Morgunblaðið - 07.02.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAPIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
____________Brids_________________
ArnórRagnarsson
Bridshátíð hefst á föstudag
Búið er að ganga frá vali á pörum
ig töfiuröð í tvímenningi Bridshátíðar.
föfluröðin er þannig:
1. Sigmundur Stefánsson —
Ágúst Helgason
2. Stefán Guðjohnsen —
Egill Guðjohnsen
3. Símon Símonarson —
Hörður Arnþórsson
4. Mike Polowan —
Björn Fallenius
5. Jón Baldursson —
Aðalsteinn Jörgensen
6. Amar Geir Hinriksson —
Einar Valur Kristjánsson
7. Ellert B. Schram —
Hallur Símonarson
8. Júlíus Snorrason —
Sigurður Siguijónsson
9. Vilhjálmur Sigurðsson —
Þráinn Sigurðsson
10. Páll Valdimarsson —
Magnús Ólafsson
11. Anders Morath —
Magnus Lindquist
12. Helgi Jónsson —
Helgi Sigurðsson
13. ValurSigurðsson —
Sigurður Vilhjálmsson
14. Tommy Gullberg —
Hans Göthe
15. Anton Gunnarsson —
Friðjón Þórhallsson
16. Esther Jakobsdóttir —
Valgerður Kristjónsdóttir
17. Erla Sigurjónsdóttir —
Kristjana Steingrímsdóttir
18. Júlíus Sigurjónsson —
Sverrir Armannsson
19. Eiríkur Jónsson —
Jón Alfreðsson
20. Kristján Már Gunnarsson —
Viihjálmur Þór Pálsson
21. NN-NN
22. Ragnar Hermannsson —
Matthías Þorvaldsson
23. José Damiani — NN
24. Tryggvi Gunnarsson —
Reynir Heigason
25. Bjöm Eysteinsson —
Guðmundur S. Hermannsson
26. Bjöm Theodórsson —
Jakob R. Möller
27. ísak Örn Sigurðsson —
Hrannar Erlingsson
28. Hjalti Elíasson —
Jón Ásbjörnsson
29. Eiríkur Hjaltason —
Páll Hjaltason
30. Hermann Lámsson —
Ólafur Lámsson
31. Magnús Torfason —
Sævin Bjarnason
32. Öm Einarsson —
Hörður Steinbergsson
33. Þröstur Ingimarsson —
Bemódus Kristinsson
34. Guðmundur Pétursson —
Ásmundur Pálsson
Frá setningn Bridshátíðar 1988.
Zia Mahmood hvislar sinni fyrstu
sögn að Davíð borgarstjóra.
35. Björgvin Þorsteinsson —
Guðmundur Eiríksson
36. Ármann J. Lámsson —
Ragnar Bjömsson
37. Haukur Ingason —
Valgarð Blöndal
38. Guðmundur Páll Arnarson —
Þorlákur Jónsson
39. Anton Haraldsson —
Pétur Guðjónsson
40. Hjördís Eyþórsdóttir —
Jakob Kristinsson
41. Guðlaugur R. Jóhannsson —
Örn Arnþórsson
42. ÁsgeirÁsbjörnsson —
Hrólfur Hjaltason
43. Ragnar Magnússon —
Rúnar Magnússon
44. ÓmarJónsson —
Þórir Sigursteinsson
45. Runólfur Jónsson —
Guðjón Einarsson
46. LynnDeas —
Lars Blakset
47. Sveinn Rúnar Eiríksson —
Steingrímur Pétursson
48. Sigurður B. Þorsteinsson —
Gylfi Baldursson
1. varapar:
Murat Serdar — Þórður Bjömsson
2. varapar:
Daði Bjömsson — Guðjón Bragason
Tímasetningar mótsins eru þannig:
Spilamennska í tvímenningi hefst kl.
20 og spilað til um kl. 1 um nóttina.
Hafist verður handa aftur kl. 10 ár-
degis laugardaginn 10. febrúar og
spilað þar til tvímenningnum lýkur.
Spilaður barómeter, 2 spil milli para,
allir við alla. Sveitakeppnin hefst kl.
13 sunnudaginn 11. febrúar og verða
spilaðar 6 umferðir (10 spila leikir —
Monrad). Spilamennska í sveitakeppn-
inni hefst aftur kl. 15 mánudaginn
12. febrúar, og spilað þar til keppni
lýkur.
Að losna undan
reglugerðafarganinu
eftir Gunnar
Einarsson
Ég heyrði um daginn sögu af
gömlum bændahöfðingja, bónda
sem þekktur er fyrir hörkudugnað
og kjark í baráttu við óblíða nátt-
úru landsins. Hann flutti fyrir
nokkrum árum á nýbýli sem aðeins
hafði rétt til að framleiða nokkur
ærgildi. Hann eyðir nú andlegri
orku í að reyna að heija út rétt til
að framleiða nokkur lömb í viðbót.
Ég sé fyrir mér þennan gamlá skör-
ung, sitja og skrifa skömmtunar-
stjórunum bænarbréf.
Þegar fullvirðisrétturinn var sett-
ur á voru bændur skyldaðir til að
úrelda hluta af framleiðslugetunni
og í staðinn tryggir ríkið fast verð
fyrir ákveðna framleiðslu. Það er
mjög misjafnt hversu mikið hver
bóndi þurfti að úrelda. Hér á okkar
búi erum við búin að greiða niður
þá aðstöðu sem við megum nýta,
miðað við þann framieiðslurétt er
við höfum. Nú eigum við eftir að
borga í mörg ár háar afborganir
og skatta af eignum sem við megum
ekki nýta. Við þurftum til dæmis á
síðasta ári að borga meira í þennan
úreldingarskatt en í allan annan
útlagðan kostnað samanlagt. Sumir
fengu fullvirðisrétt út á framleiðslu
í húsum sem voru gömul og eru
núna aflögð, en þessir bændur fá í
staðinn senda í póstinum peninga
fyrir vannýttan fullvirðisrétt. Það
er ákaflega erfitt að byggja upp
aðra atvinnu með þennan úrelding-
arskatt á bakinu, þó áhugi og að-
staða sé fyrir hendi.
Það er kominn tími til að bændur
geri sér grein fyrir því að framleiðsl-
unni verður ekki skipt réttlátt milli
framleiðenda með sögulegum rök-
um, eða á neinn annan hátt. Þó að
við gefum okkur að núverandi verð
til bænda sé rétt getur verið hag-
stæðara fyrir marga framleiðendur
að þola lægra verð heldur en að
láta góða aðstöðu standa ónotaða.
Við.eigum í samkeppni við annað
kjöt og það má ekki banna sauð-
ijárbændum að hagræða.
Þau lög og reglugerðir, sem sett-
ar hafa verið til að stýra fram-
leiðslu í sauðíjárrækt, samrýmast
ekki minni túlkun á atvinnulýð-
ræði. Hvernig litist mönnum á svip-
að fyrirkomulag í öðrum greinum
atvinnulífsins. Tökum dæmi: Gæti
meirihluti bakara fengið Alþingi og
ráðherra til að setja lög og reglur
sem bannaði nýliðum í stéttinni að
nýta sín bakarí af því það væri
óþægilegt fyrir meirihlutann, skap-
aði offramleiðslu og lækkaði verð
brauðanna.
Við bændur erum vitanlega
nokkurs konar verktakar hjá þeim
sem kaupa af okkur vöruna, fólkinu
í landinu. Beitin er auðlind sem
sjálfsagt er að takmarka not á en
neysla fólks er ekki auðlind sem
hægt er að eignast fyrir hefð eða
með ráðherratilfærslum. Stjórnar-
skráin á að tryggja jafnan rétt
framleiðenda til að selja sína vöru.
Neytendur eiga líka að geta valið
frá hveijum þeir kaupa vöru og
þjónustu. Hver bóndi á, eins og
hver annar atvinnurekandi, að hafa
rétt til að gera sínar hugmyndir að
veruleika. Einn gerir eitt, annar
gerir eitthvað allt annað. Það sem
reynist best verður framtíðin. Þann-
ig verður sauðfjárræktin sterkust.
Það þarf líka að auka samkeppni
milli afurðastöðvanna og að veita
litlum sláturhúsum áfram starfs-
leyfi til að koma í veg fyrir einokun-
araðstöðu stórra sláturfélaga. Auk-
in samkepni gæfi neytendum líka
meiri möguleika á að velja milli
framleiðenda.
Á sínum tíma veittu stjórnvöld
lán og styrki til uppbyggingar í
sauðíjárrækt og stuðluðu þannig
að meiri framleiðslu en markaðsað-
stæður gáfu tilefni til. Stjórnmála-
menn hafa átt erfitt með að skilja
að það er þannig með fyrirgreiðslu
eins og áburðinn að hún verkar sem
eitur í of stórum skömmtum.
Gunnar Einarsson
„Stjórnmálamenn hafa
átt erfitt með að skilja
að það er þannig með
fyrirgreiðslu eins og
áburðinn að hún verkar
sem eitur í of stórum
skömmtum."
Með tilliti til ábyrgðar, sem
stjórnvöld bera á ástandi í sauð-
fjárrækt, væri eðlilegt að bændur
sem vilja hætta fái til þess stuðn-
ing. Það mætti líka gefa bændum
tækifæri til að taka að sér verkefni
í landgræðslu og skógrækt.
Það er haft eftir Gorbatsjov að
það sé nauðsynlegt að gera bændur
í Sovétríkjunum aftur fijálsa og
losa þá undan reglugerða fargan-
inu. Þetta á líka við hér á landi.
Þegar núverandi búvörusamningi
lýkur ætti að flytja valdið og
ábyrgðina aftur til hins einstaka
bónda.
Ilöfundur er bóndi á Daðastöðum
í Presthólahreppi.
Fyrstu frímerki
ársins 15. febrúar
________Frímerki____________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Segja má, að Póst- og síma-
málastofnunin bjóði öllum þeim,
sem safna íslenzkum frímerkjum,
til frímerkjaveizlu fimmtudaginn
15. þ.m. Að sjálfsögðu kætast
margir við, en trúlega þykir ein-
hveijum nóg að gert, þar sem við
fáum tíu ný frímerki í hendur á
einum og sama degi. Þess vegna
kalla ég þetta veizlu af hálfu póst-
stjómarinnar. Hér er svo bót í
máli, að öll þessi frímerki kosta
þó ekki meira en 309 krónur.
Fyrir stuttu sendi póststjórnin frá
sér tvær tilkynningar, þar sem
segir frá þeim tveimur útgáfum,
sem út koma þennan dag. Verður
hér á eftir greint nokkuð frá þeim
og að sjálfsögðu stuðzt að mestu
við það, sem í tilkynningunum
segir.
I fyrstu útgáfu ársins em tvö
fuglafrímerki. Em þau framhald
af flokkinum „Fuglar íslands“,
sem nú hefur komið út síðan 1986
og þykir hin mesta prýði meðal
íslenzkra frímerkja og teiknara
sínum eða hönnuði, Þresti Magn-
ússyni, til mikils sóma. Prentuð
eru þau í rastadjúpþrykki, eins og
póststjórnin er nú í seinni tíð
farin að kalla þessa aðferð og fer
þar eftir danskri og þýzkri fyrir-
mynd. Þessi merki eru prentuð
hjá Courvoisier S.A. í Sviss eins
og fyrri fuglamerki. Verðgildi
þeirra em 21 og 80 krónur
Á 21 kr. frímerkinu er mynd
af rauðhöfðaönd. Fer vel á því að
velja annað fuglamerkjanna undir
venjulegt burðargjald, því að þá
kemur sú mynd örugglega fyrir
augu fjölda viðtakenda almennra
bréfa. Og þó. Allt er það undir
því komið, að burðargjöldin hækki
ekki svo ört, eins og því miður á
sér of oft stað, að merkin verði
fljótt „ónothæf" sem gjaldmiðill
undir almennt bréf. Ekki er
ástæða til að lýsa hér þessari
andartegund nákvæmlega. Um
það verður að vísa áhugamönnum
til sjálfrar tilkynningarinnar. Þess
má þó geta, að rauðhöfðaönd er
staðfugl og heldur sig við tjarnir
og í mýmm á summm, en á
vogum og grunnsævi á vetrum.
Fuglinn verpir 6-10 eggjum í
hreiður, sem hann felur milli
þúfna, í lyngi og runnum við eða
í votlendi.
Á 80 kr. frímerkinu er mynd
af heiðagæs. Hún er farfugl af
andarætt og er öræfafugl. Hún
verpir 4-7 eggjum í hálendismýr-
um, en einnig á klettasyllum í
árgljúfmm og giljum. Er hreiðrið
gmnnur bolli í grassverði eða á
þúfum og dyngjum og fóðrað
innan með grasi, fiðri og dúni.
Allir kannast við það, hvernig
heiðagæsin fylkir sér í oddafiug á
langflugi til þess að ijúfa loftmót-
stöðu. Skiptast þær þá um forystu
á þessu flugi. Er vissulega gaman
að sjá til þeirra á haustin, þegar
þær eru að búast til langferðar af
landinu.
Síðari útgáfan er þriðja hefti
póststjórnarinnar með 16
frímerkjum með mynd af land-
vættunum fjómm, sem við þekkj-
um úr skjaldamerki íslands:
dreka, fugli, griðungi og bergrisa.
Ég býst við, að fiestir kannist við
frásögnina í Heimskringlu Snorra
Sturlusonar um Harald Gormsson
Danakonung, sem ætlaði að sigla
til íslands og hefna níðs, sem
hafði verið ort um hann. Áður en
til þess kæmi, bauð hann fjölkunn-
ugum manni að fara til Islands í
könnunarskyni. Fór sá í hvalslíki
og mætti á þessum landvættum,
er hann ætlaði að landi á fjórum
stöðum, sem vörnuðu honum land-
göngu. Sneri hann svo aftur til
konungs og bar landinu illa sög-
una.
Verðgildi landvættamerkjanna
em 5 og 21 kr. Heftið kostar
þvi 208 kr. Er ljóst, að hér hefur
póststjórnin valið annars vegar
merki undir almennt burðargjald
og svo eins konar „fyllingarfrí
merki“ til nota með öðrum merkj-
um undir eitthvert tiltekið burðar-
gjald. Fer auðvitað vel á því, enda
er megintilgangur með útgáfu
þessara hefta sá, að menn kaupi
þau og hafi hjá sér í skrifborðinu
eða ekki síður í veski eða tösku.
Á þann hátt þarf ekki alltaf að
hlaupa út á næstu póststöð eftir
venjulegum frímerkjum. Því mið-
ur hafa menn tæplega enn áttað
sig á því hagræði, sem hafa má
af þessum heftum. Þar á nú póst-
stjórnin sjálf nokkra sök, því að
hún auglýsir þessi frímerkjahefti
aldrei nógsamlega vel.
Landvættamerkin eru sem fyrr
gefin út eftir teikningu Þrastar
Magnússonar og prentuð í
stungudjúpþrykki hjá Frímerkja-
prentsmiðju sænsku póststjórnar-
innar í Stokkhólmi. Éftir því sem
greina má á litmynd framan á
tilkynningu póststjórnarinnar,
virðast litir þessara frímerkja
nokkuð góðir til stimplunar. En
áður hefur það einmitt verið
gagnrýnt meðal safnara, að fyrri
landvættamerkin hafí verið of
dökk á lit, jafnvel allt að því
svört, svo að stimpill sést mjög
ógreinilega á þeim. Æitti svo sem
að vera óþarfi að velja þessum
frímerkjum, sem einmitt er ætlað
það hlutverk að vera sem mest
hversdagsfrímerki (brugsfri-
mærke), svo dökkan lit, að stimpl-
un þeirra komi illa fram.
í næsta þætti, verður svo
minnzt á önnur þau frímerki, sem
væntanleg eru á árinu.