Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 32
oeei XíIAM .01 H'JOAaíIAOÍJAJ OIGAJ8MUOÍIOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990- Eyjólfíir Guðnason bóndi — Minning’ Fæddur 4. janúar 1931 Dáinn 29. janúar 1990 Nú er hann Eyjólfur í Bryðju- holti dáinn. Mig langar að minnast hans með fáeinum orðum. Ég kom í Bryðjuholt í janúar 1984 til verk- námsdvalar frá Baándaskólanum á Hvanneyri. Ég dvaldist þar í þrjá mánuði og var það einn besti skóli sem ég hef verið í á lífsleiðinni. Það var ekki bara það að ég lærði nærri allt sem ég kann varðandi búskap heldur var það mér einnig dýrmæt- ur skóli að kynnast Eyjólfi og Helgu. Það var ákaflega gaman að vera hjá þeim og gott að vera ná- lægt þeim, þau voru einstaklega samrýnd hjón og það þurfti ekki langan tíma til að sjá hversu vænt þeim þótti hvoru um annað. Ég var einstaklega heppin, borgarbamið, að lenda hjá þeim hjónum í Bryðju- holti. Eyjólfur var alitaf tilbúinn til svara og virtist hafa gaman af að segja mér af hinu og þessu varð- andi búskapinn og hann hafði frá mörgu að segja. í Bryðjuholti er svo mikill myndarbúskapur að orð fer af. Það er ekki lítils virði fyrir ungt fólk sem er hneigt fyrir búskap að kynnast svona góðu búi, reglusemi í einu og öllu, góðum afurðum og hvemig hægt sé að hafa allt hrein- legt og snyrtilegt í kringum sig. Það er svolítið erfitt að tala um þau Eyjólf og Heigu sitt í hvoru lagi því þau voru svo samhent í öllu. Þau ákváðu allt í sameiningu og unnu saman að öllu af mikilli ánægju. Ég hef rekið á fjall með fjölskyldunni í Bryðjuholti á sumrin nokkur undanfarin ár. Það vantaði mikið í fyrrasumar þegar Eyjólfur var ekki með. Hann var svo hress og kátur og sagði okkur allskyns sögur, bæði úr fjallferðum og úr daglega lífinu. Hann var líka fróður um kennileiti og allt sem fyrir augu bar. Þessar ferðir hafa verið mér mikið tilhlökkunarefni og þær hafa iíka skilið mikið eftir sig. Eftir að við, ég og maðurinn minn, tókum við búrekstri sjálf höf- um við oft leitað ráða hjá þeim Eyjólfi og Helgu og það hefur alltaf reynst jafn vel. Við höfum líka oft beðið þau að lána okkur hross í smalamennsku og að taka hross í hagagöngu og Eyjólfur var alltaf fljótur til svars, það var alveg sjálf- sagt. Eyjólfur hafði mjög svo sér- staka skapgerð, hann var léttur í lund og hlýr í viðmóti. Það hefur ábyggilega hjálpað honum í veik- indunum að vera svona skapi far- inn. Hann var einstaklega sterkur og var laus við biturleika. Það hlýt- ur að vera.öllum hollt að kynnast slíkum manni sem Eyjólfur var. Megi minning hans lifa. Elsku Helga og fjölskylda, við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Elísabet og fjölskylda Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfír veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson.) Hér beinir ekki skáldið sjónum út yfir gröf og dauða að stjömuver- Eiginkona mín, + HELGA LOVÍSA KEMP, Vífilsstöðum, andaðist 8. mars. Hrafnkell Helgason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BENEDIKT RÚNAR HJÁLMARSSON, Sandabraut 16, Akranesi, andaðist þann 7. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Friðgerður Bjarnadóttir, Kolbrún, Ásta og ívar Örn Benediktsbörn. ’t Móðir okkar og tengdamóðir, ■ GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, frá Uxahrygg, lést á heimili sínu Hvassaleiti 56, aðfaranótt 9. mars. Jón Þ. Sveinsson, Þurfður Hjörleifsdóttir, Kristján G. Sveinsson, Margrét Sveinsson, Magnús L. Sveinsson, Hanna Hofsdal Karlsdóttir, Matthias B. Sveinsson, Hafsteinn Sveinsson. Ingibjörg Matthíasdóttir, t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA SÍMONARDÓTTIR, fyrrum húsmóðir í Svalvogum, Dýrafirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 8. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Ottó Þorvaldsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. öld endalausra víðerna. Heldur sýn- ir í einföldum og látlausum orðum hvað allra bíður á okkar vegferð á þessari jörð. Sumir halda starfs- kröftum og þrótti fram á elliár en aðrir falla í valinn langt um aldur fram. Slíkar hugleiðingar vekja þær spurningar við fráfall Eyjólfs í Bryðjuholti, hvers vegna lögð er á fóik svo þjáningarfull líðan sem hann mátti þola árum saman, mann sem um mátti segja að ávaxtaði pund sitt svo sem Ritningin býður. Eyjólfur Guðnason var fæddur sem fyrr segir 4.1. 1931 í Landa- koti á Vatnsleysuströnd og voru foreldrar hans Guðni bóndi og hreppstjóri Einarsson í Landakoti f. 1881 og síðari kona hans, Guðríð- ur Andrésdóttir f. 1891 frá Hlöð- versnesi á Vatnsleysuströnd. Guðni bóndi var upprunninn úr Holta- hreppi og bjó um langt skeið í Haga þar í sveit. Hann var söngmaður mikill og organisti í sinni sveit og einnig suður á Vatnsleysuströnd. En árið 1926 veiktist fyrri kona hans, svo að hann flutti með fjögur börn sfn til Reykjavíkur og síðar að Landakoti. En árið 1928 giftist hann seinni konu sinni, Guðríði Andrésdóttur. Þeirra börn urðu tvö, Margrét prófessor í veirufræði við Háskóla Islands og Eyjólfur sem fyrr er getið. Eyjólfur ólst þama upp við sjóinn þar sem brimaldan brotnar við hijóstruga strönd og inn til landsins getur að líta endalausar hraunbreið- ur. Grasnyt er þama, sem gefur að skilja mjög lítil, jarðvegur gmnn- ur og því erfitt til allrar ræktunar. Flestir áttu þó jafnan kýr þarna og sumir kindur. En frá ómunatíð hafði fólk þarna sótt björg í bú til hafsins sér til lífsviðurværis. Það vom eink- um hrognkelsaveiðar. Frá blautu bamsbeini ólst Eyjólfur upp við þær veiðar og stundaði á meðan hann átti heima þar suður frá. Eins og fleiri ungum mönnum datt Eyjólfi í hug að fara í skóla og þá helst Stýrimannaskólann enda hefði hann ekki skort gáfur til þess. En þar sem foreldrar hans vom orðnir aldraðir sá hann sig knúinn til þess að vinna heimilinu og sjá því far- borða. Liðu nú svo nokkur ár að hann stundaði búskap og sjávar- fang á heimili foreldra sinna. En svo breyttust hagir hans, þáttaskil urðu í lífi hans þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Magnúsdóttur frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi f. á Sólheimum 1937. Þau gengu í hjónaband árið 1958 og hófu þá búskap í Landa- koti. Árið 1938 fluttu foreldrar Helgu þau Magnús Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir frá Sólheimum að Bryðjuholti. Þau voru bæði mjög áhugasöm um búskap og bám mik- inn metnað í bijósti að hann færi sem best úr hendi. Þeim varð líka að trú sinni bæði skepnumanneskj- ur og hún mikil hannyrðakona. Magnús dó árið 1968 en árin á undan hafði hann kennt þess sjúk- dóms sem varð honum að aldurtila. Það varð því að ráði að þau Eyjólf- ur og Helga flyttu þangað og tækju þar við búi. Og vorið 1967 fluttu þau frá Landakoti að Bryðjuholti. Bryðjuholt er meðalstór jörð fremur vel í sveit sett. Þar hefur verið gott undir bú, snjólétt og nær oftast til jarðar. Bærinn stendur hátt og ijallasýn mikil til norðurs og vesturs. Ræktunarmöguleikar miklir eftir að framræsla mýra komst á. Mesti gallinn var, að læk- ur rennur eftir túninu sem lömb vildu drukkna í á vorin. Veiðiréttur er í Hvítá en erfitt er að nýta hann. Eyjólfur og Helga keyptu þarna jörð og gróið bú. En þau héldu ekki aðeins í horfinu heldur settu v + Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, kennari, Hjarðarhaga 29, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans fimmtudaginn 8. mars. Grétar Ottó Róbertsson, Elín Þ. Ólafsdóttir, Ásdís Louise Grétarsdóttir, Guðríður Anna Grétarsdóttir, Heiður Grétarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS H. SVEINBJÖRNSSON, Miðleiti 7, Reykjavík, varð bráökvaddur 8. mars. Þóra Kristjánsdóttir, Kristín Júliusdóttir, Hilmar Andrésson, Júlíus Þór Júlíusson, Viktoría Dagbjartsdóttir og barnabörn. + Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu mér og fjöl- skyldu minni samúð og vinarhug við fráfall ástvinar míns, ÓSKARS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til ykkar sem veittuð mér ómetanlegan stuðn- ing, Hagvirki hf., starfsmenn Hagvirkis, nemendur og kennarar Tækniskóla (slands, starfsfólk Skipadeildar Sambandsins, starfs- fólk Fæðingarheimilis Reykjavíkur og séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Guð blessi ykkur öll. Ester Sveinbjarnardóttir. markið hærra. Búið höfðu þau ekki stærra en svo, að vel yrði við það ráðið en afurðir sem mestar. Bú- skapur þeirra og umbúnaður allur varð rómaður. Sýnir best að þangað hefur búfræðinemum frá búnaðar- skólum verið valinn staður til verk- náms undanfarin ár. Mun það ekki hafa verið venja þar sem ekki voru búlærðir bændur fyrir. Var það við- urkenning sem Eyjólfur mátti vel við una. Og hér skal ekki gleymt garðinum hennar Helgu sem fræg- ur er orðinn og hefur hlotið verð- laun. Eyjólfur lét ekki sitt eftir liggja að styðja hana og styrkja í því sem öðru. Eitt af því sem sauðfjárbúskap fylgir, þar sem ekki er nóg land- rými fyrir, er að reka til fjalls og fara aftur á ijall á haustin. Féð var alltaf rekið frá Bryðjuholti. Eyjólfur fór jafnan í aðra leit (eftirsafn). Hann hafði ánægju af þeim ferðum. Það verður alltaf erfiðara, þarf lengri tíma til fyrir þá sem ekki fara ungir í leitir á afrétt að kynn- ast og þekkja ljallaheiminn. Eyjólf- ur gerði sér far um það eftir föng- um að kynnast leiðum og kennileit- um. Sá er þetta ritar á góðar minning- ar í fjallferðum með honum. Oft var rætt um búskaparhætti sem honum voru hugleiknir. Ekki vorum við þar alltaf á sama máli en skildum þó hvor annan. Allir höfðu ekki annað en gott af honum að segja og hvarvetna kom hann bætandi fram í þeim ferðum. Ég held að Eyjólfur hafí verið þeirrar gerðar að hann hafí lítt borið sinn innri mann á torg. En annar maður bar mér þau orð hans, að honum haíí verið okkar kynni mikils virði og með þakklæti fyrir það er hann vel að þessum minningarorðum mínum kominn. Það hefur verið sagt um íslenska bændur fyrr á tímum, öfugt við danska bændur, að þeir töluðu um allt annað fremur en búskap. Þetta má vera orðum aukið en segir nokk- uð þó. Eyjólfur kunni skil á þessu og hann mat það og virti. En hann var fljótur að semja sig að nýjum að- stæðum og tileinka sér í öðru um- hverfí en hann sá vankanta þess að ganga klofinn til verkefna sinna. Hann var mikill áhugamaður um ræktun og naut nú þess að taka þar til hendi sem ekki hafði verið unnt á æskustöðvum hans. En það var e.t.v. ekki þess að vænta að sjófangari af Suðurnesjum yrði sá bóndi sem raun bar vitni. 1. Eyjólfur og Helga eignuðust þijú börn en þau eru: Guðríður Gyða, f. 1959, er við nám í Ameríku; Magnús Eiríkur, f. 1961, búsettur í Reykjavík, kona, Ema Þórsdóttir úr Reykjavk; Samúel Unnsteinn bóndi í Bryðjuholti, kona Þórunn Andrésdóttir ættuð af Skeiðum. Veikindum sínum tók Eyjólfur með stöku æðruleysi, karlmennsku og ró. Hann vissi að örlög hans voru ráðin. En hann naut þess sem ekki verður metið nærvem og að- hiynningar Helgu konu sinnar, sem naumast vék frá hvílu hans síðustu vikurnar þar til yfír lauk. Það er enginn til frásagnar um þá reynslu. En nú þegar Eyjólfur er allur, kominn yfír landamæri þessa lífs, sem engum er ætlað að þekkja með vissu, stendur mynd hans eftir: Eyjólfur Guðnason var maður í hærra lagi og vel á sig kominn, beinvaxinn og bar sig vel. Hátt ennið gaf yfírbragði hans heiðan svip og vissa reisn. Blá gáfuleg augu hanss stöfuðu frá sér gaman- semi og hlýju. Hann fékk orð fyrir geðprýði, en var hreinskiptinn, sagði meiningu sína, en undir niðri bærðist viðkvæmur strengur. Hann þoldi engan órétt hvorki við sjálfan sig né aðra. Hann hafði yndi af söng enda í hávegum hafður á heimili hans í æsku. Hann gekk því fljótlega í kór Hrunakirkju þegar hingað kom austur. Hann lét ekki sitt eftir liggja að mæta við kirkju á sínum stað á meðan kraftarnir leyfðu. Og skýmst verður mynd hans í minningunni þegar hann gekk inn kirkjugólfíð með blik í augum og reisn í fasi. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.