Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 21 AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæði Olíufélagið hf 681100 ÆFINGASTOÐVAR margar gerðir. Verð fró..........kr. 24.000,- FJÖLNOTATÆKI - 16 ÆFINGAR Róður, bakpressa, armréttur, armbeygjur, hnébeygjur o.fl. Verð fró kr. 18.400,- Stgr. 17.260,- ÆFINGABEKKIR OG LÓÐ Bekkur + 50 kg. lóðasett. Verð fró kr. 11.700,- Stgr. 10.990,- Bekkur með „legcurl" + 50 kg. lóðasett. Verð fró kr. 15.300,- Stgr. 14.400,- Armúla 40. Sími 35320. MAR Þetta ætla hinir ákærðu að nota sér til varnar. Einkenni réttarkerf- is á Vesturlöndum hafi ávallt verið að lög séu afturvirk. Það þykir sannað að stríðsvarningur hafi verið fluttur til landa sem áttu í ófriði en þar sem þetta hafi verið gert fyrir milligöngu aðila í „leyfi- legum löndum“ eins og Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi fínnst veijend- um rangt að tala um lagabrot. Á þeim tíma sem hin meintu afbrot ÞREKHJÓL I MIKLU ÚRVALI Ódýrt samanbrotið....kr. 3.950,- V-þýsk gæðahjól fró.kr. 11.250,- 625,-___________ Neue Ziircher Zeitung: Óljósar efhahagsum- bætur í Sovétríkjmium ÝMISLEGT bendir til að róttækar efnahagsumbætur í Sovétríkj- unum eigi enn langt í land segir í grein sem birtist nýlega í sviss- neska dagblaðinu Neue Ziircher Zeitung. Þar er fjallað um steftiu- yfírlýsingu Nikolajs Ryzhkovs forsætisráðherra um efhahagsmál frá því í desember og á það bent að þar sé ekki horfíð með ein- dregnum hætti ft'á helgustu kúm sósialisks efnahagskerfís. Ekki var unnt að heyra á máli Nikolajs Rhyzkovs forsætisráð- herra Sovétríkjanna á fulltrúa- þinginu í desember síðastliðnum að segja ætti skilið við ríkisáætl- unarbúskapinn, segir blaðið. Unn- ið er að undirbúningi þrettándu fimm ára áætlunarinnar sem verður í gildi árin 1991-95. Áætl- unina á að leggja fyrir Æðsta ráðið í haust. Samkvæmt Rhyzkov á t.d. að leggja mikla áherslu á íbúðabyggingar. Auka á íbúðar- húsnæði um 40% og framleiðslu neysluvöru um 60-70%. Einnig er stefnt að vexti í framleiðslu hrá- efna til matvælaframleiðslu. Gjaldeyrir til innflutnings skorinn niður í yfirlýsingunni drepur Ryzh- kov á gjaldeyrisskort Sovétríkj- anna og er hann rakinn til hárra vaxtagreiðslna af erlendum lán- um. Til þess að vega upp á móti þessu segir í yfirlýsingunni að komi til greina að skera gjaldeyri til innflutnings niður um helming. Fyrirtækin verði skikkuð til að útvega sér sjálf þann gjaldeyri sem þau þurfa til innflutnings. Ryzhkov segist líta á hráefni og hálfunnar vörur sem mikilvæg- ustu uppsprettur gjaldeyris. í yfirlýsingunni er ekki minnst berum orðum á að gera þurfi rúbl- una gjaldgenga. Leonid Abalkin aðstoðarforsætisráðherra hefur áður sagt að ekki sé hægt að reikna með slíkum breytingum á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þrátt fyrir að víða sé kveðið á um tilfærslu í átt til fijáls markað- ar, meira fjárhagslegt sjálfstæði héraða og smærri eininga er ekki hægj; að túlka orð Ryzhkovs svo að róttækur umbótavilji sé fyrir hendi, segir Neue Ziircher Zeit- ung. Að mati blaðsins verður próf- steinninn á umbótavilja stjórn- valda hver afdrif frumvarp um eignarrétt fær í Æðsta ráðinu. Frumvarpið hefur þegar mætt töluverðri andstöðu innan flokks- ins og er talað um það sem „svik við byltinguna". Mótmæli í Tævan Keuter Atök brutust út á milli öryggislögreglu og stjórnarandstæðinga fyrir utan þinghúsið í Taipei, höfuðborg Tævans, í gær. Stjórnarandstæðingarnir kröfðust þess að svokallaðir „meginlandsfulltrúar" færu frá. Meginlandsfulltrúarnir eru margir hveijir háaldraðir og hafa farið með völdin í landinu frá því stjórn þjóð- ernissinna flúði Kína til Tævans eftir kínversku byltinguna árið 1949. Kúbverskur andófsmaður: „Umbótum“ ætlað að treysta tök flokksins Genf. Rcuter. KUNNUR, kúbverskur andófsmaður sagði í gær, að umbæturnar, sem Kúbustjórn kallaði svo, væru engar umbætur, heidur þvert á móti ætlað að treysta tök flokksins á þjóðinni. Réttarhöld yfir púður- smyglurum í Finnlandi Helsinki. Frá Lars Lundsten, firéttaritara NÍU starfsmenn hjá fínnsku efiiaverksmiðjunni Kemira voru á mánudag dregnir fyrir rétt í Helsinki sakaðir um smygl á púðri og sprengiefhum fyrirtæk- isins. Málið snýst um sölu varn- ings til landa sem áttu í styijöld þegar hún fór fram, m.a. til Ir- ans, íraks, Ekvadors og Súdans. Varningurinn var fluttur til þessara landa um Svíþjóð og Vestur-Þýskaland. Smyglmálið fínnska líkist mjög réttarhöldunum í Svíþjóð þegar Nobel-fyrirtækið var sakað um sams konar afbrot. Munurinn er sá að ákvæði finnskrar löggjafar eru mun óskýrari en samsvarandi lagaákvæði hjá Svíum. Svíar hafa búið við mjög nákvæmt eftirlits- kerfi en Finnar virðast hafa selt púður og önnur hergögn nokkuð kæruleysislega þar til fyrir skömmu. Morgunblaðsins. voru framin kröfðust fínnsk yfir- völd þess ekki að fá vottorð um endanlegan áfangastað varnings- ins. „Hér er ekki verið að losa um eitt eða neitt, heldur skulu tökin hert,“ sagði Ricardo Bofill, fyrrum formaður óháðra mannréttinda- samtaka á Kúbu þar til honum var leyft að fara úr landi í október fyrir tveimur árum. Bofill, sem er 52 ára gamall og sat í átta ár í fangelsum Kastrós, sagði í viðtali við fréttamann Reuters, að þeim tveimur embættismönnum, sem orðaðir hefðu verið við umbótaá- huga, hefði nú augljóslega verið ýtt til hliðar. Nefndi Bofill sem dæmi, að Sixto Batista hershöfðingi og fyrr- um hugmyndafræðingur hersins hefði tekið við af óbreyttum borg- ara sem yfirmaður Varnarsveita byltingarinnar en þeim er meðal annars ætlað að uppræta „gagn- byltingarmenn“. Einu umbóta- mennirnir, sem Bofill vill kalla svo, þeir Lionel Soto og Jaime Crom- bet, hafa verið gerðir að varafor- setum framkvæmdanefndar ríkis- ins en Bofill segir, að það embætti sé alveg valdalaust. Soto, sem fór áður með efna- hagsmál í miðstjórninni, er sagður hafa rekið áróður fyrir umbótum og Crombet vann það sér til frægð- ar fyrir nokkrum árum að leyfa bændum að selja umframbirgðir á fijálsum markaði. Breyttist mat- vælaúrval og -framboð strax til batnaðar en Fidel Kastró Kúbuleið- togi bannaði sjálfur þennan kapit- alisma. Bofill, sem situr ársfund mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna í Genf, spáði því, að stjóm- valda á Kúbu biðu sömu örlög og kommúnista í Austur-Evrópu. HEILSUVIKAIMARKINU 15% staðgreiðsluafsláttur 10% afsláttur með greióslukjörum af þrek- og æfingatskjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.