Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
31
Minning:
Olof Stroh
framkvæmdasljóri
Hinn 3. desember sl. lést í Stokk-
hólmi Olof Stroh fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sænska rauða krossins
og eitt af mikilmennum Rauða kross-
ins í veröldinni. Hann var einlægur
aðdáandi íslands og íslendinga og
átti hér vopnabræður sem sakna vin-
ar. Áhrifavald hans var mikið og
náði víða, byggt á reisn ósíngjarns
manns með áhuga á velferð með-
bræðra. Sjálfur sóttist hann ekki
eftir vegtyllum. Skjöldur hans var
hreinn. Vitund hans var vakandi fyr-
ir sögulegum tengslum. Hann lét
ekki atburði dagsins villa sér sýn.
Saga Rauða kross íslands spannar
2A hluta úr öld. Miklu skemmra er
síðan samtökin hófu starf á traustri
undirstöðu þar sem þörfum tímans
var hlýtt. RKÍ tók slitróttan þátt í
alþjóðlegu starfi og ræktaði lítt sam-
band við önnur landsfélög.
Um 1960 hófst ný sókn Rauða
kross félaga í Skandinavíu. Þá tóku
ungir og vaskir framfaramenn við
framkvæmdastjórastörfum í hverju
landinu á fætur öðru. Var það Olof
Stroh öðrum fremur umhugsunarefni
að norrænt samstarf Rauða krossins
gat ekki kallast því nafni nema verk-
færir íslendingar væru í áhöfninni.
Forystuliði RKI var boðið að kynnast
starfi Rauða krossins í Skandinavíu
árið 1963. Þegar í ágúst næsta ár
var haldinn hér norrænn fundur
Rauða krossfélaga allra Norður-
landa. Þá gekk það upp fyrir RKÍ
hvílíkt afl Rauði krossinn var í ver-
öldinni, alþjóðlega og í hveiju landi.
Frá þeirri stundu hófst endurnýjun
lífdaga og félagið tók að feta sig
eftir löngum og þröngum framfar-
astíg. Strax næsta ár ákvað RKÍ að
taka fullan þátt í alþjóðafundi sem
haldinn var í Vínarborg. Þangað var
sendur ungur en þó reyndur stjórnar-
maður Davíð Sch. Thorsteinsson.
Fundurinn samþykkti nýjar grund-
vallarreglur og markaði tímamót í
sögu mannúðarmála í veröldinni. Á
hinn bóginn varð afdrifaríkt óhapp
við formannskjör í Alþjóðasambandi
RK er hinn fremsti féll og hinn sísti
komst til forystu. Allt vegna þess
að Norðurlöndin báru ekki gæfu til
að standa saman. Eitt þeirra tók eig-
in metorð fram yfir almenna hags-
muni. Eftir þá merkilegu atburði og
átök gekk það upp fyrir RKÍ hvaða
kostum Olof Stroh var búinn. Sam-
starf hófst og átti eftir að standa
lengi. Vinátta Olof Stroh og íslend-
inga var innsigluð.
Olof Stroh fæddist árið 1918. Þeg-
ar hann var 12 ára gamall sótti á
hann vanheilsa. Rannsókn leiddi í
ljós að drengurinn væri berklaveikur.
Vinir fjölskyldunnar sem bjuggu í
Genf í Sviss buðust til að taka dreng-
inn til sín ef fjallaloftið mætti verða
honum til heilsubótar. Þegar þangað
kom reyndist ekki vera um berkla
að ræða. Var nú ekki annað að gera
en að setja hann í skóla þar til hann
næði heilsu. Þegar hann sneri heim
hafði hann náð tökum á frönsku og
settist í menntaskóla. Hann komst
upp á kant við skólann og lauk stúd-
entsprófi utanskóla 16 ára gamall.
Veikindin leiddu til þess að hann
lagði mikla stund á líkamsrækt og
varð hraustmenni mikið. Hann ákvað
að ganga í herskóla. Aldursmark var
18 ár og stundaði hann frönskunám
við Uppsalaháskóla þar til hann hafði
náð aldri. í þann mund er Olaf lauk
herskólanámi kom boð frá Frökkum
til Svía um að senda nemanda í her-
háskólann þar í landi. Var Olof
nefndur til. Hermálaráðherra taldi
hér vera um óþarfa útgjöld að ræða.
Olof sótti málið fast og bauðst til
fararinnar kauplaust. Fékk hann sitt
fram. Lauk hann þar prófi með hæstu
einkunn sem nokkru sinni hafði fall-
ið erlendum nemanda í hlut.
Einkennilegt er að rifja upp
hörmulega atburði veraldarsögunn-
ar. Þeir virðast langt undan, en eru
það samt ekki. Sumir höfðu ekki
bein áhrif á mannkynssöguna en eru
hluti af henni. Árið 1968 gerðist það
að svikin matarolía var sett á mat-
vælamarkað í Marokkó og fjöldi
manns týndi lífi og missti heilsu. Þá
þarfnaðist Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (WHO) frönskumælandi stjórn-
anda og kvaddi Olof Stroh til. Enn
er litið á hjálparstarfið sem dæmi
um góða samvinnu milli alþjóðastofn-
unar og sjálfboðinnar (RK). Þegar
starfinu lauk var Olof Stroh boðið
að verða framkvæmdastjóri sænska
Rauða krossins er Henrik Beer, ann-
ar íslandsvinur, tók við stjórn Al-
þjóðasambandsins. Yfirmenn hans í
hernum Iöttu hann mjög. Olof var
þakklátur hvatningunni sem í því
fólst. Tók hann við starfinu árið
1960 og hóf að færa út kvíarnar.
Þá tók hann í áranna rás að sér
stjórn alþjóðlegrar hjálpar. Af þeim
varð hann þekktur fyrir vandasamar
aðgerðir í Biafrastríðinu, Ind-
ókína/Vietnam og að byggja upp
viðbúnað í ýmsum heimshlutum, ekki
síst Indlandi.
Einkenni á Olof Stroh sem starfs-
manns var ósérhlífni, nákvæmni og
vinnusemi. Ljós siðalögmál og heim-
spekikerfí var leiðarljósið. Hann leit-
aðist við að fella hluti saman í heild
til að koma mætti skipulagi á hjálpar-
starf, öflun stuðnings við það og til
að starfslið gæti leyst flókinn vanda
hvenær sem hann kæmi upp.
Þegar hann mótaði afstöðu sína í
ýmsum málum kom fram yfirmáta
víðtæk þekking hans á sögu, heim-
speki og bókmenntum. Hann dró
fram dæmi úr íslendingasögum máli
sínu til stuðnings. Minnisstætt var
þegar hann í heiðríkju fjallanna stakk
sér til sunds í lygnum skessukatji
Hvítár í Borgarfirði. Þá var innfædd-
um öllum lokið. Olof Stroh ber hátt
í minningunni þegar hann upphóf
rödd sína á alþjóðafundum. Það gerði
hann aðeins er mikið lá við. Meðferð
talaðs og ritaðs máls var honum
metnaðarmál og ræður hans unun á
að hlýða.
Við hittumst oft í áranna rás.
Væri ég á beinni leið á hans fund
bjó ég mig út með skyrbirgðir. Hann
hafði tröllatrú á hollustu gamla góða
skyrsins og taldi það hafa styrkt
þjóðina í aldanna rás og var sam-
mála prófessor Skúla Guðjónssyni í
því efni. Gjarna dreif hann mig út í
Brunnsvik þar sem hann átti ka-
jakka. Það þótti honum miður að ég
tók ekki að stunda róður á Skeija-
firði þrátt fyrir hvatningu góðs þjálf-
ara.
Þegar Olof Stroh hætti vegna ald-
urs sem framkvæmdastjóri Rauða
kross Svíþjóðar tók hann við trúnað-
arstarfi í Genf. Eftir tvö ár skarst í
odda með honum og þáverandi form-
anni Alþjóðasambands RK. Taldi
Olof hann hafa brotið lífsnauðsynleg-
ar hlutleysisreglur um pólitísk mál-
efni. Sagði hann starfi sínu lausu
árið 1982 með eftirminnilegri yfirlýs-
ingu hins vammlausa manns.
Við hjón heimsóttum Olof Stroh
og Veru konu hans síðast fyrir þrem-
ur árum. Þá var tekið að halla undan
fæti hjá þeim og heilsa þeirra beggja
að gefa sig. Við nutum gestrisni
þeirra hjóna og dáðumst að málverk-
um Veru sem var góður listamaður.
Þeim varð ekki barna auðið. Við
fundum til með þeim í stórborginni
miðri er aldurinn færðist yfir og
heilsan að bila. Starfið hafði verið
honum allt og fjölskyldan dreifð um
landið. En heiðríkja hugans og óbil-
andi trú hans á sigur hins góða gerði
það að verkum að við gengum glöð
af þeim samfundi eins og öllum fyrri.
Eggert Ásgeirsson
Minning:
Helga J. Jónsdóttir
Vestmannaeyjum
Jón Hallfreðsson
frá Bakka - Kveðjuorð
Fædd 18. september 1917
Dáin 5. mars 1990
Helga Jóna Jónsdóttir fæddist 18.
september árið 1917 að Sperli í V-
Landeyjum. Þar bjuggu foreldrar
hennar þá, þau Sigríður Sigurðar-
dóttír, f. 17. ágúst 1887, d. 21. sept-
ember 1972 og Jón Jónsson, smiður,
f. 13. júní 1885, d. 25. september
1951. Bæði voru þau hjón Rangæing-
ar. Þau fluttu til Vestmannaeyja
þegar Helga var á þriðja ári. Þá
höfðu þau eignast Sigurð, síðar vél-
stjóra og sjómann um árabil í Eyjum.
Fljótlega eftir komuna til Eyja
hófust þau Sigríður og Jón handa
og byggðu sér steinhús við Faxastíg
23 og bjuggu þar alla sína hjúskap-
artíð. Hús sitt kölluðu þau Engey,
hagkvæmt hús á einni hæð með verk-
stæði við austurhlið.
Fjölskyldan stækkaði ört og fædd-
ust nú Stefán, síðar rafvirki, d. 27.
ágúst 1969 í Landspítalanum í
Reykjavík. Heimsótti ég þennan leik-
bróður minn þangað. Hann var þá
kvæntur Þorsteinu Sigurðardóttur
og átti með henni 5 börn. Næstur
kom Gísli, sem drukknaði í mann-
skaðaveðrinu 1. mars 1942. Hann
var þá háseti á vb. Ófeigi VE 217.
Hann kvaddi lífið rétt um tvítugt.
Góður og mikið hugljúfur drengur.
Næst kom Siguijón, skipstjóri og
útgerðarmaður í Vestmannaeyjum
um árabil. Síðar komu þær systur
Svala og Guðrún, sem nú er látin.
Eins og gefur að skilja þá fór
Helga fljótt að leggja móður sinni
lið. Bræður hennar fæddust einn af
öðrum og kom sér nú vel fyrir þá
að Helga var þeirra elst og stóra
systir. Eg kom afar oft í Engey og
mætti aldrei nema góðvild hjá þeim
hjónum Sigríði og Jóni. Samþykktu
þau mig sem leikbróður drengjanna
sinna. Sömu einkenni fylgdu Helgu,
sem voru hjá Sigríði móður hennar.
Þrifnaður og hreinlæti voru eins og
best verður á kosið.
Ung að árum kynntist Helga verð-
andi eiginmanni sínum, Einari Hann-
essyni frá Hvoli við Urðaveg 17,
Vestmannaeyjum. Þar bjuggu for-
eldrar hans, Magnúsína Friðriks-
dóttir frá Gröf, alsystir Benónýs afla-
kóngs. Faðir Einars var Hannes
Hansson, mjög kunnur sjósóknari og
mikill aflamaður á sinni tíð. Þau
Helga og Einar byrjuðu búskap sinn
þar á Hvoli. Árið 1942 keyptu þau
hlut í Brekku við Faxastíg 4 og
bjuggu þar alla sína tíð. Helga var
nú komin á Faxastíg aftur. Sömu
einkenni fylgdu henni og verið höfðu
í Engey. Hún var mjög húsleg og
þrifin og bjó manni sínum og börnum
gott og fagurt heimili. Ég kom þar
oft, var nágranni þeirra í 9 ár. Helga
og Einar eignuðust fjögur börn, sem
fengu gott veganesti til lífsins í góðu
viðmóti og umönnun. Elstur var Órn,
bifreiðastjóri, f. 1936; Gísli Valur,
útgerðarmaður og skipstjóri og eig-
andi að Björgu VE 5, nýlegu stál-
skipi, f. 1943. Síðar fæddist Sigríður
Mjöll, húsmóðir, f. 1947 og yngstur
þeirra systkina er Sævar, f. 1950.
Barnaböm Helgu og Einars eru 12
og langafa- og langömmubörnin eru
12.
Hlutverk Helgu var mikið. Einar
var oft langtímum á sjó. Éftir því
Tíminn stendur ekki kyrr. Allt
lífið er eintóm kaflaskipti. Mér
fannst þegar mér var tilkynnt lát
Odds Friðrikssonar eins og ákveðn-
um kafla væri nú lokið.
Hann Oddur, og hans heimili, var
mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu
í mörg ár. Hann var faðir æskuvin-
konu minnar. Hann var húsbóndi á
því heimili sem ég hélt jafnvel jafn
mikið til á og hjá mínum eigin for-
eldrum, á ákveðnu árabili, árabili
mótunar og mikilla breytinga hjá
hveijum einstaklingi, frá barni til
fullorðins.
Mér hefur oft dottið í hug að líkja
mætti heimili þeirra Odds og Heiðu
sem börnin uxu úr grasi stundaði
Helga vinnu fyrir utan heimili sitt
árum saman. Hafa systkinin frá
Brekku öll borið einkenni foreldra
sinna í dugnaði og manndómi. Því
er mér ljúft að minnast Helgu, hvern-
ig hún árum saman trúði mér fyrir
því að kenna börnum sínum kristin-
dóm í sunnudagaskóla, Betel. Blessa
ég minningu hennar og sendi öllum
ástvinum samúðarkveðjur.
Einar J. Gíslason
við vin í eyðimörk. Vin þar sem
öllu var tekið með rósemd þess
skynsemisfólks sem þar réð ríkjum.
Ég held þegar ég hugsa um það
að aldrei hafi verið hallað á nokk-
urn mann í mín eyru í því húsi.
Það hefur örugglega oft verið
handagangur í öskjunni þegar tvær
unglingsstúlkur komu hlaupandi í
kaffi úr skólanum, uppfullar af at-
burðum dagsins, og kannski stund-
um svolítið tilætlunarsamar. Aldrei
man ég samt eftir styggðaryrði.
Og allar þær ferðir sem hann Ödd-
ur fór með okkur „upp á dal“, það
var ekki eins algengt þó ekki sé
lengra síðan að krakkar voru keyrð-
í dag verður til moldar borinn í
Kollafjarðarnesi vinur minn, Jón
Hallfreðsson frá Bakka, sem lést í
Landspítalanum 1. þ.m.
Þegar ég frétti lát hans kom það
ekki alveg á óvart, því hann var
búinn að vera veikur í nokkurn
tíma, en þó bjóst ég ekki við þeirri
frétt svo fljótt.
Ég hef þekkt Jón frá því ég man
fyrst eftir mér, en veit þó lítið um
ætt hans, mér er nóg að vita að
fólk af hans gerð er komið út af
hinum harða kjarna íslenska ætt-
stofnsins sem hungur, hallæri og
plágur liðinna alda gátu aldrei drep-
ið, og við eigum það að þakka að
vera þjóð í dag, en urðum ekki al-
dauða eins og útlit var fyrir á myrk-
ustu skeiðum sögunnar.
Jón var mikið hraustmenni og
afkastamaður til verka, eins og
bræður hans, Eyjólfur og Emil, og
ætíð reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd, ef með þurfti.
Það kom sér oft ekki illa hjá
okkur á Valshamri að eiga jafn
ágætt fólk að nágrönnum og
Bakkafólkið alla tíð.
Þegar leiðir okkar Jóns skilja nú
um sinn, er mér efst í huga þakk-
ir til að geta farið á skíði, en ég
held að ferðirnar með okkur hafi
verið nær óteljandi. Þó kannski
hafi ekki verið þakkað nægilega vel
þá fyrir þessa fyrirhöfn eru þetta
minningar sem gott er að rifja upp,
minningar um mann með bros í
augum og yl í vinnuhöndum.
Eg get ekki látið hjá líða að minn-
ast á haustið 1972 þegar ég dvaldi
alveg í 2-3 mánuði á heimili Odds
og Heiðu, þar sem mínir foreldrar
voru erlendis. Þetta var á fremur
erfiðum tíma, þar sem við vorum
að hefja nám í menntaskóla, allt
var nýtt og við héldum að við vær-
um orðnar fullorðnar. Ekki hefði
verið hægt að dveljast á betri stað,
mér fannst alltaf ég eiga heima hjá
þeim hjónum.
Þegar árin líða slitna oft tengsl
við æskuvini. Vinafundir víkja fyrir
dægurþrasi. Alltaf er það þó svo
að maður vildi hafa áttað sig fyrr
á því að tíminn stendur ekki kyrr
læti fyrir vináttu hans og hjálp-
semi, mér veitta, þess vegná eru
þessar fáu og fátæklegu línur sett-
ar á blað.
Konu hans og börnum votta ég
mína innilegustu samúð.
Guðmundur Karlsson
— hefði viljað líta við, heilsa upp
á, og þakka þannig fyrir ómetanleg-
an tíma.
Ég hitti Odd og Heiðu á götu nú
í desember þegar ég var á æsku-
slóðum, ég var að hugsa þegar ég
sá þau koma á móti mér að þar
færu falleg hjón. Það var sama
brosið í augunum hans Odds og
sami ylurinn í höndinni sem strauk
yfir kinn mína þegar hann óskaði
mér gleðilegra jóla.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að senda ykkur öllum
elsku Heiða mín, Guðný, Kristín og
Lára, samúðarkveðjur við fráfall
eiginmanns og föður, með þökk
fyrir liðnar stundir.
Litla ský - leifturbrá
lægðu flug.
Berðu smá-blómi frá
blíðan hug
Fjallasvani’ er flýgur yfir fjöllin há.
(Steingerður Guðmundsd.)
Elín Arthursdóttir
Oddur Friðriksson frá
ísafírði - Minning