Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR 1990 33 Rennihurðir, útihurðir, fellihurðir, rennigluggar, gluggar, skjólveggir o.m.fl. enrart viðhald^ Ixiltaf semnýtt Bjöm Jónsson frá Hvoli - Minning ferðirnar sem hann gekk upp í hest- hús, sem við eigum fyrir ofan kirkju- garðinn hér í Hafnárfirði til að gefa hestunum og moka út. Það mátti með sanni segja, að þar var dugnað- ar- og snyrtimenni á ferð, og margar voru ferðir hans í kirkjugarðinn þar sem hann sá vel um leiði foreldra sinna. Síðustu ferðina fór hann nú á jóla- dag, þó það væri meira af vilja en getu. Hann var einstakt prúðmenni, rólegur en hafði samt sitt skap. Hann hafði gaman af að ræða um gamla tíma, segja sögur frá stríðinu þegar hann var til sjós. Hann var mjög vel á sig kominn, bæði líkamlega og andlega, þegar veikindi hans bar að í sumar sem leið. Hann gerði sér fljótt ljóst að hverju stefndi, en hann hélt jafnvægi sínu með karlmennsku og hógværð. Síðustu mánuðina sat ég oft hjá hon- um og við ræddum það sem framund- an kynni að vera. Birni og Margréti varð ekki bama auðið, en efst í huga hans var umhugsunin um hana. Meðan hann var á sjúkrahúsi, kvaddi hann alltaf eins, ég bið að heilsa Möggu, því hugurinn var hjá henni. Söknuðurinn er því mikill hjá frænku minni sem kveður í dag sinn ástkæra eiginmann sem var henni allt. Elsku Magga mín, guð styrki þig á þessari stundu, það er svo margs góðs að minnast þegar hugurinn leit- ar til hans. Það er þakklæti í hugum okkar þegar við kveðjum Bjöm Jónsson. Einnig er gleði í hugum okkar yfír því að hafa kynnst honum. Hann var góður maður. Hvíli hann í friði og hafi þökk fyrir allt. Kolbrún Jónsdóttir Sólstofur - Sralahýsi íslensk \ framleiðsla úr vlðhaldsfríu FVC-efni Fæddur 16. janúar 1909 Dáinn 26. janúar 1990 Það er undarlegt hvernig okkur veljast vinir og félagar. Ég vissi ekki hinn 24. október 1971 er við urðum leigjendur Björns Jónssonar og konu hans, Margrétar Jónsdóttur, að frá þeim degi yrðu þau meðal okkar nánustu og bestu vina. Við vorum sannarlega lánsöm, nýkomin heim til íslands, um það bil að ljúka námi, ung hjón með tvö börn að fá leigt í Oldutúni 6 í Hafnar- firði. Bjössi og Magga eins og þau vom fljótlega kölluð urðu strax fast- ur þáttur í fjölskyldulífi okkar. Það var hluti dagsins að fá sér kaffibolla á efri hæðinni og ræða lífið og tilver- una. Þennan fyrsta vetur minn í bú- skapnum á íslandi vom þau hjón mér mikil hjálp. Löng vetrarkvöldin sat ég oft hjá þeim og rabbaði við Bjössa um lífið í Firðinum meðan Magga leiðbeindi mér við sauma- skapinn. Bjössi kom einnig oft niður til mín og athugaði hvort allt væri í lagi eða hvort hann gæti gert eitt- hvað fyrir mig. Sunnudagsmorgnamir voru löng- um kennslustundir í kartöflurækt. Þá bættist oft í hópinn Guðjón bróð- ir Bjössa, sem kom þá í sunnudags- gönguferðina sína. Saman tókst þeim bræðrum að vekja áhuga minn á kartöflurækt, þannig að um vorið var leigður skiki til ræktunar og að sjálf- sögðu sá Bjössi um að útsæðið yrði tiltækt. Þó verður að viðurkennast að er árin liðu og uppskeran átti til að verða rýr, minnkaði áhugi minn og kartöflurækt mín lagðist af. Bjössi sá þá um að við fengjum nýjar kart- öflur í soðið. Sveitin og sveitastörfm voru Bjössa ætíð hugleikin, þó hann fram- an af ævi starfaði mest til sjós. Það sást best á sumardögum, þegar orfið og ljárinn voru dregin fram og sleg- ið túnið í kringum húsið. Bjössi hugs- aði um slægjuna af umhyggju og natni. Hann lét sér ekki nægja að slá hjá sér, hann lállaði einnig yfir á Skúlaskeiðið eftir að við fluttum þangað og sló hjá okkur líka. A 80 ára afmæli Bjössa komu nánast allir gömlu leigjendurnir til að heilsa upp á hann, og voru þeir þó nokkrir á um 40 árum. Sýnir það vel hvílíkur sómamaður hann var. Heiðarleiki, hjálpfýsi og tryggð við vini sina voru þeir eiginleikar sem ég kynntist. Eftir að hann hætti'störfum, naut hann þess að fara í langar göngu- ferðir um Fjörðinn og næsta ná- grenni. Ekki leið sá dagur að hann liti ekki til systur sinnar, Salvarar, á Skúlaskeiðinu og eftir að hún flutt- ist á hjúkrunarheimilið Sólvang, leit hann til hennar þar. Veit ég að Sal- vör og herbergisfélagar hennar á Sólvangi missa mikið við fráfall svo tryggs bróður og vinar, sem Bjössi var. Eins og flest ungt fólk byijuðum við fljótlega að byggja, og var það okkur mikil hjálp í byggingarbaslinu að leigja hjá góðu fólki og verður það seint þakkað. Eftir að við fluttum í okkar eigið húsnæði hefur vinátta okkar ekki breyst. Börnin hugsa um Bjössa og Möggu, sem hluta af fjöl- skyldunni, nánast eins og afa og ömmu. „Ertu búin að bjóða Bjössa og Möggu?“ er spurt þegar afmæli eru. Hver sunnudagsmorgunn hefst með morgunkaffi í Öldutúninu og þó vinur okkar, Björn Jónsson, hafi kvatt og við sökpum hans öll, munum við halda áfram að koma í kaffiso- pann hjá Möggu. Að leiðarlokum kveð ég Bjössa vin minn og þakka honum áralanga vin- áttu. Eftirlifandi eiginkonu, vinkonu okkar Möggu, sendum við fjölskyld- an, Skúlaskeiði 12, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Iljördís Guðbjörnsdóttir í dag verður kvaddur frá Þjóð- kirkjunni í Ilafnarfirði okkar elsku- legi föðurbróðir, Björn Jónsson frá Hvoli í Ölfusi. Bjössi, eins og hann var alltaf kállaður, var sonur hjónanna Guð- rúnar Gottskálksdóttur Gissurarson- ar og Þuríðar Jónsdóttur, Sogni í Eftirlifandi systur Björns eru, Sal- vör vistmaður á Sólvangi, Þuríður vistmaður á Hrafnistu,.Hafnarfirði, og Gróa búsett í Hveragerði. Er Björn fluttist til Hafnarfjarðar var hann til sjós á togurum þaðan í fjölda mörg ár eða fram til ársins 1955. Björn kvæntist frænku minni, Margréti Jónsdóttur frá Bjamastöð- um, Bessastaðahreppi, 23. septem- ber 1950. Hófu þau búskap á Oldut- úni 6 en það hús hafði Björn byggt á árunum 1946-1948. Eftir að hann hætti á sjónum stundaði hann ýmsa verkamannavinnu t.d. hjá Skip- . asmíðastöðinni Dröfn og síðast hjá Olíufélaginu Esso en hann hætti þar störfum fyrir nokkrum árum. Bjössi, eins og við kölluðum hann, var gæddur léttri, þægilegri lund. Hann hafði fallega söngrödd og söng með Karlakórnum Þröstum til fjölda ára. Hann hafði gaman af góðum bókum, einkum þjóðlegum fróðleik og átti talsvert af vönduðum söfnum og bókum. Bjössi og Margrét áttu fallegt og hiýlegt heimili og voru þau einkar samhent hjón, gestum tóku þau allt- af opnum örmum af einlægri hjarta- hlýju; I Öldutúni 6 hjá Möggu og Bjössa byijaði ég minn búskap ásamt eigin- v manni mínum, Steingrími Magnús- syni, og áttum við þar mjög góð ár. Alla tíð frá því ég man hefur verið einstök vinátta milli okkar og Möggu og Bjpssa og eftir að ég gifti mig og bjo hjá þeim í kjallaranum hefur aldrei borið skugga þar á og höfum við átt ótaldar ánægjustundir saman um jól og áramót og önnur tilefni í fjölskyldunni. Bjössi var mikið fyrir útivist. Hann gekk mikið og þær hafa verið ófáar ÍGiluggar og Gardhús hf. Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. Elsku Margrét, við biðjum góðan Guð að blessa þig á þessari sorgar- stundu og eins systurnar þijár sem nú kveðja kæran bróður. Ljúfar minningar um elskulegan frænda og vin munu ylja okkur alla tíð. Ingi, Ása, Gottskálk og Qölskyldur. Föstudaginn 26. janúar kvaddi Björn Jónsson þennan heim eftir erf- ið veikindi en mikla þrautseigju og dugnað við erfiðan sjúkdóm. Bjöm var frá Hvoli í Ölfusi, sonur hjónanna Guðrúnar Gottskálksdótt- ur, en hún var fædd 1875 og dáin 1950, og Jóns Björnssonar sem fæddur var 1869 og dáinn 1951. Björn ólst upp í foreldrahúsum og var einn af þrettán systkinum. Ölfusi og Jóns Björnssonar Jónssonar og Þuríðiar Jónsdóttur, Bakkaholts- parti í Ölfusi. Afi og amma eignuð- ust 13 börn og komust 12 þeirra upp; Salvör er nú dvelur á Sólvangi í Hafnarfirði, Gottskálk er fórst með Sviða, Þuríður er dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði, gift Ólafí Vilhjálms- syni, oddvita í Sandgerði, sem nú er látinn, Kristbjörg gift Gunnlaugi Ein- arssyni frá Hólkoti í Miðneshreppi, sem nú eru bæði látin, Guðjón kvænt- ur Guðrúnu Júlíusdóttur frá Burst- húsum í Miðneshreppi, sem bæði eru látin, Júlía sem nú er látin, var gift Sigurbirni Metúsalemssyni á Staf- nesi í Miðneshreppi og dvelur hann nú í Sandgerði hjá dóttur sinni, Gróa sem býr í Hveragerði, var gift Gott- skálk Gissurarsyni sem nú er látinn, Björn sem við kveðjum nú, var kvæntur Margréti Jónsdóttur, borgf- irskrar ættar, frá Hlíðarfæti í Svínadal og lifir hún mann sinn, Valgerður gift Arnlaugi Einarssyni frá Hólkoti í Miðneshreppi og eru þau bæði látin, Ása sem er látin, Katrín gift Guðmundi Kjartanssyni verkamanni í Reykjavík, sem bæði eru látin og Ögmundur sem lengi var verkstjóri hjá Vita- og hafnarmála- stjórn, giftur Jóhönnu Guðjónsdóttur og eru þau bæði látin. Þar sem systkinin voru svo mörg þurftu þau fljótt að fara að hjálpa til. Bjössi gerðist ungur vinnumaður í_ Arnarbæli hjá Þorvaldi Ólafssyni. Árið 1926 flutti Bjössi til Hafnar- fjarðar, ásamt afa og ömmu, en þau voru síðan nokkur ár á Hvalsnesi. Eftir að Bjössi kom til Hafnarfjarðar stundaði hann um eins árs skeið verkamannavinnu en fór síðan á sjó- inn. Hann sigldi öll stríðsárin og var m.a. á togurunum Júpíter, Sviða og Júní. Hann kom í land árið 1955 og hóf þá störf hjá skipasmíðastöðinni Dröfn, byggingafélaginu Þór og loks Olíufélaginu, þar sem hann vann í 10 ár uns hann lét af störfum vegna aldurs. Árið 1950 giftist Bjössi eftirlifandi konu sinni, Margréti Jónsdóttur, mikilhæfri konu. Það var yndislegt að koma til þeirra í Öldutún 6 og finna þá hlýju og umhyggju sem þau sýndu okkur systkinunum og síðar meir fjölskyldum okkar. Margar minningar koma fram í hugann er við kveðjum frænda, fyrst þegar hann bjó með afa og ömmu á Hlíðarbraut 2 í Hafnarfirði og til- hlökkunin hjá okkur þegar hans var von af sjónum. Hann hafði svo hlýtt viðmót að börn sóttust eftir að vera í návist hans. Stærsti þátturinn í fari Bjössa var tryggðin og sýndi það sig e.t.v. best þegar Salvör systir hans og fóstra okkar var orðin ein, en þá heimsótti hann hana daglega á Skúlaskeiðið og eins eftir að hún kom á Sólvang. Og víst er að margur vistmaðurinn þar mun sakna hans sárt. HOLLUSTA I HVERJUM DROPA V éú r-ftt /Vi //{ THafYrtJcpJA' jtirpffrberjum AÍCV hnctum / Pýl knromclluin Mjólkursamlag-Qr Sauðárkróki-Sími 95-35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.