Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 25

Morgunblaðið - 10.03.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 25 jlleööur á morgun ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi: Söng- leikurinn „Líf og friður" sýndur í Seljakirkju sunnudagskvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta kl. 14. Fyrirbaenastund í Árbæj- arkirkju miðvikudag kl. 16.30. Föstu- guðsþjónusta fimmtudag kl. 20. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Föstumessa miðvikudag 14. mars kl. 20.30. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altar- isganga. Organisti Daníel Jónasson. Þriðjudag kl. 18.30, bænaguðsþjón- usta, altarisganga. Sr. Gísli Jónas- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11, Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Messa kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matth- íasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta I Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: í dag, laugardag, barnasamkoma kl. 10.30. Munið kirkjubílinn. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Messa sunnudag kl. 11. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar prédikar. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng. Sr. Hjalti Guömundsson þjónar fyrir alt- ari. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Hin árlega kaffisala Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar (KKD) verður á Hótel Loftleiöum eftir messuna. Strætisvagn fer frá kirkjunni og til baka. Sr. Hjalti Guðmundsson. Mið- vikudag 14. mars. Bænaguðsþjón- usta kl. 17.30. Sr. Hjalti Guðmunds- son. LANDAKOTSSPÍTALI: Guðsþjón- usta kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Föstu- messa miðvikudaginn 14. mars kl. 18. Örnólfur Ólafsson guðfræði- nemi. FELLA- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Org- anisti Guðný M. Magnúsdóttir. Mið- vikudag, guðsþjónusta kl. 20.30, prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Þorvaldur Halldórsson annast tónlistarflutning. Sóknarprestar. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Messuheimilið Félagsmiðstöðinni Fjörgyn við Foldaskóla. Barnamessa kl. 11. Sunnudagspóstur, söngvar. Aðstoðarfólk: Guðrún, Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer frá Hamra- hverfi kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur, kirkjukór og org- anisti Siglufjarðarkirkju heimsækja söfnuðinn. Sr. Bragi Ingibergsson sóknarprestur á Siglufirði prédikar. Kirkjukór Siglufjarðar annast allan söng undir stjórn Tonys Raleys. Kaffi á vegum Siglfirðingafélagsins eftir messu. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11, eldri börn uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Guðsþjónusta kl. 14. Fyrirbænir eftir guðsþjónustuna. Organisti Árni Arinbjarnarson. Þriðjudag kl. 14-16.30: Kirkjukaffi. Miðvikudag 14. mars kl. 11, helgi- stund fyrir aldraða. Laugardag kl. 10: Biblíulestur og bænastund. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: í dag, laugar- dag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag 11. mars. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Sigurbjörn Þorkels- son framkvæmdastjóri Gideonfé- lagsins prédikar. Matur eftir messu. Þeir sem vilja bílfar hringi í Hall- grímskirkju í síma 10745 eða 621475. Kl. 14. Kirkja heyrnarlausra, guðsþjónusta, sr. Miyako Þórðar- son. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöldbænir með lestri passíusálma Guðspjall dagsins: Matt. 15.: Kanverska konan. mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 18. Þriðjudag: Fyrirbæ- naguðsþjónusta kl. 10.30. Beðiðfyr- ir sjúkum. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son prédikar. Kór Njarðvíkurkirkju syngur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir og eftir barna- guðsþjónustuna. Hámessa kl. 14. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undiqstjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kór Háteigskirkju syngja við messuna. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Föstu- guösþjónusta miðvikudag kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusalur Hjallasóknar í Digranesskóla. Barnamessa í skólanum kl. 11 i umsjá Hildar og Magnúsar. Almenn guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan tíma.) Kór Hjallasóknar syngur. Org- anisti David Knowles. Barnakór Hjallasóknar syngur stólvers og sálm undir stjórn Friðriks S. Kristins- sonar. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borg- um sunnudag kl. 11. Umsjón hafa María og Vilborg. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Foreldrar fermingarbarna eru hvattir til að koma með börnunum til guðsþjón- ustunnar og þiggja veitingar í safn- aðarheimilinu að lokinni guðsþjón- ustu. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Ól- afsvíkur syngur stórvers undir stjórn Elíasar Davíðssonar organista. Sr. Þórhallur Heimisson. LAUGARNESKIRKJA: í dag, laugar- dag: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudag 11. mars: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédik- ar. Valdís Magnúsdóttir kristniboði talar við börnin í barnastarfinu á sama tíma. Kristniboðskynning í safnaðarheimilinu eftir messu. Kyrrðarstund í hádeginu á fimmtu- dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris- ganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sigríður Óladóttir. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Munið kirkjubílinn. Föstumessa miðvikudag kl. 20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Söngleik- urinn „Lif og friður" kl. 20.30. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Barnastarf á sama tíma, umsjón Sigríður og Hannes. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Nýmessa í kirkju óháða safnaðarins. Sr. Einar Eyjólfsson Fríkirkjuprestur í Hafhar- firði flytur erindi um fríkirkjuformið. „Hópur án skilyrða", kemur og syng- ur létt kristileg lög. Hópinn skipa Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving og Páll Magnússon. Ritn.- ingarlestrar og bæn í umsjón safn- aðarfólks. Almennur safnaðarsöng- ur. Þórsteinn Ragnarsson safnaðar- prestur. FRÍKIRKJAN íReykjavík: Helgistund kl. 17.00. Miðvikudag, föstuguðs- þjónu^ta kl. 20.30. Orgelleikari Pa- vel Smid. Cecil Haraldsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Safnaðarsamkoma kl. 11. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á íaugardög- um þá kl. 14. Á iaugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. KFUM & KFUK: Kristniboðssam- koma kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2B. Upphafsorð Lilja S. Kristjánsdóttir. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Ef- nið: Heimastarf Kristniboðssam- bandsins. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Flokksstjórahjónin frá Akureyri, Janice og Norman H. Dennis, stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaöarheimilinu kl. 11. Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. BESSASTAÐASÓKN: Barnasam- koma í Álftanesskóla kl. 13 í dag, laugardag. Sóknarprestur. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 13 í dag, laugardag. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr. Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Safnaðarfólki boðið til samveru í kirkju Óháða safnaðar- ins í Reykjavík kl. 17. Þar kemur m.a. fram Þorvaldur Halldórsson söngvari. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Æsku- lýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Æskufólk syngur og aðstoðar við guðsþjónustuna. Barnasam- koma í Stóru-Vogaskóla kl. 11 í dag, laugardag. Sóknarprestur. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan, Hafnargötu 71: Messur sunnudaga kl. 16. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá. Annar bekkur K sérstaklega boðinn velkominn. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUHVOLSKIRKJA: Messa kl. 14. I messunni verður sérstakur þáttur fyrir börn. Fermingarbörn annast ritningarlestur og taka þátt í fermingarstarfi að messu lokinni. Sr. Örn Bárður Jónsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. Sóknarprestur. HEILSUHÆLIÐ í Hveragerði: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guðmunds- son. ÞORLÁKSKIRKJA: Æskulýðsmessa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag, laugardag, kl. 13 í safnaðarheimilinu. Barna- guðsþjónusta sunnudag kl. 11 í kirkjunni og messa kl. 14. Altaris- gasnga. Sr. Guðmundur Guðmunds- son fyrrv. æskulýðsfulltrúi prédikar. Organisti Einar Orn Einarsson. Fyr- irbænaguðsþjónusta mánudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Sr. Björn Jónsson. Mengun í trúarheiminnm eftir Steinþór Þórðarson „Þegar Guði er svo annt um að við minn- umst hans sem skapara, hví leyfa menn sér þá að fella niður þennan hluta hoðorðanna?“ Morgunblaðið 9. desember birti ágæta grein eftir séra Örn Bárð Jóns- son, sem vakti athygli á „þeirri mengun trúarinnar sem nú á sér stað í_ hinum svokallaða kristna heimi“. Ég vil byrja á að þakka séra Emi fyrir að vekja athygli á þeirri af- bökun sem kristin trú hefur orðið fyrir að undanförnu. Þetta voru orð í tíma töluð. Gott væri að heyra frá fleiri kennimönnum kristninnar sem byggja boðskap sinn á orði Guðs. I eftirfarandi orðum mínum vil ég ganga skrefi lengra og vekja at- hygli á enn meiri mengun kristninnar en getið er um í áðurnefndri grein. Hér skulu nefnd tvö dæmi. Biblían Páll postuli er af mörgum talinn hafa verið einn mesti guðfræðingur allra tíma. Hann hafði þetta að segja um áreiðanleika Biblíunnar: „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nyt- söm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í rétt- læti,...“ (1. Tím. 3.16.) Og Pétur postuli segir þetta um þann boðskap sem spámenn Biblíunnar fluttu: „ ... aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilög- um anda.“ (2. Pét. 1.21). Með þennan vitnisburð Biblíunnar í huga, hvernig get.a þá kennimenn ýmissa trúfélaga haldið því fram að fyrstu 11 kaflar Biblíunnar, sem fjalla um sköpun heimsins og synda- flóðið, séu ekki innblásinn boðskapur frá Guði? Þegar haft er í huga að Kristur og postularnir vitnuðu oft í sköpunarsöguna og til daga Nóa, getum við þá einfaldlega afskrifað þessa kafla sem ævintýri, þjóðsögur, eða hugarburð? Kristið fólk sem treystir Jesú Kristi fyrir sáluhjálp sinni, hlýtur líka að geta treyst þeim heimildum, þeim ritningum, sem hann taldi góðar og gildar. Hefur þróunarkenningin e.t.v. náð slíkri fótfestu sem raun ber vitni í krist- inni trú vegna efasemda kennimanna um sannleiksgildi sköpunarsögunn- ar? Sköpunarsagan og þróunarkenn- ingin eru algjörar andstæður. Þær geta ekki báðar verið réttar. Annað hvort treysta kristnir sinni trúarbók, eða þá að þeir gera það ekki. í lok heilagrar ritningar segir svo: „Og taki nokkur burt nokkuð af orð- um spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.“ (Opinb. 22.19.) Ritn- ingin kveður mjög skýrt á um það að ekki skuli gera lítið úr neinum hluta Guðs orðs. Boðorðin tíu Ennfremur má benda á þá mengun sem boðorð Guðs hafa orðið fyrir í meðförum manna, og þá ekki síst vegna þeirrar fræðslu sem leiðtogar og kennimenn kirkjudeilda veita safnaðarfólki sínu. Hér á ég við þá Steinþór Þórðarson staðreynd að í mörgum kenninga- kverum vantar annað boðorðið, og fjórða boðorðið hefur að mestu leyti verið fellt niður. Samkvæmt Biblí- unni hljóðar boðorð nr. 2 þannig: „Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnun- um undir jörðinni. Þú skalt ekki til- biðja þær og ekki dýrka þær, því að ég Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á bömunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.“ (2. Móseb. 20. 4-6.) Ég á erfitt með að sjá góða og gilda ástæðu fyrir brottnámi þessa boðorðs, ekki síst í ljósi þess, að Jes- ús sagði: „Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðram það, mun kallast minnstur í himnaríki,...“ (Matt. 5.18-19.) Og hvað skyldu kennimenn margra kristinna trúfélaga hafa á móti fjórða boðorðinu, til að réttlæta niðurfellingu mesta hluta lengsta boðorðsins? Orðrétt er boðorðið þannig: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldar- dagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt,sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldar- daginn og helgaði hann.“ (2. Móseb. 20.8-11.) I kenningabókum hinna ýmsu trú- félaga, og einnig í handbókum ferm- ingarbarna, er þetta boðorð sagt vera þriðja boðorðið, enda er annað boðorðið þar ekki að finna, þar'sem það hefur verið fjarlægt úr lista hinna tíu boðorða. Hins vegar hefur tíunda boðorðinu verið skipt 5 tvennt til að viðhaldatölunni tíu. Samkvæmt Orði Guðs, eru boðorðin tíu eini hluti Biblíunnar sem Guð skrifaði sjálfur, með eigin fingri. (2. Móseb. 32.18). Allt annað fól hann spámönnunum, postulunum, og öðrum innblásnum þjónum sínum að skrifa. Sjálfur lagði Kristur áherslu á mikilvægi boðorð- anna með þessum orðum: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“ (Jóh. 14.15.) Hér vil ég leggja ríka áherslu á þá staðreynd, að enginn verður hólp- inn fyrir dugnað sinn í því að halda boðorðin tíu. Hjálpræðið stendur öll- um til boða sem trúa á Jesúm Krist og fórnardauða hans. Hinsvegar op- inberast kærleikur mannanna til Guðs í hlýðni þeirra við meginreglur himinsins, stjórnarskrá Guðsríkis, sem Guð hefur opinberað í boðorðun- um tíu. í síðustu bók Biblíunnar er sagt frá „eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð.“ Og engillinn leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þessa boðskapar þegar hann segir hárri röddu: „Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jöi'ðina og hafið og uppsprettur vatn- anna.“ Hér er svipað orðalag og áhersla og er að finna í hvíldardagsboðorð- inu, þar sem fólk er hvatt til að til- biðja skaparann. Þegar Guði er svo annt um að við minnumst hans sem skapara, hví leyfa hienn sér þá að fella niður þennan hluta boðorðanna? Það er athyglisvert að bæði annað og fjórða boðorðið kalla á hollustu okkar í tilbeiðslu við hinn eina og sanna Guð. Höfundur er safiiadarprestur aðventísta á Suðurnesjum og er doktor íguðfræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.