Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 STiÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hafðu hugann við vinnuna f dag. Þú ert með eitthvað nýtt á ptjón- unum og hefur hugrekki til að fylgja því eftir. Haltu hiklaust þínu striki. Naut (20. apríl - 20. maQ Þú finnur til innblásturs í morg- unsárið og vilt tala út um það sem þér býr í bijósti. Samvinna hjóna gengur vel í dag. Þú kannt að fara í ferðalag sem tengist starfinu. j Tvíburar I (21. maí - 20. júní) í dag er heppilegt að gera langtímaáætlanir í fjármálum. Farðu að öllu með gát og taktu ekki á þig of þungar skuldbind- ingar. Krabbi (21. júní - 22. júU) H§g Þér er einum of mikið í mun að hrífa einhvem. Farðu ekki of geyst. Maki þinn kann að biðja þig um hjálp við eitthvert verk- efni sem ljúka þarf í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þetta verður góður starfsdagur. Þú byijar á einhveiju nýju, auk þess sem þú iýkur farsællega við það sem þú hefur verið með í takinu. Haltu áfram beint af aug- um. Meyja (23. ágúst - 22. september) Skapandi einstaklingar eru bæði innblásnir og afkastamiklir. Þú færð tíma til að njóta ánægjulegs viðburðar á áhugasviði þínu. Eitt- hvað kallar að í sambandi við bömin þfn. (23. sept. - 22. október) Þú ert í skapi til að ráðast í meiri háttar verkefni heima við. Hvort sem um er að ræða hrein- gemingu eða endurskipulagn- ingu verður árangurinn þér að skapi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ferð ef til vill í stutt ferðalag í dag. Þú ert alvarlega þenkjandi og þér miðar vel áfram. Sjálfs- traustið vex þegar þú nærð mark- miði þínu. Bogmaður -v (22. nóv. - 21. desember) Þú hugsar mikið um fjármá! í dag þar sem þú ert að gera fjárhags- áætlanir. Þú gerir góð kaup á óvæntum stað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Byijaðu daginn snemma, þá gengur allt að óskum. Þér er í mun að gera þér sem mestan mat úr hæfileikum þfnum. Þú byijar á nýju verkefni og nærð góðum árangri. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Farðu að öllu með gát í viðskipt- um í dag. Þú tekur þátt i ein- hverri góðgerðarstarfsemi. Hvíidu þig f kvöld, þú þarft á því að halda. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£t Þú ert á kafi í félagslffinu og færð fleiri en eitt heimboð í dag. Vinur þinn biður þig að gera sér greiða. Sendu póstkort til vinar sem þú hefur ekki haft samband við um hríð. AFMÆLISBARNIÐ er skapandi og gefið fyrir ævintýri, en líkindi eru til þess að tilviljunin ráði miklu um starfsval þess. Það ætti að leggja sig fram um að byggja lff sitt á eigin hæfileikum. Stundum eyðir það kröftum sínum sjálfu sér til tjóns. Venju- Iega gengur því betur að starfa sjálfstætt en vera f vinnu hjá öðrum. Leiklist eða samninga- gerð verða oft starfsvettvangur þess. DÝRAGLENS ‘ímT0! cí . ©1990 Trlbunð Madía Sorvlces, Inc. All Rlght* Reserved — "í FV&IE6SFBU Av \ SEIM/CAÐI... EN/HéfcfX VAE TEE/NN T HALB \ ^5 \o/Vt STVHMe&ftttR) Í&C GRETTIR TOMMI OG JENNI 1 gÚZíSiÍÉZ''?'**-BfcrA- L TO/VMI SÉB&& l/CETT/e FA KEICTA fcOTTO/F} Ccp At % t V 1 - VV LJÓSKA r rvri . Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindategra staðreynda. Ef til þess kæmi, að við sæjum björn í dag, vona ég að einn ykkar hafi a.m.k. tekið eitthvað það með sér, sem myndi hræða hann ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Einn helsti frammámaðurinn í bridslífi Breta, Nico Gardener, lést í London í síðasta mánuði 81 árs að aldri. Gardener var þekktur bridskennari í heima- borg sinni og bridshöfundur. Hann skrifaði meðal annars, í samvinnu við Victor Mollo, kennslubókina „Card Play Technique", sem að margra mati er ein sú besta sinrtar teg- undar. En Gardener var ekki bara góður leiðbeinandi; hann var einnig mjög skæður rúbertu- spilari, eins og eftirfarandi spil ber með sér: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD32 ¥ G972 ♦ 1032 *D8 Vestur ♦ KG10965, ¥K3 ♦ 6 + 9764 Austur + 4 VÁD10865 ♦ DG87 + 52 Suður + 87 ¥4 ♦ ÁK954 + ÁKG103 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull 2 spaðar 2 grönd 3 hjörtu 4 lauf pass 4 tíglar pass 5 lauf pass pass pass Útspil: hjartakóngur. Gardener hélt á spilum suðurs og einhverra hluta vegna taldi makker hans að laufliturinn væri lengri og skildi hann því eftir í fimm laufum. Vestur hitti á bestu vömina með því að spila hjartakóng og meira hjarta og stytta suður í trompinu. Gardener tók fjórum sinnum tromp, svínaði spaðadrottningu og spilaði tígultíunni úr borðinu — gosi og ás. Skiptingin var nú sem opin bók, Gardener vissi af fjórlitnum í tígli í austur og virt- ist ekki geta fengið nema 10 slagi án þess að hleypa austri inn. En hann fann fallegan milli- leik: spilaði spaða og dúkkaði. í þeirri stöðu átti vestur ekkert nema spaða eftir, svo spaðaásinn átti næsta slag og þvingaði aust- ur um leið í rauðu litunum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Finnar komu geysilega á óvart á Evrópumóti landsliða í Haifa í nóvember með því að skjótast upp í fjórða sæti í lokin. Þessi staða kom upp á EM í skák Finnans Antti Nokso-Koivisto (2.320), sem hafði hvítt og átti leik, og ítalans Mario Lanzani (2.310). 30. Dxh7+! - Hxh7, 31. 17+ - Kf8, 32. Hxh7 - Bg5, 33. Hh8+ — Ke7, 34. Hxa8 (Nú er björninn unninn, hvítur hefur endurheimt tvo hróka fyrir drottninguna. Svartur gaf eftir:) 34. - Bh6, 35. Be5 - Dc5, 36. He8+ - Kd7, 37. Hdl+. Finnskir skákmenn áttu mikilli velgengni að fagna á síðasta ári. Þeirra öflugasti skákmaður, al- þjóðlegi meistarinn Jouni Yrjölá, náði t.d. stórmeistaraáfanga á Norðurlandamótinu og verður á 8. borði hjá Norðurlandaúrvalinu í stórveldaslagnum í næsta mán- uði. Finnska skáksambandið hefur hins vegar legið undir miklu ámæli í skákblöðum á Norðurlöndunum fyrir það hvernig það stóð að Skákþingi Norðurlanda sl. sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.