Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR-7. FEBRUAR 1990
21
Reuter
Ólga íKasmír
Mikil ólga hefur verið í Kasmír á Indlandi undanfarna daga en róttækir múslimar hafa ákaft hvatt til þess
að íbúar Kasmír stofni sjálfstætt ríki. Mikill meirihluta íbúanna játar múhameðstrú. Þá hafa þær raddir
einnig heyrst að Kasmír eigi að sameinast Pakistarr. Hefur þetta skapað spennu í samskiptum Indveija
og Pakistana en ríkin hafa tvívegis barist um yfirráðaréttinn yfir Kasmír. Myndin var tekin í borginni
Srinangar á mánudag og sýnir hún lögreglumenn leita skjóls undan grjótkasti þjóðernissinna.
A
Iran-kontramálið:
Reagan neitar að
afhenda dagbækur
Washington. Reuter.
LOGMENN Ronalds Reagans, fyrrum forseta Bandaríkjanna, mót-
mæltu á mánudag kröfum um að forsetinn afhenti dómara hluta af
dagbókum sínum vegna málareksturs gegn John Poindexter, fyrrum
öryggisráðgjafa Reagans.
Verjendur Poindexters vilja kanna
hvort Reagan hafi vitað um og Iagt
blessun sína yfir leynilega sölu vopna
til klerkastjórnarinnar í íran en
hagnaðurinn var sendur kontra-
skæruliðum í Nicaragua. Dómari
hefur úrskurðað að Reagan verði að
svara 33 spurningum vetjenda Po-
indexters varðandi málið og verði
yfírheyrslan tekin upp á myndband
en forsetinn þarf ekki að mæta í
vitnastúku.
Poindexter er ákærður fyrir sam-
særi, fyrir að hafa reynt að hindra
rannsókn Bandaríkjaþings á íran-
kontramálinu auk þess sem hann
hafí borið fram blekkingar til að
skaða málareksturinn. Réttarhöld
hefjast 20. febrúar.
Reagan hefur margsinnis lýst því
yfir að hann hafi ekkert vitað um
vopnasölumálið. Veijendur Poindext-
ers telja að forsetinn hafi þvert á
móti átt hluta að málinu og vildu
þeir upprunalega fá að leggja alls
183 spumingar fyrir Reagan.
Dómari í málinu gaf Iögmönnum
forsetans nokkurra daga frest til að
ákveða hvort þeir myndu vísa kröf-
unni um yfirheyrslur á bug með því
að vitna til sérréttinda forseta, sitj-
andi jafnt sem fyrrverandi. Ef Reag-
an hefði verið stefnt sem vitni og
neitað að mæta er talið að upp hefði
komið lögfræðilegt álitamál um túlk-
un á stjórnarskránni.
Bretland:
Þingið haldi uppi eftir-
liti með leyniþjónustumii
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÝMSIR brezkir þingmenn og sérfræðingar í öryggismálum liafa
krafizt þess, að sérstök þingnefhd verði sett yfir leyniþjónustuna
, MI5 og MI6. Sljórnvöld viðurkenndu í síðustu viku, að blaðafull-
trúi hersins á Norður-írlandi hefði ranglega verið rekinn úr starfi
árið 1975.
Colin Wallace, fyrrum blaðafull-
trúi, hefur ævinlega haldið því
fram, að hann hafi verið rekinn
úr starfi fyrir að neita að taka þátt
í lygaáróðursherferð leyniþjón-
ustunnar gegn IRA og stuðnings-
mönnum hans, þekktum stjóm-
málamönnum á Norður-írlandi og
í London.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra viðurkenndi í síðustu viku,
að hún hefði gefið þinginu rangar
upplýsingar, þegar hún hafði svar-
að spurningum um mál Wallace
fyrir tveimur árum. Nýlega hefðu
uppgötvazt skjöl, sem renndu stoð-
um undir staðhæfíngar Wallace.
Stjórnin hefði því ákveðið að skipa
nefnd, sem á að rannsaka uppsögn
Wallace úr starfi.
Ýmsir þingmenn hafa krafizt
þess að rannsóknin nái líka til
ásakana um lygaherferð á Norð-
ur-írlandi. Ásakanir hafa lengi
verið uppi þess efnis, að brezka
leyniþjónustan hafi staðið fyrir
lygaherferð gegn stjórn Harolds
Wilsons, forsætisráðherra Verka-
mannaflokksins, sem þá var við
völd.
Stjómvöld hafa viðurkennt að
lygaáróðri hafi verið beitt á Norð-
ur-írlandi, en ekkert benti hins
vegar til þess, að hann hafi beinzt
gegn ráðherrum í stjórn Wilsons.
Margir þingmenn og sérfræð-
ingar í öryggismálum eru þeirrar
skoðunar, að nauðsynlegt sé að
setja brezku leyniþjónustuna undir
stjóm þingsins, en hún hefur alltaf
heyrt beint undir forsætisráðu-
neytið.
Fyrrum yfírmaður Wallace inn-
an hersins lýsti því yfír um helg-
ina, að ástæðurnar fyrir uppsögn
hans hefðu verið yfirskin. Búizt
er við að málið verði tekið upp á
ný í þinginu í vikunni.
Hryðjuverkið í Egyptalandi:
Mikil leit að tveim-
ur Palestínumönnum
Kaíró. Reuter.
EGYPSKA lögreglan telur sig vera komna á slóð mannanna, sem
myrtu níu ísraelska ferðamenn og tvo egypska öryggisverði skammt
frá Kairó sl. sunnudag. Ef rétt reynist eru hryðjuverkamennirnir pa-
lestínskir öfgamenn, sem vilja koma í veg fyrir samninga um frið í
Miðausturlöndum.
Haft er eftir heimildum innan lög-
reglunnar, að fundist hafi vegabréf
jórdansks Palestínumanns rétt hjá
Peugeot-bílnum, sem notaður var í
árásinni á langferðabifreiðina. Hefur
mynd af honum verið dreift meðal
lögreglumanna um allt Egyptaland
og auk þess er leitað annars Pa-
lestínumanns eða félaga vegabréfa-
hafans. Komu þeir til landsins 21.
janúar sl. I gær sagði egypska
fréttastofan MENA, að annar mann-
anna hefði verið handtekinn en emb-
ættismenn í innanríkisráðuneytinu
vildu ekki kannast við það.
í árásinni á langferðabílinn biðu
níu ísraelar bana, ekki tíu eins og
fyrr var talið, og tveir Egyptar og
19 manns slösuðust. Hafa ráðamenn
jafnt í Israel sem Egyptalandi heitið
að láta atburðinn ekki standa í vegi
fyrir hugsanlegum friðarviðræðum
en ísraelskir harðlínumenn hafa þó
notað tækifærið til að krefjast þéss,
að ekkert verði gefið eftir gagnvart
Palestínumönnum á hernumdu
svæðunum. Palestínsku hryðju-
verkasamtökin „Heilagt stríð“ hafa
lýst morðunum á hendur sér en full-
trúi PLO, Frelsisfylkingar Palestínu-
manna, í Kaíró hefur fordæmt þau. ,
Bílstjóri langferðabílsins er Pal-
estínumaður og er iögreglan að
kanna hvort hann geti verið riðinn
við morðin. Þykir það til dæmis
nokkuð grunsamlegt, að hann var
klukkutíma á eftir áætlun þegar
ráðist var á bílinn.
Flytjum verslunina
á morgun á Laugaveg 45
r V r
sími 11380.
HEIMSMEIS TÁKA HAPPDK/E TII
HÁHBKIISTTLEIKSSiMBAIIOS ÍSLÁHBS
0KEBI0 HK. MÁHBBÁB
ÁFRAM ÍSIAND!
20 BÍLÁK
MESTU MÖBBLEIKÁK í EIHB HÁPPOKÆTTI Á0 VIHHÁ BÍL