Morgunblaðið - 10.03.1990, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Evrópubandalag útvarpsstöðva 40 ára:
Dagleg fréttaskipti, fyrir-
greiðsla og söngvakeppni
• •
Rætt við Markús Orn Antonsson, útvarpsstjóra, um starfsemi bandalagsins
„HJÁ Evrópubandalagi útvarpsstöðva stendur margt á gömlum
merg, en þróunin í tæknimálum er ör og margt nýtt á döfinni. Við
höfúm aukið þátttöku í samstarfinu undanfarin ár og munum halda
áfram að tengjast bandalaginu sterkari böndurn," sagði Markús Orn
Antonsson, útvarpsstjóri. Evrópubandalag útvarpsstöðva, EBU, er
40 ára um þessar mundir og af því tilefni var útvarpsstjóri tekinn
tali og beðinn um að segja frá starfi bandalagsins.
Markús Öm sagði að 23 útvarps-
stöðvar hefðu stofnað bandalagið
fyrir 40 árum, en nú væru stöðvarn-
ar 39. „EBU tekur til ákveðins
svæðis, samkvæmt sáttmálum um
samstarf í fjarskiptum," sagði
hann. „Innan bandalagsins eru
Vestur-Evrópuríkin, ásamt ríkjum
við Miðjarðarhaf. Það er því oft
vitnað til þess, _að bandalagið nái
yfir svæðið frá íslandi til Jórdaníu.
I fyrstu var þetta samstarf útvarps-
stöðva og var helst um að ræða
skipti á tónlistarefni og hefur það
haldist svo. Þá njóta stöðvarnar
gagnkvæmrar fyrirgreiðslu ýmiss
konar, til dæmis varðandi tæknilega
aðstöðu fréttamanna. Það hefur oft
komið sér vel vegna fréttaöflunar
og íþróttalýsinga frá útlöndum. Þá
er Ríkisútvarpið að sjálfsögðu
skuldbundið til að veita erlendum
frétta- og tæknimönnum sams kon-
ar fyrirgreiðslu hér á landi.“
Mikilvæg fréttaskipti
Eurovision, samband evrópskra
sjónvarpsstöðva, er undirdeild
EBU. „Eurovision var stofnað form-
lega árið 1954,“ sagði Markús Örn.
„Þegar Eurovision er nefnt dettur
ýmsum fyrst í hug söngvakeppni
sjónvarpsstöðvanna, en samstarfið
er þýðingarmest á sviði frétta og
íþrótta. Ríkisútvarpið hefur átt að-
ild að Eurovision frá því að sjón-
varpsútsendingar hófust hér á landi
og i október 1987 byijuðum við að
taka þátt í daglegum fréttaskiptum.
Fjórum sinnum á dag eru stöðvarn-
ar í Eurovision í gervihnattasam-
bandi. Það fer þannig fram, að
opið talsamband er milli allra stöðv-
anna og fulitrúi hvdrrar stöðvar
segir frá því markverðasta, sem er
í fréttum í hveiju landi og býður
fram myndefni. Þá tilgreinir hver
og einn hvaða efni hann hefur
áhuga á frá hinum stöðvunum og
ef fimm eða fleiri vilja sama efnið
þá er það sent út til stöðvanna. Tii
viðbótar þessum aðaltímum fyrir
fréttaskiptin geta gervihnattarás-
irnar verið opnar fyrir fréttamiðlun
meira og minna allan daginn þegar
stórviðburðir gerast. Það er ekki
oft sem atburðir hér á landi vekja
eftirtekt erlendis, en nýlegt dæmi
er þó heimsókn Havels, forseta
Tékkóslóvakíu. í þessu samstarfi
njótum við góðs af fréttum stórra
sjónvarpsstöðva, svo sem BBC,
frönsku og þýsku stöðvanna og
höfum til dæmis haft aðgang að
nýjustu fréttum vegna atburðanna
í Austur-Evrópu að undanförnu.
Alls senda evrópsku stöðvarnar út
meira en 10 þúsund fréttamyndir á
ári í fréttaskiptum, svo það er af
miklu að taka.“
Markús Örn sagði að íþróttaefni
væri annar mikilvægasti þáttur
þessa samstarfs. „Ákveðna daga í
viku eru sendar út langar syrpur
frá ýmsum íþróttaviðburðum og
íþróttadeild sjónvarpsins hefur öll
þau afnot sem hún vill af þessu
efni. Þá má ekki gleyma samstarfi
stöðvanna vegna stærri viðburða,
svo sem heimsmeistarakeppninnar
í handknattleik í Tékkóslóvakíu,
sem nú stendur yfir. Árið 1988
voru rúmlega 1200 íþróttaviðburðir
sýndir á vegum EBU, sem er samn-
ingsaðili stöðvanna gagnvart rétt-
höfum og hefur nú gert samning
um einkarétt á sýningum frá næstu
Olympíuleikum og Evrópukeppni og
heimsmeistarakeppninni í fótbolta
næsta áratuginn."
Útvarpsstjóri sagði að EBU stæði
enn betur að vígi nú en áður til að
ná hagstæðum samningum vegna
íþróttaútsendinga, þar sem margar
aðildarstöðvar bandalagsins hefðu
átt þátt í stofnun Eurosport gervi-
hnattarásarinnar, sem sendir út
íþróttaefni einvörðungu. Ríkisút-
varpið var með í stofnun Euro-
sport. „Efni sem ekki nýtist EBU-
stöðvunum fer til sýninga á Euro-
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri.
Morgunblaöið/Þorkell
sport rásinni. Þá hafa landsleikir
hér á landi verið sýndir þar.“
Samstarf sjónvarpsstöðva er ekki
bundið við Evrópu, því stöðvar í
öðrum heimshlutum eru í sams kon-
ar samtökurrt og EBU, til dæmis
stöðvar í Asíu og Austur-Evrópu.
„Þessi sambönd hafa náin sam-
skipti við EBU og eiga fulltrúa á
aðalfundi bandalagsins. Austur-
Evrópubandalagið tekur þátt í dag-
legum fréttaskiptum. Þá hefur EBU
aðstöðu í Bandaríkjunum og hagur
okkar felst í afnotum af gervi-
hnattarásum EBU, svo sem þegar
fréttamaður okkar þarf að senda
fréttir frá Bandaríkjunum."
Sameiginleg fréttastofa
Evrópustöðvanna
Aðildarstöðvar EBU skipta
kostnaði við bandalagið með sér
eftir ákveðnum gjaldskrárstuðlum,
þar sem mið er tekið af fjölda íbúa
og sjónvarpstækja og þjóðartekjum.
„Nú er verið að ræða um að koma
á fót sameiginlegri evrópskri frétta-
stöð, sambærilegri við CNN. CNN,
sem er bandarísk stöð, hefur sent
út Evrópuþætti með ýmsum frétt-
um og hliðarefni, en EBU hefur
áhuga á að koma á sameiginlegri
fréttarás í gervihnetti, sem yrði í
gangi allan daginn og fengi efni
sitt frá aðildarstöðvunum. Ýmsir
fréttatengdir þættir, til dæmis um
menningu, listir og ferðamál, gætu
nýst okkur mjög vel og þá hef ég
landkynníngu í huga. Það eru ekki
allir á eitt sáttir um gildi slíkrar
fréttarásar, en margir telja að það
hljóti að koma að þessu, miðað við
þróun í tæknimálum og fjölmiðlun
í Evrópu. Áður en til þessa kemur
þarf þó að huga að ýmsu, aðallega
Ijárhagslegu hliðinni. Ýmsar aðild-
arstöðvar, og þar með talið RÚV,
hafa tekið það fram, að þær vilji
ekki skerða ráðstöfunarfé sitt með
þátttöku í sameiginlegri fréttarás,
heldur verði hún að vera fjárhags-
lega sjálfstæð, til dæmis með tekj-
um af auglýsingum. Þá hefur verið
rætt um að Evrópubandalagið eða
aðrar Evrópustofnanir taki þátt í
kostnaðinum."
Söngvakeppnin vekur
athygli á íslandi
Markús Örn sagði að ekki væri
vafi á að augu fleiri Evrópubúa
hefðu beinst að íslandi eftir að far-
ið var að senda fulltrúa í söngva-
keppni sjónvarpsstöðvanna. „Um
420 milljónir geta fylgst með
keppninni og það er ekki vafi á því
að okkar þátttaka hefur vakið at- j
hygli á landi og þjóð. Þá er keppn-
in héma heima hrein viðbót við
úrval íslenskrar dægurlaga- og •
textagerðar og samkvæmt könnun
vilja 80 íslendingar af hveijum 100
að við tökum þátt í keppninni."
Útvarpsstjóri bætti því við, _að
hann hefði mikinn áhuga á að Is-
lendingar tækju þátt í keppni ungra
tónlistarmanna á vegum EBU.
Eurovision-keppnin, þar sem ungir
einleikarar mætast, er haldin annað
hvert ár. Þau ár, sem hún er ekki,
er haldin keppni ungra listdansara,
„svo það er ekki bara poppið sem
lögð er rækt við,“ sagði hann. Þá
benti hann einnig á, að liður í sam-
starfi sjónvarpsstöðvanna væri út-
hlutun Genfar-Evrópuverðlaunanna
fyrir handritsgerð. „Vilborg Einars-
dóttir og Kristján Friðriksson hlutu
viðurkenningu fyrir handrit að sjón-
varpsleikritinu Steinbarni, sem
Sjónvarpið sýndi á nýársdag. Sjö
þeirra tíu verka, sem komust í loka-
keppnina, hafa verið unnin fyrir j
sjónvarp og þau verða væntanlega
í boði í skiptum milli stöðva. Þá
höfum við sótt um þýðingarstyrk
frá EBU svo hægt sé að hljóðsetja
Steinbarn á þýsku.“
Samstarf á tæknisviðinu
Tækninefnd EBU hefur verið að
undirbúa svokallað háskerpusjón-
varp, sem gæti orðið að veruleika
úti í heimi árið 1995. „Þegar sent
verður út fyrir háskerpusjónvarp
munu myndgæðin verða margföld
frá því sem nú er og jafnast fylli-
lega á við filmu,“. sagði Markús
Örn. „Tækninefndin hefur einnig
undirbúið nýtt boðkerfi fyrir útvarp,
RDS eða Radio Data System. Það
virkar þannig, að bílaviðtæki leitar
ávallt uppi þá útvarpsrás sem not-
endur kjósa að hlýða á. Sem dæmi
má nefna, að þegar ekið er um ís-
land þarf að leita að Rás 2 eftir
því frá hvaða sendi merkin berast. 1
Þessi útbúnaður gerir það hins veg-
ar að verkum, að tækið finnur :
ávallt sjálfkrafa skýrustu útsend-
ingu Rásar 2, hvar sem er á landinu.
Tilraunir á þessu sviði hefjast hér
á landi seint í ár eða snemma á j
næsta ári. Þá býður þessi tækni upp
á þann möguleika, að hlustun á
útvarpsdagskrá eða hljóðsnældu
verði rofin ef koma þarf áríðandi
tilkynningu á framfæri. Til þess að
nýta tæknina hér á landi þarf ekki
miklar breytingar hjá RÚV, en við
þurfum að vera samstíga neytend-
um og kynna þetta viðtækjaverslun- j
um og bílaumboðum, því að mót-
Smáskraf um lykla
Laufeyjarlykill — Primula acaulis (hybr).
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
156. þáttur
í lyklaættkvíslinni, sem gengur
undir fræðiheitinu Primula, er
fjöldinn allur af fögrum og blóm-
viljugum fjölærum garðplöntum.
Sumar þeirra lifa og dafna hér á
landi með mestu ágætum víða í
görðum. Margir lyklar fara að lifna
fljótlega eftir að hlýna tekur ögn í
lofti á vorin og blómgast snemma,
en áðurnefnt ættkvíslarheiti er
dregið af orðinu primus, (sá fyrsti),
og skírskotar einmitt til að margir
lyklar blómstra mjög snemma vors.
Hinn lágvaxni Júlíulykill (Prim.
juliae) og blendingar hans sem hlot-
ið hafa heitið Elínarlykill (P.
pruhoniciana) sem sjá má m.a. hér
og þar í kantbryddingum í blóma-
beðum, eru mjög skjótir til að sýna
blómskrúð sitt. Sama gildir um
Mörtulykil (P. auricula) og blend-
ingstegundina Frúarlykil (P. pub-
escens), sem er öllu algengari en
sú fyrrnefnda og mjög fjölbreytileg
í litum blóma.
Mun seinni til sprettu og frá-
brugðnari er Fryggjarlykill (p.
floriandae), sem getur teygt sig upp
í 50—80 sm hæð þar sem hann
unir sér vel. Hann fer fyrst að
blómgast í júlí-ágúst en á enda
blómstöngla hans koma ýmist ljós-
gul eða koparlit ilmrík blóm.
Aðrar lyklategundir sem eru þó
mun þekktari erlendis en hér, eru
t.d. Huldulykill (P. elatior) og bast-
arðar hans, Laufeyjarlykill (P.
vulgaris: samnefni P. acaulis) og
Sifjarlykill (P. veris). Einna þekkt-
ust og útbreiddust þessara tegunda
í görðum er vafalaust Laufeyjar-
lykill sem er einstaklega blómsæll
og býður upp á mikla litadýrð. Hér
vottar fyrir Laufeyjarlykli á stöku
stað í görðum en hann skartar
kannske ekki á sama máta blómum
og gerist þar sem sumur eru hlýrri
og lengri. Þessi skemmtilegi fjölær-
ingur verður 10-15 sm á hæð í full-
um blóma, er með nokkuð aflöng
blöð með áberandi æðastrengjum.
Blómin eru ýmist eintök eða nokkur
saman á stuttum þreknum stöngl-
um. Krónublöð eru flatkrögótt og
breiða því vel úr sér eins og þau
gera reyndar á mörgum öðrum lykl-
um. Um langt skeið hefur verið
fengist mikið við kynbætur á þess-
um lykli sem og á Huldu- og Sifjar-
lykli og það sem boðið er fram í
dag eru því blendingshópar þar
sem jafnvel margar tegundir hafa
lagt til erfðaefni. Hér er bent sér-
staklega á Laufeyjarlykil vegna
þess að hann hefur einnig á seinni
árum náð vinsældum sem skamm-
vinnt inniblóm að vetri og vori til.
Blómabændur hér hafa og gripið
þennan vorboða sem þeir byija að
laða fram til blómgunar þegar í
janúar og halda því áfram allt þar
til snjóa tekur að leysa. Ég vil benda
þeim sem hefðu hug á því að lífga
umhverfi sitt um stund með þessari
blómfögru jurt, að reyna að velja
henni frekar svala vistarveru og
umfram allt bjarta, án þess þó að
sól skíni þar beinlínis á nema ör-
skamma stund, sé þess einhver
kostur. Auk þess þarf að hafa góða
gát á vökvun, reyna að halda nokk-
uð jöfnum raka en alls ekki bleytu.
Áburðarögn vikulega eða svo skað-
ar ekki. Að lokinni blómgun Lauf-
eyjarlykils, sem getur staðið yfir í
3-4 vikur við góðar aðstæður, er
rakið að reyna að geyma plöntuna
fram á vor, t.d. í bílskúrnum. Þá
má gróðursetja hana út í garð.'
Þannig má hafa ánægju af þessari
„einnota" stofujurt í mörg ár til
viðbótar ef vel tekst til. í geymslu
má samt ekki gleyma að sletta ögn
af vatni á plöntuna af og til.
Óli Valur Hansson