Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 23

Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990. 22 /W Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gorbatsjov berst fyrir völdum Asunnudag voru fjölmenn- ustu mótmæli á götum Moskvu frá því á byltingarárun- um fyrir rúmum sjötíu árum. Á mánudag hélt Mikhaíl Gorba- tsjov, forseti og leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, ræðu, þar sem hann sagði að lýðræðis- þróunin í Sovétrílqunum kynni að leiða til þess að starfsemi stjórnmálaflokka, annarra en kommúnista, yrði leyfð. Með þessu vildi hann búa í haginn fyrir slíka þróun og beindi orðum sínum til miðstjórnar flokksins á-lokuðum fundi hennar. Reynsla leiðtoga kommún- istaflokka annars staðar í Aust- ur-Evrópulöndunum ætti að kenna þeim sovésku, að sætti þeir sig ekki við þróun til lýð- ræðis verði þeim einfaldlega ýtt * til hliðar, nema gripið sé til her- valds að kínverskum hætti til að brjóta fjöldamótmæli á bak aftur. í því ljósi ber að líta á göngu og fund 300.000 manna við Kremlarmúra á sunnudag. Kremlveijar kunna innan tíðar að standa frammi fyrir því að Rauða torgið breytist í blóðvöll eins og Torg hins himneska frið- ar, hafi þeir ekki stjómkænsku til að laga sig að nýjum tímum. Gorbatsjov hefur sýnt mikið raunsæi eftir að hann var valinn til æðstu starfa í Kreml. Hann áttaði sig á stöðnun og spillingu stjórnkerfísins heima fyrir. Hann sá að ekki yrði staðið gegn breytingum í fylgiríkjun- um í Austur-Evrópu nema með því að senda sovéska herinn gegn fólkinu þar. Hann féll frá andstöðu við sameiningu Þýska- lands. Og nú hefur hann skynjað nauðsyn þess að fleiri stjóm- málahreyfingar fái að þróast innan Sovétríkjanna en komm- únistaflokkurinn. Hann hefur valið þann kost að reyna að ná forystunni, láta hinar pólitísku breytingar geijast innan komm- únistaflokksins. í Austur-Evrópuríkjunum ha^. forystumenn kommúnista orðið að láta af völdum hver af öðmm, eftir að breytingar sigla í kjölfar ijöldamótmæla. í Aust- ur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu urðu þessar breytingar á skömmum tíma. Gorbatsjov vill ekki lenda í sömu gryfju og þeir Erich Honecker, Egon Kranz, Gustav Husak og Milos Jakes. Hann er að beijast fyrir pólitísku lífi sínu gagnvart al- menningi, sem býr við verri kost núna og meiri matarskort en fyrir fímm ámm, þegar Gorba- tsjov komst til valda. Fjöldamót- mælin í Sovétríkjunum hafa hins vegar ekki enn náð sama stigi og í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu, áður en komm- únistar létu undan síga þar. Létti sovéski kommúnistaflokk- urinn tafarlaust á einræði sínu kann það að gefa Gorbatsjov nýtt svigrúm. Hann er hins veg- ar ekki einvaldur innan flokksins og á áhrifamátt hans reynir nú í miðstjórninni. Undir forystu Mikhaíls Gorbatsjovs hafa Sovétmenn fallið frá fyrri stefnu, sem mið- aði að því að tryggja völd þeirra í Austur-Evrópu með hervaldi, ef nauðsyn krefði. Vegna þess- arar stefnubreytingar hefur þró- un í átt til lýðræðis og Qölflokka- kerfis hafist í þessum löndum. Sovéski kommúnistaflokkurinn hefur hins vegar dregist aftur úr og þar með Gorbatsjov sjálf- ur. Takist honum ekki að ná fram breytingum á eigin flokki verður hann fangi stöðnunar og hnignunar. Ohugnaður í Rúmeníu Stundum er tilkynnt í sjón- varpi, að efni sem þar er sýnt, sé þess eðlis, að viðkvæmt fólk ætti ekki að horfa á það. Slíka viðvörun hefði átt að gefa í fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna í fyrrakvöld, þegar sýndar voru myndir af alnæmisveikum bömum í rúmenskum sjúkra- húsum. Eftir að Ceaucescu-hjónunum var velt úr sessi hefur komið í ljós að margt óhugnanlegt hefur þrifíst undir alræðisstjórn þeirra. Myndirnar af þessum veiku börnum voru þó verri en annað, ekki síst þegar hugað er að því, að alnæminu var komið í þau með sýktum blóðskömmt- um auk þess sem sömu sprau- tumar hefðu greinilega verið notaðar „mörg hundruð sinn- um“, svo að vitnað sé í Jacques Lebas, forseta læknasamtak- anna „Medicins du Monde“. Að sjálfsögðu viðurkenndi Ceauces- cu aldrei að alnæmi væri í landi hans, slík veiki væri ekki só- síalískur sjúkdómur heldur tákn um siðférðislega hnignun kapít- alismans. Grimmd í garð vamarlausra barna er orðið eitt helsta tákn sósíalisma Ceaucescus í Rúm- eníu, stefnunnar sem átti að vera siðferðislega hátt yfir kapítalismann hafín. Einar bætir við að mjög erfítt sé að hafa áhrif á þroska sjónar, bæði sjónskerpu og samsjón augnanna eftir skólaaldur. Afleiðingamar geti orðið óskaplegar, missi börnin síðar á ævinni sjónina á heilbrigða aug- anu annaðhvort af völdum slyss eða sjúkdóma. Aukin tíðni alvarlegs hrörnunarsjúkdóms „Við getum nú haldið glákunni í skefjum, ský á augasteinum er í yfirgnæfandi fjölda tilfella unnt að fjarlægja og eftirlit með börnum og sykursjúkum hefur skilað ótví- ræðum árangri. En á undanfömum áratugum hefur ellihrörnun í augn- botnum orðið algengasta orsök blindu á íslandi," segir Einar. Þetta er hægfara hrörnunarsjúkdómur sem hijáir fyrst og fremst fólk sem er eldra en sextugt og er nú algeng- asta orsök alvarlegrar sjóndepm hér á landi. „Þetta er orðið alvar- legt vandamál einkum þegar tillit er tekið til þess að öldruðu fólki hér á landi hefur vitanlega fjölgað mjög þar sem heilbrigðisþjónusta og lífskjör þjóðarinnar hafa batnað eins og alkunna er,“ segir Friðbert og kveður brýnt að vinna bug á þessum vanda því hann sé sambæri- legur við hina miklu tíðni gláku á íslandi á fyrri hluta aldarinnar. Sjúkdómurinn sé ekki aðeins al- gengur hér á landi heldur einnig víða á Vesturlöndum enda hafi sam- félagsþróunin hér verið svipuð og þar. „Vísindalegur skilningur á eðli sjúkdómsins er takmarkaður, segir Einar. „Það er ekki vitað hvað raun- verulega veldur þessu þó svo við getum lýst ákveðnum stigum sjúk- dómsins. Meðferðarmöguleikar em takmarkaðir en ákveðin tegund leysimeðferðar dugar í sumum til- fellum en-því miður eru þau í minni- hluta.“ Rannsóknir á sjúkdómi þessum fara nú víða fram erlendis. Einar segir ísland kjörið til slíkra rannsókna og hefur augndeildin áhuga á að koma þeim á. Einar ; bendir á að eftirlit með sjón manna sé viðtækt hér á landi, menntun góð, þjóðin fremur fámenn og af einum og sama stofninum. „Fengist nauðsynlegt fé til þessara rann- sókna gætum við að minnsta kosti lagt okkar af mörkum. Þessi sjúk- dómur er raunar skýrt dæmi um hvernig vísindastarfsemi er hið eig- j inlega forvarnarstarf, hvernig þjóð- félagið getur bætt hag og heilsu komandi kynsióða." Gjörbreytt aðstaða göngudeildar augndeildar Landakotsspítala: Einar Stefánsson og Friðbert Jónasson skoða sjúkling Húsnæði göngudeildar augndeildar Landakotsspítala að Öldugötu 17. eftirlit hefur skilað miklum ár- angri“. í Bandaríkjunum eru sykur- sýkisskemmdir í augnbotnum al- gengasta orsök blindu hjá fólki á aldrinum 24 til 64 ára. „Það blasir við að þjóðfélagslega er þetta sér- lega alvarlegur sjúkdómur því hann gerir fólk á besta aldri óstarfhæft," segir Friðbert. Hér er blindutíðnin vegna þessa sjúkdóms lægri en í nágrannalöndunum og sá árangur sem náðst hefur hér á landi hvað varðar eftirlit og meðferð hefur vakið athygli erlendis. Einar Stef- ánsson segir að samtök bandarískra augnlækna hafí sett sér það mark- mið að koma upp sams konar eftir- lits- og meðferðarkerfi þar í landi fyrir árið 2000. Árið 1989 voru skoðanir vegna sykursýki 634 þar af gengust 65 Islendingar undir leysimeðferð. Öll þau tæki sem beitt er við meðferð vegna þessa sjúk- dóms hafa verið keypt fyrir gjafa- fé, án þess hefði ekki verið unnt að hefja starfsemina. Eftirlit með börnum á forskólaaldri Læknar augndeildarinnar reyna vitaskuld að vinna bug á öllum Morgunblaðið/Þorkell skoðunartæki göngudeildarinnar. mannlegum sjúkdómum eða að halda þeim niðri en þeir Einar og Friðbert leggja áherslu á það eftir- lit sem þar fer fram með sjón barna á forskólaaldri. Þessu eftirliti kom dr. Guðmundur Björnsson, fyrrum yfírlæknir augndeildarinnar og fyrsti prósfessorinn í augnlæknis- fræði við Háskóla Islands, á en hann vann einnig brautryðjanda- starf á sviði meðferðar og greining- ar á gláku. Barnadeildir heilsuvemdar- og heilsugæslustöðva Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna senda fjögurra ára börn sem finnast með sjóngalla á göngudeildina til nánari greiningar og meðferðar. „Rann- sóknir hafa leitt í ljós að um átta prósent bama á þessum aldri þurfa að jafnaði á meðferð eða eftirliti að halda eða eitt barn í hveijum bekk,“ segir Friðbert og bætir við að þessi þáttur í heilsugæslu bama sé mjög mikilvægur. Sjóngallar geti verið margvíslegir en algengt sé að leiðrétta þurfi sjónlagsgalla svo og skjálgi. Án meðferðar er hætta á því að barnið fái „letiauga" sem lýsir sér í því að bamið beitir aðeins öðru auganu þannig að sjón- in á því auga nær að þroskast en sjónkerfi „lata“ augans þroskast ekki eðlilega. Afleiðingin verður varanleg sjóndrepra á hinu auganu. Merkii' sigrar hafa unnist en ný verkefiii blasa við Rætt við Einar Stefánsson, yfirlækni og prófessor í augnlækningum og Frið- bert Jónasson, yfirlækni göngudeildar FYRIR réttum eitt hundrað árum hóf Björn Ólafsson, fyrsti augnlækn- ir íslendinga, störf á Akranesi. Nokkrum árum síðar hélt Björn í sína fyrstu augnlækningaferð til Stykkishólms og Vestfjarða. Sú ferð mark- aði tímamót í sögu heilbrigðisþjónustu á Islandi. Eftirmenn Björns Ólafssonar hafa fylgt þessu fordæmi brautryðjandans og haldið uppi eftirliti í hinum dreifðu byggðum landsins. Á þessum tíma og einkum á siðustu áratugum hafa umtalsverðir sigrar unnist á íslandi einkum hvað varðar sjónvernd, forvarnarstarf, baráttuna gegn glákublindu og eftirlit með sykursjúkum. Ný verkefini blasa hins vegar við einkum í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á samsetningu þjóðfélagsins með tilliti til hækkandi meðalaldurs. Grundvallarforsendur nútima heilbrigðisþjónustu eru vitaskuld margar en auk bestu fáanlegu mennt- unar eru fúllkominn tækjabúnaður og aðstaða öll sérlega mikilvægir þættir. I síðustu viku var nýtt og endurbætt húsnæði göngudeildar augndeildar Landakotsspítala tekið í notkun og að sögn þeirra Ein- ars Stefánssonar, prófessors í augnlækingum og yfirlæknis augndeild- arinnar og Friðberts Jónassonar, yfírlæknis göngudeildarinnar, mun öll aðstaða til að sinna sjónvemd, forvarnarstarfi, rannsóknum og meðferð, batna til muna með tilkomu þessa nýja húsnæðis. Það sem öðru fremur einkennir augnlæknisþjónustu á íslandi er framlag og þátttaka almennings og hinna ýmsu Iíknarfélaga. Flestöll dýrustu og um leið mikilvægustu lækningatækin hafa verið keypt fyrir gjafafé og raunar var það í kjölfar landssöfnunar Lions-hreyf- ingarinnar sem rekstur göngudeild- ar Landakotsspítala var hafinn árið 1973 en fjórum árum áður hafði augndeildin verið sett á stofn með formlegum hætti. Tækniframfarir á þessu sviði læknavísindanna hafa verið sérlega örar og svo er að þakka hinna hinum ýmsu Iíknarfé- lögum að augndeildin hefur jafnan ráðið yfír fullkomnum tækjabúnaði. Þá er margvíslegur tækjabúnaður sem notaður er við greiningu og meðferð í eigu augnlæknanna sjálfra. Húsnæði göngudeildarinnar var hins vegar löngu orðið ófullnægj- andi með tilliti til þeirrar víðtæku starfsemi sem þar fer fram. Á föstu- dag í síðustu viku jókst húsnæðið til muna er tekin var í notkun önn- ur hæð göngudeildarinnar að Öldu- götu 17. Þessi hæð hússins var keypt fyrir fé sem þær Björg Jak- obsdóttir og Sigurborg Jónsdóttir arfleiddu augndeildina að en þær bjuggu báðar í Reykjavík. „Þetta húsnæði mun gjörbreyta aðstöðu okkar,“ segir Einar Stefánsson. „Von okkar er sú að okkur takist einkum að bæta meðferð vegna augnskaða af völdum slysa og með- ferð við ellihrömun í augnbotnum, sem er orðin helsta orsök alvarlegr- ar sjóndepm hér á landi. Þá er ennfremur stefnt að því að auka ráðgjafarþjónustu og rannsóknar- starfsemi“. Baráttan gegn gláku Þegar Björn Ólafsson tók til starfa var augnheilsa íslendinga mjög slæm og rannsóknir hafa leitt Friðbert Jónasson, yfirlæknir göngudeildarinnar, og Einar Stefáns- son, prófessor í augnlækningum. Tækjabúnaðurinn á myndinni er notaður til að kanna raflífeðlisfræði augans. í ljós að á þriðja áratug aldarinnar var blinda af völdum gláku mun algengari hér en í öðrum löndum Evrópu. „Þetta ástand hélst fram yfír miðja öldina og um 1950 vom nálægt 250 íslendingar blindir af völdum gláku,“ segir Einar Stefáns- son og bætir við að sé tillit tekið til þess að þjóðinni hefur fjölgað á þessum 40 árum auk þess sem eldra fólk sé hlutfallsiegra fleira nú en þá myndi þetta samsvara því að um það bil 500 manns væru nú blindir af völdum þessa sjúkdóms. Staðreyndin sé hins vegar sú að blindu um 60 íslendinga megi rekja til gláku. Þennan mikla árangur segir Frið- bert Jónasson að rekja megi til bættar meðferðar og greiningar auk þess sem augnlæknum hafi fjölgað á íslandi og bylting orðið á sviði tækjabúnaður og lyfja. Þessi skýring er þó ekki fullnægjandi einkum í ljósi þess að árangurinn hér á Iandi er einstakur samanborið við nágrannalöndin. í Bretlandi telja læknar að þeir nái einungis að greina um helming glákutilfella og merkjanleg breyting til batnaðar hvað þetta varðar hefur ekki orðið þar í landi undanfama þijá ára- tugi. Þeir Friðbert og Einar leggja áherslu á gildi augnlækningaferð- anna og reglubundinna sjónmæl- inga þar sem menn leiti jafnan til augnlækna þurfi þeir á gleraugum að halda. Á þennan hátt sé oft unnt að greina sjúkdóma á frum- stigi og halda þeim niðri og um þjóðhagslega hagkvæmni þessa þurfi enginn að efast. Á annað þúsund manns eru í reglubundnu eftirliti eða meðferð á göngudeild- inni vegna gláku. Eftirlit með sykursjúkum Sykursýkisdeild augndeildarinn- ar var opnuð árið 1980. „Það kerfi sem komið hefur verið upp á ís- landi hvað varðar eftirlit með ins- úlín-háðum sykursjúklingum er ein- stakt," segir Friðbert. „Það er eng- inn vafi á því að þetta skipulega ast að samþykkja á síðasta þing kjörtímabils, þ.e. á næsta þingi miðað við að sá draumur ráðherr- anna rætist að þeir sitji út kjörtíma- bilið. Til þess að koma samræmdri skipan á umhverfísmál nú, ætti að fara þá leið, sem sjálfstæðismenn hafa lagt til. Ef ekki er á hana fallist, eiga frumvörp ríkisstjórnar- innar að fýlgjast að. Þau yrðu þá væntanlega samþykkt í einu eða öðru formi fyrir þinglausnir. Sólnes yrði að þola það svolítið lengur að vera hagstofuráðherra. Ef hann og ríkisstjórnarliðið sættir sig ekki við það, geta þeir þvingað fram af- greiðslu á frumvarpi um stofnun umhverfisráðuneytis. Þá eru mestar líkur á að frumvarpið um viðfangs- efni ráðuneytisins verði ekki af- greitt á þessu þingi. Þá yrðu fífla- lætin í kring um þetta allt fullkomn- uð. í ríkisstjórninni sæti umhverfis- ráðherra yfir ráðuneyti, sem hefði engin viðfangsefni. I ráðuneytinu yrðu hins vegar, auk ráðherrans, ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra, skrifstofustjóri, ritari, símavörður, ráðherrabílstjóri og eflaust einhveijir fleiri. Bíllinn und- ir ráðherrann var keyptur fyrir fá- einum dögum, nýr Cherokee. Slíkan er unpt að fá fyrir 2,2 miljónir króna. En „einn með öllu“, leður- klæddum sætum og skíðagrind á þaki, eins og ráðherra sæmir, kost- ar um 3,5 milljónir. Sá var auðvitað valinn og mun örugglega fara vel f umhverfi sínu. Og með því að ráðuneytið verður sett á fót án verkefna, verðurpúst- ið úr ráðherrabílnum eina framlag þess til umhverfismála.“ HV Rætt við Olaf G. Einarsson formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins ir formanni Alþýðuflokksins, að hann vilji líka fækka ráðuneytum niður í 7. Hann ætlar samt á Al- þingi að greiða atkvæði með að þeim verði fjölgað úr 13 í 14. Frumvörp stjórnarinnar eru tvö eins og ég áður sagði. Alveg er ljóst að stjórnin hefur þennan hátt á til þess að greiða sem fyrst eina af- borgunina af mörgum, sem stofnað var til við inngöngu Borgaraflokks- ins í ríkisstjórnina á haustdögum. Þvinga átti fram fyrir sl. jól frum- varp um stofnun ráðuneytis til þess að sómasamlegur titill kæmist á ráðherrann í stað hins fáránlega titils, hagstofuráðherra. Það gekk ekki þá. Síðan setti ráðherrann sjálfur markið í allra síðasta lagi fyrir janúarlok. Það tókst heldur ekki. Þessar ráðagerðir ríkisstjórn- arinnar sýna best hvílíkur hégómi er hér á ferð. í stað þess að ein- beita sér að því að fara yfir umsagn- ir, sem borist hafa, og vinna í sam- vinnu við stjórnarandstöðu að því að ákveða hvaða viðfangsefni fær- ist milli ráðuneyta, er helsta og eina keppikeflið að stofna umhverfis- ráðuneyti, sem hefur engin við- fangsefni. Vitað er að ríkisstjórnin hefur til meðferðar tillögur um uppstokkun ráðuneyta þar sem m.a. er gert ráð fyrir fækkun þeirra. Á sama tíma er lagt ofurkapp á að fjölga ráðu- neytum um eitt. Þetta eru auðvitað fáránleg vinnubrögð, en svo sem í samræmi við annað, sem stjórnin hefur gert til þess að halda völdum í landinu. Uppstokkun ráðuneyta er eðlileg- HAFT er á orði að Borgaraflokkurinn hafi verið keyptur inn í ríkis- stjórnina fyrir tvo ráðherrastóla, dómsmála og umhverfísmála. Mörg- um þykir sú meðferð mála með endemum einkum að því er varðar umhverfismál og málatilbúnaður allur engan veginn hæfa svo mikil- vægum málaflokki. Miklar umræður hafa verið á Alþingi um um- hverfísmál að undanförnu og ekki síður manna á meðal úti í þjóð- félaginu. Þess vegna þótti við hæfi að spyrja Ólaf G. Einarsson, þing- mann, sem er í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli, hver væri staðan nú og um afstöðu Sjálfstæðisflokksins. „Þijú frumvörp varðandi um- hverfismál liggja nú fyrir þinginu," sagði Ólafur, „frumvarp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um samræmda stjóm umhverfismála og tvö frumvörp frá ríkisstjórninni, þ.e. breyting á stjórnarráðslögum þar sem gert er ráð fyrir stofnun sérstaks umhverfismálaráðuneytis og svo annað frumvarp þar sem kveðið er á um hvaða viðfangsefni skuli flytja til hins nýja ráðuneytis frá þeim ráðuneytum sem til þessa hafa haft þau með höndum. Oll þessi frumvörp hafa verið og eru til meðferðar hjá allsheijar- nefnd neðri deildar. Þau voru send til umsagnar um það bil 50 aðilum og hafa borist svör frá um 30. Það er mikið verk að fara yfir þessar umsagnir enda hafa flestir um- sagnaraðilar lagt mikla vinnu í þær. Á síðustu dögum hefur hins vegar orðið Ijóst að málið muni ekki fá eðlilega meðferð á Alþingi því ríkisstjórnin virðist ætla að knýja fram stofnun ráðuneytis án þess að ákveða samtímis verkefni þess.“ — Nú er það vitað að margar umsagnirnar hafa verið mjög nei- kvæðar gagnvart frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Hvernig bregst nefndin við þeim? „Það eru einkum fjögur atriði sem leitast er við að draga fram úr umsögnunum. 1. Hver afstaðan er til stofnunar sérstaks umhverfis- ráðuneytis. 2. Hver afstaðan er til flutnings einstakra stofnana milli ráðuneyta. 3. Hveijar helstu breyt- ingartillögur eru, sem umsagnarað- ili vill koma á framfæri. 4. Hver afstaðan er til frumvarps sjálfstæð- ismanna." — „Hver er meginstefna Sjálf- stæðisflokksins í því frumvarpi? „Landsfundur Sjálfstæðisflokks- Ólafur G. Einarsson alþingismað- ur. ins samþykkti ítarlega ályktun um umhverfismál. Þar er sagt að setja beri almenn lög um umhverfísvemd og samræming falin einu ráðu- neyti. Umhverfísmál eru flókin og samofin flestum öðrum málaflokk- um. Stjórn umhverfismála fléttast því inn í málefni, sem heyra undir mörg ráðuneyti. Þess vegna ber Iíka að forðast að líta svo á að stjórnun sé forgangsverkefni í umhverfis- málum, þótt samræmingu hafi skort. Sjálfstæðismenn hafa lagt á það áherslu, að aukin framlög til umhverfismála fari til framkvæmda en ekki til að koma upp dýru stjórn- kerfi.Þar kemur mjög greinilega í Ijós ágreiningur milli Sjálfstæðis- flokksins og vinstri flokkanna, Borgaraflokkurinn þar með talinn. Þá leggja sjálfstæðismenn áherslu á að árangur í umhverfis- málum byggist á skilningi almenn- ings og áhuga á náttúru landsins. Grundvallaratriði er að sú skipan mála, sem komið verður á, verði gerð í sátt við þá sem við skipulag- ið eiga að búa, bæði í stjórnkerfinu og úti í þjóðlífínu". „Hveijir finnst þér megingallar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar?". „Ég er andvígur stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis eins og ríkis- stjórnin hyggst koma á fót. Frum- varp sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir samræmdri stjórn umhverfis- mála en ekki stofnun sérstaks ráðu- neytis. Við viljum fækka ráðuneyt- um og styrkja þau, en ekki fjölga þeim og veikja þau. Ég sé haft eft- Umhverfismál á Alþingi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.