Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Engar formlegar samninga-
viðræður Stöðvar 2 og Sýnar
ENGAR formlegar sameiningar-
viðræður hafa átt sér stað milli
forsvarsmanna Stöðvar 2 og Sýn-
ar, sem hyggur á rekstur þriðju
sjónvarpsstöðvarinnar hér á landi
á næstu mánuðum, að sögn Jó-
hanns J. Ólafssonar, stjórnarform-
anns Stöðvar 2. Hann útilokar þó
ekki að einstakir hluthafar innan
beggja fyrirtækjanna hafi ræðst
við óformlega um hugsanlega
Framfærsluvísitalan:
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísit-
ala framfærslukostnaðar hækkað um
21,6%. Undanfama þrjá mánuði hef-
ur vísitalan hækkað um 3%, sem jafn-
gildir 12,4% verðbólgu á heilu ári.
sameiningu þessara tveggja
frjálsu stöðva.
„Ég geri ráð fyrir að sögusagnir
um sameininguna séu til komnar af
því að menn sjá hið augljósa eða
upplagða — og skilja ekki tilganginn
í því að hér séu þijár stöðvar að
keppa um markaðinn með svipað
efni,“ segir Jóhann. „Stöð 2 hefur
lagt áherslu á gott, erlent afþreying-
Vísitalan í marz er 142,7 stig, en
var 100 stig er nýr vísitölugrunnur
var tekinn upp í maí 1988. Miðað
við eldra grunn er vísitalan nú 349,9
stig miðað við 100 í febrúar 1984.
arefni og ríkissjónvarpið hefur mætt
þeirri samkeppni með því að efla
þennan þátt í dagskrá sinni. Ef þriðja •
stöðin bætist nú við með áherslu á
erlent afþreyingarefni mun Stöð 2
mæta þeirri samkeppni, svo að ekki
er ólíklegt að ríkissjónvarpið muni
líka telja sig nauðbeygt til að auka
hlut afþreyingarinnar til að halda
stöðu sinni á markaðinum og fjar-
lægjast þar með enn frekar hið
menningarlega hlutverk sitt. Ég leyfi
mér að efast um að mönnum þyki
þetta eftirsóknarverð þróun.“
Jóhann vildi ekki staðfesta að í
ljós væri komið að umtalsvert tap
hefði orðið á starfsemi Islenska sjón-
varpsfélagsins — Stöðvar 2 og ís-
lenska myndversins — á síðasta ári,
en rekstur þessara fyrirtækja hefur
nú verið sameinaður. Hann segir
endanlega reikninga fyrirtækisins
ekki liggja fyrir, og fyrr en þá geti
hann ekkert um málið sagt.
Þegar endurfjármögnun fyrirtæk-
isins fór fram um síðustu áramót og
nýir aðilar gengu inn í félagið með
nýtt iilutafé var fullyrt að hagnaður
yrði á starfseminni.
Hækkun um 0,8% í febrúar
VÍSITALA framfærslukostnaðar hefur hækkað um 0,8% frá síðasta
mánuði samkvæmt útreikningum kauplagsnefindar í marzbyrjun. Sam-
kvæmt tilkynningu Hagstofúnnar verður þessi hækkun ekki rakin til
sérstakra tilefna, og matvöruliður vísitölunnar hefur ekki hækkað á
þessum tíma.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 10. MARZ
YFIRLIT í GÆR; Vestan- og norðvestan kaldi á landinu. Él eða
snjókoma var við norðurströndina, en annars þurrt og víða bjart
veður. Mildast var á Vatnsgarðshólum, 3ja stiga frost, en kaldast
á Hveravöllum og á Grímsstöðum, 12 stiga frost.
SPÁ: Austanátt um mest allt land. Hvasst, snjókoma og skafrenn-
ingur syðst á landinu, en taisvert hægari og úrkomulítið í öðrum
landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG; Austan- og norðaustan um land allt.
Snjókoma eða él á víð og dreif norðan- og austanlands, en úrkorriu-
laust á suðvesturlandi. Frost á bilinu 5 til 12 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Vestlægar áttir. Sumstaðar él við norður-
og vesturströndina, en annars þurrt og víða bjart veður. Frost 2 til
8 stig.
TAKN:
Heiðskírt
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r / Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
■J0° Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti weftur Akureyri -f-5 úrkoma í grennd Reykjavík +4 úrkoma í grennd
Bergen 3 slydduél
Helsinki +1 snjókoma
Kaupmannah. 3 slydduél
Narssarssuaq -r20 heiðskírt
Nuuk +10 léttskýjað
Osló 4 úrkoma (grennd
Stokkhólmur 5 rigning
Þórshöfn 2 léttskýjað
Algarve 21 heiðskírt
Amsterdam 8 skúr á síð.klst.
Barcelona vantar
Berlin 4 skúr
Chicago 4 þokumóða
Feneyjar 9 þokumóða
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 4 snjóél á sið.klst.
Hamborg 6 skúr á síð.sklst.
Las Palmas 21 léttskýjað
London 11 skýjað
Los Angeles 12 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Madrid 16 léttskýjað
Malaga 16 þokumóða
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal +7 léttskýjað
New York 2 léttskýjað
Orlando 15 léttskýjað
Paris 12 skýjað
Róm vantar
Vín 17 alskýjað
Washington 5 skúr á síð.kist.
Winnipeg 1 alskýjað
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Skemmdir kannaðar á Höfrungi GK 27 í dráttarbrautinni LNjarðvík
í gær, þar sem viðgerð fer nú fram. Búið er að taka skrúfú og stýri
af bátnum sem skemmdust við strandið.
Strand Höfrungs við Grindavík:
Stýrimaðurinn
sofiiaði í brúnni
Slökkt var á vökustaur skipsins
Keflavík.
STÝRIMAÐURINN á Höfrungi GK 27 var einn í brúnni og féll í svefii
skömmu áður en báturinn strandaði við Stórubót sem er vestan við
innsiglinguna til Grindavíkur á fimmtudagsmorgun. Þetta kom fram
við sjópróf hjá Bæjarfógetanum í Keflavik í gær. Fram kom að stýrimað-
urinn hafði verið vakandi í hartnær sólarhring þegar skipið strandaði
og að slökkt var á svokölluðum vökustaur. Nokkrar skemmdir urðu á
botni bátsins sem nú er til viðgerðar í Njarðvíkurslipp, en vonast er til
að bráðabirgðaviðgerð ljúki i næstu viku.
Við sjóprófin kom fram að Höfr-
ungur GK 27 hafði farið til netaveiða
á stað á Selvogsbanka, sem er um
20 sjómílur s.s.a. af Grindavík kl
17:00 á miðvikudag og skipveijar
farið að draga netin um kl 20:00 um
kvöldið. Þeir hefðu dregið 10 trossur
og voru að alla nóttina. Um kl 06:00
um morguninn hefði verið lagt af
stað til Grindavíkur og tók þá stýri-
maðurinn við stjórn bátsins af skip-
stjóranum ásamt 2. vélstjóra sem
gætti vélarinnar. Fram kom að svo-
kallaður vökustaur, sem er í brúnni,
er tæki sem þarf að endurstilla innan
ákveðins tíma og með ákveðnu milli-
bili, að öðrum kosti byijar tækið að
flauta. Skipstjórinn skýrði frá því að
þetta tæki, sem kom um borð í
haust, væri ekki mikið notað, því
endurstillingartíminn væri bæði
stuttur og mismunandi. Þeir hefðu
haft annað tæki sem stilla þurfti á
15-17 mínútna millibili sem væri
ágætt og þeim líkað vel við, en það
hefði bilað og verið sett í land.
Stýrimaðurinn kvaðst hafa farið
seint að sofa nóttina áður en lagt
var af stað í róðurinn, sofið í um 6
tíma, og fram kom að hann hafði
verið vakandi í næstum sólarhring
þegar báturinn strandaði. Stýrimað-
urinn skýrði frá því að hann hefði
kveikt á vökustaumum, en slökkt á
honum aftur þar sem hann hefði
brugðið sér niður eftir kaffi. Hann
hefði komið upp aftur að vörmu
spori, fengið sér sopa af kaffinu og
síðan myndi hann ekki eftir sér fyrr
en báturinn hefði strandað.
Skemmdir urðu á skrúfu Höfrungs
GK 27, stýri, slingurbrettum, botni
og botnstykkjum dýptarmæla og
fiskileitartækja. Guðlaugur Óskárs-
son framkvæmdastjóri Hópsnes hf.,
útgerðarfélags Höfrungs í Grindavík,
sagðist ekki geta áætlað hversu tjó-
nið væri mikið. Stefnt væri að ljúka
bráðabirgðaviðgerð sem fyrst, vonast
væri til að báturinn kæmist á veiðar
strax í næstu viku og líkur væru á
að tekist hefði að leigja annan bát
handa áhöfninni til að draga netin á
meðan Höfrungur væri í slipp. Að
sögn Guðlaugs var Höfrungur með
18 tonn af ufsa þegar hann stran-
daði. BB
Sjávarútvegsráðherra:
Til viðræðna
í Japan
HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, mun dagana
12.-17. þessa mánaðar dvelja í
Japan í boði þarlendra stjórn-
valda. Þar mun hann meðal ann-
ars eiga viðræður við ráðamenn
um aukin viðskipti landanna á
sviði sjávarútvegs.
í Japan mun ráðherra einnig
heimsækja íslenska sýningardeild á
matvæiasýningunni Foodex 90 í
Tokyo, og heimsækja japönsk fyrir-
tæki. Á heimleiðinni dvelur ráð-
herra við í Bandan'kjunum, og skoð-
ar þar m.a. hina árlegu sjávarút-
vegssýningu í Boston.
Maður lést af slysförum
Maðurinn, sem fórst þegar
trilla frá Sandgerði sökk vestur
af Garðsskaga á fimmtudag, hét
Ástþór Ægir Gíslason.
Ástþór var á 58. aldursári,
fæddur 25. september árið 1932.
Hann var búsettur í Sandgerði og
lætur eftir sig sex uppkomin böm.
Tildrög slyssins eru ekki kunn,
að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Keflavík.
Skýrslur höfðu ekki verið teknar
í gær vegna málsins, en til stóð
að gera það í gærkvöldi eða í dag.
Ástþór Ægir Gíslason.
r
I
i
i
i
i
i
i
t
i
<
i