Morgunblaðið - 07.02.1990, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
KÖRFUKNATTLEIKUR
Róleg byrjun
hjáPétri
Pétur Guðmundsson byrjaði ró-
lega með liði sínu í CBA-deild-
inni, Sioux Falls. Liðið lék þrjá leiki
gegn Topeka og sigraði í þeim öllum
en Pétur gerði tíu stig í leikjunum.
Þess má geta að Pétur iék með
Topeka áður en hann fór til Los
Angeles Lakers.
„Þetta var ágætt og ég átti ekki
von á meiru,“ saagði Pétur. „Við
fengum dýrmæt stig og höfum sett
stefnuna á fimmta sætið í riðlinum.
Mér líst vel á liðið og það er góður
andi í hópnum," sagði Pétur.
Stigafýrirkomulagið í CBA-deiid-
inni er nokkuð sérkennilegt. Lið
OLYMPIULEIKAR
Austur-Þjóðverjar
hlynntir hugmyndum
um sameiningu
geta fengið sjö stig fyrir sigur, eitt
fyrir sigur í hverjum fjórðung og
þijú fyrir sigur í leiknum. í leikjun-
um þremur gegn Topeka fékk Sioux
Falls 20 stig af 21 mögulegu.
í liði Sioux Falls eru nú aðeins
átta leikmenn en tveir úr tíu manna
hópi liðsins hafa komist í samning
í NBA-deildinni, annar þeirra hjá
Seattle Supersonics nú í vikunni.
„Þegar leikmenn í NBA-deildinni
meiðast sækja liðin varamenn í
CBA-deildina og það má segja að
hún sé nokkurskonar „lager“ fyrir
NBA-deildina,“ sagði Pétur. •
Morgunblaðiö/Solvez
Landsliösmenn Granollers sem leika í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu. Fort, Masip, Garralda, Geir Sveins-
son, Marin og Franch.
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
Spánverjar í æfinga-
búðum í Madrid
Júgóslavarteflafram gömlu refunum íTékkóslóvakíu
Iþróttayfirvöld í Austur-Þýska-
landi lýstu því yfir í gær að
þau væru hlynnt því. að Austur-
og Vestur-Þýskaland sendu sam-
eiginlegt lið á ólympíuleika.
Volker Kluge, talsmaður austur-
þýsku ólympíunefndarinnar, sagði
þó að ekki væri grundvöllur fýrir
sameiningu á meðan löndin hefðu
hvorki sömu ríkisstjóm né
ólympíunefnd.
„Það er ekki ráðlegt að sameina
liðin fyrr en stjórnarhættir leyfa
það. Hinvegar kemur vel til greina
að liðin æfi saman og vinni saman
fyrir leikana," sagði Kluge.
í fyrradag tilkynnti vestur-
þýska ólympíunefndin að hún
myndi ekki standa í vegi fyrir því
þjóðimar sendu sameiginlegt lið
á Ólympíuleikana í Barcelona
1992 en það hefurekki gerstsíðan
1964.
Forráðamenn sérsambanda í
Vestur-Þýskaiandi tóku vel í hug-
myndina um sameiginlegt lið þjóð-
anna en margir hafa sagt að ekki
sé hægt að búast við slíku fyrr
en á leikununum 1996.
Frank Wahl Borchardt
toám
FOLK
■ GEIR Sveinsson og Atli Hilm-
arsson, sem leika með Grannollers
á Spáni, hafa nýlokið við að leika
í auglýsingamynd um íslenskan
saltfisk, sem sýnd verður í katal-
ónska sjónvarpinu. „Til að sigra,
þarf maður að borða íslenskan salt-
fisk,“ segir Atli á katalónsku í lok
auglýsingarinnar, og slær létt á bak
Geirs.
■ JIRI Vicha, þjálfari tékkneska
landsliðsins í handbolta, valdi gömlu
kempuna Michael Barda í hóp sinn
fyrir HM sem hefst í Tékkósló-
vakíu síðar í mánuðinum. Barda,
sem er á mála hjá Diisseldorf í
V-Þýskalandi, hefur átt við meiðsli
að stríða, en Vicha — sem sjálfur
lék í marki hér á árum áður — var
svo óánægður með markverðina
sem voru í liði hans hér á landi
fyrir skömmu og í Noregi á heim-
Ieiðinni, að hann lýsti því yfir að
Barda yrði aðalmarkvörður liðsins
- í keppninni.
■ LJÓST er að einhveijir aust-
ur-þýskir handboltamenn færa sig
um set eftir þetta keppnistímabil
tii að leika með erlendum liðum.
V-þýsk félagslið, sem ekki hafa
verið nafngreind eiga t.d. að hafa
rætt við stórskyttuna Frank Wahl,
og einnig örvhentu skyttuna Riidig-
er Borchardt. Lið á Spáni munu
einnig hafa sýnt Borchardt áhuga.
BLAK
Meistara-
slagur í und-
anúrslitum
Deildarmeistarar Stúdenta fá
íslandsmeistara KA í heim-
sókn, í undanúrslitum bikarkeppni
karla í blaki. Dregið var í keppn-
inni um helgina. í hinni viðureign-
inni mætast Þróttur Neskaupsstað
og Þróttur Reykjavík. Leikið verður
fyrir austan.
í kvennaflokki fékk Þróttur N.
heimaleik gegn íslands- og bikar-
meisturum Víkings og KA fær
Breiðablik í heimsókn til Akureyrar.
LANDSLIÐ Spánverja, sem
leikur í sama riðli og ís-
iendingar í heimsmeist-
arakeppninni i'Tékkósló-
vakíu, er komið saman í
æfingabúðir í Madrid.
Spánverjar verða þar i æf-
ingabúðum til 15. febrúar,
en þá fá þeir fjögurra daga
frí.
Spænska liðið leikur þijá æf-
ingaleiki gegn félagsliðum á
meðan þeir eru í æfingabúðunum.
23. febrúar heldur liðið áleiðis til
Tékkóslóvakíu.
Atii Spánveijar koma við
Hilmarsson \ Austurríki og leika
?kf!fr. . þar tvo landsleiki -
fráSpam 25. og 26. febrúar.
Lið Spánveija er nokkuð öflugt.
Með liðinu leika sex gamlir refir
en annars er liðið byggt upp á ung-
um og efnilegum Ieikmönnum.
Landslidshóp-
urSpánverja
ÞEIR leikmenn sem leika
fyrir Spán í heimsmeistara-
keppninni eru:
Markverðir: Lorenzo Rico, Barc-
elona (27 ára), Jaime Fort, Gran-
ollers (23) og Manuol Gutierrez,
Caja Madrid (27).
Útispilarar: Juan Melo, Teka
(30), Angel Hermida, Atletico
Madrid (22), Enric Masip, Granoll-
ers (20), Jose Villaldea, Teka (23),
Ricardo Marin, Granoliers (21),
Mateo Garralda, Granollers (20)
og Ignacio Ordonez, Bidasoa (21).
Hornamenn: Eugenio Scrrano,
Barcelona (29), Javier Cabanas,
Teka (29), Julian Ruiz, Teka (29)
og Aleich Franch, Granollers (23).
Línuinenn: Luison Garcia, Caja
Madrid (23) og Oscar Grau, Barc-
elona (25).
Meðalaldur: 24,5 ár.
Þjálfari: Garcia Guesta.
„SIGURINN er mjög mikilvæg-
ur fyrir mig. Ég veit að mikið
er enn eftir af heimsbikar-
keppninni en ég hefur nú náð
þægilegu forskoti á Furuseth,"
sagði Pirmin Zurbriggen sem
sigraði í risasvigi i Courmayeur
á Italíu í gær.
Zúrbriggen hafði mikla yfirburði
í risasviginu í gær, var tæpri
sekúndu á undan Gunther Mader
frá Austurríki. Peter Runggalidier
frá Ítalíu varð þriðji 1,09 sek. á
eftir Ziirbriggen.
Zúrbriggen, sem sigraði í þriðja
sinn í vetur, notaði í fyrsta skipti
plötu undir skóna sem minnkar titr-
inginn á skíðunum. „Þetta gerði það
að verkum að mér tókst að hafa
mjög góða stjórn á skíðunum í
beygjunum," sagði Zúrbriggen sem
Garcia Cuesta, þjálfari Spánveija,
hefur fengið það hlutverk að byggja
upp lið fyrir Ólympíuleikana í
Barcelona 1992. Hann sagðist ekki
ætla að Vera með tilraunastarfssemi
í Tékkóslóvakíu. Lið hans er ungt
- meðalaldur 24,5 ár - en reynd-
ari leikmennirnir koma flestir frá
Teka, eins og Cabanas, Ruiz, Juan
Melo, ásamt Serrano frá Barcelona.
Júgóslavar mæta með kunna
kappa í HM-keppnina
Júgóslavar, sem leika einnig í
riðlinum í Tékkóslóvakíu, hafa verið
í æfingabúðum að undanförnu. Það
hefur verið kallað á alla gömlu ref-
ina. Fjórir leikmenn júgóslavneska
liðsins leika á Spáni. Portner og
Vujovic, sem leika með Barcelona,
Kuzmanowski, sem leikur með
Malaga og Vukovic, sem leikur með
Atletico Madrid. Þá koma Bacic,
markvörður og Isakovic frá Frakk-
landi.
hefur nú 83 stiga forskot á Norð-
manninn, Furuseth, í heildarstiga-
keppninni. Furuseth náði sér ekki
á strik í gær, hafnaði aðeins í 16.
sæti og náði ekki í stig.
Svet sterk í stórsvigi
Mateja Svet frá Júgóslavíu sigr-
aði í stórsvigi kvenna í annað sinn
á þessu keppnistímabili, á mánu-
daginn. Keppt var í Veysonnaz í
Sviss. Svet, sem vann stórsvigstitil-
inn 1988, náði besta tímanum í
báðum umferðum.
Anita Wachter frá Austurríki
varð önnur í fjórða sinn í stórsvigi
í vetur. Hún er nú aðeins 10 stigum
á eftir landa sínum, Petru Kron-
berger, í heildarstigakeppninni.
Bandaríska stúlkan, Diann Roffe,
varð þriðja.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM
Reuter
Pirmin Zurbriggen hafði mikla yfirburði í( risasviginu í gær, var tæpri
Bekúndu á undan Gúnther Mader frá Austurríki
Zúrbríggen með
fádæma yfirburði