Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 13
MOKGUNBLADíÐ f.AUGARDAGi;R 10. MAltZ 1990
lít
tökutækin eru ekki enn komin á
markað hér á landi.“
Beinar útsendingar og
ritmálssjónvarp
Markús Öm sagði að nýstofnuð
undirdeild EBU, Euro Radio, ynni
að því að senda efni beint til út-
varpsstöðva um gervihnetti. „Hing-
að til hefur tónlistarefni verið sent
á hljóðböndum milli stöðvanna sam-
kvæmt pöntunum, en framtíðin
býður upp á beinar útsendingar frá
stærstu tónlistarviðburðum álfunn-
ar, auk hinna venjulegu skipta á
dagskrárefni. Ég vona að innan
mjög skamms tíma munum við fá
móttökubúnað til að taka þátt í
þessu samstarfi.“
Markús Öm sagði, að ekki mætti
gleyma því, að samstarf Norður-
landaþjóða á sviði sjónvarps og út-
varps væri náið. „Það samstarf
hefur mikla þýðingu, því við komum
okkur saman um stefnumörkun og
höfum yfir fimm atkvæðum að ráða
innan EBU, því hver stöð hefur eitt
fullgilt atkvæði, óháð stærð þeirra,“
sagði hann. „Þá hefur mjög víðtækt
norrænt samstarf þróast innan
Nordvision, sem er samband sjón-
varpsstöðva á Norðurlöndum. Norr-
ænt efni í Sjónvarpinu hefur aukist
meira undanfarin tvö ár en í mörg
ár þar á undan, eða um 40%. Þá
hafa norrænu stöðvamar stofnað
sjóð til að styrkja framleiðslu fyrir
sjónvarp. Hann hefur meðal annars
veitt 20 milljónum sænskra króna
til myndaflokksins Hvíti víkingur-
inn, sem Hrafn Gunnlaugsson
stjórnar. Þá vinna Norðurlanda-
þjóðirnar saman að ýmsum dag-
skrárgerðarverkefnum. Afrakstur
þess er meðal annars upptaka á
óperu Atla Heimis Sveinssonar,
Vikivaka, sem verður fmmsýnd á
Norðurlöndunum um páskana.
Óperutextinn er eftir Thor Vil-
hjálmsson, byggður á sögu Gunnars
Gunnarssonar. Verkið var kvik-
myndað hér, leikaramir eru íslensk-
ir, danska útvarpshljómsveitin flyt-
ur tónlistina, leikstjórinn er fínnsk-
ur og söngvarar em víða af Norður-
löndunum.“
Sjónvarpið er nú að undirbúa rit-
máls-sjónvarp, í samvinnu við Norð-
urlandastöðvarnar, en það er þegar
útbreitt á hinum Norðurlöndunum.
Þá geta sjónvarpsnotendur kallað
upp á skjáinn texta, þar sem er að
finna fréttir og ýmsar hagnýtar
upplýsingar. „Við ætlum fyrst í stað
að senda ritmálsfréttir á íslensku
sem birtar verða á hinum Norður-
löndunum og þannig geta íslend-
ingar á Norðurlöndum, námsmenn
og ferðalangar, fengið fréttir að
heiman. Síðar verður þessu kerfi
komið á hér á landi. Það verður
ekki síst til hagsbóta fyrir heyrnar-
skerta,“ sagði Markús Öm Antons-
son, útvarpstjóri.
Viðtal: Ragnhildur
Sverrisdóttir
Áskriftarshninn er 83033
Húsnæðiseklan
í Haftiarfirði
eftirSigurð T.
Sigurðsson
Dag frá degi versnar ástand hús-
næðismála í Hafnarfirði og stöðugt
fjölgar þeim lágtekjufjöiskyldum
sem langtímum sman verða að
sætta sig við ófullnægjandi hús-
næðisaðstæður. Vandamálin hrann-
ast upp og dæmi eru um sundraðar
fjölskyldur.
I lok febrúar sl. voru 235 fjöl-
skyldur með óafgreiddar húsnæðis-
umsóknir á biðlistá hjá stjórn verka-
mannabústaða í Hafnarfirði og fari
fram sem horfir verða yfir 300 fjöl-
skyldur á þeim biðlista á sumri
komanda.
Til viðbótar þessum mikla fjölda
óafgreiddra umsókna um íbúðir í
verkamannabústöðum er vitað um
tugi fjölskyldna og einstaklinga,
sem eru að leita sér að leiguíbúðum
en hafa ekki fjárhagslegt bolmagn
til að greiða þá orkuleigu sem við-
gengst á höfuðborgarsvæðinu.
Þrátt fyrir að Verkamannafélag-
ið Hlíf hafi á undanförnum árum
sent frá sér ítrekaðar áskoranir um
úrbætur hafa yfirmenn húsnæðis-
mála í landinu ekki látið frá sér
heyra eitt einasta orð, að þeir ætli
að leiðrétta það hróplega ranglæti,
sem lágtekjufólki í Hafnarfirði er
gert að búa við.
Á síðastliðnu ári fór stjórn verka-
mannabústaða fram á að fá að
byggja 120 verkamannabústaða-
íbúðir á árinu 1990. Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar mælti með fram-
kvæmdinni og gerði ráð fyrir henni
í fjárhagsáætlun bæjarins. Aftur á
móti er allt aðra sögu að segja um
viðbrögð hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins. Þótt yfirmönnum hús-
næðismála sé full kunnugt um hús-
næðisvandræði í Hafnarfirði var
umbeðið fjármagn skorið niður um
rúmlega 73%. Fjármagn var aðeins
veitt fyrir byggingu 40 íbúða á
næstu 15 mánuðum eða sem svarar
32 íbúðum á árinu 1990.
Þetta er ótrúlegt því að á sama
tíma og raðherra húsnæðismála og
yfirmenn Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins skera niður fjármagn til félags-
legra íbúðarbygginga í Hafnarfirði
og viðhalda með því húsnæðis-
eklunni, eru ráðherrar ríkisstjórnar-
innar að bítast um peninga í hundr-
uðum og jafnvel þúsundum milljóna
króna í gæluverkefni, sem eðli
málsins samkvæmt hljóta að vera
langt á eftir húsnæðismálum hvað
forgang snertir.
í aldarfjórðung áður en núver-
andi bæjarstjórnarmeirihluti tók við
völdum í Hafnarfirði var félagsleg-
um íbúðarbyggingum lítill áhugi
sýndur. T.d. voru innan við 6 íbúð-
ir byggðar á ári frá 1964-84. Það
gefur augaleið að í jafn fjölmennu
bæjarfélagi og Hafnarfirði var þörf
fyrir byggingu félagslegra íbúða
margfalt meiri.
Það má því með nokkrum rökum
segja að hluta þess húsnæðisvanda,
sem nú er við að glíma, megi rekja
til þessa tímabils. Þá var það íhalds-
samur bæjarstjórnarmeirihluti, sem
dró úr framkvæmdum við byggingu
Sigurður T. Sigurðsson
„Fólkið sem bíður eftir
félagslegu íbúðunum í
Hafnarfirði er margl
hvert á götunni eða býr
við alls óviðunandi hús-
næðisaðstæður.“
verkamannabústaða en nú í dag er
það afturhaldssöm ríkisstjórn sem
tefur lausn málsins.
Núverandi meirihluti, sem tók við
stjórn bæjarins eftir kosningarnar
1986, hefur reynt að leysa hús-
næðismálin en því miður hefur það
lítinn árangur borið vegna andstöðu
og skilningsleysis ríkisstjórna. Fé-
lagsmálaráðherra og reyndar aðrir
ráðherrar í núverandi ríkisstjórn
hafa lítið gert fram að þessu til
lausnar húsnæðisvandanum í Hafn-
arfirði. Sömu sögu er að segja um
alla þingmenn kjördæmisins.
Þó ber þess að geta að félags-
málaráðherra hefur staðið fyrir
gerð nýs frumvarps til laga um
Húsnæðisstofnun ríkisins, sem hún
að öllum líkindum leggur fram á
Alþingi fyrir þingslit nú í vor og
fær síðan samþykkt sem lög á
haustþingi. í frumvarpinu er gert
ráð fyrir ýmsum breytingum til
bóta frá núgildandi lögum, þótt
nokkur atriði frumvarpsins orki
tvímælis.
Frumvarpið í heild sinni er stórt
spor í rétta átt en það leysir ekki
neinn húsnæðisvanda í Hafnarfirði
ef ekki fylgir fjármagn til fram-
kvæmda.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra!!!
Fólkið sem bíður eftir félagslegu
íbúðunum í Hafnarfirði er margt
hvert á götunni eða býr við alls
óviðunandi húsnæðisaðstæður.
Þetta fólk er flest með lág laun,
sem verðbólga og kaupránslög hafa
rýrt svo mikið að þau teljast vart
lífvænleg.
Þessar fjölskyldur eiga heimt-
ingu á húsnæði við sitt hæfi og það
er argasta afturhaldsstefna ef þú
og aðrir ráðherrar þessarar ríkis-
stjórnar ætlið að daufheyrast við
þeirri kröfu eða draga á langinn
að leysa vandann.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt
í stjórn Hlífar:
„Fundur haldinn í stjóm Verka-
mannafélagsins Hlífar, fimmtudag-
inn 22. febrúar 1990, skorar á ríkis-
stjórnina að hlutast til um að nú
þegar verði veitt nægu fjármagni í
byggingu félagslegra íbúða í Hafn-
arfirði, til lausnar þeim mikla skorti
á íbúðarhúsnæði sem þar ríkir.
Stjórnin telur að byggja þurfi
a.m.k. 300 íbúðir á næstu þremur
árum, til þess eins að mæta brýn-
ustu þörfum.“
Höfíwdur er formaður
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafharfirði.
LAUGARÁSBÍÓ
frumsýnir stórmyndina
EKIÐ MEÐ DAISY
(„DRIVING MISS DAISY")
Mynd sem tilnefnd er til
9 Oskarsverðlauna.
Myndin sem hlaut
3 Golden Globe verðlaun.
Besta mynd, besta leikkona,
besti leikari.
Við erum stolt af því að geta boðið kvik-
myndahúsgestum uppá þessa stórkostlegu
gamanmynd um gömlu konuna sem vill verja
sjálfstæði sitt og sættir sig ekki við
þægindi samtímans.
Þau fara á kostum í aðalhlutverkum:
Jessica Tandy (Cocoon, The Birds)
Morgan Freeman (Brubaker)
Dan Aykroyd (Ghostbursters, Dragnet)
Leikstjóri: Bruce Beresford
(Tender Mercies, Aria)
Framleiðandi: R. Zanuck (The Sting, Jaws,
Cocoon o.fl.)
Sýnd íA-salkl. 5-7-9-og 11.
LAUGA
Sími 32075
JESSICA MORGAN DAN
TANDY FREEMAN AYKROYD
KA UPMENN - INNKA UPASTJORAR
Vörusýningin byrjar á morgun, sunnudaginn 11. mars,
í húsnœöi okkar, Sundaborg 24.
Opið sunnudag kl. 10-18,
mánudag kl. 9-18 og þriðjudag kl. 9-12.
Tískusýningar verða sunnudag og
mánudag kl. 10.30 f.h.
Yerið velkomin
ÁGÚST ÁRMANN hf
UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN
SUNDABORG 24" REYKJAVÍK
Sími 686677.
□:
!□