Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Forvextir
afvíxlum
lækka
VEXTIR viðskiptabanka breytast
um helgina. Forvextir víxla hjá
Islandsbanka, Samvinnubanka og
sparisjóðum verða svipaðir og hjá
Landsbanka og Búnaðarbanka,
eða frá 18,25%-18,5% og lækkar
meðaltaJ forvaxta af víxlum úr
19% í 18,4%. Einar Oddur Krist-
jánssön formaður VSI segir þetta
vera í samræmi við það sem von-
ast var til.
Forvextir íslandsbanka af víxlum
lækka úr 19,75% í 18,25%, hjá Sam-
vinnubanka lækka þessir vextir úr
19% í 18,25%, og hjá Sparisjóðunum
úr 19,5% í 18,5%. Vextir yfirdráttar-
lána breytast einnig, og lækka þeir
íslandsbanka úr 22,25% í 20,5%.
í gildandi kjarasamningum var
gengið útfrá því að vaxtabreytingar
viðskiptabanka kæmu til fram-
kvæmda í upphafi hvers mánaðar.
Um seinustu mánaðamót þótti aðil-
um vinnumarkaðarins lækkun víxil-
vaxta ekki í réttu hlutfalli við þróun
skuldabréfavaxta. Þær breytingar
sem nú verða munu hins vegar færa
þetta hlutfall aftur í það horf sem
kveðið var á um í samkomulagi bank-
anna og samningsaðila.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníunni fagnað á 40 ára afmælistónleikum
Hátíðatónleikar í tilefni af 40 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar íslands voru haldnir í Háskólabíói í gærkvöldi og fögnuðu afmælisgestir ákaft í
]ok tónleikanna. Tvö verk voru á efnisskránni, Sellókonsert eftir Jón Nordal og Sinfónía nr. 2 eftir Gustav Mahler. Einleikari var Erling Blönd-
al Bengtsson en einsöngvarar Signý Sæmundsdóttir og Rannveig Fríða Bragadóttir. Auk þess söng kór íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjóri
var Petri Sakari en kórstjóri Peter Locke.
Aflamiðlun:
Lausn í sjónmáli
LAUSN virðist vera í sjónmáli hvað varðar deilur um Aflamiðlun,
staðsetningu hennar og starfsmannahald. Stjórn Aflamiðlunar mun
koma saman nú á mánudag, þar sem samþykkt verður, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að starfsemi Aflamiðlunar verði til
reynslu til húsa hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna um
Þriggja mánaða skeið og að stjórn Aflamiðlunar fái sjálfstæðan Qár-
hag.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, sagði í samtali við Morgun-
■ blaðið í gær að menn væru að ræð-
ast við og teldu sig vera að nálgast
samkomulagsgrundvöli. „Nú er
ekki tími til stórra yfirlýsinga,"
sagði Guðmundur.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur VMSI gengist inn
á þá málamiðlun að til reynslu verði
starfsemi Aflamiðlunar til húsa hjá
LIU og verði hún með sérstakan
fjárhag, aðskilinn frá rekstri LÍÚ.
Unnið verði að því, þegar einhver
reynsla er komin á rekstur Afla-
miðlunar og sýnt er hver umsvif
hennar verða, að meta hver þörfin
verði fyrir aðstöðu Aflamiðlunar.
Hátíð í Hóladómkírkju
Sauðárkróki.
Morfoinblaðið/Ámi Sæberg
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn
fyrir Simen Agdestein gegn Júsúpov í Stórveldaslagnum í gærdag.
Stórveldaslagiir á skákborði
STÖRVELDASLAGURINN í skák hófst í gær. Sovétmenn báru sigur-
orð af Norðurlöndunum með 5 'L gegn 4 'h og Bandaríkjamenn sigr-
uðu Breta með sama vinningshlutfalli.
Helstu úrslit í viðureign Norður-
landanna og Sovétríkjanna urðu þau
að Agdestein og Júsúpov gerðu jafn-
tefli á fyrsta borði, svo og Helgi
Ólafsson og Eingom á öðru, og
Margeir Pétursson og Vaganjan á
þriðja borði. Á fjórða borði vann
Sokolov Hellers, Jóhann Hjartarson
sigraði Gúrevítsj á tíma í 39. leik á
fimmta borði. Jón L. Ámason féll
einnig á tíma í 39. leik gegn Dol-
matov á 6. borði.
í viðureign Bandaríkjamanna og
Breta sigraði Bandaríkjamaðurinn
Gulko Bretann Short á fyrsta borði,
á öðru borði gerðu Seirawan og Spe-
elman jafntefli, og á því þriðja sigr-
aði Bretinn Nunn Fedorowiez. Þá
gerðu Bandaríkjamaðurinn deFerm-
ian og Hodgson jafntefli á því fjórða,
og Bandaríkjamaðurinn Christiansen
sigraði Adams á fimmta borði.
í dag mætir sveit Norðurlandanna
Bandaríkjamönnum, og Bretar Sov-
étmönnum. Keppni hefst klukkan 17
og verður öllum skákum lokið klukk-
an 23.
Sauðárkróki.
í TILEFNI þess að kirkjan hefiir
nú heimt úr viðgerð hina fornu
og fögru altarisbrík, og að sett
hefur verið upp nýtt pípuorgel
af Fröbenius-gerð, verður hátíð-
armessa í Hóladómkirkju á
morgun, sunnudag, klukkan 14.
Þar predikar séra Hjálmar Jóns-
son á Sauðárkróki, en altarisþjón-
ustu annast séra Gísli Gunnarsson
í Glaumbæ og séra Sigurður Guð-
mundsson vígslubiskup á Hólum.
Kirkjukórar- prófastdæmisins
syngja undir' stjóm Hauks Guð-
laugssonar söngmálastjóra. Sér-
stakur heiðursgestur við athöfnina
verður frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands. Að lokinni messu
Glasafijóvganir á Landspítala hefjast á árinu:
Búizt við aukinni eftirspum þeg-
ar starfsemin flyzt til landsins
RÁÐGERT er að hefja glasafrjóvgun á kvennadeild Landspítalans
síðar á árinu. Til að byrja með verða gerðar um 100 aðgerðir á ári,
en þeim verður hægt að fjölga í 200-250 án.mikils kostnaðarauka.
Að sögn Jóns Hilmars Alfreðssonar, yfirlæknis á kvennadeildinni,
er talið að hver aðgerð verði um helmingi ódýrari hér á landi en
ef hjón þyrftu áfram að fara utan til glasafijóvgunar. Þá er búizt
við að eftirspurn eftir glasafrjóvgun aukist er þessi starfsemi flyzt
hingað heim.
„Síðustu tvö ár hafa hjón farið
til útlanda að fá glasaftjóvgun með
styrk Tryggingastofnunar. 1988
voru hátt í 100 umsóknir sam-
þykktar hjá Tryggingastofnun og
nærri 130 á síðasta ári,“ sagði Jón
Hilmar. „Þetta er það, sem við
höfum til að taka mið af. Við teljum
að þessar tölur kunni að hækka
nú þegar þessar aðgerðir verða
framkvæmdar hér. Núna háttar svo
til að Tryggingastofnun greiðir
meðferðina, en fólk þarf sjálft að
greiða ferðakostnað og uppihald
og sum hjón hafa ekki efni á slíku.
Þá kann svo að fara að fólk, sem
ekki treystir sér til útlanda í að-
gerð, til dæmis vegna tungumála-
erfiðleika, vilji nýta sér þessa nýju
þjónustu. Við erum því að tala um
að hér geti þetta orðið um 200
meðferðir á ári, gæti farið upp í
250.“
Gl asaftj óvgu n araðgerði r, sem
íslenzkar konur hafa gengizt undir
í Englandi, kosta um 200.000 krón-
ur hver, og er þá ekki tekið tillit
til vinnutaps hjónanna, sem kann
að nema allt að sex vikum hjá
hvoru. Kostnaður við aðgerðirnar
hér heima er áætlaður 169.000
krónur, og vinnutap hjóna er vænt-
anlega miklu minna. Jón Hilmar
sagði að búizt væri við að um helm-
ingur heildarkostnaðar við hveija
aðgerð erlendis sparaðist við að
flytja starfsemina inn í landið.
I fjárlögum fyrir þetta ár fékkst
heimild til að ráða fimm starfsmenn
til glasafijóvgana á kvennadeild
Landspítalans. Hins vegar fékkst
engin heimild til kaupa á þeim
búnaði, sem til þarf, en hann kost-
ar tæpar níu milljónir króna. Reikn-
að er með að spara 4,1 milljón af
launakostnaði, þar sem starfsemin
fer ekki í gang fyrr en á miðju
ári. Því vantar 4,8 milljónir upp á
stofnkostnaðinn, og vonazt er til
að sú upphæð safnist frá félaga-
samtökum og einstaklingum á
næstu tveimur árum eða svo. Tíma-
bundið verða Ríkisspítalar að fjár-
magna tækjakaupin, yigi starfsem-
in að geta hafizt á árinu. Gert er
ráð fyrir að sjúklingar greiði
göngudeildargjald fyrir hveija
komu á göngudeild og að það gæti
orðið um 15.000 krónur á meðferð.
Þær tekjur myndu þá ganga á
móti öðrum rekstrargjöldum. Sá
mannafli og tækjabúnaður, sem
fjárfest verður í á árinu, mun auð-
veldlega anna 200-250 aðgerðum,
þótt gert sé ráð fyrir 100 aðgerðum
árlega í fyrstu.
flytja ávörp vígslubiskupinn, séra
Sigurður Guðmundsson, Óli Þ.
Guðbjartsson kirkjumálaráðherra
og Guðmundur Guðmundsson
framkvæmdastjóri Hólanefndar.
——BB
4.000 tonn
af steinolíu
send til baka
FARMUR af steinolíu sem Olís hf.
hafði keypt á Rotterdam-markaði
reyndist ekki uppfylla gæðakröfur
þær sem félagið setur. Að sögn
Óla Kr. Sigurðssonar, forstjóra
Olís, var þarna um 4.000 tonn að
ræða og andvirði steinoliufarms-
ins um 60 milþ'ónir króna. Hann
sagði Olís ekki munu lenda í
birgðavandræðum vegna þcssa.
Skipið yrði sent úr landi og fengi
Olís annan farm í staðinn.
Strangar gæðakröfur eru gerðar
til steinolíu sem annarra olíutegunda
og eru ávallt teknar prufur þegar
farmar koma til landsins. Reka olíu-
félögin rannsóknarstofu í samein-
ingu sem sér um þær rannsóknir.
Ekki er leyfilegt að losa skipin fyrr
en hún hefur gefíð álit sitt. Að þessu
sinni reyndist steinolían ekki stand-
ast settar kröfur en aðrar olíutegund-
ir reyndust í lagi.
Óli Kr. Sigurðsson sagði ekki vera
vitað hvað hefði komið fyrir farminn.
Líkleg skýring væri að steinolían
hefði blandast öðrum olíutegundum
sem voru einnig í farmi skipsins.
Skipið lenti í óveðri á leiðinni til ís-
lands og tók ferðin af þeim sökum
níu daga í stað fjögurra undir venju-
legum kringumstæðum. Aðspurður
um hvort Olís yrði fyrír fjárhagslegu
tjóni af þessum sökum sagði Óli að
svona hlutir væru alltaf áfall en fé-
Iagið væri tryggt fyrir atvikum sem
þessum.