Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 10
ÍL
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Bergmál frá meistara Kjarval
eftir Knút Bruun
Útvarpsfrétt sem höfð var eftir
listráðunaut Reykjavíkurborgar
hljóðaði eitthvað á þessa leið „Ég
lagði til við menningarmálanefnd
borgarinnar að íslenskum mynd-
listarmönnum yrði gert að greiða
100% hærri leigu fyrir afnot af
húsnæði á Kjarvalsstöðum til sýn-
ingarhalds. Nefndin féllst ekki á
þá tillögu en hækkaði leiguna um
75%. Persónulega finnst mér að
myndlistarmenn eigi að fá að sýna
ókeypis á Kjarvalsstöðum.“
Þetta er einkennilegasta yfirlýs-
ing sem heyrst hefur í háu her-
rans tíð.
Hvernig skyldi verðlagsstjóra
Dagsbrúnar fmnast þessi speki?
Hann situr nú við símann daglangt
og náttlangt að svara kvörtunum
landsmanna vegna hækkana á
verði vöru og þjónustu. Verkalýðs-
leiðtogar, atvinnurekendur og
ráðamenn þjóðarinnar eru loks á
einu máli um að nú skuli fátt
hækka, laun, vöruverð og þjón-
usta.
Skyldi nokkur myndlistarmaður
hafa hringt í verðlagsstjórann og
sagt eitthvað á þessa leið: „Mun-
duð þið vilja kalla til hans Davíðs
borgarstjóra og biðja hann að aft-
urkalla þessa 75% hækkun, og
ennfremur að reyna að fá listráðu-
nautinn á Kjarvalsstöðum til þess
að falla frá 100% hækkunartillög-
unni og hlusta á núlltillögu listvin-
arins Gunnars Kvaran?”
Kæri borgarstjóri, í minningu
meistara Kjarvals sérðu þér von-
andi fært að láta íslenzka mynd-
listarmenn greiða ósköp lága leigu
fyrir afnot af Kjarvalsstöðum,
þannig að þeir auralausu geti líka
komið verkum sínum á framfæri.
Bezt væri ef þú gætir fallist á
ofangreinda ókeypistillögu Gunn-
ars Kvaran.
Mér segir svo hugur, að þegar
þeir stóðu hlið við hlið meistari
Kjarval og Geir Hallgrímsson að
taka fyrstu skóflustungu að Kjarv-
alsstöðum hafí meistarinn hvíslað
Boðahlein - Hrafnista
Til sölu einnar hæðar endaraðhús 84,9 fm á svæðinu
næst Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða verndaða
þjónustuíbúð, þ.e. stofa, svefnherb., bað, eldhús,
þvottahús og garðskáli. Laust strax.
Árni Gunnlaugsson hrl., Jón Eiríksson hdl.,
Austurgötu 10, sími 50764, Hamraborg 12, sími 43900.
Húseign f Hafnarfirði
Nýkomið í einkasölu timburhús á góðum og rólegum
stað við sjóinn í Vesturbænum, alls 120 fm. A aðalhæð
eru 3 herb. og eldhús, í risi 3 herb. og rúmgóður kjall-
ari. Húsið er í góðri hirðu, með tvöföldu verksmiðju-
gleri að mestu, endurnýjuðum raflögnum og nýlegri stál-
klæðningu. 24 fm bílskúr. Ekkert áhvílandi. Laust strax.
Árni Gunnlaugsson hrl., Opið í dag
Austurgötu 10, sími 50764. frá kl. 13-17
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
EINAR ÞÓRISSON L0NG, solumaður
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggilturfasteignasau
Til sölu eru að koma m.a. þessar eignir:
4ra herb. íb. við Gautland
Á miðhæð, ekki stór en vel skipulögð. Stórar sólsvalir. Tenging f.
þvottav. á baði. Ræktuð lóð. Vinsæll staður. Sanngj. verð.
Með öllu sér - gott lán
4ra herb. séríb. á 1. hæð 102 fm við Lækjarfit í Gbæ. Ný endurbyggð
næstum fúllgerð. Bílskréttur. Nýtt húsnæðislán um kr. 3,0 millj.
Á vinsælum stað í Vesturborginni
3ja herb. íb. á 3. hæð, 88 fm nettó á Högunum. Nýtt bað. Nýtt gler,
póstar o.fl. Suðursvalir. Lítil geymsla auk föndurherb. í kj. Ágæt sam-
eign. Laus 1. júní.
Góð íbúð - gott lán
4ra herb. íb. á 2. hæð við Vesturberg. Vel skipulögð af meðalstærð.
Ágæt sameign. Útsýni. Húsnæðislán um kr. 2,1 miilj.
Skammt frá Hlemmtorgi
Endurnýjuð 2ja herb. íb. á 3. hæð í reisulegu steinhúsi. Góð sameign.
Skuldlaus. Laus strax. Gott verð.
í gamla góða Austurbænum
4ra herb. íb. á 2. hæð um 100 fm. Sérinng. Tílboó óskast í eignina.
Einbýlishús, parhús og raðhús
í Ártúnsh'olti, Seljahverfi, Seltjnesi, bæði fullgerð, nýl. eða ný í smíðum.
Margskonar eignaskipti möguleg. Teikningar á skrifstofunni.
Þurfum að útvega m.a.
gott raðhús við Álftamýri, Háaleitisbraut, Hvassaleiti eða nágr. Skipti
mögul. m.a. á vandaðri sérh. m. bílsk. Ennfremur óskast vandað einb-
hús á einni hæð, vel staðs. í borginni eða nágr. Verðhugmynd 16—20
millj.
Rúmgott einbhús með 5-8 svefnherb. Fyrir rétta eign er hægt að
greiða mikla útb. þar af kr. 12 millj. við undirritun kaupsamnings.
• • •
Opiðídag kl. 10-16.
Til sölu einstaklíb. við Austur-
brún með útsýni yfir borgina.
AIMENNA
FASTEIGNASALAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
„Kæri borgarstjóri, í
minningu meistara
Kjarvals sérðu þér von-
andi fært að láta
íslenzka myndlistar-
menn greiða ósköp lága
leigu fyrir afiiot af
Kjarvalsstöðum, þannig
að þeir auralausu geti
líka komið verkum
sínum á framfæri.“
Dómkirkjan í Reykjavík.
Kaffisala Dómkirkjukvenna
í eyru borgarstjórans hugmyndinni
um ókeypisleigu til myndlistar-
manna og nú bergmálar þetta
hvísl aftur frá vörum listvinarins.
Um leið og myndlistarmenn
óska borgarstjóra og starfsmönn-
um hans alls góðs er ítrekuð beiðn-
in um a.m.k. status quo í húsa-
ieigumálum Kjarvalsstaða —
hækkunin verði afturkölluð — og
ókeypisleigutillagan skoðuð
gaumgæfílega.
Höfundur er lögmaður.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar verður með sína árlegu kaffí-
sölu á Hótel Loftleiðum á morgun,
sunnudaginn 11. mars. Kaffisalan
hefst kl. 15 að lokinni messu í
Dómkirkjunni.
í messunni, sem hefst kl. 14,
prédikar Guðmundur J. Guðmunds-
son formaður Dagsbrúnar, Signý
Sæmundsdóttir óperusöngkona
syngur einsöng og sr. Hjalti Guð-
mundsson þjónar fyrir altari. Dóm-
kórinn syngur undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar dómorganista.
Að messu lokinni verður svo
haldið suður á Hótel Loftleiðir,
Víkingasal, þar sem kaffisalan
verður. Bent skal á, að strætisvagn-
ar fara frá Dómkirkjunni að lokinni
messu suður að Hótel Loftleiðum
og síðan til baka aftur að lokinni
kaffisölu.
Auk kaffisölunnar verða konurn-
ar með söluhorn, þar sem ýmiss
konar páskaföndur og blómagreinar
verða á boðstólum, og hafa konurn-
ar sjálfar unnið þá fallegu muni.
Allur ágóði af kaffisölunni fer til
stuðnings því starfi, sem konurnar
vinna fyrir Dómkirkjuna, en þar
hafa þær veitt ómetanlegan stuðn-
ing á undanförnum áratugum.
Til þessa starfs hafa konurnar
notið velvilja borgarbúa og vonum
við, að svo verði enn og margir leggi
leið sína á Hótel Loftleiðir á morg-
un að lokinni messunni og njóti þar
hinna bestu veitinga um leið og
gott málefni er stutt.
(Frá Dónikirkjunni)
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Auli táknar að vísu flón eða
bjálfa, en líka stóran þorsk. Allt
saman andskotans, djöfulsins,
þölvaður auli, sögðu sjómenn,
þegar vei lá á þeim eftir mok-
veiði á rigaþorski. Alkunnugt er
að orð, sem táknuðu tröll, tóku
stundum að merkja kjána, því
að flestir risar voru taldir vit-
grannir.
Auli er í 2. hljóðskiptaröð við
jóli =hvannarstilkur, enda til
samsetningin hvann-jóli. Nú
skipta menn ekki alltaf rétt
sundur orðum í styttingarskyni,
og af myndinni hvannjóli
bjuggu menn til orðið njóli með
því að klippa á vitlausum stað,
milli n-anna.
Ameríka (America) heitir eft-
ir Amerigo Vespucci. Nafn hans
var latínað Americus Vespucius.
Af þessu höfum við svo Arnerík-
. ani, þar sem an er víst við-
skeyti. Eigi að síður búum við
til styttinguna Kani um mann
frá Ameríku (Bandaríkjunum).
Margir hafa af miklum lær-
dómi og mikilli hugkvæmni
skrifað um tilkomu og merkingu
mannsnafnsins Oskar (Oscar).
Hvað sem öðru líður, er þetta
nafn komið úr Ossíanskvæðum
Skotans James Macphersons.
Þau voru fyrst prentuð á síðari
hluta 18. aldar. Þar heita per-
sónur t.d. Selma (Shelma) og
Oscar. Magnús Þórðarson í
Reykjavík, sem er margfróður
um þetta efni, hefur kennt mér
að Macpherson hafi e.t.v. sett
saman nafnið Oscar af os
[=hindarkálfur] í Ossian og car
úr nafni karþagóska (pún-
verska) höfðingjans Hamilk-
cars. Nöfnin Selma og Óskar
(Oscar) hafa náð hylli, og við
Islendingar notum þau talsvert.
En við híum okkur ekki við að
búa til gælunafnið Skari af
Óskar.
í latínu er til lýsingarorðið
aestivus=„sumarlegur“, „sem á
við sumarið“ enda er aestas á
þá tungu=heit árstíð, sumar.
Af þessu kom í miðaldalat. aes-
tivale og varð í ítölsku stivale=
sumarskór. Fyrir koma í máli
okkar orðmyndir sem virðast af
þessari ættinni, svo sem stýf-
ill=skór og að lokum stígvél
sem hefur fengið mismunandi
sérgreinda merkingu. Þá hefur
þjóðskýringin látið til sín taka,
sbr. síðasta þátt.
Ýmsir áttu að vonum erfitt
með að muna heiti þessarar nýju
„vélar til að stíga með“. Maður
kom inn í búð og spurði fyrst
um vélstíg, þá um stélvíg og
loks um vígstél, þegar annað
dugði ekki. Engin vígstél feng-
ust í búðinni.
Á latínu er til sögnin port-
are=að bera. Dis á þá tungu
er neitandi eða sviptandi for-
skeyti; disportare var að bera
burt. Inn í ensku komst sögnin
disport í merkingunni að „bera
burt hversdagsleikann“. Síðan
klipptu menn skakkt, og úr varð
sport sem við öll þekkjum um
tómstundagaman og íþróttir.
★
í Gamla testamentinu segir
að Abraham gat ísak og ísak
gat Jakob o.s.frv., svo að hver
getnaðurinn rak annan. Sam-
kvæmt nýlegum upplýsingum
útvarps gat bandarísk kona
manni sínum þijú börn. Ekki er
að spyrja um jafnstöðu karla og
kvenna á vorum dögum.
★
„Grammaticus" kvað:
Á húsþiljum hengist upp refill,
um hálsinn er fléttaður trefill,
tefillinn tefur,
og hefíll upp hefur,
og í horngrýti ráðsmennskast grefill.
★
Fáir hafa hætt sér út í að
svara spurningunni um lo. fjöl-
lyndur (i 525. þætti). Bernharð
Haraldsson á Akureyri hefur þó
sagt skoðun sína. Ef maður er
kallaður fjöllyndur finnst hon-
um það ekki vekja traust á
manninum, en það þurfí ekki
ótvírætt að vera í niðrandi merk-
ingu. Slíkt getur farið eftir því
hver talar hvexju sinni, farið eft-
ir atvikum, eins og sagt er.
í Sturfungu er Snorri Sturlu-
son sagður fjöllyndur. Það skildi
Sigurður skólameistari svo, að
hann væri „ekki við eina fjöl
felldur í kvennamálum", enda
var það sannast mála. Sigurður
Nordal tók þessa fjöllyndisein-
kunn í víðari merkingu.
529. þáttur
„Ef maður gefur manni nafn
annað en hann eigi áður, og
varðar fjörbaugsgarð, ef hann
vill reiðast við.“ (Grágás, úr
kafla um fuliréttisorð.)
★
Arnþrúður Heimisdóttir á
Þingvöllum skrifar svo:
„Herra Gísli Jónsson.
Mig langar til að hefja þennan
bréfstúf minn á því að þakka
fyrir hugvekjur þínar um
íslenskt mál. Oft og tíðum hafa
þær hjálpað er mér var vandi á
höndum í meðferð tungunnar.
En tilefni bréfsins var ástundun
mín á skíðaíþróttinni. Ég hef
vart vitað hvaða sögn skyldi
nota er um hana er rætt í kunn-
ingjahópi. Þó tók ég þá ákvörðun
fyrir nokkuð löngu að gera ekki
athugasemd er ég heyrði sögn-
ina „að skíða“. Hafði ég þá til
hliðsjónar eldri sagnir, einkum
„að hjóla“, sem hlýtur að vera
beint af tækinu sem þar ér not-
að, svo og „að sigla“, sem er
að vísu örlítið breytt frá „segl-
inu“. Vegna þessa þótti mér ég
ekki geta afneitað „að skíða“.
Þrátt fyrir það eru auðvitað
setningarnar að ganga á
skíðum, að renna sér á skíðum
í meira en fullu gildi.
Með góðri kveðju.“
Umsjónarmaður tók dálítið
hvasst til orða gegn sögninni að
„skíða“ í 526. þætti. Um aldir
áttu íslendingar skíði, en notuðu
ekki þá sögn. Þetta er því ekki
alls kostar sambærilegt við hjól
og hjóla [skamman tíma var
notað „sukkull“ og ,,sukkla“],
né heidur sigla eins og bréfrit-
ari tekur fram. Eigi að síður
skilur umsjónarmaður og viður-
kennir að vissu marki sjónarmið
Arnþrúðar og þakkar henni
þetta vel skrifaða og vinsamlega
bréf. Hann vill gjarna fá í þátt-
inn efni og athugasemdir frá
fólki sem er af annarri og yngri
kynslóð en hann sjálfur.
★
F'iskurinn „missir gæði“,
sagði þjóðkunnur maður í út-
varpið. Þetta er hrognamál.
Fiskurinn versnar eða skemm-
ist.