Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 41 VELXAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS i/yyn u w /rrl ' U AF HVERJU ERU GOÐU ÞÆTTIRNIR SVO SEINT? Velvakandi góður. Mig langar að pára þér fáeinar línur að gamni mínu. Fyrst og fremst til þess að koma til skila þakklæti til Illuga Jökulssonar fyr- ir þættina „Fijálsar hendur“ sem eru í útvarpinu síðast á sunnudags- kvöldum. En spurning fylgir: Af hveiju eru þessir þættir svona seint? Svo og þættir Jónasar Jónas- sonar og Arthúrs Björgvins Bolla- sonar? Það sýnist svo að ruslið sé látið hafa forgang. Ég hef unnið á heimili fyrir aldraða. Þar var einn sómamaður, gamall, blindur. Þegar ég var á kvöldvakt vakti ég hann (eins og ég hafði lofað) til þess að hann gæti hlustað á Jónas Jónasson. Það er langt 'siðan en ekkert hefur þetta breyst. Að þessu sögðu langar mig að kvæðið Sunnudagur selstúlkunnar í þýðingu Arnar Arnarssonar, skálds, verði birt. Það hafa margir beðið eftir því: Til sólar ég lít að miðdegismund að messu fer bráðum að líða. Mig langar svo heim að hverfa um stund í hópinn sem stefnir til tíða. Þá sól yfir hæstu brúnimar ber og beint yfir skarðinu ljómar þá hreimur um dalinn heilagur fer því hringing frá tuminum ómar. Hvað stoðar þó létt sé lagið og þýtt? Ég leita í sálmunum öllum. Til lofts er oft hátt, til veggja oft vítt of veik er mín rödd uppi á fjöllum. En svífi hún heim á söngskarans hreim á sólgylltum vængjum og léttum. Æ, hvað þetta er langt, mig langar svo heim. Ó, líður ei bráðum að réttum? Anna iBretland: I Gott að ná í [ eiginkonu L í Reykjavík ■ St Andrews. Frá Guðmundi lleiðari ■ Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- f REYKJAVÍK er talin í flokki I þeirra borga, þar sem Bretar I te(ja bezt að ná sér í eiginkonu. n Kemur þetta fram í frétt í dag- ■ blaðinu Today á mánudag. I Byggist niðurstaðan á nýlegr. ■ skoðanakönnun. B Gallup-stofnunin gerði skoðana- RkönnunmeðjjLg^^j^jj^sá nú síður! Við megum helst enga þeirra missa og það sem meira er: Það verður að meta það enn frekar til fjár að unga fólkið okkar reyni að fjölga þjóðinni eitthvað. Mér er tjáð að Svíar taki ungu, íslensku barnfólki opnum örmum og sjái því fyrir góðum íbúðum. Þar er fæðing- arorlof greitt í 18 mánuði. Ég ann hvorki þeim né öðrum að hirða unga fólkið okkar. Islendingar voru alls 253.482 1. desember sl., karlar 127.301 og konur 126.181. Rannveig Tryggvadóttir Tekst þjóðinni að lifa af? Varúð! Geymið lyf þar sem böm ná ekki til. TTI Velvakanda. í Morgunblaðinu 15. þ.m. er á bls. 2 frétt, sem ber yfirskriftina: „Gott að ná í eiginkonu í Reykjavík". Þar greinir fréttaritari blaðsins í St. Andrews frá því að í blaðinu Today 12. þ.m. sé greint frá skoðanakönnun Gallup-stofnun- arinnar meðal bresks almennings á viðhorfum til ólíkra staða í heimin- um fyrir ferðaskrifstofur. í könnun- inni kemur fram að Reykjavík er talin fjórða besta borgin í veröld- inni til að ná sér í eiginkonu. Eftir sölustjóra Travelscene er þetta haft, m.a.: Á íslandi eru tvöfalt fleiri konur en kariar." Hvílík endemis vitleysa! Greinin endar þannig: „Nú er bara að bíða og sjá, hvort bresk- ir karlmenn þyrpast til íslands í konuleit." Þar sem ég tel það mjög brýnt að hin fámenna íslenska þjóð „kom- ist af“ í því mannhafi sem jörðina byggir, þá náði ég mér í Hagtíðindi til að fínna þar tölur um fjölda ungra íslendinga, „ógiftra og áður giftra“, 15-44 ára. Ógiftir karlar, 15-44 ára voru 1. desember sl. 36.230, áður giftir 2.567, alls 38.797. Ógiftar konur á sama aldri voru þá 30.351 og áður giftar 3.143, alls 33.494. Karlarnir voru því 5.303 eða 15,8% fleiri en jafnöldrur þeirra. Sýnist mönnum af þessum töium að við séum af- lögufær um ungar konur? Ég held Yíkveiji skrifar Isíðustu viku sagði Víkverji frá því, að honum hefði borist úr- klippa úr erlendu blaði frá utanrík- isráðuneytinu í Reykjavík, sem var þannig úr garði gerð að ógjörning- ur var að nota hana. Fyrir fáeinum dögum barst Víkverja síðan fréttatilkynning frá London um að Icelandic Fisheries Exhibition, íslenska sjávarúvegssýningin 1990, yrði í Laugardalshöll 19. til 23. september næstkomandi. Þar er sá atburður kallaður: The Int- ernational Fisheries Event of 1990 eða Alþjóðlegi sjávarúvegsvið- burðurinn 1990, hvorki meira né minna. Þeir sem standa að þessum við- burði eru Reed Exhibition Comp- anies í Richmond I Englandi en í fréttatilkynningunni segist þetta sýningafyrirtæki einnig standa að sjávarútvegssýningum á Kana- ríeyjum 1991, í Boulogne í Frakk- landi 1991, í Bella Center í Kaupa- mannahöfn 1992 og í Nantes í Frakklandi 1992. Fram kemur að síðasta sýning af þessu tagi á ís- landi hafi verið 1987 og þá hafi 460 sýnendur frá 22 löndum tekið þátt í ‘henni en gestir hafi ,verið 15.000 eða um 50% fleiri en á sýningunni 1984 og hafi gestirnir verið frá 30 löndum. egar Víkverji las þessa frétta- tilkynningu, þar sem erlendu fyrirtæki er falið að skipuleggja og markaðssetja sýningu sem þessa og notar meðal annars til þess íslenska fánann í bréfhaus, hvarflaði að honum, hvers vegna menn eru ekki jafn viðkvæmir fyrir afskiptum útlendinga á þessu sviði atvinnurekstrar og öðrum. Víkveiji er síður en svo að mæla gegn alþjóðlegu framtaki í þessu efni, heldur vill hann vekja at- hygli á málinu í þeirri von að fleiri feti í þessi fótspor. Fái erlenda aðila með þekkingu og sambönd til að vinna að sölumennsku og markaðsstarfi, þar sem það er nauðsynlegt og er talið gefa góða raun. Ef viðurkenndir aðilar taka að sér að skipuleggja sýningar sem þessa, felst í því ákveðin trygging fyrir seljendur og kaupendur um að unnið sé samkvæmt alþjóðleg- um stöðlum. Líklega gerum við íslendingar okkur ekki nægilega vel grein fyrir því, hve miklu skipt- ir fyrir borgir að geta sér gott orð fyrir vörusýningar. Fáir standa V-Þjóðverjum á sporði í því efni, þeirri þjóð sem stendur hvað best að vígi efnahagslega um þessar mundir. Liður í mikilli sókn þeirra á öllum sviðum eru hinar glæsi- legu og vönduðu vörusýningar, sem efnt er til í borgum þeirra. xxx Gamall Eyrbekkingur hringdi í Víkveija í tilefni af umræð- um um orðið stormflóð og vildi koma því á framfæri, að hann hefði aldrei heyrt það notað um flóð á Eyrarbakka fyrr en núna. Víkveiji vék að þessu orði á dög- unum að gefnu tilefni, en það var notað á forsíðu Morgunblaðsins vegna flóða á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skömmu. Færði Víkverji fyrir því rök, að hér væri um viðurkennt orð í málinu að ræða. Eyrbekkingurinn sagði, að í sinni gömlu heimabyggð hefðu menn eindaldlega talað um sjávar- flóð eða stórflóð. Þá væri þess að geta að stormurinn hefði ekki valdið flóðunum á dögunum heldur brimaldan. Víkveiji skorast ekki undan að segja frá þessari athuga- semd, þótt hún breyti ekki því, sem hann hefur áður sagt um þetta. nmmm Ást er... TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Þetta er verðlaunaritgerð- in og ég minni á höfundar- réttinn. HÖGNI HREKKVISI ,pö tvirft ekki 'a LöGr&ee>iN<si að haldA."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.