Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 11

Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 11
_________________________MQKGl^NpM.ÐIf> íiAyqAftDAGUR,l,q.,MARZ:_ Reglugerð um sérkennslu eftirHelga Viborg TJndanfarið ár hefur reglugerð um sérkennslu verið í endurskoð- un. Vinnubrögð við þá endurskoð- un hafa verið sérstæð og mennta- málaráðuneytinu til lítils álitsauka. Það sem einkum vekur furðu margra kunnugra er að við skipan nefndar til að endurskoða reglu- gerðina hafa ýmsir fagaðilar al- gjörlega verið sniðgengnir. Sál- fræðingum og læknum sem vinna lögum samkvæmt að greiningu og meðferð barna með sérþarfir var t.d. markvisst haldið fyrir utan þessa nefndarvinnu. Fyrstu drög að reglugerðinni voru send til fjölmargra umsagnar- aðila. Héldu margir að yfirlýst stefna menntamálaráðherra um lýðræðislega þátttöku ólíkra fag- aðila við stefnumótun væri hér í framkvæmd. Við nánari athugun reynist svo ekki vera. Við saman- burð á fyrstu drögum að sér- kennslureglugerð og lokaáliti nefndarinnar er nánast um sama plagg að ræða. Nefndin hefur ekki séð ástæðu til að taka tillit til breytingatillagna frá ýmsum aðil- um. Þá hefur nefndin reynt að sniðganga faglega umræðu um málið, þannig vita t.d. fæstir skóla- stjórar um hvað málið snýst, hvað þá að umræður skólastjóra, kenn- ara, sérkennara og skólasálfræð- inga hafi verið um reglugerðina. Hér yrði of langt mál að gera grein fyrir öllu sem miður fer í fyrirliggjandi nefndaráliti um sér- kennslureglugerð og einungis bent á nokkur almenn atriði. í fyrsta lagi er réttur barna til séraðstoðar óljós. Samkvæmt nefndarálitinu geta hvorki fagaðil- ar né foreldrar sótt einhveija lág- marksþjónustu til handa börnum með sérþarfir. í öðru lagi er settur kvóti á sér- þarfir barna. Það þýðir að úthlutun sérkennslumagns til fræðsluum- dæma er fastákveðin, 0,23 vik- utímar á hvern nemanda, óháð faglegri úttekt á eðli og umfangi sérkennsluþarfa og óháð mjög mis- munandi aðstöðu í fræðsluumdæ- munum. Engar leiðbeinandi reglur eru hafðar til hliðsjónar um það hvernig standa skuli að úthlutun tímamagns til barna með sérþarfir innan grunnskólans eftir umfangi vandkvæða þeirra. Miðstýrt kvóta- kerfi af þessu tagi þjónar einungis fjárveitingavaldinu en skilur eftir vanda skóla og foreldra sem bera hag barna með sérkennsluþarfir fyrir bijósti. Kvótakerfi við úthlut- un sérkennslumagns lýsir faglegri uppgjöf og skilningsleysi á eðli sérkennslumála. Einnig er það í andstöðu við þá óumflýjanlegu og sjálfsögðu þróun að nemendur, sem hingað til hefur verið ætlað að vera í sérskóla, fái kennslu við hæfi í sínum heimaskóla. — Það er ástæða til að benda á að hér er ekki verið að tala um þorska heldur börn og möguleikar þeirra til að vera sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju í framtíðinni. I þriðja lagi vantar allar skil- greir.ingar á fötlunum barna sem liggja til grundvallar sérþörfum þein-a. Með slíku fyrirkomulagi er ógjömingur að gæta samræmis í úthlutun þjónustu til þessara barna. Með öðrum orðum er veru- leg hætta á því að slíkt kerfi leiði „Héldu margir að yfir- lýst stefiia menntamála- ráðherra um lýðræðis- lega þátttöku ólíkra fagaðila við stefiiumót- un væri hér í fram- kvæmd. Við nánari at- hugun reynist svo ekki vera.“ til mismununar sem erfitt er að verja með hliðsjón af markmiðs- setningu grunnskólalaga. í fjórða lagi er horfið frá vinnu- brögðum sem þróast hafa á milli fagaðila innan grunnskóla í Reykjavík og flestir sem til þekkja eru ánægðir með. í því sambandi má nefna að samstarfsvettvangur á borð við svokölluð nemenda- verndarráð er afnuminn í núver- andi mynd. Samkvæmt nefndará- litinu eiga t.d. sálfræðingar og hjúkrunarfræðingar ekki lengur að sitja í nemendaverndarráði. Almennar afleiðingar nefndar- álitsins um sérkennslu eru þær að miðstýring þessa málaflokks verð- ur nánast alger. Fræðslustjóri og sérkennslufulltrúi hans eiga að vera, að því er virðist, einir um ákvörðunartöku um það hver á að fá sérkennslu og hversu mikla. Ruglandi við framkvæmd sér- kennslumála verður verulegur þar sem reglugerðin stangast í mörg- um atriðum á við lögboðnar skyld- ur einstakra fagaðila sem hafa með þessi mál að gera í dag. Fag- aðilar eins og skólasérfræðingar eru settir út í kuldann og faglegt mat þeirra (greining á þörf nem- andans fyrir sérkennslu) á ekki að skipta máli nema ofangreindir aðil- ar séu sáttir við það. Sérkennslureglugerðin á ekki að vera valdaplagg heldur á hún að fjalla um réttindi barna sem þurfa séraðstoð. Hún á að fjalla um hvernig á að meta þessa þörf fag- lega, hvernig samvinnu ólíkra fag- aðila á að vera háttað og hvernig þeir í samvinnu ákvarða hvernig þjónustan skilar sér best til barn- anna. Miðstýringarhugmyndir nefnd- arinnar ganga þvert á yfirlýstar skoðanir núverandi ráðherra, Sva- vars Gestssonar. Hugmyndir hans fela í sér að skólarnir eigi að vera sem sjálfstæðastir. Ákvörðunar- taka og ábyrgð eiga að vera þar en ekki hjá einhveijum embættis- manni langt í burtu. Skólasálfræðingar hafa lagt til að í reglugerð um sérkennslu verði ljóst í hveiju þjónusta við nemend- ur á að vera fólgin og hvernig eigi að meta og framkvæma þjón- ustuna þannig að kennarar, for- ráðamenn barnanna og aðrir viti að hveiju þeir geta gengið. Reglu- gerðin á að tryggja frið á milli faghópa og um leið góða samvinnu þeirra. Hagsmunir barna með sér- þarfir eiga að sitja í fyrirrúmi. Hagsmunagæsla af öðru tagi á ekki að eiga sér stað. Höfundur er forstöðumaður sálfræðideildar skóia. Kirkja Óháða safnaðarins. Nýmessa hjá Óháða söfiiuðinum Á SUNNUDAGINN kemur, 11. mars verður Nýmessa í Kirkju Óháða safnaðarins og hefst hún kl. 17.00. I heimsókn koma góðir gestir og Sr. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur í Hafharfirði flytur erindi um fríkirkjuformið og segir frá safiiaðarstarfinu í Hafnarfirði. „Hópur án skilyrða" syngur létt kristileg lög. Hópinn skipa: Þorvald- ur Halldórsson, Margrét Scheving og Páll Magnússon. Kirkjukórinn mun dreifa sér um kirkjuna og reynt verður að virkja alla kirkjugesti í almennum safnað- arsöng. Safnaðarfólk sér um ritn- ingarlestur og bænir. Kaffiveitingar eftir messu. 'Þórsteinn Ragnarsson, safhaðarprestur. Þ.ÞORCRlMSSON&CO E3QSBQ00. gólfflísar- kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMi 38640 ekmfstofuhOsgögn allt að Opið í dag kl.10-16 HEDVHLISHlJSGiÖGN afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.