Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 20
20 MOHGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 Atökin á Norður-Irlandi: IRA-leiðtogar vilja ræða við Breta um vopnahlé Dublin. Reuter. HERRÁÐ írska lýðveldishersins (IRA) kom aðfaranótt þriðjudags á framfæri ósk um viðræður við bresk stjórnvöld um vopnahlé og frið á Norður-írlandi. IRA hefiir krafist sameiningar landshlutans við lýðveldið írland og stundað BASIL Boothby, er var sendi- herra Breta á Islandi frá 1962 til 1965, er látinn 79 ára að aldri. Basil Boothby var fæddur þann 9. september 1910. Menntun sína hlaut hann í Cambridge en ungur hóf hann að starfa erlendis fyrir bresku ríkisstjómina. Var hann lengst af í Kína og Indlandi. Árið 1945 gerðist hann starfsmaður bresku utanríkisþjónustunnar og starfaði að málefnum Sameinuðu þjóðanna og breska samveldisins. Síðar var hann skipaður sendifull- trúi Breta í Burma. Árið 1954 gerð-í ist hann starfsmaður sendiráðsins í Brussel og var þá sérstakur áheyrnarfulltrúi Breta í viðræðum sex ríkja um stofnun Efnahags- bandalags Evrópu. Frá 1962 til 1965 var hann sendiherra á Is- landi. Þegar því starfi lauk var hann skipaður fastafulltrúi Breta við Evrópuráðið í Strasborg. Árið 1969 hætti hann störfum í þágu hins opinbera og gerðist kennari hryðjuverk gegn fólki af mót- mælendatrú og breskum her- mönnum í rúm 20 ár. Tilboðið barst í hendur Peters Brooke, þess ráðherra í stjórn Margaret Thatcher sem fer með málefni N-írlands, fyrir tilstuðlan Basil Boothby við Morley College. Þar kenndi hann einkum heimspeki, menningarsögu Evrópu og sögu Rússlands. Síðustu árin vann hann einkum að því að skipuleggja fullorðinsfræðslu við Háskólann í Lundúnum. milligöngumanns í Dublin, höfuð- borg írlands. Milligöngumaðurinn sagði í samtali við írska fréttastofu að engin skilyrði yrðu sett fyrir við- ræðunum og þær ættu að vera milliliðalausar. „Hægt yrði að koma á vopnahléi á nokkrum klukku- stundum. IRA gerir heldur ekki að skilyrði að breskir hermenn verði kallaðir heim til bækistöðva sinna," sagði milligöngumaðurinn en nafn hans var ekki gefið upp. Þetta var í annað sinn á einum sólarhring sem IRA gaf í skyn að samtökin yildu viðræður og er talið að verið sé að endurskoða baráttu- aðferðir í æðstu stjórn IRA. Vara- formaður Sinn Fein-flokksins á ír- landi, sem er pólitískur armur IRA, ræddi opinberlega um helgina þá kosti sem Brooke ætti fyrir höndum ef IRA legði af hryðjuverk. Um 3.000 manns hafa týnt lífi í skæruhernaði IRA gegn breskum yfirvöldum síðastliðna tvo áratugi. Breska stjómin hefur ítrekað fyrri afstöðu sína sem er að ekki sé hægt að ræða við Sinn Fein fyrr en hann afneiti hryðjuverkum sem pólitískri baráttuaðferð. Leiðtogar Sinn Fein hafa að undanförnu látið í ljós áhyggjur vegna hjaðnandi fylgis flokksins. Hann fékk 9% at- kvæða er síðast var kosið á N- írlandi og aðeins einn af hundraði á írlandi. Traustir fylgismenn Sinn Fein hafa harðlega gagnrýnt fjölda sprengjuárása IRA á óvopnaða borgara sem hafa kostað tugi manna lífið síðan þær hófust 1987. Basil Boothby látinn Reuter Tveir SÞ-gæsluliðar drepnir í Líbanon Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, Timor Goksel, sagði í gær að samtökin teldu Israela bera ábyrð á drápi tveggja friðargæslumanna frá Nepal á mánudag. Þarna hefði verið að verki Suður-Líbanonherinn, herflokkur sem fengið hefði vopnabún- að frá ísraelska herliðinu syðst í Líbanon. Þar ráða ísraelar lögum og lofum á Iandræmu við mörk ríkjanna tveggja. Goksel tók þó fram að fremur virtist sem um mistök en árás af ásettu ráði hefði verið að ræða. Innbyrðis bardagar héldu áfram í gær í Austur-Beirut milli kristinna hersveita Michels Aouns hershöfðingja og liðsmanna Samirs Geagea. Alls hafa 700 manns fallið og um 2.500 særst eftir að átökin hófust í janúarlok. Á myndinni sjást tvö kristin börn við rústirnar af heimili sínu í borgarhlutanum. Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 J'éáS$2!S»- evo «•_£ (íavu\e'öa° ^°enn siasvsia > - o r3ö2V- nn sgísgg 5 \eka V&0 Bretland: Vandræði við gerð jarð- ganga undir Ermarsund St. Andrcws. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Sljórnarformaður Eurotunnel, íyrirtækisins sem sér um gerð jarðganga undir Ermarsund, sagði um helgina, að svo kynni að fara, að göngunum yrði aldrei lokið. Reynt var að leysa vanda fyrirtækisins um helgina. Margvísleg vandræði steðja að fyrirtækinu Eurotunnel. Áætlaður Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu í gær að senda nefhd til Suður- Afríku til að kanna ástandið þar en höfnuðu tillögu Breta um að falla frá refsiaðgerðum. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í gær að Bretar myndu aflétta einhliða banni við nýjum fjárfestingum í S-Afríku. Stjórnarerindrekar sögðu að ut- anríkisráðherrarnir hefðu sam- þykkt að réðherrar frá írlandi, ít- alíu og Frakklandi heimsæktu Suð- ur-Afríku til að meta umbætur þar- lendra stjórnvalda eftir að blökku- mannaleiðtoganum Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi. Talsmaður írsku stjómarinnar sagði að ráðherrarnir hefðu ekki komist að samkomulagi um að af- létta refsiaðgerðum gegn Suður- Afríku. Hann sagði ákvörðun yrði tekin um slíkt eftir að allir póli- kostnaður við gerð jarðganganna var upphaflega 4,8 milljarðar sterl- ingspunda en er nú 7,2 milljarðar punda eða ríflega 720 milljarðar íslenzkra króna. Verulegar tafir hafa orðið á gerð ganganna, sér- staklega Bretlandsmegin. Miklir samstarfsörðugleikar hafa komið upp á milli yfirmanna Eurotunnel tískir fangar landsins yrðu látnir lausir og neyðarlögum yrði aflétt. Kaupmannahöfii: Lítil flugvél hrapar á hús Kaupmannahöfn. Rcuter. LÍTIL flugvél hrapaði á hús í Amager-hverfinu í suðurhluta Kaupmannahafnar á mánudag aðeins örfáum minutum eftir að kona sem þar bjó hafði farið að heiman ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Flugmaðurinn fórst og húsið brann til kaldra kola. Flugvélin, sem var eins hreyfils, var með fulla elds- neytisgeymana er hún hrapaði skömmu eftir flugtak. Ekki er vitað um orsakir slyssins. og Transmanche-Link, sem er fyrir- tæki í eigu 10 verktaka og sér um framkvæmdir við göngin. Verktakarnir kröfðust þess í síðustu viku, að framkvæmdastjóra Eurotunnel, Alastair Morton, yrði vikið úr starfi. Hann hefur verið aðalsamningamaður fyrirtækisins við verktakana. Samningurinn um þennan hluta ganganna var á föstu verði og Morton hefur neitað að greiða allan kostnað umfram samið verð. Verktakamir segja, að aukinn kostnaður sé til kominn vegna við- bótarkrafna Eurotunnel. í síðasta mánuði var þessi ágrein- ingur leystur, en verktakamir vilja ekki sætta sig við Alastair Morton. I síðustu viku höfðuðu verktakarnir mál á hendur Eurotunnel í Frakk- landi vegna vangoldinna 60 milljóna sterlingspunda. Dómstóllinn var sammála verktökunum. En verk- takamir hafa einnig neitað að skrifa undir samkomulagið frá í janúar, fyrr en ágreiningurinn um Morton leystist. Undirskrift þess samnings var skilyrði þess, að bankar héldu áfram að lána Eurotunnel fé. Eurotunnel gaf út tvær yfirlýs- ingar á mánudag. í annarri, sem gefin var út á fjármál'amörkuðum í París og London, sagði, að allar líkur væru á því, að gerð ganganna lyki. Búið væri að leysa allan ágreining. í hinni var tilkynnt um breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Talið var líklegt, að þessar breytingar myndu leysa vandann. Bankastjóri Englandsbanka, Robert Leigh-Pemberton, gekk í að leysa þennan vanda um síðustu helgi að undirlagi þeirra 208 banka, sem lagt hafa fé í gerð ganganna. Suður-Afríka: Bretar falla frá refsi- aðgerðum en EB ekki Dublin. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.