Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 41

Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 41
MORGUj^BLAÐip MIÐVIKUDAGUR ,7. I’;EBR,ÚAR 1990 41 Ohagstætt rekstrarform Til Velvakanda. H.Kr. skrifar í þáttum Velvak- anda þann 25.1. 1990. Ég held ég verði að svara honum í eins stuttu máli og ástæður leyfa. Ég get ekki betur séð en hann sé að átelja mig fyrir vanhugsuð skrif 13. jan. síðastliðinn. Þessi H.Kr. gerir lítil skil sínum hugmyndum að öðru en því sem alls ekki kom fram í réttum skiln- ingi frá honum. Ekki virðist hann hafa lesið greinar eftir mig sem komið hafa fram um árabil og gert þessum málum skil sem hér er um að ræða og ætti hann ekki að vera í vafa um, hvað ég vil í samskiptum ríkisvalds og þegnanna. Virðist hann litla grein gera sér fyrir ríkis- afskiptum, eða miklu heldur ekki vilja sjá þá valdníðslu sem við erum beitt, tekur því til viðmiðunar hjón á ellilaunum til að sýna nú hversu lítið það er sem lækkun virðisauka- skatts veldur til hagsbóta fyrir þau en það er víðtækara svið sem lækk- un virðisaukaskatts nær yfir en öldruð hjón. Greinilega kemur þó fram hjá H.Kr. sá hugsunarháttur að enginn má njóta þess sem hann vinnur til með erfíði og hagsýni. Það skal allt tekið af honum af ríkisvaldinu og hann gerður þræll annarra, tekj- ur hans teknar með lagatilbúningi og færðar í vasa alls óskyldra aðila. Af því að H.Kr. tekur til sérstak- lega öldruð hjón, þá skal ég benda honum á það, að ein af tiltektum vinnandi stétta var að stofna al- mannatryggingar og lífeyrissjóði. Þetta eru stofnanir sem eiga að þjóna öldruðu fólki, en þar má eng- inn jöfnuður vera sem er að minni meining svik við skjólstæðinga stofnananna svo það er haldlítið að tala um réttlæti og jöfnuð þar. Þetta er mjög undarlegt og utan við rétt- lát markmið og leiðir vinnandi stétta innan þjóðfélagsins, sem eiga að vera virk. Menn sem hafa verið í háum launaflokkum og hæstu stöðum í þjóðfélaginu hljóta að hafa aðstöðu til að vera eignamenn og þurfa því ekki að fá hærri lífeyris- bætur en aðrir þegnar og í flestum tilvikum komið sér upp sjóðum í bönkum. Þessir menn eiga ekki að hafa rétt til margfaldra bóta úr sjóðum ríkisins þegar til elliáranna Þessir hringdu . . Hanski Blár og grænn hanski tapaðist á Mararbakkabraut. Vinsamleg- ast hringið í síma 72289. Gullhringur Gullhringur fannst á bílaplani Iðnskólans fyrir skömmu. Upplýs- ingar gefur Hólmfríður í síma 16388. Myndavél Myndavél af tegundinni Voigt- lander tapaðist seint í september. Hún var með með Braun flassi og í hvítum plastpoka þegar hún týndist. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11882. Perlufesti Skartgripabudda sem í var perlufesti og fl. tapaðist á Selt- jarnarnesi 30. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 611781. Jöfnuður og réttlæti Til Velvakanda. „Rangindi og valdníðsla" er nafn á pistli í dálkum þínum 13. þ.m. Niðurlagsorðin eru þessi: „Lækka þarf virðisaukaskatt og félagsbætur til samræmis. Þá mun verðlag lækka og koma þeim vel sem flesta hafa á framfæri." Svipað er að segja um barnafjöl- skyldurnar. Þegar félagsbætur eru lækkaðar í samræmi við lækkaða skattheimtu eða '.-erðlag er það til hagsbóta fyrir þá sem hafa nóg og meira en nóg á kostnað þeirra sem minnst bera úr býtum. Þjóðfélagið verður ekki gert með iðmor.nin.. l'-.tuiibækk-. er litið en ég sé ekki eftir því að fólk komist í efni af eigin framtaki og verðleikum. Og þeir megi ekki njóta betri viðskiptakjara eins og aðrir með lækkuðum skattaálögum og þar af leiðandi lægra vöruverði, en það má ekki að dómi H.Kr. og kemur fram í greinum hans. Fólk á skilyrðislausa kröfu á hendur ríkisvaldinu að halda reisn og njóta verka sinna. H.Kr. talar um að jafna laun, það er að mínum dómi gert með þeim hætti að jafnast við þjófn- að. Hvers vegna geta þá ekki Iífeyr- issjóðirnir sem þykjast starfa í þágu launafólks, almennings, deilt út jöfnum lífeyrisgreiðslum? Nei, það má ekki vegna undarlegrar rætni verkalýðsstéttanna, eins og þegar H.Kr. vill ekki lækka virðisauka- skatt vegna þess að þá njóta allir góðs af, ætli kæmi sér ekki vel fyr- ir unga fólkið að lækka byggingar- kostnað um 10%. Ekki er um neinn efa að ræða, að lækkun virðisaukaskatts bætti verulega útflutningsaðstöðu okkar. Ég hef skrifað svo mikið um óhagstætt rekstrarform lífeyris- sjóðanna að varla er við bætandi en verð þó að nefna það enn á ný. Hafa skal eitt tryggingakerfi, al- mannatryggingar og út frá því jafn- ar ellilaunabætur til allra sem aldri hafa náð til þess. Þúsundir manna vinna við lífeyrissjóðina, algjörlega að óþörfu með nútíma tækni. Burt með þessar afætur á sjóðum aldr- aðra. Þúsundir tölvutækja og ann- arra tækja rýra tekjur gamla fólks- ins, tugir stórbygginga í rekstri á kostnað aldraðra hýsa þessar stofn- anir, burt með báknið og skrif- finnsku vinstriaflanna. í kostnaði alls konar liggja milljarðar króna sem deila mætti út meðal ellilauna- Ólína Þorvarðardóttir Góðir þættir Marta Þorsteinsdóttir hringdi: „Ég vil þakka Ólínu Þorvarðar- dóttur fyrir góða þætti. Þátturinn með Jónu Kvaran, Rósu Ingólfs- dóttur o. fl. fannst afar fróðlegur og skemmtilegur. Þátturinn með Birgi ísleifi Gunnarssyni bar þó af. Birgir ísleifur kom mjög vel fyrir, hann hefði orðið mikill tón- listarmaður ef hann hefði viljað leggja það fyrir sig.“ Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 39289 eftir kl. 20. þega svo enga tekjutryggingu þyrfti að greiða öldruðu fólki, selja stofn- anir lífeyrissjóðanna og endur- greiða þar með hluta af því sem stolið hefur verið af þessu fólki. Ég segi stolið vegna þess að þetta þurfti ekki og þarf ekki að vera svona. Ekki þarf stærra húsnæði yfir almannatryggingastofnun en sem svarar einni byggingu Trygg- ingastofnunar ríkisins. Trygginga- bætur er hægt að senda í banka út um allt land. Ekki þyrfti nema brotabrot af þeim mannafla sem nú starfar við tryggingamál í nútíma tækni, sömuleiðis tækjabún- að. Mikið á það nú vel við að skammstafa virðisaukaskattinn VASK, allt fer í vaskinn sem gert er og á að vera til bóta. í lokin verð ég að nefna það rang- læti sem á nú helst að bitna á las- burða fólki, en það er ef það verður lögfest að þeir sem læknis þurfa með verði nú að borga miklu stærri hlut í læknaþjónustu og spara þá ríkinu um 65 milljónir kr. Þetta er ein atlaga enn að gamla fólkinu sem helst þarf læknis við. Þorleifur Kr. Guðlaugsson A reiðskapn- um kennist... Til Velvakanda. í gömlum sögnum er frá því greint, að Ásgrímur Hellnaprestur, er nefndur var hinn illi, hafí oft, er bjargþrota fólk bar að garði hans, raðað góðgæti í kringum sig og sagt: Þetta borðar nú presturinn á Hellnum, en þið, aumingjarnir, get- ið snapað gams. Þessi gamla sögn kemur í hug- ann nú á tímum vaxandi fátæktar, gjaldþrota og landflótta, því nú leyfa landsfeður sem minna á nýríka unglinga, sér ýmsan munað, þótt þeir boði „almúganum“ aðrar kenningar. Þar ganga þó sennilega ráðherrar Borgaraflokksins fremst- ir í flokki, sbr. bílakost þeirra og reisukostnað ýmsan. í alkunnu ljóði segir enda: „Á reiðskapnum kennist, hvar fyrir- menn fara.“ Guðmundur Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ÞORRAMATURINN LIÚFFENGI ívallt úrvalsréttlr at matseölinum MÁLFLUTNIN GSSKRIFST0FA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hdl., tilkynnir, að 0THAR ÖRN PETERSEN, HRL., hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Ármúla 17 og gerst meðeig- andi í málflutningsskrifstofunni frá 31. janúar 1990 að telja. Er heiti skrifstofunnar frá þeim degi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hdl., Borgartúni 24, Sími 27611 pósthólf 399, Telefax 27186 121 Reykjavík Telex (051) - 94014175 BORG G Metsölublad á hverjum degi! Aðalstræti 2 frá HAMMERJLEY OF ENGLAND Herrafrakkarúr CASHMEREULL, einhnepptir og GEísíP H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.