Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 33

Morgunblaðið - 10.03.1990, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 Þórgnýr Guðinunds- son Sandi - Minning Fæddur 6. apríl 1902 Dáinn 5. febrúar 1990 Heljar lúður í hlustum gellur, hraðað er för til dáins ranna. Hver af öðrum fer og fellur fyrri aldar búandmanna. (K.I.) Þetta erindi föður míns hefur oft komið í huga mér seinustu mánuð- ina. Frá því í september hafa fimm Aðaldælir horfið þá ieið sem við eigum öll að ganga. Þetta fólk var allt á góðum aldri þegar ég var að alast upp í Aðal- dal, frændur, nágrannar og sveit- ungar. Högni á Syðra-Fjalli, Ámi Kristinn í Skriðulandi, Snorri í Geitafelli, Kristjana í Múla og nú síðast Þórgnýr á Sandi, kennari og skólastjóri í Aðaldal um langan ald- ur. Aðaldælir þurftu ekki að kvarta yfir tíðum kennaraskiptum eða sækja þá um langan veg. Þeir fengu þá af heimaslóðum og hélst vel á þeim. Jóhannes í Haga hóf kennslu 1908 og kenndi til 1948, Steingrím- ur í Nesi frá 1949 til 1963 og Þór- gnýr á Sandi frá 1943 til 1972. Þeim fækkar óðum sem hafa feng- ist við farkennslu, mánuð eða þriggja vikna tíma á sama bæ. Kennt var í stofu á þeim heimilum sem rúmust áttu húsakynnin. Það voru ekki allar kennslustofur stórar sem ég man eftir, en hjartarúm húsbændanna voru góð, þó húsrými væri ekki mikið. Auk kennara voru nemendur iðulega í fæði og hús- næði, auk heimafólksins, sem yfir- leitt var fleira en nú gerist og því oft þröngt á þingi, en allt blessaðist þetta og námsárangur var býsna góður. Á milli bæja var svo farið gangandi eða á skíðum og það er ekki svo langt síðan þetta var. Þó eru breytingarnar á öllum sviðum orðnar meiri en nokkur manns- hugur hefði getað ímyndað sér urti 1945, þegar ég var að hefja mína skólagöngu, þá 10 ára. Ég og systk- ini mín vorum svo lánsöm að njóta tilsagnar þeirra þriggja kennara sem ég hef nefnt og þar bar aldrei skugga á. Þórgnýr kenndi mér sein- asta veturinn sem ég var í barna- skóla og nú leitar hugur minn norð- ur í Aðaldal, þegar komið er að kveðjustund hans. Hann var fæddur á Sandi 6. apríl 1902, sonur Guðrúnar Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar sem þar bjuggu. Þar ólst upp stór hópur atgerfisfólks og var Þórgnýr næst- elstur ellefu systkina. Hann var við nám á Eiðum í tvo vetur og hóf síðan kennslustörf, fyrst í Eiða- hreppi en tók síðan kennarapróf 1943 og eftir það var hann kennari og skólastjóri i Aðaldal til 1972 og hann naut þess að sjá stórhýsi Hafralækjarskóla rísa. Það voru sterk bönd frændsemi og vináttu milli Ytra-Fjalls og Sands. Foreldr- ar mínir mátu Þórgný mikils og töldu hann til sinna bestu vina. Þar komu einnig til sameiginleg áhuga- mál eins og skógrækt og bindindis- mál. Nú er móðir mín ein eftir Freydís Sigurðardóttir Alftagerði—Minning Þetta ætlar að verða harður vet- ur öldnum Mývetningum. Á nokkr- um vikum hafa fjórir sveitungar kvatt þennan heim, nú síðast Freydís Sigurðardóttir í Álftagerði þann 3. marz sl. Freydís fæddist á Arnarvatni þann 11. apríl 1903, dóttir Sigurðar Jónssonar skálds og bónda þar og fyrri konu hans, Málmfríðar Sigurð- ardóttur. Hún var elst sex alsystk- ina og það má nærri geta hvílíkt álag það hefur verið 13 ára ungl- ingi þegar móðirin dó 1916 og stóra systir varð að ganga þeim yngri í móður stað fýrst um sinn. Sam- bandið við stjúpmóðurina, Hólmfríði Pétursdóttur frá Gautlöndum, var alla tíð mjög innilegt og náið. Hvort sú ró og æðruleysi, sem einkenndi Freydísi síðar meir, hefur verið meðfædd eða áunnist á þessum erf- iðu unglingsárum er ekki gott að segja, en hitt er víst, að hún átti alltaf næga hlýju, umhyggju og ástúð fyrir alla sem hún umgekkst. Freydís giftist Geir Kristjánssyni frá Gautlöndum og þau hófu búskap í Álftagerði 1931, í heimskreppunni miðri. Þau hafa örugglega ekki far- ið varhluta af þeim erfiðleikum frekar en aðrir, verandi auk þess að hefja búskap. En þau áttu nokk- uð, sem reynst hefur mörgum drýgra í þrengingum en auður og völd: Alveg einstaka samheldni, ást og virðingu hvort fyrir öðru. Heim- ili þeirra var einhvem veginn fullt af þessari ást og samlyndi sem entist meðan bæði lifðu. Geir lést árið 1977. Börn þeirra Freydísar og Geirs eru: Ásmundur f. 1.3. 1932, sem er starfsmaður Skútustaðahrepps og hefur búið með móður sinni í Álftagerði, Málmfríður f. 14.2. 1934, húsmóðir og afgreiðslumaður í Reykjavík og Arngrímur f. 29.5. 1937, kennari á Skútustöðum. Barnabörnin eru orðin 8 og 4 barna- barnaböm. Freydís fýlgdist með öllum sínum niðjum, hvar sem þau vom og bar hag þeirra jafnt fýrir bijósti og þeim þótti innilega vænt um hana. Og ófáir voru þeir ungl- ingar og börn, skyld eða óskyld, sem nutu hennar umhyggju á sumrin. Freydís var alveg sérstaklega vandvirk og snyrtileg. Það var ekki alltaf auðvelt að halda öllu hreinu og snyrtilegu í þeim hripleku bæj- um, sem flestir bjuggu í til sveita á íslandi fram undir miðja þessa öld. Einhvern veginn tókst það þó með ágætum hjá Freydísi í Álfta- gerði og nýja húsið þeirra var auð- vitað alltaf eins og nýskúrað út úr dyrum. Það var eins með alla mat- argerð. Allur matur bragðaðist svo vel hjá Freydísi og smákökurnar Oskar Illugason í Reykjahlíð látinn Mývatnssveit. NÝLÁTINN er Óskar Illugason, bóndi í Reykjahlíð. Ilann fæddist 8. ágúst 1913. Forcldrar hans voru Illugi Einarsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Illugi andaðist árið 1935. Tóku þá Kristjana og synir hennar, Oskar og Valgeir, við búsforráðum á hluta jarðarinnar, Reykjahlíð I. Frá 1960 hafa þeir bræður búið félagsbúi ásamt eiginkonum sínum. Eiginkona Óskars, Sigrún Hallfreðsdóttir frá Akureyri, lifir mann sinn. Árið 1959 byggðu þeir bræður 140 m2 íbúðarhús, ennfremur öll útihús. Samstarf þeirra var ætíð eins og best verður á kosið. Oft dvöldu ungl- ingar á heimilinu á sumrin og minnt- ust ætíð þess tíma með mikilli 'ánægju. Óskar átti síðustu ár við vanheilsu að stríða og dvaldi þá af og til á sjúkrahúsum. Hann andaðist 24. febrúar. Útför hans var gerð frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 3. mars að viðstöddu fjölmenni. - Kristján þeirra þriggja og saknar vinar í stað. Þórgnýr Guðmundsson var gull af manni og góður og farsæll kennari sem lét sér mjög annt um nerrtendur sína og þeirra hag. Trú- mennska og samviskusemi gagn- vart öllu því sem hann átti hlut að var hans leiðarljós og aldrei hefði það hvarflað að honum að setja hagsmuni sína ofar hag nemenda eða láta bitna á þeim kröfu um stundarhagnað svo sem nú gerist ár eftir ár, með þeim afleiðingum sem allir þekkja. Á sumrin vann hann að búinu á Sandi ásamt systk- inum sínum. Þau voru samhent og samhuga og heimilið á Sandi bar glögg merki alls hins besta úr þing- eyskri bændamenningu. Ég kom í Sand fyrir nokkrum árum og hitti Þórgný. Hann var glaður í bragði og léttur í tali. Margt var honum hugleikið, bæði skóla- og bindindis- mál en bindindismaður var hann alla ævi. Hann ritaði greinar um hennar voru þess utan svo fallegar. Freydís hafði notið einhverrar hús- mæðrafræðslu þegar hún dvaldi í Reykjavík um skamman tíma rúm- lega tvítug. En vandvirknin og verklagnin var henni í blóð borin. Nágrannakona hennar, sem hóf búskap í Álftagerði nokkru á eftir Freydísi og Geir, var vön að segja, ef einhver óvænt eða ókunn hús- verk bar að höndum: „Ég held ég verði að spyija Dísu.“ Nú er stund til að kveðja og þakka fyrir hlýju, vinsemd og greið- vikni. Gamall nágranni biður fyrir kveðju og þakkir fyrir 60 ára sam- fýlgd í nábýli og vináttu, sem aldr- ei bar skugga á. Aðstandendum er vottuð samúð, en þeir eiga aðeins góðar minningar eftir. Björn Dagbjartsson áhugamál sín í blöð og tímarit, enda prýðilega ritfær eins og hann átti ættir til og skrifaði gott og vandað mál. Hann sýndi mér bók sem seinustu nemendur hans gáfu honum í afmælisgjöf þegar hann hætti kennslu vegna aldurs. Mér er í minni gleði hans og stolt yfir þeirri gjöf, ég held meiri, en þó hann hefði verið sæmdur opinberu heiðursmerki og ég skynjaði ham- ingju þess er fær sönnur fyrir því að vel hafi tekist með ábyrgðarfullt starf. Neskirkja í Aðaldal átti dygg- an stuðningsmann og velunnara þar sem Þórgnýr vdr. Hann sat í sókn- arnefnd og starfaði sem safnaðar- fulltrúi. Kirkjuna prýðir nú fagur ljósakross sem hann og systkini hans gáfu til minningar um látna ástvini. í Nesi verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið foreldra og ættmenna. Hann kvæntist ekki og átti ekki afkomendur en hinn stóri hópur systkinabarna hans voru sem hans eigin börn. Þeirra gleði var hans gleði og þeirra sorgir hans sorgir. Aðaldælir eiga Þórgný á Sandi stóra þakkarskuld að gjalda sem seint verður greidd. Þá skuld að hafa verið kennari og lærifaðir ljölda barna og unglinga. Ég er ein úr þeim hópi og þessi orð mín lítil afborgun. Frændum og vinum á Sandi sendi ég hlýjar samúðar- kveðjur, en kennara minn og frænda vil ég kveðja með erindi úr kvæði sem faðir minn orti eftir Jak- obínu í Hólsgerði en hún og Guð- mundur á Sandi voru systkinabörn: Gott er að hverfa frá gegnu starfi, gamal! að vetrum, ungur í lund. Vera hinn trausti, vera hinn þarfi, vakinn og sofinn með græðandi mund. Skila svo flekklausum orðstír að arfi, auðmjúkur leita á guðs síns fund. (K.I.) Ásta Ketilsdóttir frá Fjalli. ♦3Sun<Uborg 13 - 104 R#>k>«vik - Simi 6885M Yale Vírtogari Níðsterkur, léttur og fiölhætur Yale - gæði - ending Heildsöludreifing 35 JÓHANN ÚLAFSSON & C0. HF. Kork'O'Plast Sœnsk gœðovara í 25 ór. KORK O PLAST er með slitMerka vmylhúö og nolíð á gólf sem mikiO mæðii á. svo sem á nugstóövum og á sjúkrahúsum KORK O PtAST ct auðvrli að þr/fa og þægilegt ei að ganga á pvi Sédcga hefitugi fyni vmnustaði. Danka og opmbeiai sknhtofui KORK O PLAST byggn ckki upp spmnu og er mikið ncxað í Iðtvuheitíeig^jm fcg t>. ÞORGRÍMSSON & CO Annula 29 Reyk|avik simi 38640 Snæfellingar Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið EES Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á Hótel Stykkishólmi í dag, laugardaginn 10. mars, kl. 16.00. Jón Baldvin Iiannibalsson, utanríkisráðherra, hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Listmunauppboð nr. 153 MÁLVERK Listmunauppboð Guðrúnar Guðmundsdóttur (málverk) fer fram á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 11. mars nk. kl. 20.30. Myndirnar verða til sýnis í Klausturhólum, Laugavegi 8, laugardaginn 10. mars kl. 14-18, og á Hótel Sögu sunnudaginn 11. mars kl. 14-18. Listmunauppboð Guórúnar Guómundsdóttur, Laugavegi 8, sími 19250.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.