Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 20

Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 20
20 MORGUiNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 10. MARZ.1990 Reuter Norður-kóreskir stúdentar bera risastóra mynd af Kim Il-sung við hátíðahöld i Pyongyang, höfiiðborg Norður-Kóreu. Kim n-sung’ hyggst láta af völdum Borgaravettvangur boðar efiiahagsaðgerðir; Samtökunnm spáð sigri í kosningunum í júní Prag. Reuter. BORGARAVETTVANGUR, samtök tékkneskra umbótasinna, hvatti landsmenn í gær til að búa sig undir að þurfa að herða sultarólina ef reisa ætti atvinnulíf og efiiahag landsins við. Skoðanakannanir benda til þess að frambjóðendur samtakanna muni ná bestum árangri í þing- kosningum, sem fram fara í Tékkóslóvakíu 8.-9. júní nk. Hingað til hafa leiðtogar Borgara- vettvangs ekki viljað láta líta á sam- tökin sem stjórnmálaflokk. Þau áforma engu að síður bjóða fram við kosningarnar 8.-9. júní. Nýjar kannanir á fylgi stjórnmálafylkinga benda til þess að samtökin njóti rúm- lega 30% fylgis og séu langstærsta stjórnmálaafl Tékkóslóvakíu. Borgaravettvangur gaf í fyrradag út drög að stefnuskrá þar sem segir að megin markmið samtakanna sé að koma Tékkóslávkíu í hóp helstu iðn- og velmegunarríkja Evrópu. Því markmiði yrði náð með því að koma á fullu lýðræði og markaðshagkerfí. Sú áætlun stæði og félli auk þess með því að þjóðin sýndi vilja til þess að taka á sig fórnir sem því yrði samfara að reisa landið við úr rústum 40 ára niðumíðslu vegna óstjórnar kommúnista. Samtökin boða að illa rekin fyrirtæki og óarð- bær muni ekki njóta ríkisstyrkja, gengisskráning tékknesku krónunn- ar gagnvart erlendum gjaldmiðlum verður hafin, nýtt skattakerfi tekið upp, menntakerfið endurbætt og að fyrirtæki sem valdi umhverfismeng- un verði sektuð háum sektum. Bandaríkin: Falskt símtal um gíslamálin Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti ræddi í síðasta mánuði i síma við mann sem lést vera Hashemi Rafsanjani, forseti ír- ans, og snerust viðræðurnar um málefni bandarískra gísla í Mið- austurlöndum. Komið hefúr í ljós að viðmælandinn var ekki sá sem hann sagðist vera. talsbeiðandinn væri sá sem hann sagðist vera, auk þess sem Bush hefði rætt við „Rafsanjani“ til að standa við fyrirheit um að hann væri ávallt reiðubúinn að tala við íranska forsetann um málefni Bretland: gíslanna. Seinna kom í ljós að símtalið var gabb, að sögn Harts. Hann greindi ekki frá hvenær það hefði uppgötvast og gat heldur ekki um viðbrögð Bandaríkjaforseta. Tókíó. Reuter. KIM Il-sung, hinn „dáði leiðtogi" Norður-Kóreu, eins og hann er gjarnan nefhdur opinberlega í landi sínu, hyggst láta af völdum 15. apríl næstkomandi, en þann dag nær hann 78 ára aldri. Þingmaður rekinn heim í frétt sem japanska fréttastofan Kyodo sendi frá Peking í Kína í gær sagði að Kim mundi afsala sér völd- um í hendur sonar síns, Kim Jong- il. Fylgdi þó fréttinni að ekki mundu áhrif og ítök hins aldna foringja dvína mikið. Hann yrði eins konar Deng Xiaoping Norður-Kóreu og myndi stjórna á bak við tjöldin. Valdaafsal í hendur sonarins, sem er 48 ára, yrði því fyrst og fremst á yfirborðinu. Steve Hart, talsmaður forseta- embættisins, sagði að hringt hefði verið í starfsmann þjóðaröryggis- ráðsins í Hvíta húsinu. Sá sem hringdi sagðist vera íranskur emb- ættismaður og kvað Rafsanjani forseta vilja tala við Bush um gíslana í Miðausturlöndum. Hart sagði að reynt hefði verið að ganga úr skugga um hvort við- London. Reuter. -BRESKIR þingmenn ákváðu nú í vikunni að reka burt í 20 daga einn þingmann íhaldsflokksins vegna þess, að hann hafði látið ógert að upplýsa þingheim um öll sín viðskiptatengsl. John Browne, þingmaður fyrir Winchester-kjördæmi í Suður- Englandi, viðurkenndi, að hann hefði brotið þingreglur með því að segja ekki frá öllum viðskiptaítök- um sínum en bar því við, að hann hefði misskilið reglurnar. Þingheimi fundust þessar skýringar harla létt- vægar og flokksbróðir Brownes og forseti neðri deildar, Geoffrey Howe, lagði til, að hann yrði rekinn burt í 20 daga og sviptur launum í sama tíma. Kommúnistastjórn Afganistans klofín: Tanai hvetur menn til frekari baráttu gegn Kabúlstj órninni „Umfram allt verðum við að vera hafnir yfir allan grun,“ sagði Howe þegar hann lagði fram tillöguna, sem var samþykkt einróma. Mujahedin-skæruliðar herða sóknina gegn setuliði í mörg- um borgum sem kommúnistar ráða Islamabad. Reuter. NAJIBULLAH, leiðtogi stjórnar kommúnista í Afganistan, hefúr gert róttækar hreinsanir í stjórn- arflokknum eftir byltingartilraun Shanawas Tanais, fyrrum varnar- málaráðherra. Fimm menn, þ. á m. Tanai og sendiherra landsins í Moskvu, voru reknir úr stjórn- málaráðinu og boðuð mannaskipti í æðstu stjóm varnarmála. Tanai hefiir sent frá sér yflrlýsingu á snældu sem fréttastofa mujahed- in-skæmliða, Midia, skýrði frá og hvatti hann menn sina til að gef- ast ekki upp. „Stríð okkar heldur áfram,“ sagði í yfirlýsingu Tanais. „Við höfum ris- ið upp gegn Najibuliah til að gæta hagsmuna þjóðarinnar og tryggja sættir. Najibullah mun senn bíða ósigur.“ Tanai sagðist vera í Afgan- istan. Hann gæti ekki tjáð sig beint í útvarp en myndi gera það síðar. Óljóst er hvar hann heldur sig en heimildarmenn í röðum erlendra stjómarerindreka sögðust fullvissir um að hann hefði ráðfært sig við skæruliðaforingja sem hafa aðsetur í Peshawar í Pakistan. Hins vegar gæti vel verið að hann hefði farið aftur til Afganistans. Mjög virðist á reiki hvert markmið Tanais er en ljóst að hann nýtur stuðnings veru- legs hluta heraflans, fyrst og fremst flughersins. Pakistanskur talsmaður skýrði frá því að skæruliðar hefðu notfært sér ringulreiðina vegna uppreisnarinnar og þrengt að stjórnarhernum í borg- inni Khost. „Það er hart barist í grennd við Khost og allt bendir til að setulið stjórnvalda og skæruliðar hafi átt viðræður um mögulega upp- gjöf borgarinnar," sagði talsmaður- inn. Hann bætti við að birgðasveit Kabúl-stjórnarinnar, sem verið hefði á leið til Khost frá því í janúar, hefði gefíst upp fyrir skæruliðum. Aðrar skæruliðasveitir væru að leggja und- ir sig héraðshöfuðborgina Qalat í suðausturhluta landsins: Barist væri við Bagram-flugbækistöðina, norður af Kabúl, þar sem hermenn úr liði Tanais héldu enn velli. Sovéskar flugvélar lentu á Kabúl- flugvelli á fimmtudag með vopna- birgðir, að sögn BBC. Najibuilah sagði á fréttamannafundi að 25 óbreyttir borgarar hefðu fallið og yfir 150 særst er flugvélar uppreisn- armanna gerðu árásir á höfuðborg- ina. ERLENT Andrei Gromyko, íyrrum forseti Sovétríkjanna: Gerði upp sakirnar við Stalín fyrir dauða sinn New York. Reuter. ANDREI heit- inn Gromyko, utanríkisráð- herra og forseti Sovétríkjanna, reyndi undir það síðasta að ráða gátuna um grimmd komm-__________________ Únismans — Andrei Gromyko hvernig Jósep Stalín hefði farið að því að drepa milljónir sak- lausra manna og koma á mis- kunnarlausu einræði í landinu. Kemur þetta fram í 30 blaðsíðna viðauka við endurminningar hans, sem verið er að gefa út i Bandaríkjunum. Gromyko fékk aldrei orð fyrir annað en að fylgja Stalín og stefnu Sovétstjórnarinnar í blindni en í endurminningunum segir hann um stalínstímann, að „ekki einu sinni böðlarnir, sem drápu þrælana í Róm til forna, komu þannig fram“. Hann getur hins vegar ekki skýrt hvers vegna svo margir fylgdu Stalín en nefnir, að ótti, ritskoðun og undirlægjuháttur hafí átt þátt í því. Þá segir hann, að „ógeðfelld- ustu drættirnir í kenningu Nietzsc- hes um ofurmennið virðast mann- eskjulegir í samanburði við stalín- ismann". Endurminningar Gromykos komu út í Sovétríkjunum 1988 en við viðbótina lauk hann skömmu fyrir andlát sitt í júlí í fyrra. í sovésku útgáfunni segir hann, að Stalín hafi haldið kommúnista- flokknum saman eftir lát Leníns og stýrt þjóðinni í gegnum skelfi- legt stríð en einnig, að þjóðin sé réttilega reið vegna kúgunarinnar. Þegar Doubleday-forlagið samdi um útgáfu bókarinnar í Banda- ríkjunum var Gromyko beðinn að fara nánar ofan í saumana á ýms- um atriðum og það varð til, að hann skrifaði bókaraukann. Haywood Isham, sem sá um útgáfuna fyrir Doubleday, segir, að enginn hafi búist við, að Gro- myko tæki svona afdráttarlaust af skarið gagnvart stalínismanum. „Gromyko, þessi marx-lenínisti og einarði fulltrúi sovétstjórnarinnar, reynir hér að átta sig á Stalín og skelfilegum grimmdarverkum hans. Hann spyr hvemig þetta hafi getað gerst. Hann reynir að svara sjáfum sér án þess þó að geta það,“ sagði Isham. í bókaraukanum segir Gromyko, að smám hafi orðið ljóst, að Stalín héldi uppi „kúgunarkerfí, sem hafði tvennu hlutverki að gegna: að festa upp milljónir saklausra manna sem „óvini alþýðunnar" og síðan að reyna að afmá öll spor um glæpinn". Gromyko bætir þvi svo við, að „það er mín skoðun, að allir háttsettir menn hafí vitað um glæpaverkin og blóðbaðið og áttað sig á, að alsaklaust fólk var drepið að skipun „foringjans““.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.