Morgunblaðið - 07.02.1990, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
Voff — voff...
Má ég vera lengur úti í
kvöld, með krökkunum?
HÖGNI HREKKVÍSI
Hefiirðu
komið til
Kínu?
Agiskanir eiga ekki
að ráða ferðinni
Til Velvakanda.
Nú um nokkurt skeið hefur stað-
ið yfir mikið átak á sviði málrækt-
ar. í allri þeirri umræðu hefur verið
helsti hljótt um það afrek sem snill-
ingar í útvarpi hafa unnið í kyrrþey
varðandi þjóðlega íslenskun er-
lendra heita, einkum á sviði borga
og landa. Hér til hefur sá þáttur
verið vanræktur — jafnvel af sjálf-
um Fjölnismönnum — og er ljótt
til þess að vita. Áðurnefnd nyt-
menni hafa nú ráðist gegn þeirri
óhæfu sem viðgengist hefur um
aldir eins og t.d. að tala um Barcel-
ona í stað Barcelónu. Nú ræða þess-
ir framsæknu menn um Barcelónu,
Sevillu (eða Sevillju) í stað Sevilla,
Genúu í stað Genúa. Þeir hafa jafn-
vel náð svo langt á þessu sviði að
þeir ræða um Pölmu á Majorku í
stað Palma á Maijorka svo sem
tornæmir íslenskir túristar (og
reyndar slæpingjar alira landa) hafa
látið sér sæma hér til. Og er mál
að linni. Vona nú allir sannir íslend-
ingar, að þessir vígdjörfu baráttu-
menn gangi enn lengra fram í
Drottni og tali um Písu (með sinn
skakka turn) í stað Písa, Rigu í
stað Riga, Panömu í stað Panama,
um Garcíu Lorcu í stað García Lorca
og síðast en ekki síst að þeir fjalli
um Kínu en ekki Kína. Annað væri
gróf móðgun gegn Torgi hins himn-
eska friðar. Enginn skyldi framar
fremja þá ósvinnu að segja: Hef-
urðu komið til Kína, heldur mæla
skýrt og skorinort svo sem hveijum
þjóðhollum íslendingi sæmir: Hef-
urðu komið til Kínu?
Nú þyrfti sem fyrst að endur-
skoða heilaga ritningu og hagræða
þar ýmsu, svo sem drottningunni
af Saba. Fagurra og réttara mál
væri að tala um drottninguna af
Söbu. Annað væri reyndar gróf
móðgun við formóður allra Eþíópíu-
keisara fyrr og síðar (þ á m. hinn
síðasta þeirra, Haile Selassi).
Yrðill
Til Velvakanda.
Nú virðist hægt að líkja ógnar-
stjórn Ceausescus við framsóknar-
stóðið, því stefna framsóknar virð-
ist byggjast á að leggja heilu byggð-
arlögin í rúst með kvótastefnu sem
enginn skilur. Nú þegar ör þróun á
sér stað gegn miðstýringu og spill-
ingu í Austur-Evrópu megum við
einhvern veginn verða eftirbátar í
þeirri þróun. Til að þetta breytist
þarf Framsóknarflokkurinn að leys-
at upp eins og kommúnisminn í
Austur-Evrópu, þó Framsóknar-
flokkurinn sé enn til að nafninu til
eins og kommúnismin í austri. Mig
skal ekki undra þó framsóknarmenn
hafi vinsælasta ráðherrann, því
hann virðist mikill grænfriðuðngur.
í hans augum virðist þorskurinn
vera spendýr í útrýmingarhættu
endar finnst mér barnalegt að taka
mark á ágiskunum fiskifræðinga.
Það sýndi sig best þegar forstjóri
hafrannsóknarstofnunar fór norður
fyrir jól og taldi loðnustofninn næst-
um hruninn. En hvað skeði. Það
kom einn sterkasti árgangur sem
komið hefur í áraraðir.
Þetta nær engri átt. Að mínu
mati væri nær að banna veiðar í
tvo til þijá mánuði meðan hrygning
stendur yfir, því mörg skip eru frá
veiðum í fjóra til sex mánuði vegna
kvótans. Það væri nær að stæka
möskva til að koma í veg fyrir
smáfiskadráp. Ég tel kvótakerfið
ekki styrkja bolfiskastofninn því
fískur kemur og fer eins og vindátt-
ir og lægðir, enda eru miklir sjávar-
straumar við landið. Þetta finnst
mér líkt og veðurfræðingar ættu
að stuðla að landbúnaðarkvóta í
landi þar sem stundaður hefur ver-
ið landbúnaður í 11 aldir. Stofn-
stærðir væri æskilegast að mæla
með að mæla allar veiðar út frá
togtíma á öllum togaraflotanum
samtímis og tölvufæra svo. Ein-
hveijar ágiskanir eiga ekki að
stjórna veiðunum hér við land því
slíkt er algerlega út í hött.
Hingað hafa komið stórar Græn-
landsgöngur, sem sum skip hafa
ekki mátt veiða úr vegna kvótans,
og svo hefur fiskurinn farið aftur
eftir að hafa fengið æti á ísland-
smiðum og síðna verið veiddur eftir
heimkomuna á Grænlandsmið. Mér
þætti gaman ef einhver vildi láta í
sér heyra um þessi málefni.
111159-5649
Víkveiji skrifar
Isíðustu viku upplýsti Víkverji
lesendur sína um það, hvilík
óreiða ríkir á mörkum austurs og
vesturs í Berlín, þar sem landa-
mæraverðir vita liklega ekki sjálf-
ir hvaða reglum þeir eiga að
fylgja. Annars staðar við landa-
mæri Austur-Þýskalands virðist
meiri regla á hlutunum, að
minnsta kosti ef marka má
ástandið þar í síðustu viku. Breyt-
ingarnar eru hins vegar svo örar,
að allt annað kann að gilda þar
nú en síðastliðinn fimmtudag.
Þá ók Víkverji ásamt ferðafé-
lögum sínum inn í Austur-Þýska-
land á hraðbrautinni sem tengir
Núrnberg í Vestur-Þýskalandi við
Berlín. Ætlunin var að £ara þar
inn í Austur-Þýskaland og aka til
nokkurra borga í landinu og fara
síðan út úr því að kvöldi sama
dags á hraðbrautinni sem tengir
Berlín og Hannover í Vestur-
Þýskalandi.
xxx
egar komið var að útlend-
ingaeftirlitinu sagði konan
sem skoðaði passana og spurði um
ferðir íslendinganna, að þeir gætu
ekki farið annað en til Vestur-
Berlínar án þess að hafa vega-
bréfsáritun og samkvæmt reglum
mættu þeir ekki fara út af hrað-
brautinni. Frá Berlín gætu þeir
síðan fengið heimild til að fara
eftir hraðbrautinni til Hannover.
Þar með virtist ferðaáætlunin
hrunin og ekki um annað að ræða
en aka til Hannover vestan landa-
mæranna, en í nágrenni þeirrar
borgar var næsti áfangastaður
Víkverja og félaga hans. Benti
konan ferðalöngum að snúa við
og fá aðstoð landamæravarða í
öðru húsi við að komast aftur yfir
til Vestur-Þýskalands.
XXX
Víkverji sagði vörðunurp frá
.vonbrigðum sínum og ferða-
félaga sinna yfir því að geta ekki
ferðast um Austur-Þýskaland.
Þeir sögðu að úr því mætti bæta
og bentu á skrifstofu austur-
þýsku ríkisferðaskrifstofunnar í
þessu sama landamærahúsi. Það
væri unnt að kaupa aðgang að
landinu hjá henni; ef við ætluðum
aðeins að vera einn dag skyldum
við biðja um gistingu í „camping",
það væri ódýrast!
Gömul, góðleg kona sat við rit-
vél innan við afgreiðsluglugga.
Hún skrifaði ávísun á gistingu á
einhverju tjaldsvæði, en Víkverja
var raunar aldrei sagt hvar það er
í landinu, og tók síðan 28 vestur-
þýsk mörk af hverjum fyrir sig
fyrir gistinguna, sem hún vissi að
aldrei yrði notuð. Þar með var
fengin forsenda fyrir vegabréfsá-
ritun sem fulltrúi útlendingaeftir-
litsins gaf út á staðnum og tók
15 vestur-þýsk mörk fyrir af
hveijum ferðamanni. Um leið og
hann gerði það lét hann í ljós
hneykslun á því, að við skyldum
þurfa að borga jafn mikið fyrir
gistinguna og raun bar vitni þar
sem við værum aðeins að kaupa
aðgang að landinu.
Þessi dagsferð um Austur-
Þýskaland kostaði þannig um
1500 kr. á mann. Þegar farið var
út úr því hafði landamæravörður-
inn engan áhuga á ferðalöngunum
og hvergi á leiðinni voru þeir
spurðir uin ferðaheimild. Hefði
kannski verið í lagi að segjast
vera að fara til Berlínar og fara
síðan um að vild? Hvort sú áhætta
er tekin ræðst af því, hve mikið
lögregluríki menn telja enn vera
í Austur-Þýskalandi.