjárhagsáætlun dagskrár- gerðarsviðs að jafnaði, eins og dag- skrárgerðarstjóri Stöðvar 2 getur staðfest. Í greininni er talað um að 20 manns hafi notað kreditkort á veg- um fyrirtækisins eftirlitslaust. Þetta er aðeins enn eitt dæmið um það tilhæfulausa rugl sem gengið hefur manna á milli og lapið er upp í þessari grein. Ég átti að hafa boðið einhveijum kaupsýslumanni far á flugvelli í London í Rolls Ro- ice. Þar sem ég hef ekki enn stigið fæti inn í slíkan bíl hlýtur sú spurn- ing að vakna hvar fírrur af þessu tagi kvikna. Það er sagt að menn hafí keypt bfla á auglýsingareikningum til eig- in nota. I 150 manna fyrirtæki koma alltaf við og við upp sú staða, að einhveijir reyni að misnota að- stöðu sína. í því eina tilviki þar sem þetta var reynt hygg ég stjórn fyrir- tækisins hafi gripið í taumana með Jón Óttar Ragnarsson. þeim hætti að engan myndi dreyma um að reyna slíkt aftur. Mér er í sjálfu sér sama um hvað sagt er um mig. En þama er verið að reyna að draga vini mína niður í svaðið. Það er til dæmis gefið í skyn að Valgerður Matthíasdóttur hafí notað einhverra óverðskuld- aðra fríðinda innan fyrirtækisins. Hún einfaldlega stofnaði það með mér ásamt Hans Kristjáni Árnasyni og átti stóran þátt í að fá menn á borð við Pál Magnússon til liðs við okkur. Auk þess hannaði hún allar innréttingar Stöðvarinnar. Þar að auki nýtur hún sívaxandi vinsælda sem dagskrargerðarmaður. Þá er birt mynd af sumarbústaðnum mínum, sem ég erfði eftir föður minn, og hann er tekinn sem dæmi um bruðl mitt á Stöð 2 og þannig mætti lengi telja. Þá er sú saga sögð, að ég hafi lofað einhveijum stjómmálamönn- um að reka tiltekna fréttamenn af Stöð 2, til að hafa þá góða. Ýmsir hömndssárir stjórnmálamenn hafa að vísu margsinnis kvartað yfír ein- stökum fréttamönnum á Stöð 2, en ég hef aldrei heyrt nokkum þeirra fara fram á það að þeir verði rekn- ir. Sú staðreynd að fréttastofa Stöðvar 2 er líklega sú sjálfstæð- asta á landinu, vona ég að nægi til að kveða niður þvætting af þesu tagi í eitt skipti fyrir öll. Sú gryfja sem Herdís Þorgeirs- dóttir ritstjóri Heimsmyndar hefur lent í, er að birta fjölmargar gróu- sögur um Stöðina án minnstu við- leitni til að leita traustra heimilda. Ég segi eins og Steinn Steinarr sagði um Kristmann Guðmundsson þegar hann skrifaði Félagi kona árið 1947: Með þessari bók er Krist- mann Guðmundsson „búinn að vera“ sem kallað er,“ sagði Jón Óttar. Hann hefur nú gert samning við bókaútgáfuna Iðunni, um að skrifa bók um Stöð 2. Þýðir það ekki að hann sé búinn að ákveða að segja skilið við fyrirtækið? „Síður en svo. Um það hefur ekkert verið ákveðið. Hinsvegar er þessi saga öll þess eðlis, að ég hygg að marga muni setja hljóða, þegar hún verður birt í heild. Ég lít í raun: inni á þetta sem þríþætt verk. í fyrsta lagi að skrá sögu þessa fyrir- tækis. í öðm lagi að skrifa einskon- ar handbók um sjónvarpsrekstur og í þriðja lagi er ég að gera þessa sögu upp við sjálfan mig hvort sem ég verð áfram viðloðandi fyrirtækið eða ekki. Það á margt eftir að ger- ast þarna og ég verð án efa að skrifa um atburðarásina fram á síðasta dag. Og ég vona að bókin verði ekki svo lengi í vinnslu, að •hún verði orðin úrelt þegar hún kemur út.“ GSH Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Slakað á milli æfinga í sófanum á einni setustofunni á Hótel Örk. Lilja Georgsdóttir, Dís Sigur- geirsdóttir, Hildigunnur Skúladóttir, Inga Kristín Guðlaugsdóttir, BrynhUdur Fjóla Hallgríms- dóttir og Þuríður Edda Skúladóttir. Ungfrú Suðurland valin næstkomandi laugardag Selfossi. SEX stúlkur taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Suðurland sem fram fer á Hótel Örk næstkomandi laugardagskvöld. Sú stúlka sem sigrar tekur þátt í keppninni um titiUnn Fegurðardrottning íslands i apríl n.k. Stúlkumar hafa að undanförnu verið við æfíngar á hinum ýmsu þáttum sem kunna þarf skil á í keppni sem þessari. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni em: Lilja Georgsdóttir, Rangárvallasýslu, Dís Sigurgeirsdóttir, Vestmanna- eyjum, Hildigunnur Skúladóttir, Flúðum, Inga Kristín Guðlaugs- dóttir, Rangárvallasýslu, Brynhild- ur Ejóla Hallgrímsdóttir, Selfossi, og Þuríður Edda Skúladóttir, Laugarvatni. Fegurðarsamkeppnin hefst með fordrykk á Hótel Örk klukkan 19.00 og kvöldverði þar á eftir. Meðal skemmtiatriða verður kaba- rett undir stjórn Ástrósar Gunnars- dóttur. Hljómsveitin Galileo leikur fyrir dansi. Stúlkumar koma fram í mis- munandi klæðnaði en krýning ungfrúr Suðurlands fer fram á miðnætti. Heiðrún Perla Heiðars- dóttir, ungfrú Suðurland 1989, sér um krýninguna. Auk þess verður valin vinsælasta stúlkan úr hópn- um og ljósmyndafyrirsæta Suður- lands. Heiðursgestur kvöldsins verður Eiður Eysteinsson sem kjörinn var Herra ísland 1989. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.