Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
21
Lélegum lífskjörum mótmælt
Sovéskar konur og börn mótmæla lélegum lífskjörum og forrétt-
indum félaga í sovéska kommúnistaflokknum. Efnt var til mótmæl-
anna í tilefiii alþjóðadags kvenna, sem var í fyrradag.
Slóvenía ekki lengnr
kennd við sósíalisma
Belgrad. Reuter.
LÝÐVELDIÐ Slóvenía í Júgóslavíu hefúr fellt niður lýsingarorðið
„sósíalískur" úr nafni sínu. Þar er nú verið að undirbúa fyrstu Ijálsu
kosningarnar í þau 45 ár sem kommúnistar hafa farið með völdin.
Samkvæmt frásögn dagblaðsins
Borba í Belgrad samþykkti þing
Slóveníu stjórnarskrárbreytingu
síðastliðinn miðvikudag þar sem
kveðið er á um niðurfellingu orðsins
„sósíalískur“ úr nafni lýðveldisins
og allra stofnana þess.
Slóvenía breytti stjórnarskrá
sinni í septembermánuði síðastliðn-
um. Þá var kveðið á um rétt lýðveld-
isins til að segja sig úr lögum við
Jugóslavíu. Lyðveldið hefur einnig
beitt sér fyrir auknu sjálfstæði ein-
stakra héraða landsins. Af þeim
sökum hafa risið úfar með Slóven-
um og íbúum annarra lýðvelda,
einkum Serbum, sem vilja að lýð-
veldin sex og sjálfstjórnarsvæðin
tvö lúti sterkri miðstjórn.
Fjölflokka þingkosningar verða
haldnar í Slóveníu og nágrannalýð-
veldinu Króatíu í aprílmánuði næst-
komandi.
Vaxandi einangnm stjómvalda á Kúbu:
Kastró fer hörð-
um orðum um valda-
menn í A-Evrópu
Hernaðarsam-
vinnu við Nic-
araguamenn hætt
Havana. Reuter.
FÍDEL Kastró Kúbuleiðtogi
lýsti því yfir í fyrrakvöld að
Kúbverjar myndu hætta allri
hernaðarsamvinnu við Nic-
araguamenn. Hann fór einnig
hörðum orðum um nýju vald-
hafana í Austur-Evrópuríkjun-
um fyrir að styðja ályktun Sam-
einuðu þjóðanna um mannrétt-
indabrot á Kúbu.
Kastró sagði í ræðu sem hann
flutti á miðvikudagskvöld að ósigur
sandinista fyrir Violetu Chamorro
og kosningabandalagi 14 stjórnar-
andstöðuflokka merkti að Kúbveij-
ar myndu hætta hernaðarsamvinnu
við Nicaragua-menn og draga úr
samstarfinu á öðrum sviðum.
„Oraunverulegt og fáránlegt
ástand hefur skapast í landinu og
þar er nú mikil hætta á nýrri borg-
arastyrjöld," bætti hann við. Kúb-
veijar hafa verið nánustu banda-
menn sandinistastjórnarinnar frá
byltingunni árið 1979.
í gær sagði Daniel Ortega, for-
seti Kólumbíu, að hann mundi láta
af völdum og afhenda Violetu Cha-
morro lykla að forsetaskrifstofunni
25. apríl þó kontra-skæruliðar
hefðu ekki afvopnast fyrir þann
tíma. Áður hafði Ortega gefið til
kynna að afvopnun kontra-Iiða
væri skilyrði fyrir því að sandinist-
ar virtu kosningaúrslitin og færu
frá.
Kastró fór einnig hörðum orðum
um breytingarn-
ar í hinum ýmsu
kommúnistaríkj-
um heims á und-
anförnum miss-
erum. Pólveijar,
Ungveijar,
Tékkar og Búlg-
arar greiddu ný-
lega atkvæði með ályktun, sem
Bandaríkjamenn lögðu fram hjá
mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna, þar sem mannréttinda-
brot á Kúbu voru gagnrýnd. Álykt-
unin var samþykkt með nítján at-
kvæðum gegn tólf, en tólf ríki sátu
hjá. Kastró sagði að atkvæða-
greiðslan sýndi að Austur-Evrópu-
ríkin hefðu „gengið til liðs við
Bandaríkin". Kúbustjórn myndi
ekki fara eftir einu einasta orði í
ályktuninni.
Kúbuleiðtoginn gagnrýndi um-
bótasinna, sem tekið hafa við völd-
um í Austur-Evrópu, en sagði að
ekki væri öll nótt úti enn þar sem
Sovétmenn hefðu ekki ennþá varp-
að kommúnismanum fyrir róða.
„Sovétríkin hafa ekki sundrast og
við vonum að svo fari ekki. Borg-
arastyijöld hefur ekki brotist út í
Sovétríkjunum og vonandi fer ekki
svo. Sú hætta er hins vegar fyrir
hendi,“ bætti Kúbuleiðtoginn við.
Kúbustjórn hefur einnig sætt
gagnrýni í sovéskum fjölmiðlum að
undanförnu. Vladímír Orlov, blaða-
maður Moskvufrétta, skrifaði til
að mynda eftir heimsókn til Havana
nýlega að Kúbveijar byggju við
ofríki lögreglu, mikla fátækt og
óánægja almennings færi vaxandi.
V-Þj óðverjum var kunnugt
um ubýsku efiiaverksmiðjuna
Npw Ynrlí Rpntpr Hnn ^
New York. Reuter, dpa.
MIKILL ágreiningur er á milli bandarískra og vestur-þýskra stjórn-
valda um hvernig bregðast skuli við meintri framleiðslu efhavopna
í Líbýu en staðfest hefiir verið, að vestur-þýska sljórnin vissi um
framleiðsluna strax í ársbyrjun.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times hafði eftir bandarískum
og vestur-þýskum embættismönn-
um, að Hans-Dietrich Genscher,
utanríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, hefði lagt til 20. febrúar að
alþjóðleg rannsóknamefnd yrði
send til að kanna efnaverksmiðjuna
í Rabta, sem er um 80 km sunnan
við Tripoli, höfuðborg Líbýu. Marlin
Fitzwater, talsmaður Bandaríkja-
forseta, skýrði frá því í fyrradag
að sannanir væru fyrirþví að Líbýu-
menn hefðu hafið framleiðslu efna-
vopna í verksmiðjunni og talsmaður
vestur-þýska utanríkisráðuneytis-
ins, Hanns Schumacher, staðfesti í
gær, að vestur-þýska stjórnin hefði
vitað strax í ársbyijun, að fram-
leiðslan var hafin.
Útvarpið í Tripoli hafði í gær
eftir embættismanni í líbýska ut-
anríkisráðuneytinu að ekkert væri
hæft í þessum ásökunum. Líbýu-
stjórn væri reiðubúin að taka þátt
í aðgerðum alþjóðlegra stofnana
gegn efnavopnabernaði.
„Opid hús“
Háskóla íslands
á morgun, 11. mars, frá kl. 13.00-18.00
„Opið hús“ í
byggingum Háskólans
1. Jarðfræðihús (austan Suðurgötu)
2. Loftskeytastöðin
3. VR III
4. VR I
5. VR II
6. Tæknigarður
mm^ mmfi Veitingastofan
í Tæknigarði
7. Vetrarhöll
8. Raunvísindastofnun
9; Háskólabíó*
>. = Kórsöngur og leiklist
, J J J { Tæknigarði
^VR II ^^^^Fvrirlestrar:
Kl. 14.00, stofa 157
Þorsteinn Vilhjálmsson:
Stjarnvísindi á þjóðveldisöld.
Af Þorsteini Surti og Stjörnu-
Odda.
Kl. 15.00, stofa 157
Sigurður S. Snorrason:
Bleikjan í Þingvallavatni.
Kl. 16.00, stofa 157
Þorkell Helgason: Stjóm fisk-
veiða: Markmið og leiðir.
N emendafyrirlestrar;
undraheimar stærðfræðinnar
KI. 14.30, stofa 158
Sverrir Örn Þorvaldsson:
Hótel með óendanlega mörgum
herbergjum.
Kl. 15.30, stofa 158
Davíð Aðalsteinsson:
Hvað eru prímtölurnar margar?
Kl. 16.30, stofa 158
Geir Agnarsson: Mandelbrot,
, mengið og tölvumyndir.
i Upplýsingamiðstöð í anddyri Tæknigarðs.
Dagskrá
f Þjóðarbókhlöðu
Kynning á öllum deildum Háskólans, 22
sérskólum, ýmsum stofnunum Háskól-
ans og ýmsum þjónustustofnunum
stúdenta. Háskólabókasafn kynnir
starfsemi sína í tilefni af 50 ára af-
mæli safnsins. Nemendur listaskólanna
og Háskólakórinn sjá gestum fyrir hin-
um ýmsu listviðburðum.
Kaffi á könnunni í boði
Félagsstofnunar stúdenta.
Kl.:
13.15 Háskólakórinn.
14.00 Ávarp rektors Háskóla íslands.
14.05 Tónlistarskólinn í Reykjavík.
15.00 Leiklistarskóli íslands.
15.30 Söngskólinn í Reykjavík.
16.15 Tónlistarskólinn í Reykjavík.
17.00 Söngskólinn í Reykjavík.
Myndlistarsýning nemenda Myndlist-
ar-og handíðaskóla íslands.
• Upplýsingamiðstöð í anddyri
-E Þjóðarbókhlöðu
Háskólabíó:
*Kynning á nýjum fyrirlestrar- og sýning-
arsölum. Salur 4 kl. 14.00: Kvikmynda-
sýning í boði fyrir fullorðna (Hálend-
ingurinn).
Dagskrá fyrir börn:
Salur 3 kl. 14.00:
Kvikmyndasýning í boði fyrir böm
(Flakkaramir).
I anddyri kl. 13.15 og kl. 16.00:
Söngur og brúðuleikhús á vegum nem-
enda Fósturskóla Islands.