Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 + Ástkær eiginkona mín og besti vinur, MARGRÉT (MAGGA) fædd GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Danmörku 11. febrúar 1990. Jarðarförin hefur farið fram. Henning Loudrup Jensen. + Ástvinur minn og faðir okkar, ÓSKAR JÓNSSON, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, lést af slysförum 19. febrúar sl. Ester Sveinbjarnadóttir, Markús Óskarsson og ófætt barn okkar. + Elskuleg tengdamóðir mín, ÁSA THEODÓRS, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Dóra Sigurjónsdóttir. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÞORBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, verður gerð frá Hafnarfjarðarkapellu föstudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Gunnar Þorbergsson, Sigurjón Þorbergsson, Þórunn Gunnþórsdóttir, Bragi Þorbergsson, Edda Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem veittu okkur samúð og hluttekningu við andlát elsku litla drengsins okkar, barnabarnsog frænda, RICKARDS ÞÓRS GUNNARSSONAR Elsa Hansen og Torsten Gunnarsson, Guðmunda og Einar Hansen, Sigurður Einarsson og fjölskylda, Kristín Einarsdóttir og fjölskylda. + Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför, GARÐARS ÓSKARSSONAR, Njálsgötu 18. Guðrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát, GUÐJÓNS GÍSLASONAR, Hjarðarholti 17, Akranesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem hafa lagt á sig mikla leit. Valdís Guðnadóttir, Ingileif Guðjónsdóttir, Inga Lilja Guðjónsdóttir, Einar Mariasson, Guðný Guðjónsdóttir, Gísli Páll Guðjónsson, Oddur Gíslason Björnfríður Björnsdóttir, Egill Gfslason Borghildur Birgisdóttir. + . Þökkum innilega auðsýnda sámúð og vinarhug við andlát og út- * för móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU JÓHAN NSDÓTTUR, Teigaseli 7, Reykjavfk. Þóra Ólafsdóttir, Gústav Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Nilsson, Jóhann Ólafsson, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og barnabörn. Minning: Regina Dinse íslandsvinurinn Regina Dinse fæddist í Berlín 5. september 1900 og andaðist á nýársnótt í St. Peter- Ording. Hún átti tvær systur og einn bróð- ur. Fjölskyldan átti, eins og flestir aðrir, í miklum erfiðleikum í fyrri heimsstyijöldinni. T.d. leið faðir hennar það mikinn skort, að hann beið þess aldrei bætur. Regina var á þeim árum hjá einsetumanni á eyjunni Helgoland í Norðursjó og aðstoðaði hann við búskap og fékk þannig fæði og húsaskjól. Fjölskyldan settist að í Kiel, faðir hennar gerðist prófessor við háskól- ann þar. Landbúnaðarstörf, ræktun og hljómlist urðu hennar áhugamál. Árið 1925 átti hún þess kost að fara, sem kaupakona til íslands. En á sama tíma bauðst henni að fara til Suður-Ameríku. Örlögin höguðu því þannig, að hún fór til íslands. Hún var ráðin kaupakona, til inniverka á vetrum og útiverka á sumrum, að bænum Breiðabólsstað á Skógar- strönd á Snæfellsnesi. Þar var prest- setur og var það séra Jón Norðfjörð Jóhannesson, sem réði hana. Þar var hún í 2 ár við bústörf og kennslu. Hún kenndi dætrum prestshjónanna þýsku og kenndi húsfreyjunni að rækta grænmeti. Einnig mun hún hafa veirð orgelleikari í kirkjunni. Á þessum tíma fór hún í heilmikið ferðalag um ísland. Hún fór ásamt tveimur dætrum prestshjónanna, Mattheu og Filippu, og Guðlaugu Ólafsdóttur frá Osi. Þær voru fyrst reiddar að Borð- eyri. Þaðan fóru þær með Esjunni austur um til Homafjarðar. Um Vestur-Skaftafellssýslu fóru þær fótgangandi og talaði Regina oft um að þá hefðu sauðskinnskómir verið orðnir lélegir, hún notaði 3 pör af sauðskinnsskóm í ferðinni. Regina tók ástfóstri við Island og var upp frá þessu mikill íslandsvinur. Er hún kom aftur til Þýskalands, réðst hún í það að byggja hús í þorp- inu St. Peter við Norðursjóinn. Með- Til greinahöftmda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt ny'ög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki Iengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöf- undar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birtingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- t Þökkum innilega samúð vegna fráfalls, BRYNDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR SEPP. Tómas P. Sepp, Ragnheiður Suggitt, Lilja Karlsdóttir, Ragna Gisladóttir. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, VIGDÍSAR JÓHANNSDÓTTUR, Hallvarður Einvarðsson, Erla Magnusdóttir, Jóhann Einvarðsson, Guðný Gunnarsdóttir, Sigríður Einvarðsdóttir, Gunnar Björn Jónsson. an á því stóð var hún ráðskona á búgarðinum Wenzelhof, sem er þar rétt við. Hún skírði húsið sitt ísland- haus og hafði þar barnaheimili. Hún hafði mikinn áhuga fyrir að hjálpa íslenskum stúlkum til að kynnast öðrum þjóðum og vildi skapa þeim aðstöðu til þess. 1929 voru nokkrar stúlkur hjá henni. Hún útvegaði þeim vinnu á búgarðinum og svo hafði hún námskeið í þýsku, handa- vinnu og vefnaði. Hún lét þær alltaf byija daginn á morgunleikfimi. Einn af þeim sem kynntust Reg- inu, var Þorsteinn Jósefsson, blaða- maður. Hann fór í för með henni og 9 íslenskum stúlkum 1929. Ferð þessi var farin frá Hamborg til Sviss og segir Þorsteinn frá því í bók sinni j,Ævintýri förusveinsins“ útg. 1935. I hartnær 50 ár mun Regina hafa rekið þarna bamaheimili ásamt vin- konu sinni og samstarfskonu Lotte Gramlow, sem lést fyrir rúmu ári. Fyrir hvem bamahóp, sem hjá þeim dvaldi, var haldinn íslands- dagur. Börnunum var sagt frá ís- landi, þeim var kennt að syngja íslensk lög og þegar mikið var um að vera fór Regina í íslensku peysu- fötin sín. Hún átti vönduð og falleg klæðispeysuföt, sem hún gaf Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur 1978. Þá gerði hún sér ferð til Neustadt við Eystrasalt til að hitta íslenska dans- hópinn, sem þar tók þátt í alþjóðlegu þjóðdansamóti ásamt 16 öðmm þjóð- um. Einnig gerði hún sér ferð til Hamborgar 1966 til að sjá íslenska þjóðdansa í hinum fagra og fræga garði „Planten und Blumen“. íslendingar hafa alltaf verið aufú- sugestir hjá Reginu og dró hún íslenska fánann að húni, til að fagna góðum gestum. Hún kom því til leið- ar um 1952 að íslenskar stúlkur fengju fría skólavist á heimavistar- skóla í Lunden í Holstein. Hann var lýðháskóli fyrir stúlkur, stjórnað af rektor Liihr Oldigs og konu hans Enke Oldigs. Hann lést fyrir rúmum tveimur árum og komst aldrei í Is- landsferðina, sem hann langaði til ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höf- undar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. að fara og kynnast þessu landi, sem Regina talaði svo mikið um. En skólastjórafrúin kom hingað á síðasta ári og hélt hér upp á 80 ára afmælið sitt, ásamt þeim nemendum sem til náðist. Regina kom oft til íslands. 1955 kom hún ásamt systur sinni Valeska (Lessy). Systirin sagði okkur að Regina hefði alltaf verið eins og í draumheimi, þegar hún var að segja þeim heima frá Islandi. „Okkur datt ekki í hug að trúa nema helmingn- um, en nú er ég búin að koma og sjá þetta allt sjálf og nú er ég eins og dáleidd af því, sem ég hefi upplif- að.“ 1965 kom Lotta vinkona hennar með henni. Hún hafði kynnst flestum íslendingum, sem dvöldu í íslands- haus. 1970 kom Regina til íslands og var haldið upp á 70 ára afmælið hennar á Hótel Loftleiðum. Kom þá mjög eftirminnilega fram, hve sam- huga allir voru, sem þekktu hana, að gera henni daginn ánægjulegan. En hún kunni að láta njóta með sér og þá naut hún sín jafnan best er húri gat miðlað öðrum. 1980 ætlaði hún að koma til ís- lands, af því gat ekki orðið þá, en vinir hennar hér lögðu saman í sjóð, sem var gjöf til hennar á 80 ára afmælinu og fyrir það kom hún seinna til íslands, og enn hafði hún hug á íslandsferð, þrátt fyrir háan aldur. Regina bæði talaði og skrifaði mjög góða íslensku. Hún hafði mjög góða heilsu og hélt minni fram á það síðasta. En sjónin var farin að gefa sig. Samt skrifaði hún mörgum vinum sínum langt vélritað bréf og að nokkru handskrifað nú fyrir jólin. Hún bjó enn í litla húsinu sínu. ís- landhaus seldi hún um 1970, það brann nokkru seinna. En hún, Lessi systir hennar og Lotta bjuggu í litl- um húsum á landareigninni. Nú var hún orðin ein og á þessu svæði, sem er fullt af fólki og iðandi af lífi á sumrin en fátt á vetrum. Því var tekinn sá kostur að hún fengi að vera á heimili fyrir aldrað fólk yfir vetrarmánuðina. Þangað fór hún í byijun desember og hlakkaði til að fara aftur í húsið sitt og rækta garð- inn sinn með vorinu. Islandsvinurinn Regina Dinse hef- ur í 65 ár unnið mikið og óeigin- gjarnt starf við íslandskynningu. Hefur margur ferðalangurinn komið hingað fyrir hennar atbeina. Hefði hún sannarlega átt skilið að fá viður- kenningu fyrir það. Seint á gamlárskvöld langaði hana að hlusta á tónlist og út frá því sofnaði hún svefninum langa. Blessuð sé minning mætrar konu. Dóra Jónsdóttir Kransar, krossar ogJástuskreýtihgar. w Sendum um allt land. ^ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. simi 84206

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.