Morgunblaðið - 10.03.1990, Qupperneq 36
-36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990
Skákkeppni stofiiana;
Búnaðarbankinn sigraði
í áttunda skiptið í röð
Skák
MargeirPétursson
SKÁKKEPPNI stofnana og fyr-
irtælga fór í ár í fyrsta skiptið
fram í nýju og glæsilegu félags-
heimili Taflfélags Reykjavíkur.
Þátttaka var þó í dræmara lagi,
aðeins 38 sveitir mættu til leiks.
Svo virðist sem margir áhuga-
menn séu ekki búnir að upp-
götva hversu mjög aðstæðurnar
hafa batnað. I A-riðli sigraði
skáksveit Búnaðarbanka íslands
í áttunda skiptið í röð, með tals-
verðum yfirburðum, en hörð
keppni var um annað sætið.
Búnaðarbankinn hefur talsvert
tengst skáklistinni á undanforn-
úm árum og ekki aðeins með
því að einoka stofhanakeppnina,
heldur mun bankinn verða helsti
styrktaraðili opna alþjóðamóts-
ins sem hefst hér í Reykjavík
að loknum stórveldaslagnum.
Mun mótið því verða kennt við
bankann. Þetta er þó ekki í
fyrsta skipti sem haldið er Bún-
aðarbankaskákmót, mörgum er
vafalaust enn í fersku minni mót
bankans 1984, sem markaði
tímamót í skáksögu landsins.
Úrslit í A f lokki:
1. Búnaðarbanki íslands, A-
sveit 23 v. af 28 mögulegum.
2. Lögmenn Ránargötu 17 v.
3. Fjölbrautaskólinn við Ármúla
16 'A v.
4-5. Landsbankinn og Iðnskólinn
16 v.
6-7. Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen og íslandsbanki
15 v.
í hraðskákkeppninni stillti Bún-
aðarbankinn ekki upp liði, en þar
sigraði Iðnskólinn, Háskólinn varð
í öðru sæti og Lögmenn Ránargötu
urðu í því þriðja. Kærumái voru
engin að þessu sinni og fór keppn-
in vel fram.
Úrslit í B-flokki:
1-2. Strætisvagnar Reykjavíkur
og Unglingaflokkur TR 17 'A
v.
3-4. Prentsmiðjan Oddi og Búnað-
arbanki íslands, B-sveit 17 v.
5. Olíuverslun íslands hf. 16 v.
6-8. Verkfræðistofa Guðmundar
og Kjartans, Verzlunarskóli
íslands og Arnarsson og
Hjörvar 15'A v.
Unglingar út TR tefldu sem
gestir, því það stóð á stöku. Það
kom nokkuð á óvart að þeir skyldu
ekki vinna keppnina einir, en það
kom til af því að þeir fengu óvænt-
an skell gegn Olís, 1-3, í síðustu
umferð. Þá fékk Búnaðarbankinn
frábært tækifæri til að vinna B-
flokkinn líka, en tapaði VU-Z'h
fyrir Odda.
Skákkeppni framhalds-
skóla 1990
Keppnin var haldin helgina 23.
til 25. febrúar sl. og sigraði A-
sveit Menntaskólans við Hamrahlíð
með yfirburðum. Sveitina skipuðu
þeir Sigurður Daði Sigfússon,
Þröstur Árnason, Snorri G. Bergs-
son og Amaldur Loftsson, allt vel
þekktir skákmenn. Sveit Ármúla-
skóla varð í öðru sæti, en með
þeim tefldi eini alþjóðameistarinn
á mótinu, Þröstur Þórhallsson.
Þótt hann næði 6 ’A v. af 7 mögu-
legum, dugði það ekki, en með
Þresti í sveitinni vora þeir Olafur
B. Þórsson, Kristján Eðvarðsson
og Veturliði Þ. Stefánsson.
Þröstur Ámason MH er félögum
sínum betri en enginn í sveita-
keppnum. í keppni framhaldsskól-
anna vann hann allar skákir sínar
á öðra borði og í Skákkeppni stofn- -
ana lék hann sama leikinn á öðru
borði í A-sveit Búnaðarbanka ís-
lands.
Andstæðingar hans í þessum
keppnum vora þó margir hver
kunnir meistarar.
Úrslit á framhaldsskólamótinu
urðu þessi:
1. MH, A-sveit 25 v. af 28
mögulegum.
2. Fjölbrautaskólinn við Ár-
múla, A-sveit 18'A v.
3. MH, B-sveit 17 ‘A v.
4. Menntaskólinn á Akureyri
16 v.
5. Flensborgarskólinn, A-sveit
15 y2 v.
6. Menntaskólinn í Reykjavík
15 v.
7-9. Verslunarskóli íslands, A-
sveit, Fjölbrautaskóli Suð-
urlands, A-sveit og MH,
C-sveit 13 ‘A v.
10-12. Fjölbrautaskóli Vestur-
lands, B-sveit og Fjöl-
brautaskóli Suðurlands, A-
sveit og MH, C-sveit 13 'A v.
13-14. Fjölbrautarskóli Vestur-
lands, B-sveit og Fjölbraut-
arskóli Suðurlands, B-sveit
13 v.
15. Fjölbrautaskólinn við Ár-
múla, B-sveit 12'A v.
16. VerslunarskólÞ íslands, B-
sveit 11 v.
17. Flensborgarskólinn, B-sveit
10 'A v.
Sókndjarfiir skákstjóri
Við skulum líta á eina bráð-
skemmtilega skák úr A-flokki
stofnanakeppninnar. Ríkharður
Sveinsson hefur þrátt fyrir ungan
aldur getið sér orð fyrir styrka en
látlausa skákstjórn en sýnir hér á
sér nýja hlið gegn Gunnari Gunn-
arssyni, fyrram íslandsmeistara.
Ríkharður réðist á andstæðing sinn
með miklu offorsi og fómaði manni
til að bijóta upp svörtu kóngsstöð-
una. Gunnar fann ekki beztu vörn-
ina, enda umhugsunartíminn að-
eins ein klukkustund, og hvítur
náði að innsigla sigurinn með
glæsilegri skiptamunsfórn:
Hvítt: Ríkharður Sveinsson,
Borgarfógetaembættinu
Svart: Gunnar Gunnarsson,
íslandsbanka
Sikileyjarvöm
1. e4 - c5, 2. Rc3 - Rc6, 3. d3 .
- g6, 4. g3 - Bg7, 5. Bg2 - d6,
6. f4 - Rd4
Þessi leikur er óþarflega
snemma á ferðinni. Nákvæmara
er að bíða eftir því að hvítur leiki
kóngsriddara sínum út. Næsti leik-
ur svarts er einnig nokkuð grodda-
legur og bendir til vanmats á and-
stæðingnum.
7. Rce2! — h5, 8. Rxd4 — cxd4,
9. Rf3 - Rh6, 10. De2 - 0-0, 11.
0-0 - Bd7, 12. f5 - Db6, 13.
Rh4 - Kh7, 14. Bg5 - Rg8, 15.
Bh3 — Dc7, 16. g4 — hxg4, 17.
Dxg4 — Be8
Hvítur hefur sóknarfæri og góða
stöðu. Það era því ekki hundrað í
hættunni þótt slegið sé lítillega af
og leikið 18. Rg2 til að lýma h4
fyrir drottninguna, auk þess sem
riddarinn myndi standa vel á f4.
Auk þess ætti hvítur að tvöfalda
hrókana á f-línunni við tækifæri.
En hvítur ræðst beint til atlögu:
18. Rxg6!? - fxg6, 19. Dh4+ -
Rh6, 20. Bxe7 - Hg8?
Hér kom ekki síður til greina
að leika 20. — Hh8, því þá hefði
svartur getað svarað 21. f6 með
21. — Bf8, án þess að þurfa að
óttast 22. f7.
21. œ - g5, 22. Bf5+ - Bg6,
23. Dh5 - Bxf5, 24. Hxf5 - Bf8,
25. Hafl - Dxc2, 26. Hxg5 -
Hxg5?
Svarti hefur greinilega alveg
yfírsést 28. leikur hvíts. Mun
skárra var strax 26. — Dg5!?, en
bezta vömin virðist vera 26. —
Bxe7, 27. fxe7 — He8!? eða jafn-
vel 27. — Dxd3!? og svartur á
góða möguleika á að halda sínu.
27. Dxg5 - Dc5
28. Hf5! - Rxf5, 29. exf5 - De5,
30. Dh5+ - Kg8, 31. f7+ -
Kg7, 32. Dg6+ - Kh8, 33. Dg8
mát.
Dálkavíxl
Þau mistök urðu við
vinnslu fréttar af opnum
fundi Sambands ungra sjálf-
stæðismanna í blaðinu í gær
að dálkar víxluðust.
Ef grannt er skoðað hefst
umsögn af fundinum neðar-
lega í þriðja dálki á þess-
um orðum: í framsögu
Davíðs...o.s.frv. þá er lesið
aftur í miðjan aftasta dálk.
Þá þarf að fara í upphaf
greinarinnar og enda svo á
neðri hluta aftasta dálks.
Lesendur, ræðumenn;
fundahaldarar og gestir era
beðnir velvirðingar á mistök-
■ SKAKÞINGI Kópavogs
er nýlokið. Sigvrvegari
vardHaraldur Baldursson
með sjö vinninga af sjö
mögulegum. Hann hlýtur því
sæmdarheitið skákmeistari
Kópavogs 1990. Annar var
Kjartan Guðmundsson með
fímm og hálfan vinning og
þriðji Einar Kr. Einarsson
með fimm vinninga.
Hraðskákmót Kópavogs
verður haldið sunnudaginn
11. mars. Keppnin hefst kl.
14 og teflt verður í Hjalla-
skóla við Álfhólsveg.
Rokkunnendur •e**®*'*
Rokkgleði verðurhaldin íTemplarahöllinni, Eiríksgötu, íkvöldkl. 22.00-03.00. | ’fyt VlKINGlSVEjTIN • W :f Veona oóðra undirtekta svnir JfcjsJpfe ^ Æ&' Víkingasveitin aítuf^
Gömlu rokkararnir Bill Hailey, Little Richard, Fats Domino, Elvis Presleyo.fi. og einnig ýmis gullkorn. Kynntur veröur liinn miög svo góði dökki Víkingur trá Sanitas
Miðaverð 500 kr.
Metsölublaó á hverjum degi! Hann Örvar mætir þrátt fyrir erfióa viku EN ÞÚ? 20 ára aldur