Morgunblaðið - 07.02.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 07.02.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 31 Alþjóðadagur leiðsögumanna: Þekkir þú landið þitt? eftir Birnu B. Bjarnleifsdóttur Miðvikudaginn 21. febrúar nk. verður haldinn Alþjóðadagur leið- sögumanna. Þann dag munu leið- sögumenn í öllum heimsálfum bjóða almenningi upp á ókeypis skoðunar- ferðir um nágrennið til að rifja upp eða kynnast sögu næsta um- hverfis. Einnig munu félög leiðsög- umanna boða til fræðslufunda fyrir félagsmenn sína eða efna til ein- hvers konar uppákomu sem vekja mun athygli á starfi leiðsögu- manna. Alþjóðadagur leiðsögu- manna er haldinn til að undirstrika mikilvægi leiðsögustarfsins, ekki einungis innan ferðaþjónustunnar heldur einnig og ekki síður til að stuðla að varðveislu þjóðlegs menn- ingararfs. Islenskir leiðsögumenn munu taka þátt í Alþjóðadegi leiðsögu- manna með því að efna til félags- fundar miðvikudaginn 21. febrúar nk. þar sem haldnir verða fyrirlestr- ar um niðurstöður fornleifarann- sóknanna í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum sem hugsanlega kaíla á endurskoðun á upphafi sögu okkar. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sem er heiðursfélagi í Félagi leiðsögumanna, og Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, munu heiðra leiðsögumenn með því að sitja fundinn. Laugardaginn 24. febrúar mun Félag leiðsögumanna síðan bjóða almenningi upp á ókeypis skoðunarferðir um Reykjavík og mun félagið njóta til þess aðstoðar Ferðamálanefndar Reykjavíkur. Verða þær ferðir kynntar í fjölmiðlum þegar þar að kemur. Til Alþjóðadags leiðsögumanna er boðað af Alþjóðasambandi leið- sögumanna (World Federation of Tourist Guide Lecturers’ Associati- ons) sem stofnað var í ísrael árið 1985. Alþjóðasambandið heldur alþjóðaráðstefnur leiðsögumanna annað hvert ár og hafa þær verið haldnar í ísrael, Vínarborg og á Kýpur. Fjölþjóðasamstarf leiðsögu- manna má þó rekja lengra aftur í tímann og má nefna sem dæmi að um áratuga skeið hefur verið í gangi norrænt samstarf leiðsögu- manna á vegum Inter Nordic Guide- klub. Fjórða ráðstefnan á vegum Alþjóðasambandsins verður einmitt haldin í Finnlandi í febrúar á næsta ári. Aðalþema þeirrar ráðstefnu verður: ímynd leiðsögumannsins. Á þeim alþjóðlegu ráðstefnum sem haldnar hafa verið hefur verið bent á mikilvægi góðrar menntunar leiðsögumanna og í framhaldi af því að tryggt verði að einungis þeir sem hlotið hafa nauðsynlega starfs- þjálfun verði ráðnir til leiðsögu- starfa. Sumir kunna ef til vill að líta á þetta atriði sem réttindamál leiðsögumanna, en það er ekki síður, ef betur er að gáð, einnig hagsmunamál ferðaskrifstofueig- enda og ferðaþjónustunnar í heild. Það vakti fljótt athygli mína hve allir á ráðstefnunum, hvaðan sem þeir voru úr heiminum, voru sam- mála um að gera þurfi kröfur til leiðsögumanna og að þeir verði að sýna ábyrgð og vandvirkni í starfi. Lögð hefur verið áhersla á að leið- sögustarfið sé sérfræðigrein sem krefjist sérþjálfunar. Einnig að sú þjálfun verði að vera í beinum tengslum við ferðamálayfirvöld og kennslan sjálf að miklum hluta á höndum löggiltra leiðsögumanna í náinni samvinnu við aðra sérfræð- inga eins og t.d. jarðfræðinga, forn- leifafræðinga og sagnfræðinga, eftir áhersluþáttum í hveiju landi. í skoðunarferðunum sem boðið hefur verið upp á í tengslum við ráðstefnurnar hefur verið ómetan- legt að eiga þess kost að sjá vinnu- brögð afbragðs leiðsögumanna. Það hefur verið lærdómsríkt að sjá hve snilidarlega þeim hefur tekist að koma fróðleik sínum á framfæri við okkur farþegana. Þannig höfum við lært hvert af öðru og haf a íslensk- ir leiðsögumenn einnig getað miðlað af sinni reynslu bæði á fundum og í einkaviðtölum. Má t.d. nefna að nú stefna fleiri lönd að því að leið- sögumenn fái fræðslu um land sitt í heild eins og hér er, en víða hefur aðeins verið um staðbundna fræðslu að ræða, t.d. um ákveðna lands- hluta eða ákveðnar borgir. Einnig byggjast fleiri lönd feta í fótspor þeirra sem krefjast símenntunar leiðsögumanna sinna með því að þeim verði gert skylt að sækja endurmenntunarnámskeið eftir ákveðinn tima. Hér á landi þurfa leiðsögumenn að sækja endur- menntunamámskeið á fimm ára fresti hafi þeir ekki unnið ákveðinn lágmarks dagafjölda á síðustu fimm árum. íslenskir leiðsögumenn sem sótt hafa ráðstefnur Alþjóðasambands leiðsögumanna hafa snúið heim fullir af nýjum hugmyndum og fullir bjartsýni um að íslensk ferða- málayfirvöld hljóti nú fljótlega að Söl Aður fyrr þótti það hið besta búsílag að eiga aðgang að sölvafjöru. Á Vestri-Loftsstöðum i Flóa, þar sem tengdamóðir mín var fædd og uppalin, var sölvum safnað í kistur til vetrarins eftir að þau höfðu verið hreinsuð og þurrkuð. Farg var sett á sölin í kistunum, svo að þau geymdust vel, en þau voru ljúffeng og holl tilbreyting í matargerðinni. í skeijagarðinum undan Flóanum og vestur í Selvog eru góð vaxtarskilyrði fyrir söl og annan sjávargróður. Stríður straumur er þar með landi og mengun í lágmarki. I Náttúrufræðistofu Kópavogs hefur á skilmerkilegan hátt verið teiknað upp kort af gróður- og straumbeltum fjörunnar. Þar sést að söl vaxa á bilinu milli meðalsmástraums- og meðalstórstraums- fjöru og næstu nágrannar sölva í gróðurríki fjörunnar eru maríusvunta, fjörugrös, kerlingarhár og skolla- þvengur. Mjög mörg næringarefni eru í sölvum. Þau eru próteinrík, í þeim er engin fita en aftur á móti kolvetni og geysimikið joð. Þau eru því góð fyrir æðakerfið. í einu kílói eru 296 hitaeiningar og ber að athuga að eitt kíló af sölvum er geysimikið magn. Því miður hafa söl ekki verið rannsökuð sem skyldi. Vitað er að margir eiga við þreytu í fótum að stríða, þeir sem vinna á hörðum gólfum eins og margir iðnaðarmenn. Bóndi minn var einn þeirra, en eftir að hann fór að fá sér smávisk af sölvum með morgun- matnum, hvarf þessi þreyta á hálfum mánuði. í minni fjölskyldu er ég sú eina sem ekki er hrifin af sölvum, en ég veit að þau eru góð fyrir æðakerfið, ég stend oft mikið og reyni því mikið á fætuma, en söl vil ég borða og set þau í brauð, bæði venjulegt brauð og einnig í parta, sem ég steiki í feiti. Næsta uppskrift er úr nýút- kominni bók minni, Minna mittis- mál. Sölvabrauð 250 g hveiti 200 g hveitiklíð 50 g valsaður rúgur eða valsað hveiti 1 tsk. sykur 3 tsk. fínt þurrger 2 msk. matarolía 2 dl heitt vatn úr krananum ■ l'Adl súrmjólk 2-3 hnefar söl valsaður rúgur eða valsað hveiti ofan á. ■ 1. Setjið hveiti, hveitiklíð, vals- aðan rúg eða hveiti og sykur í skál. 2. Blandið saman vel heitu vatni úr krananum og súrmjólk. Þetta á að vera fingurvolgt. Setj- ið í aðra skál ásamt matarolíu. 3. Setjið helming blöndunnar ásamt öllu gerinu út í. Hrærið 1 örlítið, en bætið þá því sem eftir er af mjölinu út í. Þetta á að vera lint deig. Hrærið vel saman. Birna B. Bjarnleifsdóttir „Leiðsögumaður sem stendur sig.illa í starfi skerðir ekki aðeins sinn eigin heiður eða heiður leiðsögumanna í sínu eigin landi heldur skerðir hann heiður leiðsögumanna um all- an heim.“ viðurkenna mikilvægi leiðsögu- starfsins í verki með auknum fjár- veitingum til Leiðsöguskólans. Þeir hafa komið heim með það sem veganesti að einn leiðsögumaður sem stendur sig illa í starfi skerðir ekki aðeins sinn eigin heiður eða heiður leiðsögumanna í sínu eigin landi heldur skerðir hann heiður leiðsögumanna um allan heim. Þannig vinnur Alþjóðasamband leiðsögumanna. Höfundur er forstöðumaður Lciðsöguskóla Ferðamálaráðs. Siglufjörður: Annar áfangi dvalarheim- ilis fyrir aldr- aða afhentur Siglufirði. ANNAR áfangi dvalarheimilis fyrir aldraða var tekinn í notkun fyriur skömmu, þegar voru af- hentar 13 einstaklingsíbúðir og 3 hjónaíbúðir. I fyrsta áfanga, sem tekinn var í notkun 1987, og þessum áfanga eru 15 einstaklingsíbúðir og 7 hjónaíbúðir og í þeim þriðja, sem eftir er, verða 3 einstaklingsíbúðir og 3 hjónaíbúðir. Samtals verður þá vistrými fyrir 38 manns. Fyrsta skóflustungan fyrir bygg- ingu dvalarheimilis fyrir aldraða í Siglufirði vartekin 7. ágúst 1983. Auk hjónaíbúðánna 10 og ein- staklings íbúðanna 18 verða í hús- inu þjónustu- og fönduraðstaða á 1. hæð. Matthías. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (Aþmstrong & Ávallt tilá lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Mulatorgi - Sími 38640 4. Sléttið úr sölvunum, klippið síðan smátt og hrærið saman við. 5. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn, setjið skálina með deig- inu ofan í vatnið, leggið stykki eða filmu yfir. Látið lyfta sér í 40 mínútur eða lengur. 6. Takið deigið úr skálinni, setj- ið á hveitistráða borðplötu. Hnoð- ið örlítið. Fletjið síðan örlítið út með kökukefli og vefjið saman. Leggið á bökunarpappír á bökun- arplötu, samskeytin snúi niður. Stráið völsuðum rúgi eða hveiti yfir. 7. Látið lyfta sér á volgum stað í 20 mínútur eða lengur. 8. Hitið bakaraofn í 190oC, blástursofn í 170°C, setjið brauð- ið í miðjan ofninn og bakið í 30-35 mínútur. Partar með sölvum 2 dl rúgmjöl 2 dl heilhveiti 2 dl hveiti 1 tsk, lyftiduft 'Msk. hjartarsalt 'Atsk. salt 1 góður hnefi söl 3 dl sjóðandi mjólk feiti til að steikja úr. 1. Setjið rúgmjöl, heilhveiti, hveiti, lyftiduft, hjartarsalt og salt í skál. 2. Sléttið úr sölvunum, klippið þau síðan smátt með skærum. Setjið saman við mjölið. 3. Sjóðið mjólkina og hrærið út í. Hnoðið saman. 4. Fletjið deigið út með köku- kefli, það á að vera u.þ.b. 'A- 'Asm á þykkt. 5. Skerið í ferkantaða búta með kleinuhjóli eða hníf. Hver bútur á að vera 12-15 sm á kant. Skerið síðan á ská, þannig að þetta myndi hyrnu. 6. Setjið feitina í pott og hitið vel. Steikið síðan partana í feit- inni eins og kleinur. 7. Setjið á eldhúspappír, þegar þið hafið tekið partana úr feitinni. Meðlæti: Smjör og ef til vill ostur eða annað álegg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.